Fréttablaðið - 22.08.2006, Page 34
12
„Ég teygi mig eftir takkanum sem hækkar
höfðalagið í svefnrofunum og eftir far-
tölvunni á stólnum. Opna þar sem ég var
stödd daginn áður og held áfram að skrá
sögu kartöflunnar þangað til aðrir heim-
ilismeðlimir fara að rumska. Þetta er eini
tími dagsins sem ég örugg um að geta
sinnt skrifum og hann er mér dýrmætur.
Bækurnar sem ég fletti upp í hverju sinni
liggja á gólfinu í kringum rúmið.“ Þannig
byrjar Hildur Hákonardóttir listakona og
rithöfundur að lýsa venjulegum hvunn-
degi í lífi sínu. Svo heldur hún áfram.
„Næst er það morgunteið úr jurtum sem
bóndi minn tínir úti og ég dýfi mér í heita
pottinn til að skola af mér nóttina og hef
samviskubit yfir að hafa ekki gert æfingar og heiti því að
bæta úr því seinna um daginn. Stundum ganga þær samt
fyrir.
Ég veit af reynslunni að flestir dagar
eru tætingslegir og ótalmargt sem
þarf að sinna og enginn dagur eins
og þeir sem áður hafa gengið hjá.
En það eru fastir punktar. Níu mán-
uði ársins geng ég um garðinn til
að sjá hvað hvað ég finn í matinn.
Núna er það blómkálið og rófurnar
tilbúnar líka.
Ég held dagbók yfir hávaðaflug yfir
húsinu mínu í baráttu fyrir bættri
umferð á vellinum á Selfossi.
Flughávaði er erfiðasti hávaðinn
því hann er yfir manni og þar uppi
væntum við að sé guð eða góðu
vættirnar og flugvélarnar trufla
þessa skynjun okkar hvort sem erum meðvituð um þetta
eða ekki. Um kvöldið gríp ég aftur tölvuna og reyni að kom-
ast eitthvað áfram áður en svefninn sigrar mig.“
HVUNNDAGURINN
Skráir sögu kartöflunnar
HILDUR NÆR SÉR Í GRÆNMETI Í
GARÐINUM NÍU MÁNUÐI ÁRSINS.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
... að fjölmennasta klappstýruatriði
var þegar 435 klappstýrur frá The
Cheerful Dance Company komu
saman 4. júlí 2004? Þær sýndu listir
sínar í fullum skrúða á heimavelli
fótboltaliðsins Bedworth United,
Bedworth, Warwickshire í Bretlandi.
... að kökugerðarmeistarar Span-
hacke-bakarísins eiga heiðurinn að
stærstu svartaskógstertu veraldar?
Kakan var 7 m í þvermál og vó 2,5
tonn. Hún var til sýnis á Vielstedter
Bauernhaus-veitingahúsinu í Hude,
Þýskalandi 7. ágúst 2003.
... að silfurský eru hæstu ský jarðar?
Eftir því sem nær dregur heimskaut-
unum sjást þessi ský enn betur.
Þessi fíngerðu og ægifögru fyrirbæri
myndast í 80 km hæð, í efsta lagi
andrúmsloftsins. Næturljósaský
sjást aðeins eftir sólsetur en þá gylla
sólargeislarnir þau enn vegna hæðar
þeirra. Þau eru talin mynduð úr
ískristöllum og geimryki.
... að stærsta nautgripamarkað í
heimi er að finna í Búenos Aíres? Á
hverjum degi er 12.000-18.000 naut-
gripir reknir á Liniers markaðinn þar
sem þeir ganga kaupum og sölum.
Alls fara um 34 hektarar lands undir
þennan risamarkað, þar eru 450 hlið
fyrir nautgripina, 2.000 kvíar þar sem
dýrin eru til sýnis, 40 vigtir og um
það bil 4.000 starfsmenn.
...að Suðurskautsstraumurinn er öfl-
ugasti úthafsstraumur jarðar? Hann
færir 130 miljónir rúmmetra sjávar á
hverri sekúndu – sex til sjö sinnum
meira en Golfstraumurinn.
... að Bretinn Alan „sóði“ Nash hefur
brotið flest egg með tánum á hálfri
mínútu? Hann braut 23 egg með
tánum í sjónvarpsþættinum Guinn-
ess World Records: A Few Records
More, sem tekinn var upp í London
11. september 2004.
... að Alesya Goulevich frá Hvíta-
Rússlandi hefur húlað með flesta
húlahringi? Henni tókst að láta
99 húlahringi snúast um líkama
sinn í Big Apple sirkutjaldinu við
Bayside-vörusýningasvæðið í Boston,
Massachusetts í Bandaríkjunum 26.
apríl 2004.
... að Finninn Heine Koivuniemi
hefur kastað bjórkúti kvenna hæst?
Hún varpaði 12,3 kg þungum bjórkút
yfir slá sem komið hafði verið í 3,46
m hæð hinn 9. ágúst 2001.
... að Finninn Juha Rasanen á met
í bjórkútskasti karla? Hann fleygði
12,3 kg bjórkút yfir slá í 6,93 m hæð
hinn 21. september 2001.
... að Bretarnir William James Pring
og Elsie May Ashford eiga met í
aðskilnaði systkina? Þau hittust á ný
20. nóvember 1988 í London fyrir
milligöngu Hjálpræðishersins 81 ári
eftir aðskilnað þeirra.
... að Michael og James Lanier frá
Troy, Michigan í Bandaríkjunum eru
hæstu núlifandi tvíburar heims? Þeir
skaga báðir 223 cm upp í loftið.
Jennifer systir þeirra er aftur á móti
ekki nema 175 cm á hæð.
... að stærsta eggjakapphlaupið átti
sér stað 24. október 2003? Þá tóku
um 895 nemendur frá Raynes Park-
menntaskólanum í London þátt í
kapphlaupi með egg og skeið.
VISSIR ÞÚ ...