Tíminn - 25.06.1978, Qupperneq 17

Tíminn - 25.06.1978, Qupperneq 17
Sunnudagur 25. júni 1978 17 l'ii&iii'! Skoðanakannanir sem stj órnmálalegt áhrifatæki Það er ein grundvallarstaö- reynd sem menn hafa komizt að :i visindum, aðmeð tilraun eruhöfð áhrif á það sem rannsakað er. Skoðanakönnunertilraun, tilraun tii þess að spá fyrir um þaö sem óoröiö er á grundvelli upplýsinga- söfnunar um afstööu fólks. En spádómur getur lika verkað sem sefjun eða uppástunga, orðið að áhrinisorðum eins og sagt var forðum. Sumir spádómar upp- fylla sig sjálfir.hefur veriðhaftað orði af eigi löngu látnum sál- fræðingi. Allar tilraunir til þess að spá fyrir um framtiðina hafa þvi tvær hliðar, þær gefa llkur fyrir aö ákveðnir atburöir gerist á grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga og almennra lögmála og þær spár virka san sefjun.þær auka likurnar á þvi að þaö sem spárnar segja til um skjóti rótum I hugum fólks og veröi að raunveruleika. Þegar skoðanakönnunum er beitt á stjórnmálasviðinu eru þær þvi orðnar stjórnmálalegt áhrifa- tæki, leiötil viðbótar öðrum liðum til þess að hafa áhrif á afstöðu fólks til bókstafakennitákna framboðslistana. Við fyrstu sýn virðist þetta e.t.v. ekkert annað en það sem önnur tæki til málflutnings I stjórnmálabaráttu gera, en þó er einn veigamikill munur: skoð- anakönnunin hefur á sér yfir- bragð þess að hún sé mæling, jafnvel fræðilega útreiknuð mæl- ing.Fólk yfirleitt veit hér litið um hversu ónákvæmar skoöana- kannanir eru sem mælitæki og hversu mikla vinnu og kostnað þarf að leggja I það að fram- kvæma þær og vinna úr niður- stöðunum, ef ekki á aö skakka mjög miklu. Það er svo að kann- anir Dagblaösinsog Visiserutak- markaðar kannanir hvað þátttak- endafjölda snertir, 600 og 1200 þátttakendur, en þyrftu að vera a.m.k. 2000 til þess að sæmilega öruggar likur fengjust um afstöðu alls þorra fólks á þvi augnabliki sem skoðanakönnunin er fram- kvæmd. Hvernig þeir fjölmörgu muni kjósa, sem ekki höfðu gert upp hug sinn viku fýrir kosning- arnar en það voru 40 og 25% 1 skoðanakönnun Dagblaðsins og Visis, segir þar að auki skoðana- könnun ekkert til um né heldur um það hversu margir muni skipta um skoðun fram til kosn- ingastundar. Ekki er t.d. ósenni- legt, að meöal þess þriöjungs til fjórðungs fólks, sem ekki hafði ákveðið sig kringum lok slöustu viku,séueinmittmargir,sem eru I vafa um hver valkostur sé bezt- ur, e.t.v. vegna ónógra upplýs- inga um hvað flokkarnir ætli sér raunverulega að gera I einstökum málum eftir kosningar, vegna vonbrigða meö stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn á síöustu ár- um, vegna skorts á persónulegum tengslum við þá menn, sem eru I baráttusætum kosninganna, ónógri reynslu af þeim, og svo mætti lengi telja. Þegar við setjum þessar stað- reyndir uin ónákvæmni þessara skoðanakannana I samhengi við sefjunaráhrif þeirra verður ljóst af hverju fólk þarf aö vara sig á þvi að láta niðurstööur skoðana- kannana takmarka valfrelsi sitt. Skoðanakannanir eins og þær sem Visir og Dagblaðið hafa framkvæmt fyrir nýafstaönar og fýrirliggjandi kosningar eru þvi sem áhrifavaldar i kosningabar- áttunni tvleggjað sverði. Þær eru áhrifavaldar hvort sem aðstand- endur þeirra hafa gert sér grein fyrir þvi eða ekki og þjóna þeim aðiljum, sem að viðkomandi blöð- um standa. Höfuöiínurnar I þess- um áhrifum siödegisblaðanna tveggja hafa verið svipuð, van- mat á fylgistapi Sjálfstæðis- flokksins, vanmat á fylgisaukn- ingu Alþýðubandalagsins, van- mat á fylgi Framsóknarflokksins og ofmat i fylgi Alþýðuflokksins. Frá þessu yoru viss frávik, en höfuðlinurnar sýnast mér þessar. Ef þessar höfuölinur eru slðan túlkaðar mætti segja að hin stjórnmálalegu áhrif skoðana- kannana Visis og Dagblaðsins stefni í hægri &tt, efling hlutar gömlu samstarfsflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, á kostnað hinna. Hluti af þessu á rætur slnar að rekja til þess, að I sveitunum eru áhrif Framsóknarflokksins hlut- fallslega meiri en I þéttbýli og opnar sveitalínur gera það að verkum, að fólk þar gefur siður upp stjórnmálaskoðanir slnar. Annar veigamikil áhrifavaldur þessara tilhneigingar skoðana- kannana væri svo sefjunar- ahrifin sem ég áöur nefndi, Rósenthal-áhrif svo nefnd yfir visindanám við Harvard Háskól- ann. Þetta er ekki viljandi gert. Hjá þeim sem framkvæmdu eöa skipulögðu kannanirnar, það hef ég sannfærzt um viö samtöl við fólk bæöi á Dagblaðinu og Visi, en tilraunir Rosenthal hafa marg sinnis sýnt að þessi sefjunaráhrif eruháðómeövitaðri afstöðu, ekki siður en þvi sem meðvitað er, og I dulvitundinni búa margar óskir, sem rætast vilja. Það hvernig eitthvað er sagt, blæbrigði raddar og tónn, segja meir a e n orðin tóm sem töluð eru og tilraunir hafa sýnt, að röddin er öflugasta flutingstæki sefj- unaráhrifanna. Ég er með ofangreindu ekki að segja að skoðanakannanir Visis og Dagblaösins gefi alrangar niðurstöður, éger fyrst og fremst að benda á, að þær eru liður I stjórnmálalegri skoðanamyndun, þær hafa áhrif, bæði á þá sem spurðir eru og aöra sem sjá niðurstöður. Þær eru þvi vopn I stjórnmálabaráttunni, ekki að- eins spá um væntanlegar niður- stöður. Að lokum aðeins þetta! Island stendur á timamótum. Kosningarnar á sunnudaginn hafa miklar afleiðingar fyrir land og þjóð, fyrir þig sem einstakling. Hvaða stefna veröur tekin I at- vinnu og efnahagsmálum? Hvernig verður tekizt á við verð- bólgu og erlenda skuldasöfnun? Hverjar breytingar verða geröar á stjórnarskrá og hvernig verður staðið að nýtingu orku- og auð- linda? Hvers konar Islandi stuðl- ar þú að meö atkvæöi þinu á sunnudag? Þetta eru spurningar, sem margir hugsa um nú og áður en ákveðnum flokki er greitt atkvæöi er nauðsynlegt að hugsa út I þær breytingará þingliðisem atkvæði þitt stuðlar að. Hverja afstöðu hefur t.d. Jón Skaftason til ofan- greindra mála og hverja hafa keppinautar hans eins og t.d. Kjartan Jóhannsson eða Steinunn Finnbogadóttir? Eða Ingi Geir V. Vilhjálmsson. Tryggvason samanborinn við Braga Sigurjónsson eða Sofflu Guömundsdóttir á Norðurlandi eystra? Hvaða áhrif hefur það varðandi stefnuna I ofangreind- um málum ef Vilmundur Gylfa- son og Ólafur Ragnar Grlmsson kæmu i staðinn fyrir Þórarinn Þórarinsson og Magnús Torfa Ólafsson á þingi? Slíkum spurn ingum vill hugsandi fólk velta fyrir sér, en þá vantar fólk oft nægilega greinargóðar upplýs ingar frá og um frambjóðendui og innsæið eða tilfinningin fyrir frambjóðandanum sem mann eskju verður aö ráöa. Ennþá kostar AMIGO aöeins kr.1.420 þúsund SKODA AMIGO Fremstir í 40 ár! í 40 ár hafa sérfræðingar GROHE-fyrirtækisins unnið að þvi að fullkomna blöndunartæki, sem henta við allar aðstæður. Nýjungarnar koma fyrst frá GROHE. Það er ekki aðeins utlit GROHE- tækjanna, sem sker Sig úr, heldur fyrst og fremst gæði þeirra. Þessi spindiil er nýjasta uppfinningin, sem GROHE hefur fengið einkaleyfi á. Hann er sjálfsmurður, svo kranarnir verða ekki stífir og það ískrar ekki í þeim, heldur alltaf eins og nýir. Þessi spindill er hjarta hvers blöndunartækis og það hjarta slær reglulega. Það er ekki tilviljun að fjórða hvert blöndunartæki i Evrópu er frá GROHE. Það er árs ábyrgð á öllum GROHE-tækjum. Fullkomin varahjutaþjónusta. Umboðsmenn um allt land. GROHE umboðsmenn um land allt Nú er rétti tíminn til aó fjqrfestq - góó qreióslukiör Geir Viðar Vilhjálmsson:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.