Tíminn - 11.10.1978, Qupperneq 3
Miðvikudagur 11. október 1978
3
Geir Hallgrfmsson:
„Stjórnin
hefur eng-
an vanda
leyst
— miklu fremur
aukið þann vanda
sem fyrir var”
HEI — „Ég tel mörg mjög
mikiivæg verkefni liggja fyrir
þessu þingi, þótt enn sem fyrr
hljóti efnahagsmálin að gnæfa
yfir önnur mál” sagði Geir
Hallgrimsson eftir setningu
Alþingis I gærdag er hann var
spurður hvernig honum litist á
nýbyrjað þing.
—„Ég tel að núverandi rfkis-
stjórn hafi ekki leyst neinn
vanda, miklu fremur aukið við
þann vanda sem fyrir var með
þeim hætti að hann verði
erfiðari og erfiðari viöureignar
eftir þvi sem timinn líður. Þess
vegna hlýtur að koma til kasta
þingsins, að fjalla um þessi mál,
ekki eingöngu hvað snertir
bráðabirgðalög rlkisstjórnar-
innar og fjárlög heldur og þann
vanda I heild, sem viö er að
glima. Auk þess er nauösynlegt
að við hyggjum að mörgum
öðrum málum sem þjóðina
varða miklu.
—Reiknar þú með átökum á
þessu þingi?
—Ég skal engu spá um það.
Við sjálfstæðismenn munum
veita ákveðna en jákvæöa
stjórnarandstöðu.
—En helstu mál sem þiö
munuð berjast fyrir?
—Þau koma I dagsljósið eftir
þvi sem timar líða.
Ólafur Jóhannesson:
Eins
líklegt að
þeir vilji
láta á sér
bera...
— ungu
þingmennirnir
HEI — „Þetta þing leggst nú
bara sæmilega i mig", sagði
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráöherra eftir setningu Alþingis
i gærdag.
— Helstu málin verða efna-
hagsmál, fjárlögin svona eins
og venja er fram undir jólin,
bráðabirgðalögin og fleira.
— Býst þú viö aö þetta þing
veröi óvenju fjörugt?
— Það er ekki gott að vera
með spádóma um það fyrir-
fram. Að visu koma núna
óvenjulega margir nýjir menn,
en maður veit ekki hvernig það
verkar. Ef til vill verða þeir
hægari en þeir eldri, en þó er
einsliklegt að þeir vilji láta eitt-
hvað á sér bera.
— En stjórnarandstaöan?
— Ég á ekki von á aö hún fari
á staö meö neinum ósköpum,
heldur taki þetta málefnalega.
— Nú sagöi Geir Hallgrimsson
hér rétt áöan aö rikisstjórnin
heföi engan vanda leyst, miklu
fremur aukiö hann.
— Já. já, þá er botra fyrir
hann aö fara varlega, ef stjórnin
skyidi lenda á honum innan
tiöar.
Benedikt Gröndal:
Ávonávið-
burðariku,
fjörugu og
skemmti-
legu þingi
HEI — „Þetta er mjög merki-
legt þing eins og fram hefur
komiö eftir kosningar og miklar
breytingar á skipan þingliðsins
og styrkleika flokka, svo þaö er
aö sjálfsögöu forvitni um
hvernig þaö muni starfa” sagöi
Benedikt Gröndal, utanrfkis-
ráöherra aö loknum fyrsta fundi
Alþingis í gær.
„Eins og mörg önnur þing þá
mun það sjálfsagt eiga erfiöast
með efnahagsmálin, en ég tel að
það sé ekkert sem heitir, að
rikisstjórnin verði að taka fast á
málunum og ná valdi á þeim,
þótt of snemmt sé að spá nokkru
um árangur af þvi.
I stjórnarsáttmálanum er
fjölda margt af fyrirheitum um
þjóðfélagsbreytingar til hins
betra og hreinsun á þvi sem
okkur finnst vera óhreint i
islensku þjóðlifi. En ég vænti
þess að rikisstjórnin láti ekki
efnahagsmálin kaffæra sig
alveg heldur gefi sér tima til að
sinna þessum umbótamálum.
Að hún vinni að þvi að gera
þjóðfélagiö frjálsara, réttlátara
og að draga úr öllum sérrétt-
indum. Ekki sist að hún geti
unnið gegn skattsvikum og öðru
sem veldur sundrungu meöal
manna.
Ég á von á þvi að nýju þing-
mennirnir muni verða mjög
starfsamir og róttækir. Þeir
munu ekki láta binda sig flokk-
Framhald á bls. 19.
Hjörleifur
Guttormsson:
Sé hér
hinn
ágætasta
hóp
manna
SS — „Ég býst viö þvf, aö
framan af veröi þaö efna-
hagsmálin og I þvi sambandi
þau bráöabirgöalög sem sett
hafa veriö, sem umræöur hér
á Alþingi munu einkum standa
um. Ég á von á því, aö rlkis-
stjórnarandstaöan hafi sitt-
hvað viö bráöabirgöalögin aö
athuga”, sagöi Hjörleifur
Guttormsson iönaöarráöherra
i samtali viö Timann 1 gær aö
lokinni setningu Alþingis.
,,Þá má búast við að ýmis
mál, sem stefnumið ríkis-
stjórnarinnar gera ráð fyrir
að unnið verði að, setji svip á
þetta þing. t þvi ráðuneyti,
sem ég veiti forstöðu er nú
unnið að undirbúningi ýmissa
mála og ég vonast til að geta
lagt fram á næstunni stefnu-
markandi þingsályktunartil-
lögu um iönþróun.”
Um stutta veru sina á
Alþingi sagöi Hjörleifur:
„Mér likar hér ágætlega þaö
sem af er. Ég þekki ýmsa sem
hér eiga sæti og sé hér hinn
ágætasta hóp manna. Þaö má
segja aö það sé einkennileg til-
finning að setjast hér á ráð-
herrastól, nú þegar ég tek sæti
á Alþingi i fyrsta sinni.”
Páll Pétursson:
Vona
að þetta
verði
brúklegt
samstarf
SS — „Sjálfsagt mun
efnahagsmálin bera
hæst á þessu þingi
þegar fram i sækir.
Kringumstæðurnar i
þeim efnum eru ekki
mjög þægilegar” sagði
Páll Pétursson þing-
maður Norðurlands-
kjördæmis vestra i
samtali við Timann
eftir setningu Alþingis i
gær.
„Fyrstu dagana a.m.k. má
búast bið þvi, að ýmis mál
hverfi i skuggann af frum-
vörpum, sem ráðherrarnir
væntanlega luma á.”
Um stjórnarsamstarfiö sagði
Páll: „Ég vona aö þetta veröi
brúklegt samstarf hjá
stjórnarflokkunum og ef menn
leggja sig fram, þá má ráöa
einhverja bót á þeim efnahags-
vanda sem við er að glima. En
þetta tekst ekki nema með
góðvild og samhug.”
Veiðileyfis-
gjafi Kirkju-
fellsvatns:
Var að verja vatnið vanveiði
Sovétmennirnir viö veiöarnar meöan allt lék I lyndi
Kás — Fyrir viku slöan var
frásögn hér I Tlmanum, prýdd
ágætis myndum, af sovéska
sendiherranum og fylgdarliöi,
þar sem hann var viö ólöglegar
veiöar I Kirkjufellsvatni á Fjalla-
baksleiö. Fylgdi þaö fréttinni, aö
Rússarnir töldu sig vera aö veiöa
þarna I sátt viö lög, enda meö
veiðileyfi sem heimilaöi þeim
veiöarnar. Veiöileyfiö var gefiö út
af Islenskum aöila.
Þaö kom hins vegar i ljós viö
nánari athugun, að enginn má
veiða i þessu vatni nema Ibúar
Holta- og Landmannahrepps, þar
sem ekki hefur verið stofnað
veiðifélag um veiðiréttindin i
vatninu. En Kirkjufellsvatn ligg-
ur á mörkum tveggja sýslna, þ.e.
Vestur-Skaftafellssýslu og
Rangárvallarsýslu. Hitt liggur
einnig fyrir, að Sovétmennirnir
eru búsettir i hvorugum
þessara hreppa, þannig að auð-
sætt er að hér er um veiðilagabrot
að ræða.
Þegar Timinn hafði tal af um-
ræddum aðila, sem undirskrifað
hafði veiðileyfi þeirra austan-
tjaldsmanna, viðurkenndi hann
að hér hefði verið um mistök aö
ræða af hans hendi. Hann hefði
ekki neitt leyfi til útgáfu
veiðileyfisins.
Að gefnu tilefni sagði hann ekki
heföi komið til neinnar greiðslu
fyrir leyfið. Það sem fyrir honum
hefði vakið, væri aðeins að verja
vatnið vanveiöi, en hún væri núna
að eyðileggja vatnið.
Guöni Kristjánsson, bóndi I
Skarði á Landi, hefur sagt i
viðtali viö Timann, en hann er
hreppstjóri Landmannahrepps,
að geröar hafi veriö ráöstafanir
til þess aö atvik sem þetta endur-
taki sig ekki.
Af öllum málavöxtum þessa
máls er augljóst að brýn nauösyn
er til þess, að sem fyrst verði
stofnað veiðifélag um veiðirétt-
indi vatnsins. A.m.k. virðist þaö
skásta leiðin til að verja vatniö
björgunarleiðöngrum útlendinga
(þ.e. vegna vanveiöi) um næstu
framtið. Ef veiðifélag yröi stofn-
að, fengju þeir að minnsta kosti
að borga fyrir þá björgun