Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 25. ágúst 1978 17 70 ára Daníel Kristjánsson Vinur minn Daniel Kristjánsson á HreBavatni er sjötugur í dag, 25. ágúst. Af þvi tilefni langar mig til að fara um hann nokkrum oröum. Ég læt öörum eftir aö rekja æviferil Daniels, en allir ibúar Borgarfjaröarhéraös, sem komnir eru til vits og ára, þekkja til hans, og hann er þekktur og virtur víöa annars staöar. Segja má, aö vart hafi verið lögð á ráð um framfaramál og fé- lagsleg átök f Borgarfirði undan- farna áratugi án þess að Daniel kæmi þar viö sögu. Þaö munar um Daniel, aö hverju, sem hann gengur. Agætir forystuhæfileikar, dugnaöur og ó- sérhlifnihafa gerthann einstakan i sinni röö. Ég ætla ekki aö telja öll trúnaöarstörfin, sem Daniel hafa veriö falin um dagana, en þar hafa Borgfiröingar sett met, sem seint verörn- hnekkt. Ég hef einkum starfaö meö Daniel á tveim sviöum, aö skóla- málum og skógræktarmálum. Þaö er aö segja, þaö er aöallega Daniel, sem hefur starfað. Viö hin höfum dinglað meö, áhyggjulaus vegna þess aö forystan var i öruggum höndum hans. Barna- og unglingaskólinn á Varmalandi, sem tók til starfa 1954, var sá fyrsti sinnar teg- undar hér á landi, heimavistar- skóli, sem allir sjö sveitahreppar Mýrasýslu sameinuöust um, Daniel átti sæti i byggingarnefnd skólans, siöan i skólanefnd frá upphafi — og lengst af formaöur nefndarinnar, uns hann lét af þvi starfi nú i sumar. Leiðrétting 1 frimerkjaþætti á sunnudag, á önnursetning um timaritið Grúsk að hljóða svo: „Var mikið um útgáfu þess rætt fyrir siöasta landsþing.” Þetta leiðréttist hér með. Sigurður H. Þorsteinsson Skólasetriö á Varmalandi hefur stöðugt verið i uppbyggingu. Aö lokinni fyrstu skólabyggingunni var byggö sundlaug. Næst voru húsakynni skólans stækkuö all verulega, byggöir kennarabú- staöir, Iþróttahús og félags- heimili,ný vatnsveita. Um bygg- ingu allra þessara mannvirkja hefur Daniel haft forystu af skól- ans hálfu. Væri trúlega öðruvlsi um aö htast á Varmalandi nú, ef hans heföi ekki notið viö. Sjálfsagt heföi Daniel kosiö aö uPPbyggingin gengi • hraöar, en þegar á allar aöstæöur er litiö má undrum sæta, hverju nokkrir fá- mennir sveitahreppar hafa getaö áorkaö. Slikt hefði ekki tekist nema fyrirþaö.aöskólinn átti sér foringja, sem var lagiö aö sam- eina forráöamenn hreppanna til átaka og sem þeir vissu, aö þeir gátu treyst. Ekki hefur veriö minna vandaverk aö standa þannig aö málum skólans gagn- vart ráöuneyti og öörum opin- berum stofnunum, aö þær sann- færöust um aö þeim peningum væri vel variö, sem færu til bygg- ingarframkvæmda á Varma- landi. Skólanum var ómetanlegt aö eiga jafn sterkan mann og Daniel til þeirra hluta, þvi aö þegar hann fór suöur til aö fá samþykki til framkvæmda og Ut- vega fé, þá varö venjulega allt undan aö láta. Mótun skólastarfsins sjálfs i upphafi og siöan var vandaverk, Til sölu Benz, 22ja sæta, árgerð 1974, ekinn 140 þús. km. Upplýsingar i sima (93)8673. sem mikiö var I húfi aö vel tækist til um, og vandamál skólans margvisleg og oft og tiðum ekki auöleyst, stundum viökvæm einkamál. Viö lausn þessara mála hefur skólinn óspart notiö góöra hæfileika Daniels og ein- lægs vilja hans til aö vinna skól- anum sem mest gagn. Danlel hefur fórnaö árum af ævi sinni I þágu Varmalandsskóla og aldrei spurt um laun, enda er for- mennska I skólanefnd ólaunaö starf. , Þegar Borgfiröingar hugsa til Skógræktarfélagsins og skóg- ræktar yfirleitt, þá kemur nafnið Daniel Kristjánsson upp i hug- ann, og þaö er ekki aö ástæöu- lausu”, segir Ragnar Olgeirsson nýlega I grein um Daniel. Þetta eru orð aö sönnu. Jafn- framt starfi sinu sem skógar- vöröur á Vesturlandihefur Daniel veriö framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Borgarfjaröar i áratugi. Hann var formaöur undirbúningsnefndar um stofnun félagsins, en þaö var stofnað 1938, og átti sæti I stjórn þess frá upp- hafi og þar til á s.l. ári aö hann gaf ekki lengur kost á sér. Hann hefur verið driffjöðrin i öllum framkvæmdum Skógræktarfé- lagsins og unniö þar mikið braut- ryöjendastarf; auövitaö ólaunaö meö öllu, hvort sem um var aö ræða aö leiðbeina fólki um skóg- rækt, útvega þvi trjáplöntur og girðingarefni, sjá um plöntun og umhiröu I skógræktargiröingum félagsins eöa afla nýrra lands- svæöa til gróöursetningar. Nú, þegar Daniel hefur látiö af störfum fyrir Skógræktarfélagiö rennur það upp fyrir okkur, sem eftir sitjum i stjórn þess, hvaö framkvæmdastjórastarfiö hefur veriö mikiö starf, en allt gekk eins og af sjálfu sér meöan hann annaöist þaö. Ungur kynntist Daníel ung- mennafélagshreyfingunni og var I forystusveit hennar.Hann hefur ætiö veriö sannur ungmennafé- lagi I þess orös bestu merkingu, haft þá hugsjón að leiðarljósi, aö vinna héraöi sinu, landi og þjóö sem mest gagn án þess aö hugsa um laun eöa vinnutima. Laun hans hafa fyrst og gremst veriö þau aö sjá góöan árangur verka sinnaog Daníel erþannig geröur, aö honum finnst þaö nægilegt. Fyrir utan opinberu störfin hefur hann eytt mjög miklum tima I fyrirgráðslustörf og marg- vislega aöstoö viö einstaklinga. Fólki þykir svo gott að leita til Daniels og treystir honum manna best þegar mikiö er I húfi, enda sér hann alltaf einhver úrræöi og er meö afbrigöum hjálparfús. Daniel hefur afkastað ótrúlega miklu um ævina. Hann er ham- hleypa til verka, hvort sem um er aö ræöa andleg eöa llkamleg störf, og vinnugleðin mikil. Hann hefur ætiö risiö snemma úr rekkjuen gengiö seint til náöa og neitað sér um hvild og upplyft- ingu til að geta sinnt fleiri verk- efnum sem biöu. Heimilisllfi sinu og einkalifi hefur hann bókstaflega talaö fórnaö I almennings þágu. Sjálfur segir hann stundum hlæjandi, aö hann sé þjóönýttur. Dauiel er skaprikur baráttu- maöur, hreinskilinn og á það til aö hafa hátt og segja fólki ræki- legatil syndanna.ef honum finnst viö þurfa. En þetta gerir hann á þann hátt, að það skilur ekki eftir sig sárindi. Drengskapurinn og góövildin skin alls staöar i gegn, og Daniel er lika manna fljótastur til aö fyrirgefa. Hann er svipmikill personu- leiki, oftast glaöur og reifur og alltaf fullur af áhuga á mönnum og málefnum. Hann er einn af þeim mönnum, sem maöur hlakkar alltaf til að hitta og metur meira og þykir vænna um eftir þvi sem maöur kynnist honum betur. A þessum timamótum skal honum vottuö viröing og þökk okkar samferöafólksins. Viö óskum honum þess, að ókomnu æviárin fari um hann sem mildustum höndum og aö hann megi lifa það, aö sjá árangur verka sinna koma æ betur I ljós. Innilegar hamingjuóskir. Þórunn Eiriksdóttir. Helga Finnsdóttir F. 17. des 1930 D. 17. ágúst 1978 Enda þótt dauöinn sé sá atburö- ur, sem hver og einn á visastan, þá kemur hann okkur oft á óvör- um og heggur þar sem sist var aö vænta. Þeir sem hugsa i hagfræöilegri rökvisi, sjá litið vit i aö skilja móður á besta aldri frá friðum barnahópi á viökvæmum aldri. En sá „slyngi sláttumaöur” hefúr aörar forsendurfyrir sinum verk- um enviöfáumskiliö.og hannfer ekki i manngreinarálit. Helga Finnsdóttir mágkona min elskuleg er nú horfin yfir móöuna miklu. Athafnasömum starfsdegi er lokiö fyrr en ætlaö var. Hver dagur I hennar llfi var henni gefinn til starfs og athafna, — sú hugsun aö drepa timann var henni óþekkt með öllu . Helga var fædd aö Eskiholti i Borgarfiröi 17. des. 1930 og voru foreldrar hannar hjónin Finnur Sveinsson bóndi þar og Jóhanna Maria Kristjánsdóttir, sem lést fyrir 2 árum. Hefur hagleiks og listfengi þeirra Eskiholtsbræöra veriö viöa getiö, og úrættuöust þeir eiginleikar ekki i Helgu, þvi aö segja aö allt léki i höndum hennar. Eina skólamenntun hennar aö barnaskóla loknum var Húsmæöraskólinn að Varma- landi, en þar var hún veturinn 1947—48. Var skólinn þá undir stjórn þeirrar merku konu Vig- dfsar Jónsdóttur frá Deildar- tungu. Þar vakti Helga athygli fyrir afköst, hugkvæmni og áhuga á hannyrðum hvers konar. Of hún meöal annars dregla, sem lengi prýddu ganga skólans. Nokkrum árum siöar réöst hún til Ingibjargar Guöjónsdóttur sem rak húllsaumastofu aö Grundarstig 4 i Reykjavik, og unnu þær saman uns Ingibjörg fluttist af landi brott, og Helga keypti saumastofuna áriö 1955. Hinn 1. október 1957 giftisthún Jóni M. Þorvaldssyni prentara, og bjuggu þau fyrst á Grundar- stignum, en byggöu svo hús aö Svalbaröi 3 i Hafnarfiröi og flutt- ust þangaö voriö 1961. Isautján ár auönaöist Helgu aö lifa og starfa aö Svalbarði 3. Heimiliö mótaöist fljótt af hand- bragöi hennar og smekkvisi. Þarna rak hún saumastofu og verslun viö hliöina á eldhúsinu, svo aö frlstundir voru ekki marg- ar. En i samkvæmum og á gleöi- stundum var Helga hrókur alls fagnaöar, og I húsi þeirra hjóna var risna og höfðingsskapur náttúrulögmál. Þegar húsiö aö Svarlbaröi 3 og garöurinn umhverfis þaö var full- mótaö, var tekist á viö nýtt verk- efiii. Fyrir fjórum árum réöist fjölskyldan I aö byggja sumar- bústaö aö Miödal i Laugardal. Þar voru kraftarnir sameinaöir I einu verki, og þar varö annar sælureitur fjölskyldunnar. Börnin uröu fimm. Finn Loga Jóhannsson átti Helga áöur en hún giftist, og er hann nú 22 ára trésmföanemi. En Börn þeirra hjóna eru Þorvaldur Ingi 20 ára stúdent, Helgi Már 16 ára Jóhanna Marin 13 ára og Ingi- björg Agnes 3 ára. Allur þessi hópur ásamt öldruðum fööur, 6 systkinum tengdafólki og öörum vinum er nú harmi sleginn, þegar húner svo skyndilega burt kölluö I blóma lifsins. En minningin um Helgu er björt og fögur. Hún var há og grönn, svipurinn einbeittur, hún var ákveöin i svörum og ódeig aö segja skoðun sina. Þaö sópaöi hvarvetna aö henni, og i návist hennar gengu hlutirnir fyrir sig. Þaö er þvi stórt skaröiö, sem hún skilur eftir, og er þó missir barn- anna og eiginmannsins sárastur. Astin og dauöinn eru fyrir- feröarmestuyrkisefni skáldanna. Hvort tveggja er okkur mönnum torráöið og dulúöugt. Skáldiö Kahlil Gibran segir um dauöann I Ijóöi sinu, Spámanninum: „Öttinn viö dauöann er aöeins ótti smaladrengsins viö konung sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður i hjarta sinu þrátt fyrir ótta sinn viö aö bera merki konungsins? Þvi hvaö er það aö deyja annaö en aö standa nakinn i blænum og hverfa inn I sólskiniö?” Ég bið guö að blessa þig bróðir minn og börnin þin á þessari sorgarstundu, og ég biö Helgu vinkonu minni allrar blessunar i nýju starfi. Þorvaldur Þorvaldsson. Móðir min Kristrún Jósefsdóttir Bollagötu 3 lézt i Landsspitalanum miðvikudaginn 23. ágúst Fyrir hönd aöstandenda Björn Jóhannesson. Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát mannsins mins, föður okkar tengdafööur og afa Ingva Jónssonar frá Ljárskógum. Guðrún Jóelsdóttir, Halldór Jóel Ingvason, Helga Emilsdóttir, Jón Ingvi Ingvason, Ingibjörg Björnsdóttir, Bragi Ingvason, Bylgja Guömundsdóttir og barnabörn. Þökkum öllum nær og f jær auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför Guðriðar Margrétar Þórðardóttur, Suöurgötu 31, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Halldór S. Arnason, Sigurður K. Arnason, Helga Þ. Arnadóttir, Tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.