Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 23.08.1978, Qupperneq 9
Miðvikudagur 23. ágúst 1978 9 aiiMiii Eysteinn Sigurösson ritstjóri: Atvinnulýðræði í samvinnuhreyfingunni Halldór Reynisson blaða- maður skrifar grein i Timann s.l. fimmtudag, þar sem hann fjallar um atvinnulýðræöi og þaö sem hann nefnir fámennis- stjórn innan samvinnuhreyfing- arinnar. Með samvinnuhreyf- ingunni er þar átt við Samband isl. samvinnufélaga, samstarfs- fyrirtæki þess og kaupfélögin 49, sem eiga og reka Sambandið. Mig langar til þess að fá að gera örfáar athugasemdir viö þessa grein Halldórs, þótt margt sé I henni af skynsemi sagt. Núverandi skipulag í fyrsta lagi langar mig til þess að benda á það, að Halldór virðist hafa skort upplýsingar um núverandi skipan þessara mála innanSambandsins, þegar hann skrifaði grein sina. Hann vitnar í skýrslu um atvinnulýð- ræði, sem unnin var af starfshóp á vegum Landssambands isl. Samvinnustarfsmanna snemma árs 1976, og tekur það m.a. upp úr henni, að starfsmenn Sam- bandsins eigi enga fulltrúa i stjórn þess. Þetta var rétt á þeim tima, þegar þessi skýrsla var tekin saman. Hins vegar hefði þurft að geta þess, að at- vinnulýðræöi og áhrif starfs- manna á stjórn samvinnufyrir- tækja voru sérmál aðalfundar Sambandsins i júni þetta sama ár, og mun þaö trúlega hafa verið tilefni þess að skýrsla LIS var samin. A aöalfundinum voru þessi mál siðan rædd, og uröu um þau talsverðar og gagnlegar umræður. í lok þeirra umræðna var siðan sam- þykkt ályktun, þar sem ákveðið var að heimila tveimur fulltrú- um Sambandsstarfsmanna, ein- um frá Starfsmannafélaginu i Sambandsverksmiöjunum á Akureyri, að taka sæti i Sam- bandsstjórn með málfrelsi og tillögurétti. Þessa fulltrúa kus- um viö Sambandsstarfsmenn skömmu siðar og hlutu kosningu þeir Þórður Magnússon, Reykjavik, og Aðalsteinn Halldórsson, Akureyri.Þeir tvímenningarnir voru siðan báðir endurkosnir til þessara starfa nú fyrr á þessu ári, enda ermér persónulega kunnugt um þaö, aö þeir hafa siöustu tvö ár- in tekið mjög virkan þátt i störf- um Sambandsstjórnar. i öðru lagi hefði mátt nefna það, að sami háttur hefur verið tekinn upp að þvi er varöar tryggingafélög samvinnu- manna, Samvinnutryggingar, Liftryggingafélagið Andvöku og Endurtryggingafélag Sam- vinnutrygginga. 1 fulltrúaráði tryggingafélaganna sitja tveir fulltrúar starfsmanna þeirra með fullum réttindum, og i stjórn félaganna situr einn fulitrúi með málfrelsi og tillögurétt, á sama hátt og er hjá Sambandinu. Atvinnulýðræði í kaupféiögum I þriöja lagi hefði mátt geta þess, aö þessi háttur hefur einnig verið tekinn upp allviöa I kaupfélögunum, og það virðist greinilegt, að allt stefnir i þá átt að hann verði þar að almennri reglu áður en mjög langt liöur. Eins og Halldór nefnir i grein sinni tiökaöist það til skamms tima að hafa ákvæði i lögum kaupfélaga, sem bönnuðu ráðn- um starfsmönnum félaganna aö taka kjöri I stjórnir þeirra. Þessi ákvæði hafa vafalftið ver- ið sett á sinum tima til þess aö koma i veg fyrir, að ráðnir starfsmenn hefðu of mikil áhrif á stjórnun og stefnumótun félaganna, þvi að talið hefur veriö að I daglegum störfum sinum gætu slikir starfsmenn i framkvæmd ráðið miklu um rekstur og starfsemi félaganna. A hinn bóginn hefur þetta ákvæöinú veriöafnumið viða og þess I stað tekinn upp sá háttur að leyfa fulltrúum starfsmanna setu I stjórnum með málfrelsi og tillögurétt. Hið nýjasta i þessum málum er það, að nú fyrr á þessu ári tók Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri upp þennan hátt, og kusu starfs- menn félagsins nú nýlega tvo fulitrúa slna við almenna at- kvæöagreiöslu til setu I stjórn. Varðandi Sambandskaup- félögin má lika geta þess, að þau eru mjög misjafnlega stór og aöstæöur i þeim mjög breytilegar. 1 minni kaupfélög- unum eru kringumstæðurnar vlða þannig, að þörfin fyrir sérstaka fúlltrúa starfsmanna I stjórnir þeirra er kannski ekki alveg eins brýn og i stærri félög- unum. Þar sem starfsemin er smá i sniðum og dagleg sam- skipti allra starfsmanna þar af leiðandi mikil, eru bein áhrif allra starfsmanna á reksturinn e.t.v. talin það mikil eftir öðrum leiöum, að ekki sé þörf á þvi að taka upp sérstakt stjórnunar- fyrirkomulag til að tryggja þessi áhrif. „Fámennisstjórn” eða lýðræði I þessu sambandi má lika geta um annaö, sem er vald- dreifingin innan samvinnu- hreyfingarinnar. Halldór minn- ist á hugtakiö „fámennisstjórn” i grein sinni, en það er orð, sem andstæöingar samvinnuhreyf- ingarinnar hafa notað talsvert undanfarið til þess aö reyna að sverta hana i augum almenn- ings. Ég get hins vegar fullyrt það af reynslu minni 1 starfi og afkynnum minum afsamvinnu- hreyfingunni um allmörg und- anfarin ár, að þar sé lýðræðið I reynd mjög virkt og valddreif- ingin mikil, þótt það þýöi vita- skuld ekki, að þar megi ekki bæta um i einstökum atriðum. Og ein afleiðingin af þessari viö- tæku valddreifingu er sú, að all- ar ákvarðanir um atvinnulýð- ræöi og aukin áhrif samvinnu- starfsmanna úti i kaupfélögun- um á stjórnun þeirra eru teknar af aðalfundum kaupfélaganna hvers um sig. „Fámennis- stjórnin” er ekki meiri en það, að til dæmis stjórn eöa aöal- fundur Sambandsins geta ekki gefið kaupfélögunum nein fyrir- mæli I þessu efni. Það eina sem þessir aðilar geta gert er að ræða málin og mæla með þvi að ákveðnar leiöir séu farnar. Síð- an er það kaupfélaganna sjálfra að taka allar ákvaröanir um þessi málefni sem önnur eigin mál sin. I þessu sambandi kem- ur sú staðreynd til álita, að það eru kaupfélögin sem eiga Sam- bandið — þaö er „samband” þeirra og ekkert annað — en Sambandið á ekki kaupfélögin og stjórnar þeim ekki. 1 fjóröa lagi langar mig til að geta þess, að þvi fer fjarri aö spurningin um aukiö atvinnu- lýöræði innan samvinnuhreyf- ingarinnar sé einungis til um- ræðu innan samvinnufélaganna hér á landi. Samvinnuhreyfing- in er eins og menn vita alþjóðleg (élagshreyfing, sem starfar 1 flestum heimshlutum. Hinar breyttu þjóðfélagsástæður sið- ustu árahvarvetna um heiminn hafa orsakaö það, að þessi mál eru nú stöðugt meira I s viðsljós- inu I flestum löndum. Þannig gerðist það t.d. i október s.l., að Alþjóðasamvinnusambandiö tók þessi mál til sérstakrar um- ræðu á miðstjórnarfundi sinum. sem haldinn var i Hamborg. Ég átti þess kost að sitja þennan fund ásamt öörum samvinnu- blaðamönnum hvaöanæva úr heiminum, og var það mjög fróðlegt aö fylgjast meö þeim umræðum, sem þar fóru fram. Gerði ég á sinum tima nokkra grein fyrir þeim umræðum I fréttabréfinu Sambandsfréttir, en þar sem þaö er ekki I höndum allra lesenda Timans, er ekki úr vegi að rifja upp aftur nokkur atriði þaðan. Umræður hjá Alþjóðasamvinnu- sambandinu A fundinum var ekki gerð nein stefnumótandi ályktun um efnið, en á hinn bóginn voru þar gefnar ýtarlegar skýrslur um ástand og skipulag þessara mála viðs vegar um heiminn. Það kom fram á fundinum sem ráðandi skoðun fundarmanna, að i samvinnufélögunum yrði jafnan að taka fullt tillit til sjónarmiða starfsmanna viö alla stefnumótun, enda væri þaö félögunum brýn nauösyn að hagnýta sér sem best reynslu þeirraog þekkingu á sérsviðum þeirra. Aftur á móti leiddi það af hinni lýðræöislegu uppbygg- ingu félaganna, að þar mætti ekki ganga á rétt félagsmanna til þess að eiga siðasta oröiö við alla ákvarðanatöku. Þótt nauð- synlegt væri aö fylgjast með nýjum hugmyndum um atvinnulýðræði, yröi aö gæta þess, að áhrif starfsmanna i samvinnufélögum mættu ekki verða svo mikil, að þeir tækju ráðin af félagsmönnum eða kjörnum fulltrúum þeirra. Hagsmunir starfsmanna eða hagsmunir félagsmanna Ég vil aö það komi skýrt fram að ég er ekki að rifja upp þessar umræöur frá fundinum úti I Hamborg til þess aö draga úr þvi á nokkurn hátt, aö atvinnu- lýðræði eigi fullan rétt á sér innan samvinnuhreyfingarinn- ar. Sjálfur er ég samvinnu- starfsmaöur og vil sem slikur fá að hafa min áhrif á stjórnun og stefnumótun hreyfingarinnar. Og persónulega er ég alls ekki sannfærður um, að núverandi skipan þessara mála hjá Sam- bandinu sé endilega hin eina rétta og fullnægjandi um alla framtið. En á hinn bóginn vil ég benda á, að samvinnuhreyfingin hefur mikla sérstöðu i þessu máli. Hún er lýðræöislega upp byggð fjöldahreyfing, og i ljósi þess hlýtur aö gegna ööru máli um hana að þvi er þetta varöar en harðsviruð kapitalisk fégróðafyrirtæki. Samvinnu- hreyfingunni er ætlað þaö fyrst og fremst að gæta hagsmuna alls almennings að þvl er varöar vöruútvegun og afuröasölu. Þaö er fyllilega hugsanlegt, aö þau tilvik geti komiö upp, að hags- munir starfsmanna þessarar hreyfingar og félagsmanna hennar fari ekki í einu og öllu saman. Ogfarisvo.aðslik tilvik komi upp, þá stórefa ég, að þaö séi' samræmi við hugsjónalegan grundvöll hreyfingarinnar, að hagsmunir félagsmannanna eigi þá aö víkja fyrir hagsmun- um okkar starfsmannanna. A hinn bóginn er talsvert til i þvi, sem Halldór bendir á i grein sinni.aö á ýmsum sviöum sam- vinnustarfsins hefur þróunin oröiö sú, að býsna langt er orðiö á milli félagsmannanna og starfsmannanna. Það er t.d. ekki út i hött, sem hann bendir á, að það er oröiö erfitt fyrir bónda norður á Þórshöfn aö hafa áhrif á stjórn frystihússins Meitilsinsf Þorlákshöfn, sem þó er aðhluta i'eigu hans i gegnum eignarhlut Sambandsins i þessu fyrirtæki. Sama máli gegnir viðar, m.a. i ýmsum öðrum samstarfsfyrirtækjum Sam- bandsins og kaupfélaganna. Hagnýting atvinnulýðræðis Það sýnist ljóst, að i sllkum tilvikum sé það ekki hvað sist, sem hugmyndirnar um atvinnu- lýðræði geti komið að hagnýtu gagni I þvi skyni aö auka enn á valddreifinguna og skapa enn þá viðfeðmari grundvöll fyrir ákvarðanatöku en nú er. Mætti hugsa sér, að þaö yrði gert meö þvi að stofna til starfsmanna- ráða og/eða félagsmannaráöa i einhverju formi. En i þessum efnum er það að minu mati ekki rétt að ásaka samvinnuhreyf- inguna um aö hafa ekki verið vakandi á verðinum. Atvinnu- lýðræðið er i greinilegri sókn innan hennar, og þessi mál eru þar i stöðugri umræðu manna á meöal, á sama hátt og annar málaflokkur náskyldur, sem er fræðslu- og félagsmálin. En á hinn bóginn leiðir þaö af hinni lýöræöislegu uppbyggingu sam- vinnuhreyfingarinnar, að þar eru meiri háttar stefnumótandi ákvarðanir i mikilvægum mála- flokkum á borð við þennan ekki teknar á skömmum tima af fámennum hópi valdamanna. Sllkar ákvarðanir eru teknar þar á breiðum grundvelli og ekki fyrr en aö loknum ýtarleg- um umræðum og skoðanamótun innan samvinnufélaganna um land allt. Þess vegna er þaö, að vilji menn ásaka samvinnu- hreyfinguna um seinagang i málum sem þessum, þá veröa þeir lfka, og ekki siður, aö hafa það hugfast, aö lýöræöið er seinvirkt. Það gæti vissulega gengið fljótar fyrir sig, ef fámenn stjórn eða ráð gæti af- greitt málaflokka á borð viö at- vinnulýöræðið á einum eöa tveimur dögum I eitt skipti fyrir öll. En á þvi væri sá hængur, aö með þvi móti væri samvinnu- hreyfingin einmitt komin útá þá braut „fámennisstjórnar”, sem hún er stundum ásökuð fyrir af skammsýnum mönnum. Og það er tvimælalaust samdóma álit allra samvinnumanna, að til sliks megi aldrei koma. Sl™.: Sérstaða og jalnvægl Hvað segja hernámsandstæðingar um atkvæðisrétt Reyknesinga? 1 sambandi ’við jöfnun at- kvæðisréttar og þingmanna- fjölda kjördæma langar mig til að benda á sérstöðu tveggja fjölmennustu kjördæma lands- ins. Reykjavik er höfuðborg, að- setur þings og stjórnar. Margir viðurkenna að það sé ekki óeðli- legt að fjölmenn höfuöborg hafi fleiri kjósendur bak við hvern þingmann en önnur kjördæmi. Reykjaneskjördæmi hefur þá sérstööu aö innan þess er fjöldi kjósenda sem hefur framfæri sitt af þjónustu viöútlendan her. Þaðer undarlegt að þetta atriöi hefur aldrei boriö á góma þegar rætt er um itök i stjórn lands- mála. Er það eölilegt að þeir sem lifa á beinni þjónustu við útlendinga hafi sama rétt og áhrif þegar ákvarðaö er um við- kvæmustu sjálfstæðismál og aðrir landsmenn? Er ekki ástæða til að lítil þjóð hugsi I al- vöru um það hvort þjónustulið erlendra stórvelda eigi að hafa úrslitaorðiö um örlagarikustu þjóðmál? A aö lita á varnarmál- in sem atvinnumál og fjárhags- legt hagsmunamál? Hvað segja hernámsandstæð- ingar um þetta? Viökvæmt mál að sjálfsögðu, en vissulega er ástæða til að muna og hugleiða þessa sér- stöðu Reykjaneskjördæmis,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.