Tíminn - 23.08.1978, Page 8

Tíminn - 23.08.1978, Page 8
8 Miðvikudagur 23. ágúst 1978 á víðavangi *............... Tékkóslóvakía Forystugrein Þjóðviljans i gær hljóðaði á þessa leið: ,,t dag eru rétt 10 ár liðin siðan Þjóðviijinn og önnur dagblöð fluttu fregnir af inn- rás Sovétrikjanna og annarra Vars j árbandal agsrikja i bandalagsrikið Tékkó- slóvakiu. Tilefni herfarar- innar var að tékkneskir og sló- vaskir sósialistar bjuggust til að hverfa af braut alræðisað- gerða við stýringu á sameigin- legum málefnum iýðræðis- rikisins og taka upp stjórnar- háttu ,,þar sem frjáls þróun einstaklingsins yröi skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar”, svo að vitnaö sé til si- gildrar skilgreiningar á sósial ism anu m. Stjórnar- herrar i Sovetrikjunum töldu vaidi sinu og þjóðfélasskipan ógnað af þeirri öldu frjáls- ræðis og gagnrýninnar hugs- unar sem risið hafa i Tékkó- slóvakiu og sáu ekki önnur ráð til að stöðva hana nema gripa til hervalds. Þetta var mikil raun fyrir alþjóðasinnaða sósíalista, en einkum var hernaðarihlutunin áfellis- dómur yfir stjórncndum Sovétrikjanna, pólitisku og félagslegu kerfi þeirra. Þvi fór m jög fjarri að alþjóðahreyfing kommúnista og sósíalista gerðu sig ábyrga fyrir aðgerð- um Sovétstjórnarinnar, — innrásin vakti andstyggð hjá róttæku og frelsisunnandi fólki um ailan heim og langflestir kommúnistaflokkar utan stór- veldissviðs Sovétrikjanna for- dæmdu hana harðlega. Það var einmitt I krafti sósíaliskra hugsjóna sem Tékkar og Slóvakar réðusttil atlögu gegn stirðnuðu skriffinnskuveldi og hófust handa um endurnýjun i lýðræðisátt* Einar Olgeirsson formaður Sósialistaflokksins talaði fyrir munn allra frjáls- huga sósialista þegar hann sagði I viðtali við Þjóðviljann 22. ágúst 1968: ,,Ég er alger- lega andvigur hernámi Tékkó- slóvakíu sem á sér enga stoð I hugsjónum sósialismans né I samskiptareglum sósialiskra flokka. Það er skylda hvers sósialisks flokks að standa með Tékkóslóvökum og Kom múnista flokk i Tékkó- slóvakíu". Samstaða með frjálsum þjóðum t forustugrein Þjóðviljans segir ennfremur: „Innrásin í Tékkóslóvakiu 1968 var gerð að áliðnu sumri og hún batt enda á vorið I Prag. Það pólitiska vor gekk i garð með eftirfarandi skuld- bindingu i framkvæmda- áætlun v a ldaf lokksi ns : ..Kommúnistaflokkurinn ætlar ekki að staðfesta forystuhlutverk sitt með þvi að drottna yfir samfélaginu, heldur með þvi að þjóna því af trúmennsku með tilliti til frjálsrar framfarasinnaörar þróunar sósialismans. Flokkurinn getur ekki aflað sér áhrifa með valdbeitingu, hann verður að ávinna sér hana með starfi”. t samræmi við þetta fór pólitisk vakning um allt þjóðllfið hvarvetna spruttu upp umræður um inn- tak sósialismans og allt i einu valt fram skriða af tillögum um, hvernig sóslalisminn skyldi rótfestur I hugum fólks og samskiptum. Kitskoðun var afnumin og það sem - ánægjulegast var: verkalýðs- hreyfingin vaknaði af slnum Þyrnirósarsvefni og krafðist hlutdeildar i stýringu sam- félagsins, jafnt á vinnustað sem i öðru umhverfi manna. Stofnuð voru verkamannaráð sem geröu sig llkleg til að stytta lifdaga forstjóraveldis og tilskipanafargans. Öll þessi þróun var stöðvuð með hernaðarihlutuninni og þeim kúgunaraðgerðum sem beitt var i kjölfar hennar. Innrásin og hernámið eru enn sem opið sár, bæði fyrir tékkó- slóvösku þjóðirnar og alþjóða- hreyfingu sósialista. Fram- vinda mála i Tékkóslóvakíu siöustu 10 árin hefur ekki leyst nein af brennandi vanda- málum samfélagsins: ,,Hún hefur einungis haft I för meö sér brottrekstur hálfrar milj- ónar kommúnista úr flokknum og útilokun þeirra frá þátttöku I opinberu lifi, kúgun hundr- uða þúsunda borgara, brot á lögum og alþjóöasamningum, brot á mannréttindum þ.á.m. réttindum til vinnu, ofsóknir á hendur þeim sem ekki sam- þykkja innrásina og afleiðingar hennar”. Svo segiribréfisem birt var um helgina frá stjórnarand- stöðu sósialista i Tékkó- slóvakiu, komið um hendur nokkurra þeirra forystu- manna sem hafa hrökklast i útlegð. Tveir fulltrúar þeirra koma hingað til lands á næstunni. Ástæða er til að fagna þeim góðu gestum og sýna þannig samstöðu með baráttu tékkóslóvösku þjóð- annafyrir fullu lýðfrelsi. Einn dag risa hinir kúguðu upp, — þeirra sigur verður ávinn- ingur okkur öllum.” Allt er þetta rétt hjá Þjóö- viljanum. Ailt er þetta áminning um, að islendingar lifa I heimi, sem gerir nauðsynlega nána samstöðu meðöðrum frjálsum þjóðum. Þ.Þ. Sumargleðin Vinningsnúmer í gjafahappdrætti: Ferðamiðstöðin 6079 — Pfaff 3965 J.L.-húsið 107 — Nesco 6747. A ukavinningar: Ferðarakvélar — 6258 — 3100 — 4073 — 2649 — 2651. Hárburstasett 4657—1121—214 — 2397 — 2371. Við þökkum skemmtunina i sumar. Sumargleðin Munið að at- huga rafgeym- inn fyrir sumar- ferðalagið RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: RafgeymasamVónd — Startkaplar og pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeytnavatn til áfylling- ar á rafgeyma. 77 T ARMULA 7 - SIMI B4450 Viljum ráða starfsfólk til snyrtingar og pökkunar á fiski og sild. Unnið eftir bónuskerfi. Upplýsingar i sima (97)8404 og 8204. Kaupfélag A-Skaftfellinga frystihús Höfn, Hornafirði. IPHHMÉp llt'SÉM&S wmm m 'í $ . . ■': fflmm FULLTRUARAÐS FRAMSÓKNARFÉLAGANNA í REYKJAVÍK ' . verðmæti 126.000 Samt. 630.000 I —- 122.900 — 3.687.000 — 116.400 — 582.000 8'1.500 — 845.000 Vinningaverðmæti alls 5.744.000 Nr 067802 Leiörétting í viðtali við Edvald B. Malm- quist f laugardagsblaði Tímans segir, að hann sé starfsmaður Grænmetisverslunar rikisins. Þetta er ekki rétt. Edvald B. Malmquist er starfemaður Land- búnaöarráðuneytisins. Leiðrétting frá Oddnýju Guðmundsdóttur Blaðinu hefur borist eftirfar- andi leiðrétting frá Oddnýju Guð- mundsdóttur: „Meinleg prentvilla varð i upp- hafi greinarinnar: Um náms- bækur i Timanum 13. ágúst. Þar stóð: „Þau voru einstak- lega illa að sér—” Atti að vera: einstaklega vel að sér—”. Hitt er mótsögn viö það, sem á eftir kemur. Ég vona að þetta verði leiðrétt I blaðinu. Oddný Guömundsdóttir” Sendir hafa verið út happdrættismiðar f ferðahappdrætti Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.