Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. ágúst 1978 3 Landsþing sveitar- félaga — verður haldið 4. til 6. sept. KEJ—Dagana 4. til 6. september verður haldið landsþing Sam- bands islenskra sveitarfélaga að Hótel Sögu i Reykjavik. Lands- þing þetta er haldið á fjögurra ára fresti og að sögn Unnars Stefánssonar ritstjóra Sveitar- stjórnarmála eiga að þessu sinni 268 kjörnir fulltrúar sveitarfélag- anna rétt til setu á þinginu. Aðal- verkefni þingsins verða að kjósa nýja stjórn og fulltrúaráð en aðal- umræðumál þingsins verða tvö þ.e. verkaskiptingin milli rikis og bæja og hins vegar staðgreiðslu- kerfi gjalda. Dagskrá þingsins hefur að öðru leyti ekki verið nánar ákveðin. Páll Sigurösson um geðdeildarmálið: „Trúi ekki öðru en afhending fari fram á næstu vikum” SJ — Ég trúi ekki öðru en ein- hver hluti geðdeildarinnar verði afhentur stjórnarnefnd rikis- spitalanna á næstu vikum, sagði Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri og formaður stjórnar- nefndarinnar, Timanum. Það er yfirstjórnar mann- virkjagerðar á Landsspitalalóö, sem skipuð er af Menntamála- ráðuneyti og Heilbrigðisráöu- neyti, að afhenda göngudeild- ina, 1. áfanga geðdeildarinnar, en 2. áfangi veröur væntanlega tilbúinn i október,svo sem Tim- inn hefur greint frá. Timinn reyndi árangurslaust að ná tali af Jónasi Haralz formanni yfir- stjórnar mannvirkjagerðarinn- ar i gær. Þá var einnig reynt að fá um- sögn Tómasar Helgasonar, yfir- læknis á Kleppi um málið, en hann var erlendis ennfremur Grétars Ólafssonar, formanns læknaráðs Landsspitalans, sem byrjaði i sumarleyfi i gær og ekki náðist til. Timanum tókst ekki heldur að ná tali af Magnúsi Karli Péturssyni rit- ara læknaráösins, sem einnig er i sumarleyfi. Tftrkitlýásféhttl Wt'tt<t0Íitðis og tuigrtnnís Páll Andreasson, forstjórí Meitilsins: VUja heldur vera á 80% atvinnu- leysisbótum en vinna hjá okkur — hráefnið liggur undir skenundum og í ráði er að fá erlendan viimukraft jTÚlltuR 'OSUAST ESE — Eins og alkunna er þá bendir allt til þess að velflestum frystihúsum hér sunnanlands og reyndar viðar um land verði lok- að um næstu mánaðamót, ef ekk- ert verður gert fyrir þann tima til þess að leysa rekstrarvandamál frystihúsanna. Þrátt fyrir að málum sé þannig háttað að nú er búið að loka fjölmörgum frysti- húsum á Suðurnesjum og önnur hafa lýst þvi yfir að lokað veröi um næstu mánaðamót og starfs- fólki sagt upp þá er mjög mikill skortur á vinnuafli i sumum frystihúsanna. Blaðið fregnaði I gær, að eitt þeirra frystihúsa, sem lýst hefur veriðyfir að stöðvist um mánaða- mótin að öllu óbreyttu.Meitillinn h.f. i Þorlákshöfn.sé I það miklum vandræðum vegna skorts á vinnuafli að forráðamenn frysti- hússins hafi tekið það til bragðs að leita fyrir sér um vinnuafl er- lendis. Itrekaðar auglýsingar hér heima eftir vinnuafli hafa ekki borið árangur og á meðan fer hráefnið i salt og i skreið. Blaðið hafði I gær samband viö Pál Andreasson forstjóra Meitils- ins og var hann að þvi spurður hvort satt væri að fyrirtækið hefði leitað eftir þvi að fá vinnukraft erlendis frá. . Páll svaraði þvi til, að það væri rétt að sá möguleiki hefði verið athugaður, hvort hægt væri aö fá hingað til lands 15-20 ástralskar stúlkur til vinnu i Meitlinum og hefði Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna haft milligöngu um að F ya.i'ftHUáAbS <Va/ Flu TNtN éfs 'A STtJLUUM TfL S7AZFA hta' nzysríHúsr Mttr?LsrN3 */f ; þcflLA'kS HCFN, 'OSUASL STjóltM i/ZftKALý&SFéiAáSfMS £tT?& Áé STÚLKUH V HuÍKAáeZé*, SLH HAFA HUér a> STA&FA órlSff' Siá FHAM t/t’h Fym.tl 2 3 . ptssA 6c Rjr<e*w v 7StA*k-A%' í, 42f2j i* **ss Auglýsing sem hengd var upp i Hveragerði Ljósmynd Páll Þorleifsson kanna málið. Páll tók það þó fram, að ekki yrði af þessum ráðningum ef ekki yrði búið að leysa vandamál frystihúsanna fyrir mánaðamót en ef þaö yrði ekki gert þá yrði starfsemi i frystihúsinu sjálfhætt. Þá var Páll að þvi spurður hvers vegna leitað hefði verið eftir vinnuafli erlendis fyrst svo margir væru nú atvinnulausir eft- ir aö sumum frystihúsanna á Suðurnesjum hefði veriö lokað. Páll sagöi að i sumar hefðu veriö óvenjumiklir erfiðleikar við að fá fólk i vinnu. Eftir að starfsemi i frystihúsum á Suöurnesjum fór að dragast saman, þá voru for- ráðamenn Meitilsins bjartsýnir um að hægt yrði aö fá fólk til vinnu, en þvi miöur þá hefur annað komið á daginn. Eftir að hafa auglýst eftir starfsfólki i út- varpi blöðum og með götuaug- lýsingum árangurslaust, hefði hann snúið sér til Karls Steinars Guðnasonar, alþingismanns i Keflavik og beðið hann um að hafa milligöngu um að reyna að ' fá eitthvað af þvi fólki sem nú er atvinnulaust i Keflavik og viöar á Suðurnesjum til vinnu i Meitlin- um og hefði Karl Steinar tekið þeirri málaleitan mjög vel. En enginn hefði komið til vinnu. Mér viröist sem svo, að það vanti alla ábyrgðartilfinningu hjá sumu af þessu fólki. Það kýs fremur að vera á 80% atvinnuleysistrygg- ingabótum, en að taka við þeirri vinnu sem þvi býðst hér og þvl hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé hér um að ræða gróflega misnotkun á almannafé, sagði Páll Andreasson að lokum. Herská ugla í Eyjafirði Það skeður margt skrýtið fyr- ir norðan ekki siður en syðra. t Degi á Akureyrisegir að brand- ugla hafi ráðist á hross og hafi þau átt fótum fjör að launa. Dagur: ,,Það bar við i sumar á bæ einum i Arnarneshreppi, að brandugla var svo aðgangshörð viðhrossi haga, að þau létu fæt- ur forða sér. Hefur uglan eflaust átt hreiður þar nærri sem hún hefur viljað verja. Við hey- skaparfólk var hún einnig nokk- uð nærgöngul á sömu slóðum. Branduglur eru fremur sjald- gæfar en munu þó árlega verpa á nokkrum stöðum við Eyja- fjörð.” Meitilliim bætíst í hópinn MÓL — Stjórn frysti- hússins Meitilsins h.f. i Þorlákshöfn hefur ákveðið að fyrirtækið stöðvi rekstur sinn um næstu mánaðamót, þ.e. nema ný viðhorf skapist fyrir þann tima. í fyrradag gerði framkvæmda- stjóri Meitilsins I Þorlákshöfn sveitarstjóranum þar og for- manni verkalýðsfélagsins, grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Kom þar fram, að rekstur þess væri mjög neikvæðurog tap verulegt. Vanskil hefðu varið vaxandi og enda þótt viðskiptabanki fyrir- tækisins hefði sýnt skilning á erfiðleikum þessum og veitt fyrirtækinu nokkra fyrirgreiðslu, væri nú svo komið, að fullkomin óvissa rikti um möguleika til áframhaldandi reksturs. Páll Andreasson, fram- kvæmdastjóri Meitilsins, tjáði Tímanum I gærkvöldi, að á þriðja hundrað manns væru nú á launa- skrá hjá fyrirtækinu, ef sjómenn- irnir eru taldir með. Meitillinn h.f. er nú með tvo báta á slnum smærum auk tog- arans Jóns Vidah'ns, enviðskipta- bátarnir eru nokkrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.