Tíminn - 11.10.1978, Qupperneq 5
Miövikudagur 11. október 1978
5
Vísna-
• •
songur
— á Austurlandi
Dagana 12.-16. október mun fé
lagsskapurinn Vlsnavinir gang
ast fyrir söngferðalagi um
Austurland. Þarna verða á ferö
inni þau GIsli Helgason, Hanne
Juul og Guðmundur Arnason
ásamt Jakobi S. Jónssyni, en þau
munu flytja innlendar og
erlendar visur viö jafnt eigin tón
list sem annarra. Félagsskapur
inn Visnavinir starfar um öll
Noröurlöndin, og margir þekktir
vlsnasöngvarar hafa fetaö sln
fyrstu spor á snærum þess félags-
skapar. Má nefna sem dæmi
Lillebjörn Nilsen frá Noregi og
Cornelis Wreeswijk frá Svlþjóö.
Vlsnavinir hér á landi hafa
starfað nií um nokkurt skeiö og
haldiö geysifjölmennar visna
stundir, meðal annars i Norræna
htisinu, auk þess sem visna
söngvarar sem I félaginu eru,
hafa komið fram víöa um land.
Þaö efni, sem Visnavinir flytja
er mjög fjölbreytt, og má nefna
sigild lög islenskra tónskálda,
stjórnmálakveðskap og grá-
lyndar gamanvisur.
Þau GIsli, Hanne og Guö
mundur hafa starfaö saman 1
Sviþjóö og Danmörku og hlutu
hvarvetna mjög góöar móttökur.
Jakob hefur iökaö visnasöng hér
á landi um nokkurt skeiö og flutt
eigiö efni og annarra. Hluti þess
efnis sem þau þremenningarnir
flytja er einnig frumsamiö. Þvi
má skjóta aö, aö trúlega minnast
margir Austfiröingar þess er þeir
bræður, Arnþór og Gísli Helga-
synir voru þar á ferö fyrir rúmum
tiu árum á vegum Hjálparsjóös
æskufólks.
Visnastundirnar, sem haldnar
veröa I Austfjaröaferöinni veröa
alls fimm, og veröur sú fyrsta i
Sindrabæ á Höfn i Hornafiröi,
fimmtudagskvöldiö kl. 20.30, en
siöan veröa þær sem hér segir:
Skrúöur, Fáskrúösfiröi, föstu-
dagskvöld kl. 20.30, laugardag á
Eskifiröi kl. 15.00, sunnudaginn i
félagsheimilinu á Stöövarfiröi kl.
21.00 og á mánudagskvöldiö i
Egilsbúö, Neskaupsstaö kl. 21.00.
Framhalds-
aðalfundur
Blaðamannafélagsins
Framhaldsaöalfundur Blaöa-
mannafélags Islands veröur
haldinn aö Hótel Esju þriðjudag-
inn 17. október kl. 20.30. Gengiö
veröur frá lagabreytingum,
einnig veröur m.a. rætt um fyrir-
huguö húsakaup félagsins.
Landsráð-
stefna
Samtaka
hernáms-
andstæðinga
Samtök hernámsandstæöinga
halda landsráöstefnu i Sigtúni i
Reykjavik dagana 21. og 22, okt.
A ráöstefnunni veröur m.a.
fjallaö um starfsáætlun samtak-
anna, útgáfumál baráttuleiöir, og
miönefnd veröur kosin.
IIÐNAÐARMANNAHÚSINU,
HALLVEIGARSTÍG 1
FRÁ GEFJUN: Ullarteppi Ullarefni Teppabútar Sængurveraefni Áklæði Einnig garn Gluggatjöld margar gerðir Buxnaefni Loðband Kjólaefni Lopi o.mm.fl. FRA SKÓVERKSM. IÐUNNI: Karlmannaskór Kvenskór Kventöfflur Vinnuskór Sandalar Barna og Unglingaskór Kuldaskór FRÁ FATA- VERKSM. HEKLU: Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Vinnubuxur Smékkbuxur Anorakar Peysur FRÁ HETTI: Fyrir,dömur, herra og börn Mokkalúffur Mokkahúfur Mokkajakkar
Lager- Iðnaðardeildar Peysur frá kr. 2000.- . „ , „ .. Fóðraðir jakkar frá kr. 5000.- tiskuvórur ur uU Prjónakápur frá kr. 4000,- Pils frá kr. 2000.- Vesti frá kr. 2000.- Ofnar slár frá kr. 6000.-
ALLIR
GEBA ÞAÐ GOTT
OG ÞÚ LÍKA —
ÞEGAR ÞÚ
KEMUR
@ SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR $
IÐNAÐARMANNAHÚ SINU - HALLVEIGARSTÍG 1