Fréttablaðið - 22.08.2006, Side 50
22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR38
GOLF Tiger Woods tryggði sér á
sunnudaginn sinn 12. sigur á
risamóti þegar hann lék hringinn
á 68 höggum eða 4 höggum undir
pari á lokadegi PGA-meistara-
mótsins á Medinah-vellinum í
Illinois. Með sigrinum varð hann
fyrsti golfarinn til að vinna PGA-
meistaramót tvisvar á sama velli.
Hann lék hringina 4 á 270 högg-
um, samtals 18 höggum undir
pari, og var 5 höggum á undan
næsta manni sem var Shaun
Micheel.
Tiger Woods hefur sett sér
það markmið að bæta árangur
Jacks Nicklaus á risamótum, en
Nicklaus vann 18 sigra á risa-
mótum á sínum ferli. „Það er enn
löng leið framundan. Það tók
Jack (Nicklaus) 20 ár að ná sínum
árangri – 18 er stór tala,“ sagði
Tiger Woods eftir sigurinn um
helgina.
Woods byrjaði síðasta daginn
jafn Bretanum Luke Donald en
sagði að púttin hjá sér hefðu ráðið
úrslitum á lokadeginum. „Þetta
var mjög sérstakur dagur. Ég átti
frábæran dag á flötunum og mér
fannst eins og ég gæti sett bolt-
ann ofan í hvenær sem er. Það er
ekki oft sem maður fær svona til-
finningu og það vildi svo til að ég
fann hana á síðasta degi á risa-
móti. Þetta er frábær tilfinning,“
sagði tólffaldur risamótsmeistari
í golfi, Tiger Woods. - dsd
Tiger Woods ætlar að bæta árangur goðsagnarinnar Jacks Nicklaus:
Tólf risatitlar í húsi hjá Tiger
TIGER WOODS Vann enn einn titilinn um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Franski knattspyrnu-
maðurinn Robert Pires, sem gekk
í raðir Villarreal frá Arsenal í
sumar, meiddist illa á vinstra hné
í æfingaleik gegn Cadiz á föstu-
daginn. Pires skaddaði krossband
og þarf að gangast undir aðgerð
til að fá bót meina sinna.
Annar leikmaður Villarreal,
Gonzalo Rodriguez, skaddaði
einnig krossbönd í síðustu viku
og ljóst er að þetta er mikil blóð-
taka fyrir Villarreal. „Þetta eru
sömu meiðsli og hjá Gonzalo,“
sagði Fernando Roig, forseti Vill-
arreal. Ljóst þykir að Pires muni
missa af meirihluta leiktíðarinn-
ar sem senn fer að hefjast á
Spáni. - dsd
Robert Pires:
Er alvarlega
meiddur
FÓTBOLTI Chelsea gekk í gær frá
kaupum á hollenska landsliðsmann-
inum Khalid Boulahrouz frá þýska
liðinu Hamburg SV. Kaupverðið er
ekki uppgefið. Leikmaðurinn fór í
læknisskoðun hjá Chelsea um síð-
ustu helgi og horfði á liðið leggja
Manchester City í fyrsta leik meist-
aranna á tímabilinu.
Boulahrouz er sterkur miðvörð-
ur en getur einnig leikið sem bak-
vörður, bæði hægra og vinstra
megin. „Í landi þar sem eingöngu
má hafa 16 leikmenn í hóp á leik-
degi er mikilvægt að hafa leik-
menn sem geta leikið margar stöð-
ur á vellinum,“ sagði Jose
Mourinho, framkvæmdastjóri
Chelsea.
Þessi kaup eru talin draga úr
líkum á því að Chelsea kaupi
Ashley Cole en auka líkur á því að
þeir selji William Gallas. - dsd
Hollenski landsliðsmaðurinn Khalid Boulahrouz til Chelsea:
Kaupin á Cole úr sögunni?
KHALID BOULAHROUZ Nýjasti liðsmaður
Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY
Klæddu þig vel
Reykjavík: Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12
Garðabær: Miðhraun 11 Akureyri: Glerárgata 32
Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt.
Frigg, powerstretch peysa
5.400 kr. stærð 92-164
Stígvél
Ófóðruð 2.400 kr. stærð 19-35
Fóðruð 2.900 kr. stærð 19-35
Esja, bakpoki 25L
3.200 kr.
Muninn, stretch flauelsbuxur
1.900 kr. stærð 92-116
2.100 kr. stærð 128-164
Tilbúin í skólann
Loki, bómullarhettupeysa
Verð frá 2.100 kr. stærð 92-116
Verð frá 2.500 kr. stærð 128-164
FÓTBOLTI Bayern München ætlar
ekkert að gefa eftir í baráttunni
gegn leikmanni sínum, Owen Har-
greaves sem heldur áfram að
segja við blaðamenn að hann vilji
fara til Manchester United. Bay-
ern vill ekki selja og framkvæmda-
stjóri félagsins, Uli Höness, er
gramur yfir því að enski landsliðs-
maðurinn sé að búa til læti í þeirri
von að hann verði seldur.
„Ég ráðlegg honum að halda
kjafti því annars verð ég reiður og
það er ekki gott fyrir hann,“ sagði
Höness ákveðinn. „Ég skil ekki af
hverju hann heldur þessu áfram
eftir samtölin tvö sem ég hef átt
við hann. Honum verður ekki leyft
að fara frá félaginu og hann verð-
ur að læra að virða ákvarðanir
yfirmanna sinna. Þetta er einfald-
lega spurning um virðingu.“ - hbg
Uli Höness sendir Hargreaves tóninn:
Annaðhvort heldur hann
kjafti eða ég verð reiður
OWEN HARGREAVES Vill komast til Man. Utd en Bayern München tekur ekki í mál að
sleppa honum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Nígeríski landsliðsfram-
herjinn Obafemi Martins, sem er
á mála hjá Inter Milan, sagði frá
því í gær að hann væri á leið til
Newcastle á Englandi. „Ég er á
leiðinni til Newcastle,“ sagði Mart-
ins, sem ólmur vill komast frá
Inter Milan eftir að liðið fékk bæði
Zlatan Ibrahimovic og Hernan
Crespo til liðs við sig í sumar.
Félögin tvö eru sögð hafa komist
að samkomulagi um kaupverð og
mun það vera um 10,9 milljónir
punda.
„Að spila í úrvalsdeildinni
hefur lengi verið markmið mitt og
ég er mjög ánægður með að geta
gengið frá þessum málum á næstu
dögum,“ bætti Martins við. - dsd
Obafemi Martins:
Á leið til
Newcastle
FÓTBOLTI Forráðamenn Juventus
neita að játa sig sigraða í barátt-
unni við ítölsk yfirvöld. Juventus
var dæmt niður í næstefstu deild
og þarf að byrja tímabilið með
sautján stig í mínus.
Juve hefur enn og aftur áfrýj-
að úrskurðinum en forráðamenn
félagsins virðast vera tilbúnir að
fara alla leið með málið. Á meðan
er alls óvíst hvenær ítalska deild-
in hefst en nú þegar hefur henni
verið seinkað til 10. september.
Fyrstu áfrýjun Juventus var
hafnað af Ólympíusambandi
Ítalíu og því hefur félagið ákveð-
ið að fara með málið fyrir
almenna dómstóla í landinu.
Talið er líklegt að Juve fari enn
lengra með málið verði úrskurð-
ur ítalskra dómstóla félaginu
ekki að skapi. Það gæti þýtt að
ítölsku deildinni verði seinkað
langt fram á vetur.
Juventus var ekki eingöngu
dæmt niður um deild og gert að
byrja deildina með mínus sautj-
án stig heldur voru síðustu tveir
meistaratitlar teknir af félaginu.
Inter var dæmdur annar titilinn
en enginn meistari er skráður á
Ítalíu hitt árið.
Juventus var ekki eina félagið
sem var dæmt í hneykslismálinu
þvi AC Milan, Fiorentina og
Lazio fengu einnig dóma en ekk-
ert félag fékk eins þungan dóm
og Juventus.
Ítalska deildin enn í uppnámi:
Juventus gefst ekki upp