Tíminn - 11.10.1978, Page 13

Tíminn - 11.10.1978, Page 13
Miövikudagur 11. október 1978 13 rrr Þorsteinn Eiríksson — yfirkennari F. 13. apríl 1920 D. 1. október 1978. Haustlitir setja svip sinn á landið. Þótt aö okkur setji nokk- urn kvíða um komandi vetur, þá gleymist væntanlega engum að þakka yndislegt sumar, kyrrlátt og milt. Fáir muna fegurri og stilltari septembermánuð, logn og sólskin dag eftir dag, frostnótt þá fyrst er vika var eftir. A slik- um sumrum taka margir undir orð þjóðskáldsins: — En ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Mannlifið er um margt likt árstiðaskilum og veðurfari náttiirunnar. Þaö hefst með gleði og birtu vorsins.þar sem hver dagur kemur með fangið fullt af vonum, þrám og framtiðarósk- um. Þá taka við langir og anna- samir sumardagar, þar sem at- höfnum og lifi virðast engar hömlur settar, allt iðar af fjöri, þrótti og starfi svo sem i riki náttúrunnar. En svo kemur kyrrð siðsumars i ævi okkar, haustblær færist yfir og birtir okkur einatt i margbreytileika og litadýrð enn sterkar þá fegurð, sem með manninum býr, en boðar okkur um leið þann fólva vetrar sem enginn fær flúið og reynist ýms- um þrautasamur og harður. Sum blómeruslitinuppum leið og þau breiða út krónuna á sólbjörtum vormorgni, önnur falla á mið- sumri eða haustdögum meðan fegurð þeirra er enn óskert en sum hniga fyrst i frosthörkum vetrar og fanna. Allt þetta og ótal margt fleira rennur fyrir sjónir, er ég sit við gluggann á vinnustofu minni, þar sem haustlitir lauftrjánna blasa við — en blómin erufallin. Það er erfiöara en ég hugði að finna orð til að kveöja verðugum hætti nánasta samstarfsmann minn hér við skólann i tæp tuttugu ár, Þorstein Eiriksson yfirkennara. Ég þekkti hann ekki á vordögum ævinnar eða fyrsta sumarskeiði. En síðan hann var fertugúr hafa farvegir okkar runnið saman i daglegu starfi og hugðarefnum þvi tengdu, átján annrikisár. Þaö voru siðsumar- og haustdagar ævi hans, einkenndir ró og festu hins starfssama . vinnuglaða manns. Fegurð og friður þessa siðasta sumars i æviskeiöi Þor- steins var táknrænt innsigli á þá kyrrð og innri frið sem einkenndi hann öðru fremur og aldrei meir en þessar siðustu starfsvikur hér við skólann. Þótt okkur, sam- starfsfólki hans, nemendum, vin- um og venslafólki þætti þvi fagra ævihausti ljúka allt of skjótt, þá lifir minning þessa góöa þegns enn rikari af birtu og þakklæti i huga okkar. Þorsteinn Eiriksson var fæddur að Löngumýri á Skeiðum 13. april 1920 sonur Ragnheiðar Agústs- dóttur Helgasonar frá Birtingar- holti og Eiriks Þorsteinssonar bónda á Reykjum á Skeiöum. Móöir Þorsteins lést árið 1967 en faðir hans sem nú er 92 ára.fylgir syni sinum til grafar i dag. Sautján ára hóf Þorsteinn nám i héraðsskólanum i Reykholti og lauk námi þaöan eftir tvö ár. Siðan lá braut hans i Kennara- skólann, sem móöurfrændi hans sr. Magnús Helgason haföi stýrt svo farsællega á árum fyrr. Kennaraprófilauk Þorsteinn 1943 og gerðist hið sama ár skólastjóri i átthögum sinum við heima- vistaj-skólann I Brautarholti á Skeiðum. Starfaöi hann þar i meira en hálfan annan áratug, en hélt svo utan til að leita sér frama og kynna af skólamálum frænda okkar i Noregi. Haustið 1960 réöst hann svo til starfa hér við Voga- skóla sem þá hafði starfað um eins árs skeið. Hér lágu svo starfsspor hans æ siðan og sér þeirra merki i mörgu eftir tæpra tveggja áratuga skeið. Er Þorsteinn réðst hingað var allt nýtt og i mótun, byggð i meginhluta skólahverfisins að risa, þar á meðal fyrstu og mestu háhýsi landsins. Þúsundum saman þyrptist fólk inn i skóla- hverfið,barnmargt svo sem þá var enn venja. Hver hæð skóla- húsnæðisins fylltist út úr dyrum jafnskjótt og hún var uppsteypt. Fyrr en varði var hér kominn fjölmennasti barna- og gagn- fræðaskóli landsins.meira en 1500 nemendur um 6 ára skeið. Þótt ætið skorti húsnæði þá varð að sinna hverjum nýjum nemanda og jafnvel af fjarlægum slóðum. Við þessar aðstæður kom fljótt í ljós hvern mann Þorsteinn hafði aðgeyma: ráðhollur og skilnings- rikur. Þótt margt væri hér val- inna starfsmanna fór svo að til Þorsteins varð mér æ oftar leitað, einkum varðandi vandamál ung- lingastigsins. Hann valdist fljótt til leiðsagnar i félags- og tóm- stundastarfi nemenda og hafði lengst af siðan umsjón þeirra mála. Þegar leysa þurfti stjórnunarvanda skólans i veik- indaforföllum minum árið 1964 varð eigi ágreiningur að hann tæki þar forsjá eldri deilda skól- ans. Siðan varð hann allt til dauðadags annar tveggja yfir- kennara skólans og gegndi þvi starfi af alúð og samviskusemi fyrstu þrjú árin við hliö Asgeirs Sigurgeirssonar sem féll skyndi- lega frá haustið 1967, en siðan ásamt Guðmundi Guöbrandssyni sem nú er fjarstaddur vegna framhaldsnáms erlendis. Mér er orðvant er ég verð nú að kveöja Þorstein og llt yfir samvistarferil okkar þessi mótunarár Vogaskóla. Hafi maður sjálfur gaman af starfi með börnum og fyrir þau þá verða fristundirnar fáar við þær frumbýlings aðstæður, sem hér einkenna svo oft allan búnað til skólahalds.skortá húsnæöi þó öllu öðrufremur. Þá er liðsinni slikra manna sem Þorsteins yfirkenn- ara ómetanlegt. Ekkert getur fremur tryggt farsælt skólastarf en gott vinnulið, eljusamt, vel- viljað og skilningsrikt. Skólastarf verður að byggjast á köllun og sem betur fer mun það gilda um langflesta,sem gera það aö ævi- starfi. Um Þorstein Eiriksson var það ótvirætt. Aldrei minnist ég þess aö hann teldi eftir eða mæltist undan.þótt ég bæði hann koma til viðræðna eða annarrar vinnu utan reglulegs starfstima skólans, helga daga eða virka. Af þessum sökum varð margur vandinn leystur i' kyrrð og ró fá- mennisins og blasti jafnvel aldrei við neinum öðrum. Þorsteinnvar ráðhollur og ráðgóður, jafnan fús til að hlusta ánýmæli, tileinka sér þau og stuðla að mótun þeirra og framkvæmd.Var þó ætrö vist að slíkt kostaöi aukið álag viö stjórn- un skólans. Verði einhvern tima skráö saga Vogaskóla þessi tuttugu ár, sem nú eru senn að baki, þá má margs minnast,sliks sem sumt hafði ekki verið reynt fyrr eða i litlum mæli hérlendis. Ég nefni þar valgreinakerfiö sem hér var reynt I 8 ár áður en sjálf- sagt þótti aö lögfesta það i grunn- skólum landsins, — skipulagða tómstundaiðju i skóla, opið hús, sérstæða skiptingu vinnudags eldri deilda,eða svo nefnt eykta- kerfi samfélags- og starfsfræðslu m.a. með heimsóknum á vinnu- staði og vettvangsdvöl að ógleymdum draumi okkar um skólasel að Kolviöarhóli, skóla- starfi úti i sjálfri náttúrunni. Ekki tókst þetta allt að óskum okkar þótt margra góðra nyti oft við 1 starfsliöinu. En við engan var betra að ræða þessi og önnur hugöarmál til úrbóta 1 skólastarfi en Þorstein. A siðustu samvistar- dögum okkar á þessu hausti var hann enn sem fyrr opinn fyrir þvi að skólastarf þyrfti sifellt að endurnýja á grunni islenskrar menningar og traustra arfleifða. Hugðum við gott til að finna enn , upp áeinhverju og höfðum þegar nokkrar ráðagerðir. Þessi viðhorf Þorsteins voru mér mikilvæg. Hann tók fúslega hugmyndum annarra og lagði góðum tillögum liðsinni til lagfæringa og fram- kvæmda. Vitanlega vorum við ekki ætið sammála um öll mál,er aö bar og mæta þurfti á liðnum ánim. En ekkert þeirra ágreiningsefna skyggir á þakkláta minningu mina um þennan góöa og gegna samstarfsmann,sem lengst allra góðra hjálparmanna valdist til nánasta samstarfs við mig um mótun og stjórn Vogaskóla. Geðstilling Þorsteins,. hógvær gamansemi og orðheppni öfluðu honum vinsælda samkennara og nemenda ásamt ótrauðri hjálp- semi. Hann var skapstilltur en skapmikill. Má vera að hann hafi stundum bælt geð sitt um of. Það reynir á að tjá aðeins með svip- brigðum einum þegar mönnum þykir mest miöur. Mjög heföi verið að þvi fengur, að honum hefði auðnast timi og tækifæri að flytja hugðarmál sin á opinberum vettvangi, svo gott vald hafði hanná móðurmálinu. Hugðarefni átti hann ýmis auk skólamála. Strax á starfsárum I átthögum stýrði hann kirkjukór og söng- mótum, vann að almennum félags-og sveitarstjórnarmálum. Er hann fluttist til Reykjavikur valdist hann um skeið til stjórn- starfa i samtökum framhalds- skólakennara. Hann var félags- hyggjumaður og hreifst þvi snemma af hugsjón samvinnu- manna og haslaði sér völl til stuönings við stefnu framsóknar- manna. Starfaði hann sem full- trúi þeirra eða varamaður i fræðsluráði höfuðborgarinnar. Hvorki mun afstaða hans þar fremur en i skólastarfi hafa mót- ast af flokkslegum fyrirmælum eða óskum,heldur af mati hans á málefnum hverju sinni. Þorsteinn kvæntist árið 1953 Solveigu dóttur Rósu Daöadóttur og Helga Hjörvar kennara og for- ustumanns i útvarpsmálum um langt árabil. Börnum hennar af fyrra hjónabandi, barnabörnum og kjörsyninum Jóhanni reyndist hann svo að einstakt má telja, enda virtu þau hann og elskuðu. Mun fárra feðra og afa sárar saknað en þau gera nú. Fyrir hönd þakkláts samstarfsfólks og nemenda Vogaskóla bið ég þess að fögur minning okkar allra um Þorstein blessi þau og huggi, stjúpbörnin, barnabörnin, eigin- konuna og drenginn hans Jóhann, sem kveður föðurforsjá sina á sfðasta námsári i skólanum okk- ar. Megi sú sama blessun fylgja háöldruðum föður Þorsteins, systkinum hans og öðrum skyld- mennum. Forfeðrum okkar þo'tti sumum 1 dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Þorsteins Eiriks- sonar yfirkennara. Þorsteinn var fæddur hinn 13. april 1920 á Löngumýri á Skeiöum, sonur hjónanna Eiriks Þorsteinssonar frá Reykjum og Ragnheiöar Agústsdóttur frá Birtingaholti. Standa þar að honum landskunnar kjarnaættir, serti óþarfi er að rekja frekar. Þorsteinn var skólamaöur og uppeldisleiðtogi alla sina starfs- ævi, fyrst á Skeiðunum en siöan hér 1 Reykjavik, og er af þeim störfum hans mikilsaga og merk, er vafalaust verður rakin af þeim, sem betur þekkja hana en ég- En Þorsteinn heitinn lét sig einnig fleiri mál varöa, og einn þátt þeirra vil ég nefna héf-, en það eru afskipti hans af stjórn- málum hér I borginni, þvi þeim er ég nokkuð kunnugur. sá dauðdagi bestur að falla i miðri orrustu. Það var hetjudauði að þeirra tiöar anda og tryggöi framtiðarheill á ódáinsvengi. Nú er starfsvettvangurinn sem betur fer annar. Þótt Þorsteinn Eiriks- son hafi haft um það ætlun að hverfatil annarra hugðarmála aö þessu skólaári loknu og þar hafi hög hönd hans og hugur átt mörg æskileg úrlausnarefni, þá veit ég eigi,hvort hann hefði kosið sér annan aldurtila en falla svo frá i fullu starfi með litt skertu þreki. Fyrir röskum tveimur árum varð hann fyrir hjartaáfalli.þar sem hann stóð 1 miðju starfi á fjöl- skylduhátið i skólanum. öllum undirbúningi þess hafði hann lok- ið og allt gekk fram sem hann hafði ætlað,þótt hann yrði að þoka um skeið og dvelja á sjúkrahúsi. Að fengnum góðum bata kom hann aftur til starfa og sinnti á þessu hausti af atorku og gleöi stundatöflugerð og hverju ööru starfi svo sem best varð á kosið. —■ En þá var stundin komin. Sunnudagsmorgun 1. október lauk ævi hans skyndilega en með þeirri ró sem öðru fremur haföi einkennt ævi hans alla. — Þétta hefur verið fagurt haust 1 landi okkar. Svo var einnig i ævi Þorsteins Eirikssonar yfirkennara. Helgi Þorláksson Þorsteinn Eiriksson yfirkenn- ari er allur, fyrir aldur fram. A lifsþráð hans var snögglega klippt, aðfaranótt hins fyrsta október, en sá dagur var hvfldar- dagur, og varð hans. Þorsteinn Eiriksson og Solveig Hjörvar kona hans voru meðal allra bestu stuöningsmanna sem Framsóknarftokkurinn hefur átt hér i Reykjavik, þann tima sem ég hef starfaö á þeim vettvangi. Þau voru ævinlega reiðubúin til starfa fyrir áhugamál sin og megum viö reykviskir fram- sóknarmenn nú sannarlega sakna vinar I staö. Fátitt er nú aö hitta fyrir svo ósérhlifiö fólk sem þau hjón, ávallt boðin og búin til starfa og aldrei hugsað um önnur laun en þau sem vel unnin verk bera I sér sjálf. Tel ég fullvist að ég tali fyrir munn okkar allra þegar ég,nú við þessi þáttaskil, færi fram einlægar þakkir okkar og virðingu fyrir framúrskarandi góð og þroskandi kynni. Öska vildi ég þess að islensk þjóö eignaöist sem allra flesta syni aö gerö Þorsteins Eirlksson- Hann var Árnesingur aö ætt og uppruna, fæddur að Löngumýri á Skeiöum 13. april 1920. Foreldrar hans voru Ragnheiður Agústs- dóttir frá Birtingaholti og Eirikur Þorsteinsson frá Reykjum. Sautján ára að aldri hleypir hann heimdraganum og sest 1 Reykholtsskóla, sem þá var undir stjórn þess mæta manns, sr. Kristins Stefánssonar. Þar fékk hann, til viðbótar bernsku og æskuuppeldis, aukið veganesti til lifsstarfs, og hvatn- ingu til frekara náms. Hann sett- ist svo I Kennaraskólann og lauk þar námi 1943 en seinna fór hann i framhaldsnám I Noregi. Að loknu námi i Kennaraskólanum gerist hann skólastjóri viö heima- vistarskólann að Brautarholti á Skeiðum i 17 ár, en flytst siðan til Reykjavikur og gerist kennari og siðan yfirkennari viö gagnfræöa- deild Vogaskóla og skólastjóri þar i forföllum skólastjóra. Þar starfaði hann til dánardægurs. Þetta er hinn ytri rammi og kaldar staðreyndir um lif Þorsteins, en segir litið meira. Maðurinn, Þorsteinn Eiriksson, verður hverjum þeim, er kynnt- ust honum náið, alla tið hugstæö- ur. Hann var einstæður persónu- leiki, og hann var kennari af guðs náö. Hann gerði að sinum orðum, orð Meistarans mikla: ,,Þaö sem þér geriö minum minnstu bræðr- um, það gerið þér mér”. Slikir mættu vera fleiri. Æðruleysið, ró- lyndið og góðlyndið einkenndu hann i starfi. Svo haföi hann tam- ið sitt mikla skap, aö hann sást ekki skipta þvi, en beitti i stað þess ki'mni, glettni, fyndni og stundum léttu háði, ef honum þótti mikils við þurfa. Hann var og þrautþjálfaður i þvi að veita með framkomu sinni, og I fáum orðum, samstarfsfólki sinu lausn á vandamálum þeirra i daglegu starfi. Hann var hinn fæddi friö- flytjandi. , Félagshy ggjumaður var Þorsteinn mikill enda valinn til forystu á heimaslóðum 1 ung- mennafélagi sinu og siðan i Sam- bandi framhaldsskólakennara. Tónlist unni hann og stjórnaði kirkjukór i kirkju sinni á Ólafs- völlum. Hann samdi og helgileik þann sem sýndur hefir verið i Vogaskóla um árabil á jólum, enda var hann trúmaður mikill, þótt hann flikaði þvl ekki. Hann var djúpvitur hugsuöur, en bar ekki á borð tilfinningar sinar fyrir neinn, nema útvalda. A stjórnmálasviði stóð Þorsteini til boða mikill frami. Þeim frama hafnaði hann, þvi að i hjarta sinu áleit hann hand- leiðslu barna og unglinga köllun sina. Stjórnmálin misstu'dreng- skaparmann, en börnin unnu göfugmenni. Mikið tóm hefur myndast við fráfall Þorsteins Eirfkssonar, og verður þaðseint fyllt. Djúpareru þær undir, sem nú skulu græðast, en allt grær þó að lokum. Þorsteinn kvongaöist hinni gáf- uðu og listfengu konu, Sólveigu Helgadóttur Hjörvar, sem bjó honum fagurt heimili, I skjóli gróðurs og hlýju. Kjörson, Jóhann, áttu þau. Þeim, háöldr- um föður og nánustu fjölskyldu er það i harmi huggun, að ástvinur þeirra gekk á vegum guðs. Sveinbjörn Finnsson. ar, þá mun þjóðinni án alls efa vel farnast i framtiöinni. Þorsteinn kvæntist hinn 11. april 1953 Solveigu Hjörvar, dóttur hins landskunna rithöf- undar Helga Hjörvar. Þau áttu kjörson , Jóhann, og sendum við hjón þeim mæöginum nú okkar innilegustu samúðar- kveðjur við hið ótimabæra og óvænta fráfall Þorsteins. Einnig minnumst viö aldraös föður og barna Sóveigar af fyrra hjónabandi og biöjum þeim öllum blessunar. Sagt er aö Drottinn leggi llkn meö þraut og ég vil trúa þvi aö minningin um vammlausan hal og vitalausan veröi þeim huggun á erfiöum timum. Far þú I friði, Þorsteinn Eiriks- son. Þér fylgir viröing og hlýhugur frá okkur öllum sem þekktum þig og mannkosti þina. Einar Ágiistson. Þorsteinn Eiríksson — Kveðja

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.