Tíminn - 11.10.1978, Síða 14
14
Miðvikudagur 11. október 1978
Fóstra eða
þroskaþjálfari
óskast til starfa strax að dagheimilinu
Selásborg. Einnig óskast starfskraftur til
barnagæslu.
Upplýsingar gefur forstöðukona i sima
84816, eftir hádegi.
Framkvæmdastjóri
Heilsugæslustöð — sjúkrahús Egilsstöðum
óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra frá
og með 1. jan. 1979 eða eftir samkomulagi.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist formanni sjúkrahús-
stjórnar Guðmundi Magnússyni sveita-
stjóra Egilsstöðum fyrir 15. nóv. 1978.
Keflavík
Timinn óskar eftir að ráða umboðsmann
fyrir blaðið i Keflavik.
Upplýsingar i sima 92-1373 eða hjá af-
greiðslustjóra i sima 86300 Reykjavik.
Vélstjóri
Fyrirtæki í fóðurvörum óskar
að ráða vélstjóra
með vélvirkjaréttindi:
Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góðir
stjórnunarhæfileikar nauðsynlegir.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 17. þessa
mánaðar, merktar, „Vélstjóri”.
RÍKISSPÍTALARNIR
:l(\usar stöður
LANDSPITALINN
Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við
handlækningadeild spitalans er
laus til umsóknar. Staðan veitist til
eins árs frá 1. jan. 1979. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 10. nóv. n.k. Upplýs-
ingar veita yfirlæknar deildar-
innar.
KÓPAVOGSHÆLI
STARFSFÓLK óskast til vakta-
vinnu á deildum-Starfið gæti reynst
hentugur undirbúningur undirnám
á félagssviði. Upplýsingar veitir
forstöðumaður i sima 41500.
Reykjavik, 10.10.1978.
SKRlFgTÖFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000
Knattspyrnu-
menn settir í
átthagafj ötra
Nú siðustu daga hafa félaga-
skipti ungra knattspyrnumanna
til eriendra félagsliða verið
mikið í sviðsljósinu og hafa
forráöamenn félaga, eins og
Vikings og Vals staðið sigri
hrósandiyfir þvi, að þeir fengu
góðar peningasum mur frá
belgfska félaginu Lokeren, —
„fyrir að hafa alið upp knatt-
spyrnumenn þá”, sem hafa
skrifað undir atvinnusamning
við þetta belgiska félag. Viking-
ur fékk 6-8 millj. fyrir Arnór
Guðjohnsen og Vaiur fékk 700
þús. krónur fyrir Skotann
James Bett, sem náði þvi að
ieika 11/2 leik með Valsliðinu i
sumar.
Vikingurog Valur samþykktu
ekki félagaskipti hina ungu leik-
nanna sinna, sem vildu freista
gæfunnar erlendis, fyrr en
félögin voru búin að fá dágóðar
peningaupphæðir fyrir. Það hef-
ur komið fram, að aðalástæðan
fyrir þvi að félögin fóru fram á
peningagreiðslur, væri að þau
ættu rétt á að fá greiðslur fyrir
beinan kostnað, sem þau hafa
þurft að greiða fyrir æfingar,
þjálfun og fleira, sem viðkom
leikmönnunum.
Félög geta engar kröf-
ur gert
Óneitanlega kemur þetta
sjónarmið spánskt fyrir sjónir,
þvi að þegar að er gáð eru leik-
mennirnir aðeins áhugamenn
og á engan hátt skuldbundnir
þeim félögum, sem þeir æfa og
leika með — þeir borga sín árs-
gjöld og þeim er frjálst að fara
hvert sem þeir vilja, án þess að
félögin geti lagt stein I götu
þeirra á nokkurn hátt og orðið
þannig þröskuldur fyrir fram-
tiðaráætlanirþeirra, með þvf að
neita þeim um aö samþykkja
félagaskipti, þegar þeir fara
fram á það.
Leikmenn fórna sér
fyrir félög sin
Forráðamenn félaganna eru
alltaf aö hamra á þvi, að félögin
hafi greitt svo og svo mikinn
kostnað við þjálfun leikmanna.
A sama tima gleyma þeir hvað
miklum peningum og fritímum
leikmennirnir hafa fórnað á
knattspyrnuferli sinum — fyrir
félögin sfn. Þessu hafa forráða-
menn félaganna lokaö augunum
fyrir.
Þegar að er gáð, þá fórna
knattspyrnumenn okkar mörg
hundruð þúsund krónum á ári
hverju fyrir félögin sin. Þeir
sleppa aukavinnu á vinnustöö-
um sinum og þar að auki eru
leikmenn alltaf að biðja vinnu-
veitendur um fri — i tima og
ótima, til að geta æft og keppt
fyrir hönd félaga sinna um land
allt og jafnvel erlendis.
Fyrir utan þetta eru leikmenn
jafnvel að byggja yfir fjölskyld-
ur sínar og eru þá oft i stór-
skuldum.
Langtimum saman að
heiman
Það bitnar óneitanlega mikið
á fjölskyldum leikmanna, þegar
þeir æfa og leika knattspyrnu —
leikmenn eru sjaldan heima hjá
sér, þvi að þeir fara beint úr
vinnu á æfingar hjá félögunum
og koma ekki heim til sin fyrr en
seint á kvöldin — þetta 4-5 sinn-
um i viku, og siðan eru þeir aö
pp
fi'i
i
^JSr
§1 SÉS
'‘V'i
ARNÓR GUÐJOHNSEN... hefur gefiö þá yfirlýsingu, aö hann
muniaidreiklæðastfélagsbúningiVIkings aftur, eftir framkomu
félagsins við hann. Víkingar græða 6-8 millj. króna fyrir þennan
unga leikmann, sem þeir segja aö séu „skaöabætur”!!! Víking-
ar hijóta að vera ánægöir þessa dagana.
Við horn-
fánann
leika með félögum sinum um
helgar og eru langtimum saman
að heiman frá konu og börnum
— oft á erfiðum timum. Já,
knattspyrnumenn okkar stunda
erfiða „kvöldvinnu” á félags-
svæðum félaganna, án þess að
fá borgað fyrir — koma slðan
heim til sin seint á kvöldin, yfir
sig þreyttir.
Leikmenn þurfa jafnvel að
fara langan veg til að komast á
æfingar — úr Breiöholti, frá
Kópavogi og Hafnarfirði. Þeir
ferðast þetta 15-20min. til og frá
æfingastað, án þess að fá
túskilding fyrir. Eitt sinn sagði
kunnur Iþróttamaður við undir-
ritaðan, að ofthafi hann hugsað,
hvort allt þetta, sem menn
leggja á sig fyrir íþróttina, sé
árangursins virði.
Einkennilegur hugs-
unarháttur
NU er viðhorf félaganna gagn-
vart félagsmönnum öðruvísi en
áður var — þegar mönnum voru
þökkuð hin fórnfúsu störf
þeirra, til að halda merki
félaganna á lofti. Hugsunarhátt-
urinn er nú sá hjá forráðamönn-
um félaganna, að leikmenn eigi
að koma til þeirra að þakka
þeim fyrir, að hafa mátt mæta á
æfingar og fengið að vera með.
Leikmönnum er frjálst að
fara hvert sem þeir vilja, án
þess að félög reyni að leggja
stein i götu þeirra.
Það hefur oft komið fram, að
leikmenneru ekkert á móti þvi,
að félög þeirra fá peninga frá
þeim erlendu félögum, sem þeir
fara til — en þeim er ekki sama
hvernig er unnið að málunum.
Þá eru þeir orðnir leiðir á þvi,
að forráðamenn félaganna séu
sifellt að hamra á þvi, hvað
félögin hafa gert mikið fyrir
leikmennina, á sama tíma og
þeir minnast ekkert á, hvað
leikmennirnir hafa gert fyrir
félögin. Þaðværi ekkertfélag til
hér I landi, ef enginn leikmaður
værii'þeim —og það erufélögin
sem þrlfast á leikmönnum, en
ekki leikmennirnir á þeim.
Farið með menn eins
og dauða hluti
Það er nú orðið svo hér á
landi, að leikmenn mega ekki
skreppa i sumarfrí með
eiginkonum sinum þegar þeim
hentar og ef þeir gera ekki það
sem forráðamönnum félaganna
er að skapi, eru þeir settir i
leikbann og forráðamennirnir
hringja jafnvel til fréttamanna
dagblaðanna, til að básúna það
út a ð þessi og þessi leikmaður sé
ileikbanni, fyrir þaðað þeir hafi
ekki hegðað sér eins og þeir
viidu. Iþróttamenn okkar eru
komnir iátthagafjötra og þaðer
byrjað aö fara með þá eins og
dauða hluti, en ekki eins og
áhugamenn, sem æfa og leika
sér til gamans og ánægju.
—SOS