Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. ágúst 1978
Sænskur læknir gagn-
rýnir læknaþjónustu
og sjúkrahús
Sænski læknirinn og rithöf-
undurinn P.C. Jersild er litt
kunnur hér á landi. I Sviþjóö og
Danmörku vekja bækur hans
jafnan mikla athygli, enda er
maðurinn ákaflega ritfær og
hefur lýst þvi hve fáránlegt
margt af þvi er, sem flestum
finnst eðlilegt og sjálfsagt.
Jersild hefur starfað sem
rannsóknarmaður i læknisfræði
um árabil, jafnframt þvi að
skrifa og rýna i sænskt sam-
félag.
Nú hefur Jersild ákveðið að
snúa sér eingöngu að ritstörf-
um. Fyrir nokkrum vikum kom
út ný bók eftir hann. Er þetta
skáldsaga um sjúkrahús og
heilbrigðisþjónustu. Nefnisthún
Babels hus, og minnir það
óneitanlega á Babelsturninn
fræga. 1 bók þessari gagnrýnir
Jersild miskunnarlaust læknis-
þjónustu og sjúkrahús nútlm-
ans, einkum þó í velferðarrlkj-
unum. Hann segir, að læknar
séu orðnir hálfguðir I eigin aug-
um og sjúklinganna, og reyndar
flestra. Sjúkrahúsin séu
óskapnaöur, sem byggö séu upp
til að fást viö alveg tiltekna teg-
und sjúkdóma og sjúklinga.
Komi þar einhver, sem ekki er
meðréttan sjúkdóm.eöa er með
marga sjúkdóma, þá sigli allt i
strand, og ekkert sé að gera
annað en losna sem allra fyrst
við hinn sjúka. Sá, sem er svo
stálheppinn að vera með einn og
afmarkaöan sjúkdóm og komi á
rétta deild til lækna, sem þekkja
þennan sjúkdóm, hann haldi lifi
og geti jafnvel skánað. Komi
hins vegar drykkfelldur, gigt-
veikur, magaveikur, höfuðveik-
ur, hálfruglaður, fátækur, at-
vinnulaus, bakveikur og
vonlausmiðaldra maður þá veit
enginn hvað gera skal. Þaö finn-
ast engin ráö til að hjálpa þeim
einstaklingi.
Taugaveikluö, vonsvikin,
duglaus, Imyndunarveik kona
komin yfir miðjan aldur og með
tvö til þrjú mislukkuð hjóna-
bönd að baki er bara fyrir og
með aðstoð félagsráðgjafa er
allt reynt, sem hægt er til að
losna við hana eins fljótt og
hægt er eins langt I burtu og
hægt er.
Bók jersilds er skrifuð af
manni, sem þekkir þetta allt af
eigin raun og hefur þrek til að
segja frá þvl, sem hann sér og
heyrir.
Heilbrigðisþjónusta nær þvi
aðeins tilgangi sinum, að hún
fáistvið þá miklu margbreytni
sem einkennir mannfólkiö, og
tekur raunverulega til meöferð-
ar þaö, sem að fólki amar, and-
lega, félagslega og likamlega.
H.Ó.
Dregið hefur verið í
happdrætti því er við
efndum til í sambandi
við sýningu okkar á
Landbúnaðarsýningunni
á Selfossi.
ÚAGiÖCi
SÍDUMÚLA 30 - SÍMI: 86822
I\IQ
Leðurstóll að verðmæti kr. 100.000 kom upp á miða
NÚMER 15357
Men
,g3s>
Vinningshafi er
vinsamlega beðinn
að hafa samband
við verslunina að
Síðumúla 30
sími 86822
Athugið
Sýnum um helgina á laugardag og sunnudag til kl. 6 e.h. og sunnudag frá
kl. 2 til 6 e.h.
margar nýjar gerðir húsgagna.
ÍSLENSK HÚSGÖGN FYRIR ÍSLENSK HEIMILI