Tíminn - 11.10.1978, Qupperneq 10

Tíminn - 11.10.1978, Qupperneq 10
10 Miövikudagur 11. október 1978 Miðvikudagur 11. október 1978 11 Bílavörubúðin Fjöðrin h.f Skeifan 2 simi 82944 Þessi mynd var tekin I Dómkirkjunni I gær. þar sem séra Siguröur H. Guömundsson úr Hafnarfiröi messaöi. Ráöherrarnir niu sitja á fremsta bekknum og t.f.v.: Ólafur Jóhannesson, Benedikt Gröndai, Ragnar Arnalds, Magnús H. Magnússon, Kjartan Jóhannsson, Tómas Arnason, Steingrimur Hermannsson, Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson. FRA ÞINGSETNINGU Myndin hér aðofan var tekin rétt áöur en þingmenn gengu til guösþjónustunnar I Dómkirkjunni. Greina má fremst, t.f.v.: Bragi Sigurjónsson, Gils Guömundsson, Kari Steinar Guönason, Vilhjálmur Hjálmarsson, Sverrir Hermannsson og Stefán Jónsson. Fyrir aftan þá sjáum viö Helga Seljan, Einar Agústsson, Friörik Sophusson, Guömund Karlsson og Finn Torfa Stefánsson. Forsetahjónin, séra Siguröur H. Guömundsson, ráöherrar og þingmenn sjást hér ganga til þingsetningar aö lokinni messu f Dómkirkjunni. Þaö veröur ekki margt um kvenmanninná Alþingi I vetur. A myndinni sjáum viö kvenfólkiö sem þar á-nú sæti t.f.v.: Jóhanna Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Ragn- hildur Heigadóttir. Þær eiga þaö sameigin- legt að vera kjörnar á þing af Reykvik- ingutn. A þessari mynd er Kjartan ólafsson aö heiisa Einari Agústssyni. A milli þeirra sér i Magnús H. Magnússon og Ólaf Jóhannesson. Þeir voru margir þingmennirnir, sem i gær tóku i fyrsta sinn sæti á Alþingi. Hér sjáum viö tvo þeirra, bræöurna Gunnlaug og Finn Torfa Stefánssyni. Hvaö þeim bjó I huga, þegar þessi mynd var tekin, er aldrei aö vita, en vafalaust hefur eitt og annað komiö þeim spánskt fyrir sjónir. Fyrir framan þá, má sjá i ræöustólinn i sameinuöu þingi og ef aö likum lætur eiga þeir eftir aö kynnast honum öllu nánar. Púströraupphengjusett i flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar flestar stærðir. Púströr i beinum iengdum 1 1/4" til 3 1/2" Setjum pústkerfi undir bila, sími 83466. Sendum i póstkröfu um land allt. Bifreiðaeigendur/ athugið að þetta er allt á mjög hagstæðu verði og sumt á mjög gömlu verði. Gerið verðsamanburð áður en þiö festið kaup annars staðar. Vel er séð hvoru tveggja, stöðugleik- anum og endur- nýjunínni A þingsetningardegi hafa oft verið rifjuð upp frá þessum ræöu- stáli nokkur minnisverð ártöl, sem öðrum fremur gnæfa eins og vörður á vegi þjóðarinnar, eöa — ef betur þætti oröað viö setningu Alþingis — á vegi þessarar stofn- unar um ár og aidir. En einu má raunar gilda hvort oröalagiö er notaö, þvi að saga Alþingis veröur ekki skilin frá sögu þjóðarinnar.störf þingsins mótast hverju sinni af þörfum hennar og allt sem hér er gert skiiar sér á einhvern hátt semáhrifavaldur út I þjóölffiö. Engin nauösyn rekur til þess að þylja sama lesturinn um merkisár Alþingis á hverju ári þegar þing er sett, en aö þessu sinni hlýöir aö minnast þess, aö það þing sem nú hefur veriö sett, er hiö hundraðasta sem haldið er siðan Alþingi fékk löggjafarvald áriö 1874. Svo mun mörgum sýnastsem ekki sé óviöeigandi aö staldra ögn viö svo stórhreinlega tölu og jafnvel láta hana veröa sér tilefni til nokkurra þarflegra hugleiöina. Ef aö Hkum lætur munu margirgera þaö meö sjálf- um sér, og ef til vill gerir þaö hver og einn vorá meöal, þó aö ég hafi þar ekki mörg orö um. Dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands viö setningu Alþingis. (Tfmamynd Róbert) Ávarp forseta íslands við setningu Alþingis í gær Enlitum þósvipsinnis I góörar minningar skyni, til hins fyrsta fslenska löggjafarþings, sem sett var hér í sal læröa skólans hinn 1. júli 1875. t þeim boðskap, sem þá var lesinn fyrir hönd þjóðhöfö- ingjans, var svo aö oröi komist, aö framfarir tslands, gæfa þess og hagsæld, sé nú aö miklu leýti komin undir þeim fulltrúum þjóðarinnar sem hún hefur sjálf kosið til setu á löggjafarþinginu. Þessi orð, sem hljómuöu viö setn- ingu hins fyrsta löggjafarþings, standa enn i góðu gildi við setn- ingu hins hundraöasta. Sami vandi með sömu vegsemd hvílir nú sem þá á Aiþingi sem stofnun og á hverjum einstökum alþingis- manni, og þó aö þvf skapi meiri sem hlutur Alþingis f stjórnskip- un vorri er meiri nú en þá var. Þetta stendur fast þó að margt skipti um svip eftir þvf sem tim- inn liöur, og þá meöal annars Al- þingi andspænis þjóöinni sem hefur kosiö þaö. Þaö eru slikar tlmabundnar breytingar á af- stööu milli þings og þjóöar sem valda þvi aö oft, og aö minni hyggju mjög um of, er talaö um þverrandi veg Alþingis i augum almennings ogáhugaleysi um at- hafnir þess. En þaö sem talaö er á hvcrritið er eins og gárur á vatni, inismunandi eftir þvi hvaöan og hve mjög vindurinn blæs. Hiö rétta er að islenska þjóöin veit enn sem fyrri harla vel til hvers hún hefur kosið Alþingi, viröir starf þess og skilur hvaö hún á undir þvi og þeirri rikisstjórn sem ábyrgð ber fyrir þvi. Svo er fyrir að þakka, þvi að þá væri komiö i illt efni, ef þjóöin léti sér I léttu rúmi liggja hvernig þessum stofnunum tekst til um forustu og úrræði I málefnum vorum. Aö þessu sinni býö ég velkomna til starfa nýkjörna alþingismenn og nýlega skipaða rikisstjórn, um leið og ég færi fram þakkir fyrir störf fyrra þingliös og fyrri rikis- stjórnar. Ég hef veitt þvi athygli aö á þessu nýja þingi má skipta þingmönnum i þrjá nokkurn veg- inn jafnfjölmenna hópa. Fyrst skal nefna þá sem þegar höföu setið lengur eöa skemur á Alþingi þegar ég stóö hér fyrst í þessum sporum fyrir réttum tiu árum. Þá koma þeir þingmenn sem bæst liafa í hópinn slöan og fram til siðustu kosninga. Og loks þeir sem nú koma til þings I fyrsta sinn og likiega er sá hópurinn Iviö fjölmennastur. Orö cr á þvi gert aðaldrei hafi eins niargir nýliöar komið til þings og eftir siðustu al- þingLskosningar og margirhverjir ungir aö árum. Þetta er spegil- inynd þess að timinn liöur og allt ér breytingum háð. Endurnýjun er óhjákvæmileg og nauðsynleg, þótt enginn geti um það fullyrt, hversu ör hún ætti helst að vera. En svo inunu margir mæla aö gott sé gamalli og gróinni stofnun aö um sali hennar berist lifgandi andvari sem oft fylgir nýjum mönnum. Og ekki þarf aö draga I efa aö þaö sé ungum mönnum fagnaöarefni og eggjun aö hafa hlotiö traust samborgara sinna til aö taka sæti á Alþingi, þvi aö ekki er auöséö hvar i þjóöfélagi voru annaö eins tækifæri býöst til aö neyta óþreyttra krafta sinna til góös fyrir land og lýö. Égtel mig vita fyrir vist aö meö þvi hugar- fari gengur hver þingmaöur inn i þetta gamla hús. Þess vegna er mér fjarri, nú sem endranær, aö flytja einhvers konar húskarla- hvöt eöa bjarkamál yfir Is- lenskum alþingismönnum, en góöar óskir er mér ljúft aö bera fram. A Alþingi tslendinga verö- ur aö fara saman stööugleiki og endurnýjun. Kjölfesta verður aö vera traust, og einnig veröur aö vera liflegur byr og segl til aö fanga hann. A þingbekkjum sitja löí eins og löngum áöur margir þingmenn meö langa og dýrmæta þingreynslu aö baklí og viö hliö þeirra hinir, sem nú eru hér i fyrsta sinni . Vel cr séö fyrir hvoru tveggja, stööugleikanum ^og endurnýjuninni. En hvort sem eru eldri eöa yngri, hefur þjóö yöar, góöir al- þingismenn, kjöriö yður til aö standa vörö um frelsi og viröingu landsins og hafa forustu um veigamestu málefni sin. Allir góöir menn óska yður þess aö þér berið gæfu til aö ná samstöðu um úrræöi sem endast mega til aö sigrast á þeim öröugleikum sem einmitt núer viöaö setja. Ég óska yöur góös farnaöar og læt þá von I Íjós að störf þessa þings i þágu þjóöar vorrar megi veröa giftu- rik. Aö svo mæltu bið ég alþingis- menn aö minnast fósturjaröar- innar meö þvi aö risa úr sætuin. c Tímamyndir: Róbert

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.