Fréttablaðið - 22.08.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 22.08.2006, Síða 46
Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-frétta- stofunnar. Þýskir saksóknarar tilkynntu um helgina að þeir hygðust fylgj- ast grannt með tónleikum Madonnu eftir að þeim hafði borist kvörtun um að söngkonan hefði í frammi guðlast en það er lögbrot sam- kvæmt þýskum lögum. Madonna hefur oft hneykslað kirkjunnar menn og í einu atriðanna í þessari tónleikaferð lætur hún krossfesta sig með þyrnikórónu á hausnum. Söngkonan vísar hins vegar öllum ásökunum um guðlast á bug. Hún segist vera að benda á eyðnivand- ann í heiminum en hann er hvað mestur í Afríku og er talið að yfir 25 milljónir manna séu smitaðar af veirunni, þar af tæplega tvær milljónir barna. Þýski biskupinn Magot Kaesmann sagði í samtali við Bild am Sonntag að aðdáendur dívunnar ættu að sniðganga tón- leikanna. „Ég hélt að Madonna væri betri en þetta af því hún hefur alltaf sagst vera trúuð mann- eskja,“ sagði Kaesmann í blaðinu. „En kannski er vanvirðing á trúar- brögðum eina leiðin fyrir roskna poppstjörnu til að láta bera á sér,“ bætti biskupinn við. „Ég biðla því til fólksins að sniðganga tónleik- ana því stjörnur koma og fara en kristin trú er til að eilífu.“ Tals- maður söngkonunnar í New York sagði atriðið ekki vera hugsað til að vanvirða kirkjuna. Talsmaður saksóknaraembætt- isins í Düsseldorf, Johannes Mock- en, lýsti því síðan yfir í gær að stjórnvöld í borginni hygðust ekki kæra Madonnu fyrir guðlast. „Sumum trúuðum kann að finnast atriðið móðgandi en það er ekki glæpsamlegt,“ sagði Mocken við fjölmiðla í gær. Poppdívan heldur næst til Hannover en engar fregn- ir hafa borist af því hvort stjórn- völd þar ætli að grípa til aðgerða. Madonna ekki lögsótt KROSSFEST Á WEMBLEY Madonna hefur vakið mikla athygli fyrir tónleikaferð sína, Confession, en þýsk yfirvöld hafa hótað henni lögsókn. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Allir þeir sem séð hafa hljóm- sveitina Reykjavík! á tónleikum vita að þar er þrusugóð hljóm- sveit á ferð. Krafturinn er með eindæmum, spilamennskan þétt og sviðsframkoma til fyrirmynd- ar. Plötunnar hafa því væntan- lega margir beðið með mikilli eft- irvæntingu. Mörgum tónlistarmönnum hefur reyndar tekist erfiðlega að koma hinum flottu hljómum tónleika sinna yfir á plast og mörgum mistek- ist. Reykjavík! nær þó furðu vel að yfirfæra þennan ferska hljóm yfir á plötuna sína. Reyndar nær sviðsframkoman ekki neinum hæðum á plötunni af skiljanleg- um ástæðum. Krafturinn er svo sannarlega til staðar og spila- mennskan er í meira lagi þétt. Í raun má segja að það slitni ekki svitinn á milli laga. Söngur Bóas- ar Hallgrímssonar er afar traust- ur enda hefur Bóas fyrir löngu tryggt sinn sess innan íslenska rokkgeirans. Verst er samt að geta ekki haft hann hoppandi um allt eins og á tónleikunum, aftur af skiljanlegum ástæðum. Það sem vekur kannski mesta athygli á þessari plötu fyrir utan söng Bóasar og kraftmikla og þétta spilamennsku eru góðar og vandaðar lagasmíðar. Lög eins og I‘m Good to My Friends, Marl- boro Friday og Advanced Dung- eons & Dragons eru öll melódísk- ari og ljúfari en margt rokk og ról sem maður hefur heyrt áður, án þess þó að vera mjög væmin eða væg. Þessar lagasmíðar eru það mest heillandi við plötuna og því eru „hefðbundnir“ rokkslagarar með pönkuðu yfirbragði það sem er leiðigjarnast á plötunni, til dæmis lögin The Road To Serf- dom og Ted Danson (sem er reyndar líka einum of líkt ein- hverju með Þeysurunum). Yfirhöfuð er platan samt einn mesti rokkeðalgripur sem komið hefur út hér á landi í ágætis tíma. Heildarmynd plötunnar er sterk og í framtíðinni á hljómsveitin ekkert eftir að gera annað en að bæta sig. Leiðin liggur upp á við hjá Reykjavík! sem þó er hátt uppi. Steinþór Helgi Arnsteinsson Kraftmikil og pínu sóðaleg frumraun REYKJAVÍK! GLACIAL LANDSCAPES, RELIGION, OPPRESSION & ALCOHOL Niðurstaða: Reykjavík! sendir frá sér eina af betri rokkplötum seinni ára á Íslandi. Full af glimrandi hljómi, leiftrandi spilamennsku og glitrandi melódíum. Umfram allt kraftmikil og pínu sóðaleg. Fyrirsætan Kate Moss er stödd á Balí um þessar mundir þar sem fyrirhugað var að hún og rokkarinn Pete Doherty gengju í það heilaga. Ekki virðist þó ætla að verða úr þeim áformum þar sem Doherty var handtekinn í London á föstudag- inn með eiturlyf í fórum sínum og var sendur í tveggja vikna meðferð. Lög- fræðingar Moss hafa gert allt sem þeir geta til að reyna að fá Doherty lausan og er fyrirsætan víst í öngum sínum vegna þessa enda var búið að skipuleggja brúðkaupið sem á að vera falleg íhugandi athöfn með ljóðalestri og tilheyr- andi. Kate og Pete hafa verið sundur og saman í nokkur ár en virðast nú vera búin að finna hamingjuna á ný á leiðinni í það heilaga. Það er að segja ef Doherty getur haldið sig frá fangels- inu. Ekkert brúðkaup hjá Kate í bili ÁSTFANGIN UPP FYRIR HAUS Moss er stödd á Balí þar sem hún bíður óþreyjufull eftir Doherty sem var handtekinn á föstudag- inn.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES KATE OG PETE Vandræðin virðast elta þau hvert sem þau fara. TVÖFALT FYNDNARI! TVÖFALT BETRI! 9.HVER VINNUR! FRUMSÝND 25. ÁGÚST UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. SNAKES ON A PLANE kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 STICK IT kl. 8 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! SNAKES ON A PLANE kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50 og 8 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA SNAKES ON A PLANE kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 6 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR Samuel L. Jackson fer á kostum í einum umtalaðasta spennutrylli ársins. Á ÍSLANDI HEIMSFRUMSÝND

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.