Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.08.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign BGÖGH Ii TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 iÍM Föstudagur 25. ágúst 1978 184. tölublað—62. árgangur Gagnkvæmt tryggingafélag Skipholti 19, R. simi 29800, (5 linur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki UnniO vi& aft steypa diika hinnar nýju réttar. Ljósmynd Páli Þorleifsson Nýjar réttir í Ölfusi PÞ/Sandhóli— Nýlega var hafin bygging nýrra rétta hér i ölfusi. Réttin er i landi Kröggólfsstaöa i suðurátt frá Hveragerði og verður hún hringlaga með steyptum undirstöðum og timburklæðningu ofan á. í rétt- inni verða 26 dilkar fyrir 250 kindur hver, en tveir dilkar verða fyrir 450 kindur. Almenningur réttarinnar tekur 900 kindur. Hugmyndin er að rétta þarna i haust en óvist er hvort þaö tekst þvi aö óðum styttist til skilarétt- ar. Það er Tréverk s.f. I Þorláks- höfn sem byggir réttirnar en þeir Jón Guömundsson og Sverrir Sigurjónsson trésmiðameistarar og lærisveinar þeirra eru kunnir atorkumenn og er það þvi von manna að takast muni að ljúka byggingu réttarinnar fyrir 21. september n.k. Ekki er þetta I fyrsta sinn sem ölfusingar færa réttir sinar þvi pð Þóröur heitinn Sigurösson á Tannastöðum greinir frá þvi i bókinni Göngur og réttir sem út kom árið 1952 að fyrst hafi ölfusingar og Mosfellssveitar- menn réttað sameiginlega uppi á Hellisheiði. Seint á landnámsöld mun svo hreppstjóri vestan- manna hafa verið þvl mótfallinn að fara austur á land ölfusinga til þess að ná i fénað sinn og kom til bardaga og mannviga af þessum sökum. Sturlunga greinir frá réttarbardaga árið 1171. Skömmu siðar voru Orustuhólsréttir færðar austar á heiðina en fyrir aldamótin 1700 voru réttirnar færöar austur að Ingólfsfjalli að bænum Hvammi en síöan aftur um 1850 út i Hverageröi og er sú rétt nú kominn inn I byggðina og vart nothæf lengur. Breyttngar bjá Frfliöfiiinni — til að bæta rekstur og auka gjaldeyrisskil KEJ— Hjá Frihöfninni i Keflavik eru i vændum ýmsar stjórnunar- Bloðburðor iólk óskast Timinn óskar eftir blaöburöarfóllcf" I Ægissiða Tómasarhagi Hjarðarhagi Kjartansgata Skipholt Bólstaðahlið Hjallavegur Vogar Tunguvegur Lambastaðahverfi \ Miðbraut SIMI 86-300 breytingar i kjölfar þess að þar hefur verið ráðið i nýtt embætti fjárhagslegs framkvæmdastjóra. Við þessu nýja embætti tók Þórður Magnússon frá og meö 15. júli. Að sögn Páls Asgeirs Tryggvasonar hjá utanrlkisráöu- neytinu hefur Þórður verið að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og hefur lagt til að gerðar veröi ýmsar breytingar á stjórnun fyrirtækisins. Þetta nýja embætti varð til með reglugerö fyrir skömmu og for- sendur þess, sagði Páll Asgeir Tryggvason væru ýmsar og aug- ljóst væri aö erfitt væri að hafa góða stjórn á svo stóru fyrirtæki sem Fríhöfnin værí orðin nema þar væri valinn maður i hverju rúmi. Ráða þyrfti bót á ýmsu sem ekki heföi þótt vera nógu vel fariö og m.a. væri Rikisendurskoöun ekki ánægð meö gjaldeyrisskilin hjá Fríhöfninni. Þau hafa þó nokkuö lagast, sagði Páll en engu að siður væri eölilegt og sjálfsagt að gera ýmsar breytingar til að bæta stjórnun þessa fyrirtækis. Fyrirtæki sem veltir rúmum milljarði á ári sagði Páll enn- fremur er ekki neitt smáfyrirtæki og eölilegt að þar sé vel hugað að öllum rekstri. Það mætti þvi bú- ast við ýmsum breytingum innan stofnunarinnar á næstunni eink- um I rekstri og jafnvel i tilfærslu á mannskap. Ólaiur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: Osennilegt að hækkun álagningar bætt bmkaupabættina AM — „Rannsókn á þessum málum mun haldiö áfram og verðlagsnefnd mun sérstaklega taka þau til umfjöllunar á næst- unni,” sagði Olafur Jóhannes- son, viðskiptaráöherra, þegar blaðiö leitaði álits hans i gær á könnun og samanburði verð- lagsstjóra á innkaupum Islend- inga, miöaö við aðrar Norður- landaþjóðir. Ólafur sagði, að ekki væri að svo stöddu hægt aö spá um hvað út úr þeim rannsóknum kæmi, og er hann var spuröur hvort hann teldi aö i hinni nýju verð- lagslöggjöf mundu felast ákvæöi, sem áhrifaafl hefðu til umbóta, svaraöi ráöherra aö hann efaði að svo væri, þótt víst kynnu þar að vera atriöi sem veittu nokkurt aðhald. Þótt álagning heföi verið hér nokkru lægri en annars staðar, kvaðst hann sammála þvi sem' fram kom i greinargerð verðlags- stjóra, aö hækkun hennar mundi ekki megna aö leiöa til mikilla úrbóta. Erlendur Einarsson um innkaup íslendinga: VUdi vita meira um þessa könnun AM — „Ég verö að segja, aö mér kemur á óvart aö innkaup tslendinga skuli vera svo miklu óhagstæöari en annarra Noröurlandaþjóða,” sagði Er- lendur Einarsson, þegar Timinn spurði hann i gær hvort Sam- bandið væri undantekning frá þeim innkaupaháttum, sem verðlagsstjóri geröi grein fyrir að tiðkuðust á tslandi á fundi sinum meö blaðamönnum I fyrradag. Erlendur sagðist þó gjarna vilja fá að vita nánari deili á þessari könnun, — hvernig þess- um samanburöi væri háttað, hvaða vöruflokka væri um aö ræða og hvaöa vörumerki. Fyrr en þessar upplýsingar lægju fyrir væri ekki hægt aö svara þessari spurningu, og fyrr gæti Sambandiö ekki gert könnun á málinu innan eigin vébanda. í gærkvöldi barst blaðinu þessi yfirlýsing frá Sambandi islenskra samvinnufélaga: t tilefni fréttar verðlagsstjóra I dagblöðunum i dag varðandi verösamanburö á innkaupum á sömu vöru tii Norðurlanda, þar sem fram kemur að þessi inn- kaup til tsiands eru talin benda til 21%-27% óhagstæðara verðs en til annarra Norðurlanda, tel- ur Sambandið nauðsynlegt að verðiagsyfirvöld geri opinber- iega nákvæma grein fyrir þvi til hvaða vara og vöruflokka at- hugunin náði, svo allir geti myndaðsér rétta skoðun I þessu máli. Þá er nauðsynlegt að verð- lagsyfirvöld geri almenningi itarlega grein fyrir helstu þátt- um I verðmynduninni, bæði i heildsölu og smásölu. Loks vill Sambandið lýsa yfir þvi, að upplýsingar um verð- myndun á öllum vörum, sem það flytur til landsins, standa verðlagsyfirvöldum til reiðu, þar með talin umboðslaun af innfiutningi þess. Jön Magnússon, formaður félags stórkaupmanna: Getum hagnast á að selja Þjóðverjum þýskar saumavélar AM —„Viö fögnum þvi mjög að þessi könnun skyldi hafa verið gerð og ég hef hvatt verðlags- stjórann til þess að halda henni áfram,” sagöi Jón Magnússon, formaður Félags Islenskra stór- kaupmanna i viötali viö blaðiö I gær. „Viö höfum ekki legið á þvi áliti okkar aö núverandi verö- lagskerfi sé löngu úrelt og verð- bólguhvetjandi og frjálst markaðskerfi teljum við tvi- mælalaust hafa lausn vandans i sér fólgiö. Ef við reynum að sýna fram á hvernig hið endanlega verö er, þegar að neytandanum kemur, skulum við lita á, að sé miöaö við 100% i Sviþjóð, kann varan að kosta 85% meira i smásölu þar I landi. Miðum viö við 103.6% I Danmörku og Noregi, kann varan aö kosta þar kannski 90% meira. A lslandi aftur á móti, þar sem á aö heita sýnt fram á 21-27% óhagstæöari innkaup en hjá Svium, er smá- söluveröið ef til vill ekki nema 70% hærra, miöaö við sænska -hundraöiö”. „Ég veit dæmi þess, að hugsanlegt væri að kaupa á ís- landi tvær saumavélar, þýskar sauma.vélar, flytja þær til fram- leiðslulandsins og selja þær þar með slikum hagnaði, aö hann borgaöi báðar ferðirnar, þvi hér er veröið 40% lægra. Þessi að- ferð, — að þrýsta niður verðinu, — verkar sem verðbólguhvati, og forystumenn úr verkalýðs- hreyfingunni hafa viðurkennt það I einkasamtölum við mig að þetta nái engri átt, eins og kerf- ið er núna. Hér á árunum, ég held að það hafi verið 1962-5, var álagningin gefin frjáls, og þá tóku menn engin umboðslaun. Engum um- boðslaunum var þá skilað til gjaldeyriseftirlitsins, enda gerðist þeirra ekki þörf þá, — ég hef þetta frá starfsmanni gjaldeyriseftirlitsins. í nýju verölagslöggjöfinni er heimild til þess að gefa álagninguna frjálsa, og ég held að nú sé tim- inn til þess að láta reyna á hvernig til tekst, — segjum i svo sem eitt ár til prufu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.