Tíminn - 23.08.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.08.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. ágúst 1978 15 iOOOOQQOQi Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn á Akureyri: KA-liðið stöðvaði sigurgöng Valsmann — með því að tryggja sér jafntefli 0:0 og dýrmætt stig í fallbaráttunni í gærkvöldi Valsmenn gátu ekki fagnað marki á Akureyri i gærkvöldi, en þeir fögnuðu að sjálfsögðu tslandsmeistaratitlinum, sem fer að Hliðarenda i 16. skipti. Valsmenn tryggðu sér islandsmeistaratitilinn i knattspyrnu 1978 á Akur- eyri i gærkvöldi, þar sem þeir urðu að sætta sig við jafntefli 0:0 gegn KA-lið- KENNY DALGLISH. I gærkvöldi. . skoraði 2 mörk fyrir Liverpool á Portman Road inu, sem stöðvaði þannig hina frækilegu sigurgöngu Valsmanna, sem höfðu unnið alla 16 leiki sina i 1. deildarkeptpninni fyrir leikinn gegn KA á Akur- eyri. Leikmenn KA-liðsins, sem lék án Gunnars Blöndal og Sigbjörns Gunnarssonar, mættu ákveðnir til leiks og voru þeir i miklum vigahug — enda berjast þeir um fallið. Þeir sóttu stift aö marki Valsmanna i byrjun leiksins og voru óheppnir að skora ekki Withe til Newcastle Newcastle festi i fyrrakvöld kaup á miðframherjanum Peter Withe frá Nottingham Forest fyrir 200.000 sterlingspund. Sala Withes kom ekki á óvart, þvi vit- að er að Clough hefur ekki verið ánægður með hann og hefur undanfarnar vikur verið að leita að öðrum miðframherja. — — SSv— mark. Sigurður Haraldsson mátti hafa sig allan viö i marki Vals- manna og varði hann mjög glæsi- lega skot frá Jóhanni Jakobssyni á 12. min. Það var mikið barist og liðin skiptust á að sækja. Valsmenn náðu nokkrum skemmtilegum sóknarlotum, en Þorbergur Atla- son, markvörður KA, var vel á verði i þau skipti, sem knötturinn nálgaðist mark Akureyrarliðsins. Valsmenn náðu aftur á móti nokkrum hættulegum sóknum i seinni hálfleik — Atli Eðvaldsson komst tvisvar sinnum með stuttu millibili i dauðafæri, en honum brást bogalistin i bæði skiptin — Þorbergur varði fyrst laust skot hans, en það seinna fór framhjá Þorbergi og til Inga Bjarnar Al- bertssonar, sem skaut i fangiö á Þorbergi. Akureyringar fengu einnig góð færi — Jóhann Jakobsson stóð eitt sinn fyrir framan opið mark Vals, en skot hans fór fram hjá marki Valsmanna. Eins og fyrr segir, var leikurinn mikill baráttuleikur. Valsmenn fögnuðu Islandsmeistaratitlinum eftir leikinn, en leikmenn KA dýr- mætu stigi, sem kemur sér vel fyrir Akureyrarliðið i fallbarátt- unni. —SOS „Rauði herinn” var í vígamóði í Ipswich — þar sem Evrópumeistararnir unnu sætan sigur 3:0 yfir ensku bikarmeisturunum Það hefur haldið llfinu i Birmingham undanfarin ár, að þeir hafa rekið framkvæmda- stjórana um leið og illa hefur farið að ganga og það hefur gefið góða raun. Liðið hefur jafnan tekið kipp upp á við á eftir. Menn biða nú bara eftir að Jim Smith verði veit úr sessi. Tommy Langiey skoraði eina mark Chelsea gegn Úlfunum og Chelsea vann óvæntan sigur. Það gekk viða mikið á og 4 leikmenn voru reknir af leikvelli. Þeir Bill Roffeyog Wayne Entwhistlevoru reknir af leikvelli i hörkuleik Orient og Sunderland. Sunder- land hafði ekkert i Orient að segja og hljóp mótlætið i skapið á mönnum. Nýju liðin i annarri deildinni komu öll mjög á óvart i gærkvöldi — unnu öll sigra. Mest kom þó á óvart öruggur sigur Cambridge yfir Brighton, en Brighton var spáð mikilli vel- gengni i vetur. Wrexham sigraði Fulham á útivelli og Preston — undir stjórn Nobby Stiles — burstaði Blackburn. Luton kom niður á jörðina með skell er þeir töpuðu fyrir Crystal Palace. Watford, sem sigraði með yfir- burðum i 4. deild i vor, byrjar timabilið heldur en ekki glæsi- lega. A laugardag vann Watford Walsall á útivelli 4:2 eftir að hafa verið 0:2 undir. Ekkert minna en 5:1 sigur yfir Blackpool, sem féll niður úr annarri deild — dugði þeim i gær og þeir tróna nú I efsta sæti deildarinnar. Evrópumeistarar Liverpool sýndu snilldartakta i gær þegar þeir sigruðu Ipswich á Portman Road. Liverpool hafði algera yfir- burði i leiknum og þegar upp var staðið höfðu meistararnir gert þrjú mörk gegn engu. Kenny Dalglish skoraði tvö mörk og Graeme Souness hið þriðja — greinilegt að Liverpool veröur erfitt viöureignar I vetur. Arnold Muhren — nýi leikmaöurinn hjá Ipswich — vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann og fé- lagar hans voru leiknir sundur og saman. Meistarar Forest náöu marka- lausu jafntefli á Highfield Road i Coventry — ekki beint sannfær- andi byrjun hjá þeim. Birming- ham stefnir enn einu sinni á botn- baráttuna. Úrslit i Englandi i gær: 1. deild Birmingham-Middlesb. 1:3 Framhald á bls. 19. Punktar úr Evrópu A sunnudag lauk knatt- spyrnumóti, sem haldið var af Ajax í Amsterdam. Fjögur liö tóku þátt i keppninni og sigruöu gestgjafarnir Anderlecht i úrslitum á vitaspyrnukeppni eftir aö jafnt haföi veriö í leiks- lok, 2:2. Van Dord og Ray Clarke skoruöu fyrir Ajax, en Martens og Ruud Geels svöruöu fyrir Anderlecht. I keppninni um þriðja sætiö sigraði AZ ’67 brasillska liðið Fluminese einnig eftir vlta- spyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 2:2 I leikslok. Lands- liðsmaðurinn Marinho skoraöi annað mark Fluminese. Argentinska liðið River Plate sigraöi italska 1. deildar- liðið Perugia i æfingaleik um helgina, 2:0. Leopoldo Luque, landsliðsmiðherji Argentinu, skoraði annað markið. Úrslit I þýsku deilda- keppninni á laugardag: Frankfurt — Braunschweig 3:1 Bremen —SV Hamburg ... 1:1 Stuttgart —Ntlrnberg ... 4:0 Bochum —Dtlsseldorf. 2:2 Bayern —Duisburg ....... 6:2 Bielefeld — Schalke 04 . 3:2 Mönchengl. — Dortmund .. 2:2 Köln— Darmstadt ........ 2:1 Hertha —Kaisersl........ 0:3 SSv.— Teitur skoraði |— og öster skaust upp á toppinn I Svíþjóð Teitur Þóröarson kom öster á bragöiö meögóöu marki, þegar öster vann stórsigur, 4:1 yfir Norrköping i „Allsvenskan” I Sviþjóð — og með þessum sigri skaust öster upp á toppinn, þar sem Malmö tapaöi óvænt 1:2 fyrir neösta liöinu, VSsterás. österog Malmö eru meö 21 stig, en öster hefur betri markatölu. Kalmar er I þriöja sæti — 18 stig. Teitur er meö markahæstu leikmönnum I „Allsvenskan” — hefur skoraö 9 mörk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.