Fréttablaðið - 22.08.2006, Síða 36
22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér fyrir neðan má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
MERKISATBURÐIR
1809 Jörgen Jörgensen hunda-
dagakonungur hrökklast frá
völdum.
1901 Fyrirtækið Cadillac er stofn-
að í Bandaríkjunum.
1968 Páll páfi VI kemur til Bogotá
í Kólumbíu en það var
fyrsta ferð páfa til Róm-
önsku-Ameríku.
1978 Uppreisnarhreyfingin Sand-
inistas tekur yfir þúsund
manns í gíslingu í borginni
Managva í Níkaragva og
heldur þeim í tvo daga.
1973 Richard Nixon tilnefnir
Henry Kissinger sem utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
2004 Ópið eftir norska listmálar-
ann Edvard Munch er stolið
af safni í Osló.
DENG XIAOPING FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1904.
„Það skiptir ekki máli hvort kötturinn
sé svartur eða hvítur á meðan hann
veiðir mýs.“
Deng Xiaoping var einn æðsti maður kínverska
kommúnistaflokksins.
Rósastríðið var í raun röð borgara-
styrjalda á Englandi þar sem Hinrik
Túdor bar sigurorð af Ríkarði III og
kom Túdorum til valda á Englandi
í deilum Lancaster-ættarinnar og
York-ættarinnar. Merki Lancaster-
ættarinnar var rauð rós en York-
ættin bar hvíta rós sem merki og
þessi merki eru stríðin kennd.
Upphaf deilnanna er dauði Játvarðar
III en báðar fylkingarinnar töldu sig eiga rétt á krúnunni
vegna skyldleika við syni Játvarðar. Þar sem Lancaster-
ættin hafði verið við völd síðan árið 1399 átti York-ættin
í raun ekki tilkall til krúnunnar. Á fimmtándu öld var hins
vegar mikill órói á Englandi eftir dauða Hinriks fimmta
sem varð til þess að York-ættin náði völdum tímabundið
þegar Hinrik VI, arftaki Hinriks fimmta, var frá vegna
veikinda. Þegar hann sneri aftur neyddist hertoginn
af York til þess að grípa til vopna til að halda völdum
sínum.
Fyrsta styrjöldin var í maí árið
1455 sem lauk með sigri York-ætt-
arinnar og næstu fjögur árin var
friður. Árið 1459 var barist að nýju og
bardagar héldu áfram næstu tólf árin
þar til York-ættin bar sigur úr býtum
og Játvarður IV var krýndur kóngur
fjórða mars 1461.
Friðurinn varði aðeins í átta ár
en þá tóku við deilur innan York-ættarinnar sem þeir
Warwick og Clarence stóðu fyrir. Játvarður var hrakinn
frá völdum árið 1470 með aðstoð Frakkakonungs og
Hinrik VI tók við. Játvarði tókst að snúa vörn í sókn með
því að vingast við Clarence og náði völdum á nýjan leik
árið 1471 eftir að Hinrik VI var drepinn.
Játvarður dó árið 1483 og frændi hans, Ríkharður III
tók við. Þá hófst stríðið á nýjan leik en lauk þegar
Ríkharður var drepinn þann 22. ágúst árið 1485.
ÞETTA GERÐIST 22. ÁGÚST 1485
Rósastríðinu lýkur í Englandi
ÚTFARIR
14.00 Eggert Böðvar Sigurðsson,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju.
15.00 Karl Vilhelmsson, Smáraflöt
15, Garðabæ, verður jarð-
sunginn frá Garðakirkju.
AFMÆLI
Þórarinn Eldjárn
rithöfundur er
57 ára.
Ólafur Þórðar-
son er 41 árs.
„Ég átti alveg von á því að
það gæti farið svona en fyr-
irkomulag kosningarinnar
er auðvitað þannig að maður
veit ekki hvernig fer með
ritarakjörið fyrr en að því
kemur þannig að ég er bara
fyrst og fremst þakklát og
ofsalega glöð og ánægð með
þetta,“ segir Sæunn Stefáns-
dóttir, nýr ritari Framsókn-
arflokksins, en þing flokks-
ins var haldið um síðastliðna
helgi.
Þrátt fyrir að Sæunn sé
ung að árum hefur hún ára-
langa reynslu af stjórnmál-
um bæði í háskólanum og á
landsvísu. „Ég hef svo sem
alltaf verið þannig gerð að
ég hef frekar viljað spila
inni á vellinum heldur en að
vera á varamannabekkn-
um,“ segir Sæunn þegar hún
er spurð um aðdraganda
framboðsins. „Mér fannst
mikilvægt að í framboði til
hvers embættis innan flokks-
ins væru konur og karlar og
ungt fólk og fólk með reynslu
og með ólíkan bakgrunn og
ég fór fram á þeim forsend-
um fyrst og fremst,“ segir
Sæunn. „Ég var ekki með
þingmanninn í maganum
framan af en þátttaka mín í
pólitíkinni í Háskóla Íslands
kveikti kanski áhuga minn á
flokkspólitík þó svo að ég
hafi alltaf verið pólitísk frá
því að ég var barn, þannig að
kannski leiddi eitt af öðru,“
segir Sæunn sem tók þátt í
starfi Röskvu innan háskól-
ans.
Sæunn segir að í upphafi
hafi kjörorð flokksins um
samvinnu, ábyrgð, kjölfestu
og traust heillað hana en
hún gekk í flokkinn fyrir
fjórum árum. „Það sem
vakti líka athygli mína var
þessi áhersla á menntamál
og á framgang ungs fólks.
Mér finnst það vera mjög
spennandi, ungu fólki hefur
verið treyst fyrir miklum
trúnaðar- og ábyrgðarstörf-
um,“ segir Sæunn og nefnir
sem dæmi þingmennina
ungu, Birki Jón og Dagnýju
Jónsdóttur.
Sæunn segir að ritari
flokksins ásamt landstjórn
hans beri ábyrgð á stefnu-
mótun á innra starfi flokks-
ins og sjái um að virkja
flokksmenn og stofnanir
innan hans. Hún tekur á
næstu dögum við þing-
mannssæti fráfarandi for-
manns og segist vera full til-
hlökkunar að takast á við
starfið en hún starfaði áður
sem aðstoðarmaður heil-
brigðisráðherra og félags-
málaráðherra.
„Ég hef verið að ljúka
alls konar verkefnum sem
hafa hlaðist upp bæði frá tíð
minni í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu og
félagsmálaráðuneytinu og
ég er enn í nokkrum nefnd-
um,“ segir Sæunn og bætir
við að hún hafi nú fengið
tækifæri til þess að taka
almennilegt sumarfrí í
fyrsta sinn í nokkur ár.
Sæunn segir að hún hafi
notið þess að eiga svolítið frí
í sumar með manninum
sínum og fjölskyldu. „Við
fórum í tólf daga ferðalag
austur á land, á Austfirði,
Langanes og Siglufjörð og
upp á hálendi í kringum
Mývatn sem var alveg ynd-
islegt,“ segir Sæunn og
bætir við að veðrið hafi leik-
ið við þau hjónin í ferðinni.
gudrun@frettabladid.is
SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR: NÝR RITARI FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Alltaf verið pólitísk
Í BLÓMAHAFI Sæunn tók sér langþráð frí í sumar og veitir eflaust ekki af
kröftunum þegar hún sest á alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrir viku voru fjórir nýir
meðlimir teknir inn í Félag
hundrað kílómetra hlaupara
á Íslandi sem eru nú orðnir
ellefu talsins. Hlaupararnir
fjórir unnu það afrek á dög-
unum að hlaupa hundrað
kílómetra í Lapplandi í Sví-
þjóð í lok júní og eru því
gjaldgengir inn í hópinn. Þar
af var ein kona, Elín Reed,
sem er fyrsta íslenska konan
sem hleypur hundrað kíló-
metra og þar af leiðandi
fyrsta konan í félaginu en
hún stóð sig með glæsibrag í
Svíþjóð og vann í kvenna-
flokki.
Ágúst Kvaran, einn með-
lima félagsins, segir það
hafa verið stofnað af fimm
hlaupurum fyrir um tveim
ur árum. Hann segir að með-
limirnir hlaupi ekki endi-
lega mikið saman en hittist
reglulega og þekkist vel.
Ágúst hljóp fyrst hundrað
kílómetra árið 1998 í Hol-
landi en síðan þá er búið að
hlaupa 15 hundrað kílómetra
hlaup og hefur Ágúst tekið
þátt í þrem þeirra.
Ágúst segir að æfingarn-
ar fyrir hlaupin gangi oft út
á það að hlaupa maraþon en
meirihluti hópsins tók þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu um
síðastliðna helgi og var það
tuttugasta og annað maraþon
Ágústs.
Fyrsta konan í félagið
HLAUPARARNIR Hér er hópurinn allur samankominn en fjórir meðlimir
bættust við nýlega. MYND/ÓLÖF ÞORSTEINSDÓTTIR
SKÓLINN BYRJAR Þrír af Headrick-
sexburunum, þeir Grant, Sean og
Ethan Headrick, leika sér með bíla-
braut fyrsta daginn í leikskólanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hulda Kristinsdóttir
Víðilundi 20, Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 14. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá
Lögmannshlíðarkirkju, föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00.
Aðalsteinn Kristjánsson
Stefán Rafn Valtýsson Lagrimas FlóraValtýsson
Urður Björk Eggertsdóttir Ólafur G. Tryggvason
Viðar Eggertsson Sveinn Kjartansson
Hulda Freyja Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín,
Sigrún Sigurjónsdóttir
Strandgötu 45, Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn
14. ágúst verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í
Bakkakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Dvalarheimilið Hlíð.
Þórður Kárason.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir
og systir,
Ásta Unnur Jónsdóttir
Gullengi 39,
verður jarðsett frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn
22. ágúst kl. 13.00. Þeim sem viljast minnast hennar er
vinsamlegast bent á MINNINGARSJÓÐ KARITAS, í
síma 551 5606 á milli kl. 09.00 - 11.00.
Eyjólfur Guðsteinsson
Inga Birna Guðsteinsdóttir Róbert Már Ingvason
Jón Ingvarsson Inga Hilmarsdóttir
og bræður hinnar látnu.