Tíminn - 23.08.1978, Side 5

Tíminn - 23.08.1978, Side 5
Miðvikudagur 23. ágúst 1978 5 1 sumar hefur verið unnið að þvi aö ramma nýju bryggjuna niöur. l.jósinynd Agúst Hjörnsson Ný togarabryggja í smíðum á Siglufirði Öll höfnin þarfnast nú dýpkunar — í fyrra var hafist handa um byggingu nýrrar togarabryggju á Siglufirði, að frumkvæði Vita og hafnarmála- stjórnar og Hafnarsjóðs á Siglufirði. Blaðið leit- aði til Ómars Hauksson- ar, hjá Þormóði Hamma Leikrit vikunnar: „Allir þeir sem við falli er búið” hf., á Siglufirði um nán- ari upplýsingar. Ómar sagði, að fyllt hefði verið upp fyrir bryggjunni i vetur, en i sumar verið unnið að þvi að ramma hana niður. Ekki kvað hann ennséð fyrirendann á þess- um framkvæmdum, en vonandi yrði bryggjan tekin i gagnið sem allra fyrst, en hér væri um mikla hafnarbót að ræða i kaupstaðn- um. Þessi framkvæmd hefði kraf- ist allmikilla dýpkunarfram- kvæmda og reyndar væri svo komið aö öll höfnin á Siglufirði þyrfti dýpkunar við. — Frá Siglufirði eru nú gerðir út fjórir togarar, Sigluvik og Stál- vik, sem Þormóður Rammi gerir út og Dagný og Sigurey, sem Togskiphf. á. Sigurey er nýfarin til veiða, en talsverðar breytingar og bætur hafa verið gerðar á skip- inu, sem var keypt frá Frakk- landi i vetur, og var það verk unn- ið á Akureyri. Afbragðs afli togaranna Omar sagði, að togararnir hefðu aflaö prýðilega, en Hrað- frystihús Þormóðs Ramma er eina frystihúsiðá Siglufirði. Hann kvaðstarfefólk hafa verið i færra lagi, en þetta heföi „marist” samt, ekki sist vegna aðstoðar skólafólks. Þegar það hyrfi til náms á ný væri von á að fastafólk sem kæmi úr sumarleyfum, mundi fylla skörð þess. Þormóður Rammi gerir út loðnuveiðiskipið Stapavik, sem fyrir skömmu er farið á veiðar, eftir að á þaö var settur bakki og nýttstýrishús. Voru þessar breyt- ingar unnar af Siglfirðingum. — Jónog Erling, vélvirkjar, sáu um alla járnsmiði, en Rafbær sf. um raflagnir. 1 gær var skipiö á leið til Vestmannaeyja úr þriöju veiðiferð sinni. Hinn nýi fóöurturn sem flutturer inn ósamsettur frá Bretlandi en siðan settur saman i Bilasmiðju KA á Selfossi. ESE — Eitt af þvi, sem hvað mesta athygli vakti á land- búnaðarsýningunni á Selfossi á dögunum, var fóöurturn, sem Samband islenskra Samvinnufé- laga hefur hafiö innflutning á frá Bretlandi, en þaðan eru turnarnir keyptir ósamsettir. Fóðurturn- arnir eru siðan settir saman i Bilasmiðju Kaupfélags Arnes- inga á Selfossi, en með þvi að haga innflutninginum á þessa lund hefur tekist að ná verðinu á turnunum niður og er talið að samansettir kosti turnarnir að- eins um 650 þúsund krðnur. Fóðurturnar þessir, sem eru úr 6 mm galvaniseruðu járni, geta tekiöalltaö sjö tonnum af fóður- kögglum, og aðalkosturinn við þá að ekki þarf aö nota „snigil” til færslu á fóörinu, vegna lögunar turnanna, en hún gerir það að verkum að fóðurkögglarnir renna af sjálfsdáöum eftir þvi sem þörf krefur á tilætlaðan stað. Vegna sýningarinnar komu hingað til lands tveir menn frá verksmiðjunum i Bretlandi til að hafa umsjón með uppsetningu turnsins á Selfossi. Að sögn þeirra sem til þekkja, þá eru turnar þessir einkar hag- kvæmir til notkunar hérlendis, ekki síst vegna þess að á undan- förnum árum hefur þaö sifellt færst i vöxt, að menn séu farnir aðnota laust fóður i stað sekkjaðs áður. Nýr fóðurturn eftir Samuel Beckett Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Samuel Beckett. Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20.00 verður flutt leikritið „Allir þeir sem við falli er búið”, eftir Samuel Beckett. Þýðandi og leik- stjórier Arni Ibsen. Með stærstu hlutverkin fara Guðrún Þ. Stephensen, Þorsteinn 0. Stephensen, Arni Tryggvason og Briet Héðinsdóttir. Gömul kona er á leiö á járn- brautarstöð. Ferðalagið gengur seint, þvi að hún er þung á sér og lasburða. Lifið virðist ekki hafa fariö mjúkum höndum um hana, en nú verða ýmsir til að liðsinna henni, af meðaumkun eða öðrum ástæðum. Höfundur fer þannig með efnið, að oft er örðugt að vita hvort hann setur alvöruna fram sem gaman eöa gamanið sem alvöru. Það er raunar háttur Bec- ketts. flestar stœrðir hjólbarða, sólaða og nýja Mjög gott verð I k Nú er rétti tixninn til að senda okkur hjólbarða til sólningar Eigum fyrirliggjandi Fljót og góð þjónusta POSTSENDUM UM LAND ALLT GIIMMI VINNU STOFAN HF Skipholt 35 105 REYKJAVÍK sími 31055

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.