Tíminn - 11.10.1978, Síða 7
Miðvikudagur 11. október 1978
7
Skapanornir á
Skriðuklaustri
Páll Sigbjörnsson,
Skriðuklaustri Þorsteinn
Kristjánsson Jökulsá og
Sigurjón Friðriksson Ytri-Hlið
hafa skrifað greinargerð i Tím-
ann um hugsjónir sinar og
starfeaðferðir i jarðanefnd. Það
er auðvitaðhverjum manni ljóst
að þeir eru þar aðeins að bera I
brestina og bjarga orðstirnum
og það er svo sem meinalaust af
okkar hálfu ef þeir telja sig hafa
erindi sem erfiði.
Okkur er það ekkert
fagnaðarefni að standa i orða-
skaki við þá félaga, en nií ber
tvennt til.
Annarsvegar skal á það bent,
að jarðalögin nýju eru svo óljós
um margt og reglugerð ekki til,
að vinnubrögð jarðanefnda um
land allt munu smám saman
móta vissar venjur, sem siðan
verða viðteknar hefðir sem
stuðst verður við I málaferlum
siðar meir. Jarðanefndir eru
semsagtað móta lög framtiðar-
innar, og þessvegna er brýn
nauðsyn að ágallar fyrirkomu-
lagsins komi berlega i ljós sem
allra fyrst.
Hinsvegar kemur það lika til,
að okkur er ekki skapfellt að
gera endasleppt við þá félaga i
jarðanefnd, eftir allt sem á und-
an er gengið, og við sjáum ekki
neina ástæðu til að láta þá kom-
ast upp með fyrirslátt og rang-
indi til þess eins að bjarga sjálf-
um sér Ur slæmri klipu.
Siðareglur sveitar-
öidunga
Greinargerð þrimenninga
hefst á klausu, sem er svo
athyglisverð að við látum hana
fylgja hér óbreytta:
„Verkefni jarðanefnda er i
stórum dráttum það, að leggja
framálit sittá þvihverniglandi
og jörðum, sem lausar eru til
sölu og leigu, er best ráðstafað,
með tilliti til hagsmuna heildar-
innar, sem seljendur og
leigjendur þurfa að taka tillit til.
Nefndin getur ekki vikist undan
þessari skyldu, en verður að
taka afstöðu. Til að rækja það
starf af sanngirni, hljóta
nefndarmenn að skapa sér
ákveðna stefnu i vinnubrögðum,
sem mótar afstöðu til málefna
almennt, ogþannig grundvöll að
afstöðu til einstakra mála.
Höfuðskilyrði til óvilhallrar
álitsgerðar er að losa sig undan
persónulegu 'viðhorfi til þeirra
sem I hlut eiga i hverju tilfelli,
og láta háværar áróðursher-
ferðir hlutaðeigandi aðila sem
vind um eyrun þjóta.”
Viö endurbirtum þessar
gullnu siðarreglur Þorsteins,
Páls og Sigurjóns ekki aðeins
vegna þesshveljúflega þær láta
ieyrum. Þær eru lika skynsam-
legar um margt og betri grund-
völl að góðu og heiöarlegu
trúnaðarstarfi er tæplega hægt
að hugsa sér. Það er þessvegna
með ólíkindum hvernig þeir
hafa þverbrotið gegn sinum
eigin siðareglum, og það svo
herfilega að ekki er alveg ljóst,
hvers vegna þeir eru að hampa
þeim svona eftir á með föður-
legu látbragði.
t fyrsta lagi: Þeir telja
verkefni jarðanefnda vera það,
aðtjá sig um lönd og jarðir, sem
laus eru til sölu og leigu. Þessi
túlkun er eflaust ekki fjarri
sanni, en f Hofteigsmáli fóru
þeir langt út fyrir þennan
ramma, og reyndu að hafa
jarðarhluta I fullri ábúð undan
lögmætum ábúanda.
í öðru lagi: Alltaf hefur það
yfir sér einhvern hugþekkan
hugsjónablæ þegar menn fara
að tala um hagsmuni heildar-
innar og fórna jafnvel hags-
munum einstaklinganna fyrir
æðri markmið. En hugsjónir
Svar til jarðanefndar
Norður-Múlasýslu
þær og ajðri markmið sem rætt
var um yfir kaffinu á
Skriðuklaustri voru nú ekki al-
veg eins tárhrein og háleit og
orðin ein gefa til kynna. Sú heild
sem hér um ræðir og þremenn-
ingarnir börðust fyrir með öll-
um tiltækum aðferðum, er
hvorki þjóðarheildin sjálf eða
landsfjórðungurinn, ekki heldur
Norður-Múlasýsla, ekki einu
sinnihreppsfélagið litla á Jökul-
dal, heldur hagsmunahópur
rúmlega tiu bænda af þrjátiu og
fjórum sem dalinn byggja. Og
illum gerningum undir fögrum
orðum.
Álit hreppsnefndar
Þrimenningarnir gera þvi
skóna, að jarðanefnd hafi orðið
að velja á milli hagsmuna
Jökuldalshrepps og ábúanda
Hofteigs. Þarna á sýnilega að
gera málstað ábúanda mjög
tortryggilegan fyrir lesendum
Timans, og gefa I skyn að hann
standi á einhvem hátt I vegi
fyrir framförum i dalnum.
Björg | Gunnar
Karlsdóttir | Karlsson
segir i bréfi dóms- og
kirkjumálaráðuneytis til Karls
Gunnarssonar bónda i Hofteigi
frá 2. des. 1967:
„Ráðuneytið staðfestir hér
með, að að fengnum tillögum
héraðsprófasts hefur það fallist
á að veita yöur ábúð á kirkju-
jörðinni Hofteigi I i Jökuldals-
hreppi i Norður-MUlasýslu, frá
Hofteigur á Jökuldal
maður sá sem átti að hlunnfara
er enginn ofrikismaður i héraði,
heldur bóndi sem erjað hefur
jörð sina i friði I rúman þriðjung
aldar.
Þegar settar eru fram hug-
sjónakröfur um hagsmuni
heildarinnar gegn hagsmunum
einstaklinga, þáeralla jafna átt
viö einstaklinga innan þessara
sömu heildar, en ábúandi Hof-
teigs hefur aldrei verið þátt-
takandi i Ræktunarfélaginu og
aldrei haft nein skipti við þá
félaga sem veiti þeim nokkurn
rétt til að ásælast land hans.
i þriðja lagi: Alveg er það
dásamlegt þegar menn einsetja
sér að rækja störf sin af sann-
girni, losasig undan persónuleg
viðhorfi og semja óvilhallar
álitsgerðir.
En hvers konar sanngirni er
það, að flæma mann af jörð
sinni eftir þrjátiu og fjögurra
ára búsetu? Hverskonar losun
undan persónulegu viðhorfi er
það, þegar jarðanefnd rekur
erindi hagsmunasamtaka
rúmlega tiu manna en lætur
undir höfuð leggjast að leita
álits þess manns sem átti að
gjalda þess dýru verði? Og
hverskonar óvifiiöll álitsgerð er
það, sem halda verður vandlega
leyndri i hálft ár til þess að ábú-
andi geti ekki borið hönd fyrir
höfuð sér?
Ónei, Þorsteinn, Páll og
Sigurjón! Það lætur enginn
blekkjast af fagurgala ykkar.
Þvi sannleikurinn er auðvitað
sá, að siðareglur ykkar eru þá
fyrst samdar og settar á prent
jxigar allt er komið i hönd,
hrottaskapur ykkar kominn I
hámæli og þörfin.brýn að skýla
Þetta er vitanlega alveg út i
bláinn, og þeim hefði veriö nær
að kynna sér fundargerð
hreppsnefndar Jökuldals 3.
ágúst 1977, en þá samþykkti hún
að mæla með skilyrðislausri
sameiningu jarðanna til handa
ábúanda, en lögöust gegn nokk-
urri skerðingu á hagsmunum
hans.
Nú I sumar ámálguðu
Ræktunarfélagsmenn við
hreppsnefnd að fá land úr Hof-
teigi, en þvi var aftur visað til
föðurhúsanna.
Þessar aðdróttanir þrimenn-
inganna eru ekki aðeins mjög
ruddalegar i garð ábúanda. Þær
sýna lika mjög vel hve fjarlægt
það var þeim að kynna sér
málavöxtu og bUskaparhætti I
Hofteigi, enda hafa þeir ekki
haft nein skipti við ábUanda á
seinni árum, ef frá er talinn
hrUtur sá er Páll ráðunautur
seldi honum til að nýta við ær
sinar.
En þegar á skyldi herða
reyndist hrUturinn ónýtur, og
næst þegar ráðunauturinn riður
um Jökuldal til þess að rækja
störf sin með sanngirni og
útbý'ta óvilhöllum álitsgerðum,
þá er best að hann lfti við i
fjárhúsunum i Hofteigi og hirði
þar hrútinn Skalla.
Eyöibýli myndast
yfir kaffibollum
Þremenningarnir kalla Hof-
teig I eyðibýli I greinargeröinni,
sennilega samkvæmt spánnýrri
skilgreiningu yfir kaffibollunum
á Skriðuklaustri. En orðrétt
fardögum 1968”.
Við viljum taka strax af öll
tvimæli um þetta atriði, þvi að
þremenningarnir hafa alltaf
grundvallað málflutning sinn á
þeirri forsendu að Hofteigur I sé
eyðibýli, en sannleikurinn er sá
að Hofteigur á Jökuldal'hefur
verið i fullri ábúð allar götur frá
landnámsöld.
Misferli en ekki
mistök
6. april 1977 semur landnáms-
stjóri bréf stilað á jarðanefnd
Norður-Múlasýslu ogsendirþað
til Páls á Skriðuklaustri. Þar
segir m.a. orörétt: „Landnám
rikisins fer þess á leit við
jarðanefnd N-Múlasýslu, aðhUn
taki til afgreiðslu erindi Karls
Gunnarssonar um sameiningu
jarðanna...”
En þegar nefndin heldur
leynifundinn alræmda 16. júni
1977, þá er ekki vikið einu orði
að þessuerindi, heldur er boriö
upp allt annað erindi, nefnilega
umsókn Ræktunarfélagsins um
land úr Hofteigi, og hún er siðan
samþykkt án þess að hafa
minnsta samráð við ábúanda.
Siðan er samþykktinni haldiö
leyndri fyrir honum i hálft ár,
meðan reynt var að kýla málið i
gegn uppi i ráðuneyti.
En þessi atburðarás tekur
stórkostlegum stakkaskiptum I
frásögn þrimenninganna. Þeir
láta aö þvi liggja, að landnáms-
stjóri hafi að visu beðið Pál um
umsögn hans á sameiningu Hof-
teigs og hafi hann svarað þvi
góðfúslega. Siðanhafi nefndinni
orðið á þau smávægilegu mis-
tök, sem þeim sé vissulega ljUft
að játa, að henni hafði einhvern
veginn láðst aö taka þetta til
umræðu á fundinum.
Þarna er um að ræöa svo
hrikalega fölsun að engu tali
tekur. Bréf landnámsstjóra er
svo skýlaustog skorinort að þar
getur enginn misskilið eitt eða
neitt, ef hann er þá á annað borð
læs og skrifandi á islenska
tungu. Landnámsstjóri var ekki
að biðja um álit Páls, heldur
umsögn jarðanefndar, og fram-
ferði hennar er þvi ekki nein
minni háttar mistök, heldur vis-
vitandi misferli.
Páll hefur eflaust gripið til
þessara ósanninda i trausti þess
að okkur væri ekki kunnugt um
hið sanna í málinu, en hann skal
fá að vita það, að við höfum
undir höndum ljósrit af öllum
bréfum sem máli skipta og allur
hans blekkingavaðall skal rek-
inn öfugur ofan i hann jafnharö-
Við höfum meira að segja
ljósrit af bréfi hans til
landnámsstjóra, og þar segir
orðrétt: ,,Ég hefi meðtekið bréf
landnámsins til Jarðanefndar
Norður-MUlasýslu varðandi
umsóknKarls Gunnarssonar...”
Siðan segir i svari Páls til
landnámsstjóra: „Engin
bUstækkun hefur orðið i' Hofteigi
II siðustu árin og þvi ekki þörf
fyrir aukið jarðnæði það ég veit.
Hofteigur er mjög stór jörð og
hvor hluti um sig er fullgóð jörð
fyrir eitt bú.”
Ekkert sýnir betur en þessi
litla klausa, hve vandlega
ráðunauturinn hefur undirbúiö
atlöguna. Hann gefur enn i skyn
að Hofteigur I sé eyðibýli og
talar um aukningu jarönæðis,
þegar um er að ræða land sem
ábúandi hefur nytjað til fulls i
þrjátiu og fjögur ár og er að
mikluleyti undirstaða búskapar
hans.
Og fyrir hver ja er hvor helm-
ingur Hofteigs fullgóð jörð fýrir
eitt bú? Ekki fyrir nútimabænd-
ur og nútímabUrekstur, svo
mikiðer vist.Þar að auki verður
ekki séð að jarðgæði Hofteigs sé
nein afsökun fyrir rangri máls-
meðferð.
Það skal enn itrekað, að
vinnubrögð jarðanefnda munu
smám saman móta venjur og
hefðir sem dæmt verður eftir i
framtiðinni. Það er þvi mikil-
vægtað yfirvöldslái þvi föstu aö
málsmeðferð jarðnefndar var
frá upphafi andstæð öllum lög-
um um almenn mannréttindi.
Þrimenningar fárast mjög
yfir „fráleitri kröfu” okkar um
nýjan fund með varamönnum
nefndarinnar. En krafan sú var
ekki fráleitari en svo að hUn var
komin fram aö ráði landnáms-
stjóra, vegna þess að öllum var
ljóst hvernig staðiö var að sam-
þykkt leynifundarins á sínum
tima.
Svona menneigaekkiað móta
lög og rétt þessa lands, og þeir
eiga ekki að sitja lengur yfir
kostum annarra eins og
einhverjar skapnornir, sem
hafnar eru yfir lög guðs og
manna.