Tíminn - 25.06.1978, Page 30

Tíminn - 25.06.1978, Page 30
30 Sunnudagur 25. júni 1978 Nútíminn ★ ★ ★ \ Led Zeppelin Robert Plant John Paul Jones John Bonham Jimmy Page Ferill þeirra hefur verið óslitin sigur- ganga hafa ekki sungið sitt síðasta Brezka rokk hljómsveitin Led Zeppelin er nú mætt til leiks að nýju eftir nokkurt hlé og hafa þeir félagarnir í hljómsveitinni unnið að því hörðum höndum undan- farinn mánuð að semja efni á nýju hljómplötu hljómsveitarinnar og þegar er haf- inn undirbúningur að hugsanlegri hljómleikaferð seinna á þessu ári. Led Zeppelin hafa litið sem ekkert leikið saman né komið fram opinberlega siðan i júli á siðasta ári, þegar lát sonar Ro- bert Plants, söngvara hljóm- sveitarinnar batt enda á vel heppnaða hljómleikaferð um Bandarikin og þvi hlýtur það að vera sérstakt fagnaðarefni fyrir alla Zeppelin aðdáendur að hljómsveitin ætli að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir tæpu ári siðan. En svo að vikið sé nánar aö þvi sem Zeppelin eru að gera nú, hafa þeir verið við æfingar fjóra daga vikunnar undan- farinn mánuð i Clearwell kastala á Englandi en æfingar þessar tóku enda um siðustu mánaðamót. Að sögn talsmanns Swan Songs, sem er hljómplötu- fyrirtæki Led Zeppelin er ekki enn búið að ákveða endanlega hvert verður næsta skref Led Zeppelin. Að hans sögn koma þrjú atriði sterkiega til greina og vist er að þau verða öll fram- kvæmd þó að siðar verði en þau eru: I fyrsta lagi ný hljómplata frá Led Zeppelin sem hljóðrituð yrði i hljómveri. I ööru lagi hljómplata (tvöföld eða þreföld) sem spanna myndi allan feril Led Zeppelin og myndi þá verða um hljómleikaupptökur að ræða og i þriðja lagi gæti fyrsta skrefið orðið sólóplata frá Jimmy Page gitarleikara hljómsveitarinnar en upptökur á henni hófust i fyrra og hefur Page unnið meira og minna að henni siðan i sinu eigin hljóm- veri i Plumpton i Englandi. Auk þess sem Page hefur unn- ið að sinni eigin plötu þá hefur hann hlustað á gamlar upptökur með Led Zeppelin sem ekki hafa áður komið út á plötum en upp- tökur þessar hafa verið teknar á hljómleikum hljómsveitarinnar á undanförnum árum og ná allt aftur til ársins 1969 þegar Zeppelin komu fram á hljóm- Led Zeppelin ■Þar sem það virðist svo að Led Zeppelin séu i brennidepli á nýjan leik er ekki úr vegi aðrifja aðeins upp feril hljómsveitarinnar og fer hér á eftir útdráttur úr grein sem rituðvar um Led Zeppelin ítímaritið SHE Eyrir u.þ.b. tiu árum merkti orðið Zeppelin i hugum manna loftskip en nú á timum tengja flestir það einni af þeim fáu stórhljómsveitum sem uppi standa nefnilega brezku rokk hljómsveitinni Led Zeppelin. Saga Led Zeppelin er fáum öðrum lik og fáar hljómsveitir hafa átt jafn dæmafárri vel- gengni að fagna sem Led Zeppelin. Siðan Zeppelin komu fram á hljómleikum i háskólan- um i Surrey 15. október 1968 þar sem þeir slógu i gegn hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og þeir Robert Plant, Jimmy Page, John Bonham og John Paul Jones hafa svo sannarlega ekki þurft að kvarta undan þvi að plötur þeirra hafi ekki selzt i risastórum upplögum. Led Zeppelin er ein af fáum hljóm- sveitum sem getur sagt það að allir miðar að hljómleikum þeirra, hvort sem um er að ræða hljómleika i Bandarikjunum, Evrópu eða Japan hafa alltaf selzt upp löngu fyrir hljómleik- ana og geri aðrir betur. Hljómsveitin Led Zeppelin var stofnuð árið 1968 á rústum hljómsveitarinnar Yardbirds sem hafði lagt upp laupana i júli það ár. Jimmy Page var þá aðalgitarleikari Yardbirds, en i þeirri hljómsveit höfðu verið ekki ómerkari menn en Eric Clapton og Jeff Beck, og einnig hafði Page unnið sem „session” hljóðfæraleikari með mönnum eins og Van Morrison og Joe Cocker og hljómsveitum eins og Kinks og The Who. Page ákvað eftir að Yardbirds hættu að halda áfram með hljómsveit undir nafninu New Yardbirds og fyrstan fékk hann til liðs við sig Jphn Paul Jones sem hann hafði hitt þegar Jónes vann við upptöku á plötu Donovans, ,,Hurdy Gurdy Man” en Jones var vanur „session” maður sem unnið hafði með kröftum eins og Rolling Stones og Dusty Spring- field. Jones tók við bassaleik i hljómsveitinni en saman réðu þeir Page, Robert Plant, fyrr- um söngvara Alex Corner Blues Band sem söngvara New Yard- birds en Plant stakk siðan upp á þvi aö gamall vinur hans John Bonham eða öðru nafni „Bonzo” gengi I hljómsveitina sem trommuleikari. New Yardbirds hljóðrituðu snemma sina fyrstu og siðustu plötu og á hljómleikaferðalagi um Skandinaviu þetta sama ár breyttu þeir nafni hljómsveitar- innar i Led Zeppelin og tveim mánuðum siðar hafði Peter Grant umboðsmaður hljóm- sveitarinnar, skipulagt hljóm- leikaferð um Bandarikin en Grant þessi hafði áður verið umboðsmaöur Yardbirds. Siðan þetta gerðist hafa Led Zeppelin aldrei litið um öxl og saga þeirra hefur verið eins og áður segir ævintýri likust. Margir hafa brotið heilann um það hvaö það hafi verið sem gerði Led Zeppelin svo vinsæla sem raun ber vitni. Ein skýring- in sem gefin hefur verið á þvi er sú að þeir séu meistarar á sinu sviði og að á hljómleikum noti þeir fjölbreytt úrval hljóðfæra sem ekki væri á annarra færi að nota t.d. notar Jimmy Page yfirleitt sex gitara, þrjá Gibson Les Pauls, einn Gibson SG tveggja hálsa einn Dan Electro og einn Fender Stratocaster. John Paul Jones notar, Fender fretless Bass, Fender Jazz Bass samstæður af Fender bassafót- stigum og W Dunne fótstigum, Mellotron, Fender Rhodes piano, átta strengja bassa og siöast en ekki sizt stórt Stein- way hljómleikapíanó. John Bonham er þekktur fyrir að nota sitt fullkomna Ludwig trommusett auk annarra ásláttarhljóðfæra til þess að halda út allt að hálftima trommusóló og um Robert Plant þarf vist ekki að fjölyrða, það þekkja vist flest allir röddina i honum. 1 dag eru'Led Zeppelin mjög vel staddir fjárhagslega. Auk hinna miklu tekna sem þeir hafa af sölu hljómplatna sinna, eiga þeir hljómplötufyrirtækið Swan Song sem hefur á slnum snær- um, auk Zeppelin krafta eins og Bad Company, Dave Edmunds, Pretty Things og Maggie Bell og þvi má segja að Led Zeppelin hafa hvergi nærri sungið sitt siðasta. —ESE - þrjár plötur á leiðinni leikum i Royal Albert Hall. Sagt er að lengdin á þeim upptökum sem Page hefur farið I gegn um skipti hundruðum klukkutíma en markmið hans með þessu er það aö vinna úr upptökunum efni sem sóma myndi sér á fyrr- nefndri heimildarplötu um feril Led Zeppelin. Jimmy Page — Það er ekkert litið sem hvllir á heröum hans þessa dagana þvi að hann ber hitann og þungann af útgáfu þriggja hljómplatna frá Led Zeppeiin. ★ ★★★★ + ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★ +

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.