Tíminn - 25.06.1978, Síða 32
32
Sunnudagur 25. júnl 1978
Anthon Mohr:
Árni og Berit
FERÐALOK
barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
seint. Nú sáu þeir ekki
handa sinna skil. Vind-
staðan var lika óviss og
var sem stormurinn
kæmi úr öllum áttum.
Uppstreymi var svo
mikið að Ámi varð að
gæta sin með það að
missa ekki fótanna. Að
leita að sporum þeirra
frá uppgöngunni án
leiðarmerkju væri álika
erfitt og finna saumnál i
garðheyi.
Það var öllum ljóst að
hér voru þeir i hættu
staddir. Ef illviðrið
héldist áfram gat verið
um lifið að tefla. Þeir
voruallslausir höfðu
hvorki tjöld eða vistir.
ll.
Nú var klukkan orðin
sjö að morgni og kominn
albjartur dagur en ekk-
ert rættist úr. Þeir sáu
ekki handa sinna skil i
hriðinni. Allir voru þeir
svangir helkaldir og
sárþreyttir. Ekki bætti
það heldur úr skák að
Sinchi sem var þeirra
öruggastur i hverri
þraut hafði undið á sér
annan fótinn s vo að hann
átti mjög erfitt með
gang. Hvert skref var
honum sár þraut. Þeir
urðu heldur ekki sam-
mála um stefnuna og
hver hélt fast við sina
skoðun.
Þegar þessu hafði
fram farið um stund þá
ákvað Grainger að allir
skyldu reyna að halda
hópinn og vera hér kyrr-
ir nema Clay verk-
fræðingur hann skyldi
binda um sig taug eins
langa og hægt væri að
útbúa og svo skyldi hann
freista þess að finna
spor þeirra i hjarnið,
eða pilviðarkvistina sem
leiðin var fyrst merkt
með. Clay fór þegar af
stað og hvarf strax sjón-
um i hriðinni Langur
timi leið — eilifðartimi
fannst Árna. — Klukkan
var farin að ganga niu
og enn var sama veður.
Að lokum kom Clay
aftur örmagna og von-
laus með klakastöngla i
skegginu. Hann hafði
ekki hitt á að finna
leiðarmerki. Ef til vill
hafði snjórinn hulið
kvistina eða vindurinn
feykt þeim. Hvergi gat
hann heldur séð fyrir
sporum þeirra i hjarnið.
Vitanlega hafði snjóað
yfir þau.
Ekki leit þetta vel út.
Þeir höfðu búizt við að
það tæki þá aðeins
nokkra klukkutima að
ganga á tindinn þennan
morgun og þess vegna
tekið með sér örlitið
nesti. Þennan nestisbita
höfðu þeir borðað við
gjána og nú fór þá alvar-
lega að svengja. Hvað
áttu þeir að gera? Ekki
gátu þeir lengi staðið
hér hreyfingarlausir þá
yrðu þeir helkaldir.
Lifshætta væri fyrir þá
að dreifa sér og reyna að
finna leiðarmerkin enda
væru pilviðarkvistimar
liklegast foknir út i
veður og vind fyrir
löngu. Að lokum urðu
þeir ásáttir um að reyna
að leita sér skjóls og
biða i von um að veðrið
lægði. En hað tæki við ef
illviðrið feéldist?
Árni stakk upp á að
þeir skyldu reyna að
finna klöppina þar sem
þeir skyldu hylkið eftir i
sprungunni — þar væri
ofurlitið hlé fyrir veður-
ofsanum. Þessi tillaga
var samþykkt og eftir
dálitla stund voru þeir
svo heppnir að rekast á
klöppina en vitanlega i
allt aðra átt enÁrni taldi
hana vera.
Litið skjól var þarna
og hriðarstrokurnar upp
úr gjánni voru ægilegar
en þó var þarna skárra
en á bersvæði.
Ef það var rétt að
dagurinn væri langur og
erfiður þá mátti segja að
nóttin væri heil eilifö. Að
lokum höföu þeir þó
getað grafið sig dálitið
ofan i hjamskaflinn en
snjóbyrgðið var ekki
stærra en það að fætur
þeirra voru út úr byrg-
inu. Árni óttaðist það
mest að fætur hans
myndu kala. Þegar hann
vann i blýnámunum i
Verchojansk þá hafði
hann séð mörg alvarleg
tilfelli slik og þessvegna
vissi hann hve kal var
hættulegt. ,,Nei, nú er
ekki rétt að liggja
lengur”, hugsaði Árni.
Hann brauzt á fætur þótt
hann væri stirður og dof-
inn og fór að plampa i
kringum snjóbyrgið.
Honum hlýnaði dálitið
við þetta en nú fór
sulturinn að segja til sin.
í vasanum fann hann
nokkra brjóstsykurmola
og skipti þeim jafnt á
milli manna og komu
þrir i hlut. En þetta
hafði litið að segja.
Loksins fór aftur að
birta en veðrið lægði
ekki. Árna fannst jafn-
vel rokið enn meira en
um kvöldið. Clay var
dauðhræddur um að
hann væri farið að kala á
fæturna. Félagar hans
fóru þá að nudda þá og
liðka til og fannst honum
þá allt lagast aftur.
,,Hann segir þetta að-
eins til að hugga sig og
okkur” hugsaði Árni.
Nú voru tveir dugleg-
ustu fjallgöngu-
mennirnir Sinchi og
Clay miður sin. Varla
myndu þeir þola einn
sólarhring enn.
Árni var undrandi er
hann sá framan i félaga
sina i morgunskimunni.
Þeir voru óhreinir og
skeggjaðir, með klaka-
dröngla i skegginu og
liktust meira félögum
hans i fangabúðum
Verchojansk en hraust-
um djarfhuga fjall-
göngumönnum. Vitan-
lega voru þeir ekki i
hlekkjum og hér voru
engir fangaverðir en
hengiflug og ókleifir
klettar á alla hliðar
komu i stað hlekkjanna
og illviðrið var verra en
nokkur fangavörður.
Þrátt fyrir allt var
Árni hressastur af þeim
félögum og átti hann það
að þakka æsku sinni og
ágætu heilsu fari. Grain-
ger stakk þvi upp á þvi
að Árni gerði tilraun til
að finna leiðarmerkin,
þótt litil von væri að það
tækist.
,,Þú ræður þvi vitan-
lega sjálfur hvað þú ger-
ir,” sagði Grainger ,,en
þar sem þú ert eini
maðurinn i þessum hópi
sem ert nokkurn veginn
ferðafær þá finnst mér
að þú ættir að gera til-
raun. Enginn okkar er
fær um það.”
Metnaður Árna óx við
það að félagar hans
byggðu von sina um
björgun á honum sem
var þó þeirra yngstur,
en hann vissi það lika
eins vel og þeir að ef
honum tækist þetta ekki
þá væri úti um þá. Nú
reið á fyrir hann að at-
huga sig vel áður en
hann legði af stað.
,,Ég held að það hafi
verið rangt að festa
taugina sem Clay batt
sig i efst uppi á hæðinni
þá náði hún miklu
skemmra niður i
hliðarnar. Hálfhringur-
inn sem hann gat komizt
varð þvi miklu þrengri”
sagði Árni eftir litla um-
hugsun. ,,Ég held að við
höfum komið upp dálitið
austar.”
Félagar hans litu
spyrjandi hver á annan.
,,Ef til vill hafði Árni
rétt fyrir sér.”
,,Við skulum koma dá-
litinn spöl i þessa átt”,
sagði Ámi og benti þeim
aðkoma á eftir sér. ,,Við
festum siðan taugina
rétt hjá gjánni og ég
reyni þar fyrst.”
Árni gekk sföan af
stað á undan hópnum i
norð-austur-átt og
athugaði áttavitann
nákvæmlega. Á barmi
gjárinnar festu þeir
taugina vandlega. Árni
lagði siðan aleinn af
stað, bundinn i taugina.
Hún var um 40 metra
löng. Taugin var gefin
eftir jafnóðum og hann
fjarlægðist. Ef hann
fyndi ekki leiðarmerkin,
þá átti hann að kippa
tvisvar i vaðinn, og yrði
hann þá strax dreginn
upp. Þetta var ákveðið
merki.
Fyrst var brattinn
ekki meiri en það, að
■ Árni gat haldið jafnvæg-
inu með þvt að styðja sig
við exina. Seinna
versnaði þetta. Árni
byrjaði austast, næst
gjánni og fikraði sig
svo norður eftir og
skyggndist stöðugt eftir
leiðarmerkjunum. Ekki
var hann langt kominn,
er hann sá það, að svo
austarlega hefðu þeir
ekki komið upp.
Klettarnir voru þarna
ókleifir. Hann varð að
leita norðar.
Ekki gat hann fært sig
til utan i hjarnskirðunni
þótt hann væri bundinn
i festina, heldur varð
hann að láta draga sig
upp og klifra niður aftur.
Þeir ákváðu þá að
flytja festarhælinn 20
metmm norðar í annað
sinn paufaðist Árni af
stað niður brattann. Nú
var hann heppnari. Hér
var ekki hengiflug eins
og á fyrri staðnum.
Hann gat komizt eins
langt niður og taugin
náði, en hvernig sem
hann skimaði og leitaði,
þá varð hann hvergi var
við pilviðargreinamar.
Annað hvort voru þær á
kafi i snjó eða stormur-
inn hafði feykt þeim.
Árni hafði nú fundið
uppnýttmerkjakerfi. Ef
hann kippti þrisvar i
festina, þá áttu þeir ekki
að draga hann upp, en
þokast með hann i fest-
inni norður eftir. Þetta
merki gaf hann stöðugt
um leið og hann
klöngraðist i sömu átt og
þeir, sem með vaðinn
voru uppi.
Þarna var snarbratt.
Ofan á var djúpur
nýfallinn snjór, en undir
glerhart, flughált hjarn-
ið, og var þvi erfitt að ná
fótfestu. Án festarinnar
hefði verið ómögulegt að
komast þetta og með
festinni var það mjög
erfitt. Þessi svangi og
dauðþreytti drengur,
einbeitti sér sem kraftar
hans leyfðu, en stundum
fannst honum eins og
hann svifi i þokukafi.
En nú mátti hann ekki
vera sljór, ef hann
ætlaði að finna kvistina.
Hann herti sig þvi upp
sem hann gat og starði
út i hriðina, en sá aðeins
örskammt frá sér. Lik-
lega voru leiðarmerkin
alveg glötuð. Nú var
Árni kominn i bratta
skriðu, og varð hann að
beita öxinni við hvert
skref, þótt hann hengi i
festinni. Enn sveiflaði
hann öxinni ofan i snjó-
inn, en i þetta sinn rótaði
öxin pilviðargrein upp
úr snjónum. Ámi þreif i
greinina, eins og hann
væri hræddur um að hún
rynni úr höndum sér.