Tíminn - 11.10.1978, Side 6

Tíminn - 11.10.1978, Side 6
6 Miðvikudagur 11. október 1978 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. ' . Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuði. Blaöaprent h.f. V.__________________________________________I_________________J Sameiginleg stefnuyfirlýsing Eitt mikilsverðasta málefnið sem liggur fyrir hverju Alþingi er fjárlög rikisins. Enda þótt ein- stakir þingmenn kunni að vilja skarta einhverjum sérstökum áhugamálum sinum er það löngum svo að þessi mikli bálkur, fjárlögin, segir meira en önnur þingmál um ástand þjóðmála og stefnu þjóðarbúsins og hefur meiri áhrif á lif okkar allra og hag en flestar aðrar ákvarðanir stjórnmála- mannanna. Þegar Alþingi kemur saman þessu sinni er fjár- laganna beðið með þeim mun meiri eftirvæntingu sem það hefur verið yfirlýst að stefna rikis- stjórnarinnar sé enn i mótun. Rikisstjórnin var mynduð á elleftu stundu og án þess að unnt yrði að ákvarða meira en fyrstu viðnámsaðgerðir i efna- hagsmálum. Það er þvi ljóst að fjárlagafrum- varpið er fyrsta meiri háttar stefnuyfirlýsing rikisstjórnarinnar, eftir að samstarfssáttmáli stjórnarflokkanna var gerður. Eitt atriði hlýtur að standa alveg upp úr við gerð fjárlaga islenska rikisins fyrir næsta ár. Þetta at- riði er greiðslujöfnuður rikissjóðs. Eins og hér er komið málum i óðaverðbólgu og yfirspennu efna- hagslifsins mundi mikill halli á fjárlögum verka eins og olia á eld. Næst þessu hljóta menn að gera ráð fyrir þvi að fjárlögin sýni hvert stefnt verður eftir að fyrstu aðgerðum sleppir. 1 þvi sambandi spyr al- menningur nú; hvort haldið verði áfram mikilli skattheimtu eða harkalegum aðhaldsaðgerðum beitt til þess að rifa seglin og koma böndum á verðbólguófreskjuna, og hvort visitöluskrúfan verður áfram reiknuð inn i fjármál þjóðarinnar eða gegn henni snúist af alefli. Undirbúningur og gerð fjárlaganna nú er hið mesta Grettistak. Auk þeirra erfiðleika sem fyrir voru verður nú að finna leiðir til að standa undir kostnaðinum af fyrstu efnahagsaðgerðunum. Samtimis verður að búa svo um hnútana að stefna sé mörkuð út úr öngþveitinu og yfir i skaplegra efnahagsástand. Það eru satt að segja undarlegar umræður sem átt hafa sér stað i blöðum nú siðustu dagana um fjárlagafrumvarpið. Það er engu likara en ein- hverjir af forystumönnum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hafi næsta takmarkaðan áhuga á þvi að bera ábyrgð á sinum eigin baráttumálum. Það er engu likara en einhverjir þessara manna ætli nú að hlaupast undan merkjum og þykjast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið þegar reikningurinn er gerður upp. Allir stuðningsmenn rikisstjórnarinnar vona það heils hugar að þessi undarlega vima renni af þeim forystumönnum Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags sem kunna að hafa talið sér trú um það i ein- hverju pólitisku óminnisástandi að gerð fjárlaga á þessu ári yrði leikur einn. Með fjárlögunum verður skorið úr um mögu- leika rikisstjórnarinnar á þvi að marka skýra efnahagsstefnu á næsta ári. Fjárlögin eru þannig stefnuyfirlýsing og skera úr um farsæld stjórnar- samstarfsins. Af sjálfu leiðir,nú sem jafnan,að all- ir stjórnarflokkarnir bera jafna sameiginlega ábyrgð á fjárlögunum og öllum meginatriðum þeirra,enda þótt menn muni að sjálfsögðu greina á um einstök atriði. JS Erlent yfirlit Flokksþingið hefur veikt Callaghan Sigurvonir hans eru minni en áður ÞAÐ VÆRI ekki óeölilegt, þótt Callaghan forsætisráðherra Breta sæi eftir þvi nú aö hafa ekki efnt til þingkosninga I haust eöa um miöjan þennan mánuö, eins og spáð var lengi vel. Ef marka má skoöanakann- anir heföu úrslitin þá orðiö óviss, en alveg eins liklegt, aö Verkamannaftokkurinn heföi getaö boriö sigur úr býtum. Staöan hefur fariö batnandi hjá . Verkamannaflokknum siöustu mánuði, sökum þess aö dregiö hefur úr veröbólgunni og frekar virtust horfur á, aö heldur myndi draga úr atvinnuleysinu. Rikisstjórnin hafði sett fram ákveöna stefnu, sem miöaöi aö þvi aö treysta efnahagsbatann enn betur,en höfuöatriði hennar var að sporna gegn meiri kaup- hækkunum á timabilinu fram til 1. ágúst 1979 en 5%. Þessi af- staða mæltist allvel fyrir hjá mörgum, en mörg verkalýðs- sambönd lýstu sig andvig henni. Ötvirætt átti hún fylgi hjá hinu óháða miöstéttarfólki, sem oft- ast ræöur úrslitum i kosningum. Callaghan gat þvi gert sér tals- veröar vonir um, ef honum tæk- ist aðframkvæma þessa stefnu, að Verkamannaf lokkurinn heföi sæmilegar sigurvonir i þing- kosningum næsta vor. Nú virðast hins vegar veru- legar horfur á, aö þær for- sendur, sem Callaghan byggði þessa áætlun á, séu brostnar. A flokksþingi Verkamannaflokks- ins, sem haldiö var i byrjun þessa mánaöar, var samþykkt meö rúmum fjórum milljónum atkvæða gegn tæplega tveimur milljónum atkvæöa aö lýsa and- stööu viö þá fyrirætlun rikis- stjórnarinnar aö kaup megi ekki hækka meira en 5%. öll stærstu verkalýössamtökin greiddu þessari tillögu atkvæöi, en á þingum Verkamannaflokksins fara þau meö atkvæöamagn i samræmi viö félagsmannatölu sina. Mörg þeirra hafa borið fram kröfur um margfalt meiri kauphækkanir og gátu þvi illa lýst fylgi viö stefnu stjórnarinn- ar. Þegar eru hafin nokkur verkföll til aö knýja fram kaup- hækkanir, m.a. viö Ford-verk- smiöjurnar, þar sem tugir þús- unda manna vinna. EINS OG nú horfir, getur komandi vetur þvi orðið Callag- Callaghan, kona hans og Shirley Williams viö messu áöur en flokks- þingiö hófst. han þungur i skauti. Eftir þessa afstöðu flokksþingsins getur hæglega hafizt ný viðtæk verk- fallsalda, sem sýnir getuleysi rikisstjórnarinnar til að hafa tök á verkalýöshreyfingunni. Ef framvindan yrði sú, myndi Verkamannaflokkurinn ekki hafa góöa aöstööu ikosningum á næsta ári, en i siðasta lagi verða kosningar að fara fram næsta haust. Margt bendir nú til þess, að Callaghan hafi misreiknað sig, þegar hann markaöi þá stefnu, að kaupiö mætti ekki hækka meira en 5%. Verkalýös- hreyfingin heföi t.d. sætt sig betur viö 8%. En Callaghan haföi þaö i huga, að verðbólgan færi ekki aftur yfir 10%. Hún var oröin mest 27%, en er nú komin niöur i 8% og markmið Callaghans er aö halda henni áfram innan viö 10%. Aður en framangreind tillaga var samþykkt á þingi, höfðu þeir Healey og Foot haldiö ræð- ur og reynt aö koma i veg fyrir aö hún yröi samþykkt. Healey, sem er talinn til hægri i flokkn- um, talaði I hótunartón, en Foot, sem hefur verið leiðtogi vinstra arms flokksins, ávarpaöi þingið i eins konar bænartón. Hvorugt kom að gagni. Það kom ekki aö Callaghan aö tala fyrr en tillag- an hafði verið samþykkt, og þykir ræöa hans hafa heppnazt vel. Hann fór nokkuð bil beggja en varaði einkum við verðbólg- unni og þeim afleiðingum, sem þaö gæti haft, ef hún ykist aftur. Við erum ekki uppgefin þjóö með glæsta fortið, en enga framtið, sagði hann. Bezti timi okkar er framundan. En þó þvi aðeins, aö þjóðin taki raunsætt á vandamálunum og leggi þaö á sig, sem þarf til þess að sigrast á þeim. Jafnframt þessu gaf Callag- han til kynna, án þess að vikja frá stefnu sinni, að hann væri fús til nýrra viðræöna viö verkalýöshreyfinguna um þessi mál. Þær viöræður eiga aö hefj- ast i dag. Callaghan er sagður stefna að þvi, að ná samkomu- lagi viö hana um þessi mál áður en þingið kemur saman seint i þessum mánuði. Mjög er efazt um aö það takist. Tony Benn EN JAFNVEL þótt það takist, hefur sá skaöi skeð á flokks- þinginu, að vafasamter aö hann veröi bættur fyrir þingkosning- arnar. Áreiðanlega veröur hann þaö ekki, ef mikiö verður um verkföll i vetur. Verkamanna- flokkurinn hefur þá misst bezta tromp sitt, sem er þaö, aö hann hafi betri tök á verkalýðshreyf- ingunni en Ihaldsflokkurinn. Flokksþingið veikti einnig stööu flokksins með tilliti til kosninga að þvi leyti, að vinstri armurinn reyndist mun öflugri en hægri armurinn. íhaldsflokk- urinn mun notfæra sér þaö. Vinstri armurinn styrkti enn stöðu sina i flokksstjórninni og hefur þar nú algeran meiri- hluta. Tony Benn orkumálaráð- herra, sem er formannsefni vinstra armsins, þegar Callag- han lætur af forustunni, styrkti stööusina og fékk samþykkt að þjóðnýta bæri Norðursjávaroli- una. Healey veikti hins vegar stöðusina meö ræöu þeirri, sem áöur er sagtfrá. Hin vegarhlaut Shirley Williams mikið lof fyrir tvær ræður, sem hún flutti á þinginu, og er nú fariö aö ræöa um hana á ný sem formanns- efni. þ,j>. BHMHBHi ■■■■■ UBHBBH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.