Fréttablaðið - 22.08.2006, Page 40

Fréttablaðið - 22.08.2006, Page 40
 22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósen- berg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný. „Þetta eru lög sem ég er búin að vera að semja undanfarið ár,“ segir Þóra Björk Þórðardóttir aðspurð um á hverju tónleikagest- ir mega eiga von annað kvöld. Þar á meðal er sigurlag í lagasam- keppni sem Tónlistarskóli FÍH hélt í vor í tilefni 25 ára afmælis skólans. „Ég vann þessa sam- keppni, og fékk einhverja stúdíó- tíma og inneign í Hljóðfærahúsinu í vinning, sem var rosaleg hvatn- ing,“ bætir hún við. Tónlistin er góð blanda af poppi og rokki, þar sem standardar, þjóðlög og eldri perlur heyrast innan um lög Þóru. „Ég hef gaman af því að láta lög fara í óvæntar áttir svo þetta eru lög sem mér finnst gaman að hlusta á. Maður vill náttúrulega bara gera þetta því manni finnst gaman að þessu og má ekki hugsa allt of mikið um hvort aðrir séu að fíla það eða ekki.“ Í hljómsveitinni syngur Þóra Björk og spilar á gítar en hún á það líka til að grípa í fleiri hljóð- færi. „Ég er búin að læra á klass- ískan gítar frá því ég var lítil og reyni að halda þessu dálítið aðskildu. Þegar maður var ungl- ingur var maður að reyna að semja lög, en þegar maður er í þessu klassíska fær maður kannski ekki mikla hvatningu til að vera að semja eitthvað popp og rokk.“ Þóra Björk viðurkennir að hún sé alltaf svolítið veik fyrir bassanum líka. „Þegar ég var lítil var ég að spila aðeins með big bandi í Tón- menntaskólanum og var þá að læra á bassa, það var ógeðslega gaman.“ Þóra Björk er enn í námi en stefnir að því að klára burtfarar- próf í söng frá Tónlistarskóla FÍH næsta vor, en auk söngsins er hún að læra á gítar í skólanum og að prófa sig áfram með snarstefjun og fleira. „Eftir útskriftina langar mig auðvitað að komast út og er þá spennt fyrir flottum skólum sem maður þarf að rembast svolítið við að komast inn í.“ Skólinn fer nú að byrja aftur og hlakkar Þóra Björk til takast á við nýjan vetur. „Þá fer maður úr sjoppuhamnum og í skól- ann. Svo kenni ég á gítar í Gítar- skólanum svo veturinn verður kennsla og skóli í bland.“ Í hljómsveitinni eru auk Þóru Bjarkar, Ragnar Örn Emilsson og Birkir Rafn Gíslason á gítar, Birg- ir Bragason kontrabassaleikari og Magnús Tryggvason Eliasen sem leikur á trommur. Hljómsveitin hefur spilað saman í rúmt ár. „Reyndar var annar gítarleikari í sveitinni, Páll Harðarson, en hann þurfti að hætta. Ég hef svo spilað með Ragnari gítarleikara og Birgi bassaleikara alveg síðan 2001 þegar ég byrjaði í skólanum,“ segir Þóra Björk, svo að samspil hljómsveitarmeðlima á sér sterk- ar rætur. Tónleikarnir annað kvöld á Kaffi Rósenberg hefjast klukkan tíu og er aðgangseyririnn fimm hundruð krónur. annat@frettabladid.is Lögin fara í óvæntar áttir ÞÓRA BJÖRK ÞÓRÐARDÓTTIR SÖNGKONA OG GÍTARLEIKARI Hljómsveit Þóru Bjarkar spilar á Kaffi Rósenberg annað kvöld. Hún segir að tónleikagestir megi eiga von á lögum sem fari í óvæntar áttir, enda finnist henni gaman að slíkum lögum og hugsar ekki of mikið um hvað öðrum finnst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Ekki missa af... Blómstrandi dögum í Hvera- gerði um helgina. Tónleikar, sundlaugarpartí, brekkusöngur og Baggalútur fyrir alla fjölskyld- una. sýningu á úrvali verka í eigu Gallerís Sævars Karls í Banka- strætinu. barnaleikritinu Drekaskógi eftir Agnar Jón Egilsson í Austur- bæ. Eldflugur og aðrar spúandi ævintýraverur í verki þar sem börn leika öll hlutverkin. Kl. 11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, geymir úrval verka úr safneign þar sem sjá má íslenska landslagslist frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Margrét Árnadóttir sellóleikari leikur á Sumar- tónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld og flytur tvær svítur eftir Bach. Margrét lauk mastersprófi í sellóleik frá Juilliard tónlistarskólanum fyrr í vor og dvelst hér heima í stuttri sumarheimsókn. „Ég held mikið upp á Bach svíturnar, þær eru sex og ég er yfirleitt með eina þeirra í gangi. Ég leik tvær á tón- leikunum ¿ svítu númer tvö í d-moll og númer sex í d-dúr, þær eru gjörólíkar en báðar mjög fallegar,“ útskýrir Margrét. Hún verður ein á sviðinu í kvöld, „og sellóið fær að njóta sín“. Margrét er búsett í New York og hyggst dvelja þar næsta árið. „Ég spila með ýmsum kammerhóp- um þar og verð með nokkra tónleika í New York og líka í Kaliforníu.“ Í vetur snýr hún síðan aftur og leikur á Tíbrártónleikaröðinni í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir í Laugarnesi hefjast að vanda kl. 20.30. Sellóið í Sigurjónssafni ÍSLENSK FRÆÐI Ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á rituðum heimildum um galdra í íslenskum fornbókmenntum er nú komin út á vegum Konunglegu Gústaf- Adolfs-akademíunnar fyrir sænska alþýðumenningu (Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur). Höfundur þessa 780 blaðsíðna lærða ritverks er Francois-Xavier Dillmann, sem er prófessor í nor- rænum fræðum við Sorbonne- háskóla í París. Bókin, sem ber tit- ilinn Les magiciens dans l‘Islande ancienne, er byggð á doktorsrit- gerð höfundar í norrænum forn- bókmenntum við háskólann í Caen í Normandí frá árinu 1986, en við endurútgáfuna, sem hann vann að í fjögur ár, uppfærði hann ritið allt og jók við það niðurstöður nýjustu rannsókna á efninu. Meginfókus rannsóknar Dill- manns beinist að hlutverki fjöl- kunnugra manna í heiðni. Í fyrri hluta ritsins greinir Dillmann ólík- ar birtingarmyndir galdra í heiðn- um sið á Íslandi, en þeim skiptir hann í megindráttum í fernt. Í seinni hlutanum er sjónum beint að hinum fjölkunnugu, hvað heim- ildirnar segja um galdra- menn og samfélags- legt hlut- verk þeirra. - aa ÍSLENSK FRÆÐI Á FRÖNSKU Bókin er 780 síður og byggð á doktorsrit- gerð Dillmanns. Rannsókn á fjölkynngi til forna Vinsældir farsans Fullkomið brúð- kaup hafa slegið öll met hjá Leik- félagi Akureyrar og því var efnt til aukasýninga á verkinu, fyrst í Borgarleikhúsinu í vetur og síðan var þráðurinn aftur tekinn upp í Austurbæ nú síðsumars. Tæplega 25 þúsund manns hafa séð Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon og er sýningin orðin aðsóknarmesta sýning árs- ins á Íslandi. Síðasta sýningin er fyrirhuguð næstkomandi föstudag og er vissara að tryggja sér miða í tíma því samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum sýningarinnar hefur verið troðfullt á aukasýn- ingarnar. Þessi rómantíski gamanleikur er uppfullur af misskilningi, fram- hjáhöldum og útúrsnúningum eins títt er með farsa. Leikritið er eftir sama höfund og skrifaði leikgerð- ina á leikritinu Sex í sveit sem er ein vinsælasta sýning Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi. Leikkonan Edda Björg Eyjólfs- dóttir hefur tekið við hlutverki brúðarinnar sem Esther Talia Casey lék áður en annars er leik- hópurinn skipaður sama einvala- liði og áður. Brúðgumann óláns- sama leikur Guðjón Davíð Karlsson en með önnur hlutverk fara Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þráinn Karlsson sem þykja fara á kostum í þessum óborganlega grínleik. Þýðandi er Örn Árnason. - khh FARSINN FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Síðasta sýning á laugardagskvöld. Síðasta sýning Á Menningarnótt opnuðu Anja Stella Ólafsdóttir og Sirrý Hjalte- sted samsýningu á Hverfisgötu 34. Þetta er fyrsta sýning þeirra beggja en þær stöllur kynntust á leikskóla en eru nú báðar í list- námi. Anja Stella sýnir málverk á sýningunni, en eitt þeirra er gert úr níu smærri málverkum sem mynda eina heild en verkið er hluti af lokaverkefni hennar á myndlistarbraut FB. „Ég er að vinna með hafið – hafið og fólkið,“ segir hún en hverfulleikinn og ógnin í hafinu er henni jafn hug- leikinn og fegurð þess. „Þar getur allt horfið á einu augabragði.“ Fyrirsæturnar í einu verkanna eru henni einnig hugstæðar en dætur hennar tvær birtast þar í líki sofandi hafmeyja. „Þær voru svo lengi að sofna og ég var vön að sitja hjá þeim með skissubókina fyrir skólann, svo endaði með því að ég var farin að skissa þær,“ segir Anja og hlær. Sirrý Hjaltested lærði keramik í Noregi en Anja útskýrir að sýn- ingar þeirra kallist skemmtilega á. „Hún er að vinna með allskyns sjávarform, ígulker og sjávar- dýr.“ Sýningin er á Hverfisgötu 34, þar sem áður voru seldir rammar og speglar en hún stendur til 2. september. Sýningin er opin milli 15-18 alla daga. - khh SIRRÝ HJALTESTED Vinnur sjávarform í keramik. ANJA STELLA ÓLAFSDÓTTIR Sýnir á Hverfisgötu 34. Sofandi hafmeyjar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.