Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. ágúst 1978
13
Ahöfn „GEYSIS” viö komuna til New York 25. ágúst 1948. Frá vinstri: Halidór Guömundsson, Sigriöur
Gestsdóttir, Hólmfriöur Mekkinósdóttir, Alfreö Ellasson, Axel Thorarensen, Bolli Gunnarsson og E.
Kristinn Olsen.
Bandaríkjaflug
í 30 ár
I dag, 25. ágúst, eru liðin 30 ár
siöan Loftleiöir fóru sitt fjiríta far-
þegaflugtil Bandaríkjanna. Þessi
ferö áttí eftir að veröa upphaf
merks áfanga I sögu Islenskra
flugmála. Flug Loftleiöa yfir
Atlantshaf hefur um árabil veriö
snar þáttur I rekstri félagsins og
siðar Flugleiða og með sanni má
segja að farþegaflutningar milli
New York og Luxemborgar með
viðkomu á Islandi hafi um langa
hríð verið merk grein i islenskri
atvinnulifs- og efnahagssögu.
Undanfari þessa flugs var sá að
Loftleiðir höfðu árið 1947 keypt
Skymaster flugvél, „Heklu” TF
RVH, og aðra flugvél samskonar
keypti félagið i júni 1948. Hún
hlaut nafnið „Geysir” og var tek-
in I notkun 4. júli sama ár.
Hinn 27. janúar 1945 höfðu Is-
land og Bandarikin undirritað
loftferðasamning sem gekk i gildi
1. febrúar. Samkvæmt þessum
samningi sóttu Loftleiðir um flug-
réttindi milli Islands og Banda-
rikjanna. Þau voru veitt og end-
anlega staðfest með undirskrift
Harry S. Truman forseta Banda-
ri'kjanna 24. júni 1948 og til stað-
festingar þvi var þessi fyrsta ferð
farin.
Flugkosturinn var Skymaster
flugvélin „Geysir” TF RVC, og I
júli hófst undirbúningur flugsins
af hálfu félagsins. Ferðin var
auglýst og 45 farþegar gáfu sig
fram, mátti það heita góð nýting
þar sem flugvélin hafði sæti fyrir
46farþega. Flugstjórinn I þessari
fyrstu ferð Loftleiða til New York
var Alfreð Eliasson, aðstoðar-
flugmaður E. Kristinn Olsen,
vélamaður Halldór Guðmunds-
son, leiðsögumaður Axel
Thorarensen og loftskeytamaður
Bolli Gunnarsson. Flugfreyjur
voru þær Sigriður Gestsdóttir og
Hólmfriður Mekkinósdóttir. Auk
þess voru með i ferðinni Kristján
Jóhann Kristjánsson stjórnar-
formaður félagsins og Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi.
Haldið var frá Reykjavikur-
flugvelli snemma morguns hinn
25. ágúst. 1 Goose Bay var stans-
að en siðan haldið áfram til New
York og lent á Idlewilde flugvelli.
Flugtiminn frá Islandi var tæp-
lega 14 stundir.
Fulltrúi Loftleiða I New York,
hafði undirbúið komu flugvélar-
innar og þegar „Geysir” lenti,
biðu þar blaðamenn ásamt ýmsu
fyrirfólki, I miklum hita, en um
þetta leyti gekk mikil hitabylgja
yfir New York.
Frá þvi I ágúst 1948 þar til árið
1952 flugu Loftleiðir óreglulega
milli tslands og New York, en
1952 hófust vikulegar ferðir milli
tslands og Bandarikjanna og
áfram til Evrópu. Lág fargjöld
yfir Atlantshaf, sem tilkynnt voru
i ársbyrjun 1953, vöktu mikla
athygli, öfluðu félaginu mikilla
viðskipta og með þeim náði félag-
ið til viðskiptavina sem aö öðrum
kosti hefðu notaö skipaferðir eða
ekki ferðast. I mai 1955 hófuLoft-
leiðir reglulegar feröir New
York/Reykjavik/Luxemborg, og
óx sú flugleið með miklum hraða
að ferðatlðni og farþegafjölda.
Fram yfir 1960 voru Skymaster
flugvélar i þessu flugi, en eftir að
Loftleiðir fengu sina fyrstu
Cloudmaster flugvél 1959, voru
Skymaster flugvélar teknar úr
notkun á leiöinni. Siðar tóku við
skrúfuþotur af geröinni Rools
Royce 400 og nú flýgur félagið
þessa leið með DC-8-63 þotum
sem rúma 249 farþega hver, en af
þeim eiga Flugleiðir nú þrjár
flugvélar. Hafa auk þess tvær
samskonar flugvélar á leigu.
Þegar litið er til baka yfir 30 ára
.fróunarsöguflugs yfir Atlantshaf
má þvi með sanni segja aö brotið
hafi verið blað I sögu Islenskra
flugmála með fyrsta flugi Loft-
leiða til New York hinn 25. ágúst,
fyrir réttum 30 árum siöan.
Frá* Kynningardeild Flugleiöa
hf„
Reykjavikurflugveili
Þeir eru einbeittir á svip Alþýðuflokksmennirnir, nema þá helst Arni Gunnarsson, sem viröist hafa
misst eitthvaö út úr sér. Hverju sem þvi Höur, þá fóru þeir allir eftir ströngustu umferöalögum, þegar
Tryggvi tók þessa mynd i gær. Taliö frá vinstri sjáum viö þá Arna, Karl Steinar, Viimund, Braga Niels-
son og Agúst Einarson.
Sighvatur Björgvinsson:
Árangur viðræðnanna
aðeins gengisfelling
og skattahækkun
AM — ,,Mér finnst þaö hörmulegt
aö Lúövik skuli hafa valiö þann
kostinn aö leggja nú fram kröfu
um aö fá forsætisráöherra-
embættiö og slita viöræöunum á
henni, þegar hann hefur ekki náö
öörum árangri, sem verkstjóri
viöræönanna, en að samkomulag
er fengiö um efnahagsúrræði til
áramóta á grundvelli annars
vegar gengislækkunar og hins
vegar skattahækkunar.
Þanpig lýsti Sighvatur
Björgvinsson, alþingismaður,
viðhorfi slnu til málanna, þegar
Timinn átti tal af honum um þá
stöðu, sem upp var komin, þegar
Lúðvik Jósepsson hafði skilað
forseta umboði sinu til stjórnar-
myndunar.
„Útá slik atriði ein.efastég um
að flokksstjórn Alþýðufloksins
hefði veitt forystu flokksins leyfi
til þess að fara i rikisstjórn, hvað
þá að samþykkja einhvern for-
sætisráðherra,” sagði Sighvatur.
Karl Steinar:
Engin kerfis-
breyting var
ráðgerð
AM — „Viöræöunum verður aö
halda áfram, — þessari tilraun til
myndunar vinstri stjórnar”,
sagöi Karl Steinar Guönason, i
viötali viö blaöiö i gærkvöldi.
„Það er rangt hjá Alþýðubanda-
laginu að undirbúningi hafi verið
svo til lokið, þvi þrátt fyrir bjarg-
ráð til stutts tima eöa fjögurra
mánaða, verður aö lita á að á
fjárhagsáætlun næsta árs vantar
18 milljaröa og einkum vantar I
dæmið alla framtiöarsýn, engin
kerfisbreyting var ráðgerð og þaö
sem rætt hafði verið bar á engan
hátt svipmót verkalýðsflokka.
En viö vonum að áfram verði
haldið og aö takist að koma I veg
fyrir kreppu i atvinnulifi og
stöðvun atvinnuveganna.
Frjáls verslun
komín út
Frjáls verzlun, 6. tbl. 1978, er
komin út. Yfirskriftin á forsiðu er
svohljóðandi: „Erlendar lántök-
ur — Hvernig? Siðan er fjallað
um þetta efni inni i ritinu, m.a. I
greininni: Hvernig er staðið að
erlendum lántökum? Þá kemur
grein, sem heitir: Viðskiptaráðu-
neytið Ihugar takmörkun bandút-
flutnings.Siðankemurgrein, sem
heitir: „Gætuð selt meira til
Frakklands ef þið sinntuð franska
markaðnum betur,” en þar er
rætt við Jacques Pradelles de
Latour Dejean, sendiherra
Frakklands á Islandi.
Fjölmargar greinar frásagnir
og myndir eru i heftinu, þ.á.m.
myndaflokkur sem ber yfirskrift-
ina: 17. júni i Paris, og mynda-
flokkur sem heitir: Staldrað við i
konungshöllum. Rætt er við Einar
Benediktsson, sendiherra Islands
I Parls, en þetta hefti Frjálsrar
verzlunar er aö verulegu leyti
helgað samskiptum íslendinga og
. Frakka, og þá ekki einungis á
sviði viöskipta, heldur lika á
vettvangi menningarmála o.fl.
Frjáls verzluner hundrað blað-
siður að stærð, (kápa meðt.)
prentuð á góðan pappir og vönduö
að öllum frágangi.