Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 21
Föstudagur 25. ágúst 1978
21
Sagt er aö ibúafjöldi Vest-
mannaeyjasémilli fjögur og
fimm þúsund, en ekki segir
það aila söguna, þvi þar er
aðeins átt við fólksfjöldann.
Væru allir ibúar Eyjanna á
kiettasyllunum taldir, sem
liklega yrði æði erfitt, mundi
talan hækka nokkuð mikiö.
Bátsferð
umhverfis
Eyjar
Texti og myndir:
Heiður Helgadóttir
1 veðurbiiöunni f Vest-
mannaeyjum um siðustu
heigi urðu margir til að taka
sér far með bátum Óla Granz
-----'
og Hjalla á Vegamótum,
Farið var kringum eyjarnar,
og voru áreiðanlega allir
ósviknir af þeim ferðum,
enda eru klettarnir ákafiega
fallegir og litbrigði klettanna
stórkostleg.
Skammt fyrir utan inn-
siglinguna tU Eyja er Kletts-
heUir. Hann nær nokkuð
langt inn undir Heimaklett.
Stýrðu óli og Hjalli bátum
sinum inn I hellinn og
stöðvuðu þar. Kom þá i ljós
að Hjalli var ekki aðeins
bátsformaður heldur lfka
leikinn trompetleikari. Hafði
hann tekið trompetinn með
sér og lék nokkur lög fyrir
farþega, sem kunnu sannar-
lega að meta þessa óvæntu
hljómleika.
t ferðinni var komið við i
Kafhelli, og einnig þar þandi
HjalU trompetinn við ákaf-
lega góðar undirtektir.
Hijómburðurinn þar var
geysilega góður svo það
flaug i hugann hversu
stórkostlegt það væri að
hlfða á simfóniuhljómsveit
halda hljómleika I sal, sem
næöi þeim hljómburði sem
þarna er af náttúrunnar
höndum gerður. Þessi mynd
er tekin inni i Kafhelli af
Bravó að koma i hellismunn-
ann.