Tíminn - 25.06.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 25. júni 1978
13
Kosningar og
s tj órnmálamenn
Þegar Sjálfstæðismenn
biðu ósigur i kosningunum
1927, sagði einn flokksbróöir
þeirra:
„Þaö var ekki von á öðru,
þvi aö foringjunum sýndust
allir hundarnir vera mata-
dorar”.
„Þaö er ekki til svo litil
spýta, að honum takist ekki
að gera úr henni axarskaft”,
varð manni að orði um
klaufskan stjórnmálamann.-
St jórnmálamaður nokkur
var aö haida ræðu á póli-
tiskum fundi. Þá grfpur
annar stjórnmálamaður
fram f fyrir honum og segir:
„Þetta er ekki rétt”.
„Vist er þetta rétt,”
svaraöi hinn.
„Ég ætti nú að vita það, ég
var ráðherra þá”.
„Satt er það, þitt var rikið
en hvorki mátturinn né dýrð-
in.”
Kunnur menntamaöur fór
niður i þinghús til aö hlusta á
ræður þingmanna. Þegar
hann kom heim til sin, var
hann spuröur hvernig honum
heiði geðjast aö þingmönn-
unum.
„Vel”, svaraði hann.
„Þeirtala mikiö og þeir tala
hátt og meiraer ekki hægt að
heimta af þingmönnum.”
Sr. Þórarinn Böövarsson i i
Görðum hafði svo mikið fylgi
f sinu kjördæmi, að eitt sinn
bauö hann sig fram með syni
sinum og náðu þeir báðir
kosningu.
Sumum stórbændum i
kjördæminu likaði þó fram-
boð þeirra beggja miðlungi
vel, og var Guðmundur á
Auðnum einn meðal þeirra.
Þá var kosið opinberlega.
„Hvern kjósið þér?”
spurði kjórstjóri Guðmund á
Auðnum.
„Sr. Þórarin Böðvarsson”,
svaraði Guðmundur og
þagnar.
„Annan verðið þér aö
kjósa með honum”, segir þá
kjörstjóri.
„Ætli það sé ekki bezt að
folaldiö fylgi merinni”, var
svar Guðmundar.
Þjóðkunnur áhugamaöur,
sem var að halda þrumandi
ræðu á alþingi um nauðsyn-
ina á þvi að reisa spitala,
endaði hana á þessa leiö:
„Ég vona, að allir geti
verið sammála um það, að
það er eitt, sem ekki má
spara og þaö eru mannslff-
in.”
Magnús Torfason var i
framboði á Isafirði móti sr.
Siguröi Stefánssyni i Vigur.
A kosningafundi var eitt
sinn sr. Stefán búinn að tala
og ennfremur Sigurður sonur
hans.
Þegar svo Magnús hóf mál
sitt. tekur annar sonur sr.
Siguröar fram í niðri i sal.
Þá varð Magnúsi að oröi:
„Það litur út fyrir, að það
ætli að verða erfitt fyrir mig
að tala hér, fyrst talar faðir-
inn, svo sonurinnog nú heyri
ég f heilögum anda niðri i
salnum”.
1 alþingiskosningunum
1900 var tekizt á um valtýzk-
una svokölluöu. i hópi
áköfustu stuöningsmanna
Valtýs Guðmundssonar voru
Skúli Thoroddsen og sr. Sig-
uröur Stefánsson i Vigur.
Hannes Hafstein var and-
vígur tillögum Valtýs um
stjórnskipunarmáliö. Hann
bauð sig fram i Isafjaröar-
sýslu móti Skúla Thorodd-
sen. Tveir þingmenn voru
kosnir i isafjarðarsýslu.
Hannes Hafstein var kjör-
stjóri og fór þá kosning fram
I heyranda hljóði. Komu
kjósendur alls staöar aö úr
sýslunni til isafjarðar. SÚ
saga er sögð, að margir hafi
veriö i vanda og ekki kunnað
við annað en kjósa sýslu-
mann. „Hverja kjósið þér,
Guðmundur minn?” spurði
sýslumaður hikandi kjós-
anda sem allir vissu, að
fylgdi Valtýingum.
„Skúla Thoroddsen” var
svarið.
„Og hvern annan?”
„Égheld ég verði aö reyna
yöur, sýslumaður”.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Lárus Sveinsson
trompetleikari
ÉG SPÁI:
Fjöidi þingmanna er verður
Alþýðubandalag 11 /3
Alþýðuflokkur 5 /
Framsóknarflokkur 17 /b
Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 /
Sjálfstæðisflokkur 25 -33
Aörir flokkar og utanflokka 0 o
Samtals 60 6o
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
VIÐ VERÐUM VIÐ ALLA KJÖRSTAÐI.
LÍTIÐ VIÐ HJÁ RAUÐA-KROSSINUM.
ENGIN ALDURSMÖRK.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR
f Uttl .
tonu
Dagana 30. júní - 9. júlí.
Sýningar kl. 18 og 21 virka daga og
kl. 15 og 18 um helgar.
Forsala aðgöngumiða er í hjólhýsi í
Austurstræti og í Laugardalshöll kl. 13-17.
Miðapantanir í símum 29820 og 29821 milli kl. 13 og 17.
Verð miða fer eftir staðsetningu sæta
Bestu sæti: kr. 3.700.-. Betri sæti: kr. 3.300.-. Almenn sæti: kr. 2.700.-.
★ TAKMARKAÐAR SÝNINGAR -
TAKMARKAÐIR MIÐAR
Heimsfræg skemmtiatriði, sum þeirra hafa aldrei sést hér
á landi áður meðal annars eru:
MÓTORHJÓLAAKSTUR Á HÁLOFTALÍNU, LOFT-
FIMLEIKAR, KING KONG - APINN MIKLI, ELD-
GLEYPIR, HNÍFAKASTARI, STJÖRNUSTÚLKUR,
AUSTURLENSKUR FAKÍR, STERKASTI MAÐUR
ALLRA SIRKUSA, SPRENGFYNDNIR TRÚÐAR OG
FJÖLMÖRG FLEIRI SKEMMTIATRIÐI.
Sölubörn óskast
50 FERÐAVINNINGAR
FKRÐAHAPPDRÆTTI
FULLTRÚARÁÐS
FRAMSOKNARFELAGANNA í REYKJAVÍK
1. — 5. Ferðir ti' Irl.inds verðmæti 126.000 Samt. 630 000
6. —35. — Cosla Del Sol — 122.900 — 3.687.000
36. —40. — Jugoslnviu — 116.400 — 582.000
41 -50 — Irlands * — 84.500 — 845.000
Vinmngaverðmæti alls 5.744.000
Nr. 580307
Til að selja happdrættismiða Fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna í Reykjavík
Góð sölulaun
Vinsamlegast gefið ykkur fram við
skrifstofuna Rauðarárstíg 18