Fréttablaðið - 22.08.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 22.08.2006, Síða 16
 22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ AFREK „Ég var í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík með fullri vinnu og það var góð afsök- un fyrir því að borða nammi. Þetta var ljúft líf fram á vorið í fyrra en þá hafði ég þyngst um tíu kíló,“ segir Ásgeir Jónsson, hlaupari og fjallageit. Ásgeir hafði alltaf hreyft sig eitthvað en þyngdist smám saman of mikið. Hann fór út að hlaupa með félögunum í hittifyrra og fann að hann gat ekki haldið í við þá. „Ég strunsaði heim á eftir og gat ekki haldið einbeitingunni. Ég hef alltaf viljað hreyfa mig en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur gert þegar maður er of þungur. Ég ákvað því að skipta rækilega um gír,“ segir hann. Ásgeir hefur tekið hreyfingu og mataræði í gegn. Hann er nú á „villimannamataræði, sams konar fæði og maðurinn borðaði fyrir fimmtíu þúsund árum,“ segir hann og sleppir öllum sætindum. „Þá losnar maður við sykurþörfina og blóðsykurinn er alltaf jafn.“ Ásgeir setti markið strax hátt og hefur unnið marga sigra, til dæmis gengið á Mont Blanc. Í fyrra var markmiðið fyrir þetta ár meðal annars sett á hæsta fjall Evrópu, Mount Elbrus, og Iron Man-keppnina í Sviss með 180 kílómetra hjólavegalengd, mara- þonhlaupi og sundi. Ásgeir æfði minnst fimmtán til tuttugu tíma á viku samhliða fullri vinnu og MBA-námi í vetur. Allar helgar fóru í langar æfingar. „Ég hef aldrei unnið meira og mér hefur aldrei liðið betur. Ég viður- kenni samt að það var mikill léttir þegar skólinn var búinn í vor,“ segir hann. Ásgeir tók þátt í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis um helgina og lætur ekki þar við sitja. Hann ætlar að klífa sjö hæstu tinda í heimsálfunum sjö ásamt félaga sínum og gengur á Mount Elbrus í Georgíu um mánaðamótin, stefnir að Kilimanjaro um áramótin og Mount McKinley næsta vor. Jafn- framt ætlar hann að taka þátt í Iron Man í Þýskalandi næsta vor og hlaupa hundrað kílómetra hlaup. Þegar tindunum sjö verður lokið verður Ásgeir líklega fyrsti Íslendingurinn og kannski fyrstur í heiminum til að hafa bæði tekið þátt í Iron Man og klifið hæstu tindana sjö. Hann segir að lykillinn að afrekunum sé rétt mataræði þar sem líkamanum sé meðal annars hjálpað að ná sér strax eftir áreynslu. Mestu skipti þó jákvætt hugarfar. ghs@frettabladid.is HLAUPARI OG FJALLAGEIT Ásgeir Jónsson hefur sett markið hátt síðustu ár og á skömmum tíma lokið þátttöku í þrí- þrautinni Iron Man, klifið hæstu tinda og hlaupið ofurmaraþon. IRON MAN LOKIÐ Ásgeir fagnar þegar hann kemur í mark í Iron Man-þríþrautinni í Sviss. Klífur tindana sjö og fer í Iron Man í Þýskalandi Hann hljóp ofurmaraþon stuttu eftir að hafa lokið keppni í Iron Man. Hann hljóp maraþon um helgina og klífur svo hæsta fjall Evrópu, Mount Elbrus, um mánaðamótin. Lykillinn? Mataræði, æfing og rétt hugarfar. ÁSGEIR OG LEON Ásgeir Jónsson fjallageit ásamt Leon, félaga sínum frá Bretlandi, á Mount Blanc. Þeir ætla að klífa sjö hæstu tinda í sjö heimsálfum. SALATSKÁL 26cm kr. 5.470,- SJÁLFVÖKVANDI POTTAR kr. 2.340,- HVÍTLAUKSPRESSA M/GLASI kr. 5.450,- GJAFAVÖRUR FRÁ „Ég hef verið að hugleiða það hvernig hægt er að stemma stigu við vargfuglin- um á tjörninni og nú hef ég eitt ráð sem vonandi getur komið að gagni,“ segir Anna Marta Guðmunds- dóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. „Best væri að gefa vargfuglinum nóg af slori en fjarri tjörn- inni. Svo er upplagt að setja fæðu handa öndunum í búr sem er það þröngt að mávar komist ekki þangað inn. Það eru heldur meiri líkur á því að endurnar komist inn en mávurinn, reyndar er hettumávurinn frekar penn en hvítmávurinn síður. Nú og ef mávur kemst inn í búrið þá verður að skjóta hann. Það verður vissulega að gera með riffli en ekki haglabyssu ef endurnar eiga ekki að drepast líka.“ Anna hefur sjálf háð baráttu við vargfuglinn sem sótt hefur að Hesteyri svo hún lumar á ýmsum brögðum í þessum efnum. „Menn ættu að vera duglegir við það að taka eggin frá mávinum en þetta er fínn matur. Eins er hægt að stinga lítið gat á eggin að neðanverðu en þá situr hann á þeim þótt þau séu dauð. Ef þau eru tekin gæti hann hugsanlega verpt aftur.“ HVAÐ SEGIR ANNA? VARGFUGL VIÐ TJÖRNINA Fóðurbúr við tjörnina Á FULLU Á HJÓLINU Svo ólíklega vildi til að tvisvar sprakk á hjólinu hjá Ásgeiri í Iron Man í Sviss. Nýtt andlit, sama stefnan „Það er sóttur maður út í bæ sem er handgenginn fráfar- andi forystu og sett nýtt andlit á sömu stefnuna.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, um kosningu nýs formanns Framsóknarflokksins. Fréttablaðið 21. ágúst. Berdreymin kona „Þig dreymdi þennan draum fyrir mánuði, nákvæmlega eins og tölurnar féllu.“ Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, talaði til konu sinnar Margrétar Hauksdóttur í ávarpi á Flokksþingi Framsóknar- flokksins eftir sigurinn í varaformannskjörinu. Morgunblaðið 21. ágúst „Það er bara allt þokkalegt að frétta af okkur hérna hjá gæslunni,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Við erum að vinna í að leigja okkur þyrlu og vinna samkvæmt áætlun dómsmálaráðherra um þau mál.“ Að sögn Georgs verður opnað útboð á smíði á nýju varðskipi fyrir gæsluna von bráðar og er mikil tilhlökkun meðal gæslumanna vegna þess. Varðskipið Týr hefur verið í endur- nýjun í Póllandi frá því í apríl á þessu ári og er von á skipinu aftur inn í landhelgi landsins á næstunni. „Ég var að koma frá Póllandi þar sem ég var að skoða vinnuna við skipið, en verið er að leggja lokahönd á endurbyggingu þess,“ segir Georg. „Týr er væntanlegur til landsins 8. september næstkomandi og þegar hann kemur verður Týr langflottasta skipið í íslenska flotanum.“ Varðskipið hefur gengið í gegnum endur- nýjun lífdaga úti í Póllandi að sögn Georgs. Meðal annars er búið að skipta um allar innréttingar og íbúðir í skipinu og breikka yfir- byggingu þess. „Það er nánast búið að skipta um allt nema vélarnar, skipið er nánast eins og nýtt fyrir utan skrokkinn og vélarnar.“ Georg Kr. hefur verið í vinnunni í allt sumar og lítið tekið sér frí enda verkefni Landhelgis- gæslunnar mikil og ærin hverju sinni. Á morgun ætlar okkar maður hins vegar að bregða sér í hreindýraveiði. „Ég er að fara að veiða hreindýr og er afskaplega stoltur af því. Ég ætla að bregða mér austur í Fljótsdalshérað með vini mínum Pálma Gestssyni leikara á miðvikudaginn og við ætlum að vera þar fram á föstudag. Við erum með leyfi fyrir einu dýri hvor,“ segir Georg. „Við erum búnir að vera að stunda skotveiðiæfingar núna seinniparts sumars til að undrirbúa okkur, en Pálmi hefur farið áður en ekki ég. Þetta verður án efa einn af hápunkt- um sumarsins.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GEORG LÁRUSSON FORSTJÓRI LANDHELGISGÆSLU ÍSLANDS Ætlar að veiða hreindýr fyrir austan ANNA MARTA GUÐMUNDSDÓTT- IR FRÁ HESTEYRI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.