Tíminn - 11.10.1978, Síða 15

Tíminn - 11.10.1978, Síða 15
Miövikudagur 11. október 1978 15 Dwyer út af og þá small Vals- liðið saman Valur Reykjavikurmeistari í körfu eftir 91:83 sigur yfir Fram Valsmenn urðu i gær Reykja- Framarar voru ákaflega vikurmeistarar í körfuknattleik taugaóstyrkir i byrjun leiksins og er þeir sigruöu Framara nokkuö áður en varði höfðu Vaismenn örugglega 91:83 eftir aö staðan komist i 9:0. Framarar smásöx- haföi veriö 42:38 Val í hag i hálf- uöu á forskot Valsmannanna og framarar taka „tima” og skipuieggja leik sinn. Johnson er lengst til vinstri á myndinni. leik. Það, sem gerði sigur Vals- manna enn eftirtektarverðari, en Framarar voru álitnir mun sigur- stranglegri fyrir leikinn, var aö Tim Dwyer, Bandarikjamaöur- inn i liði Vals, varð aö fara út af snemma i seinni hálfleik meö 5 villur. Valsmenn léku þvi án hans það sem eftir var leiktimans, en þaö kom ekki aö sök þvi leik- mennirnir léku bara af helmingi meiri krafti og ákveöni en áöur. bilið varð aðeins þrjú stig 14:17 fyrir Val. Omar Þráinsson átti stórleik i fyrri hálíleiknum og hann náði forystu fyrir Fram i fyrsta skiptið i leiknum — 28:27. Framarar náðu siðan fjögurra stiga forskoti 33:29, en Valsmenn sigu siðan fram úr og höfðu náð fjórum stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks — 42:38. Það var greinilegt strax i upp- hafi seinni hálfleiks, að Framar- EKKERT AFRAÐIÐ —Þaö hefur enn ekkert veriö ákveðið i sambandi við Pétur sagði faðir hans Pétur Elísson er blm. hitti hann að máli á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Pétur viidi sem allra minnst um málið segja# en greinilegt var að ekki voru menn komnir að niðurstöðu því ýmist hristu þeir feðgar höfuðið eða þá P. Stephan frá Feyenoord. Greinilegt er á öllu að Pétur Pétursson hyggst ekki flana að neinu og vill hafa allt ,,á hreinu” i sambandi við félagaskiptin. Liklegt er þó, að hann gangi að tilboði Feyenoord seinna i vikunni, en allt er óráðið enn. —SSv— ar ætluðu að selja sig dýrt. Þegar staðan var 46:42 Val i hag varð Dwyer að yfirgefa leikvöllinn og var þá kátt i herbúðum Framara, enda töldu menn sér sigurinn vis- an. En þvi var ekki til að dreifa Framarar náðu að jafna metin og komast yfir 50:48 og 56:53, en Valsmenn hleyptu þeim aldrei langt frá sér. Þegar staðan var 60:60 kom sá kafli i leiknum sem skipti skopum. Á meðan Framar- ar skoruðu aðeins tvö stig bættu Valsmenn 12 við og staðan var skyndilega orðin 62:72 Val i hag og leikurinn i raun unninn fyrir Valsmenn. Eftir þetta skiptust liðin á um að skora, en Framarar ógnuðu aldrei sigri Vals i lokin og fögnuður Valsmanna var mikill þegar flautað var til leiksloka. Þeir höfðu sigrað Fram 91:83 og leikið án Dwyers megnið af seinni hálfleiknum. Vissulega athyglis- verð frammistaða. Framarar náðu sér aldrei almennilega á strik og munaði þar mestu um að Johnson réð ekki við Dwyer, en Dwyer virtist þegar búinn að læra á öll brögð Johnson og hann stöðvaði skot hans iðulega i fæðingu. Stigahæstur Framara var að venju Johnson — nú með 41 stig. Ómar Þráinsson skoraði 12 stig og átti stórgóðan fyrri hálfleik, en datt nokkuð niður i þeim siðari. Simon Ólafsson skoraði 9 stig, Þorvaldur Geirsson og Þórir Einarsson 5 hvor og Björn Jóns- son 4. Valsmenn léku þennan leik, sem ein liðsheild og byggðu ekki á einstaklingsframtakinu eins og Framarar og það reyndist þyngst á metunum þegar upp var staðið. Eftir að Dwyer fór útaf, blómstr- uðu menn eins og Kristján Agústsson og Þórir Magnússon, sem var i banastuöi i seinni hálf- leiknum og sýndi gamalkunn til- þrif. Stigahæstir Valsmanna voru þeir Þórir og Kristján með 20 stig hvor. Dwyer skoraði 18. Torfi Magnússon skoraði 10, Rikharður 'Hrafnkelsson 8, Hafsteinn Hafsteinsson 6 og Lárus Hólm 5. — SSV — Tim Dwyer skorar hér örugglega gegn Fram LÉLE6 VÍTAHITTNI Þaö vakti athygli undir- ritaös á leik Vals og Fram i gærkvöldi að vitahittni leik- manna var ekki meö neinum glæsibrag. Framarar fengu 38 vitaskot, en hittu aðeins úr 20 þeirra. Johnny Johnsson fékk alls 19 vitaskot i leiknum og hitti úr 15 þeirra, sem er um 75% nýting. Aðrir leikmenn voru flcstir með herfilega nýtingu. Hjá Valsmönnum kom Þórir Magnússon langbest út, skoraöi 8 sinnum úr 9 skotum. Sýnu verst að ráöi sinu fór Hafsteinn ilafsteinsson, sem fékk 10 vitaskot og skoraöi aöeins úr 2. Alls fengu Vals- menn 50 vitaskot og hittu úr 29. Ekki veitti af að leikmenn legöu meiri rækt viö vita- skotin. —SSv— Flugleiðír sigruðu 1 firmakeppni KR Sigurliö Flugleiöa í firmakeppni KR Firmakeppni KR lauk nú um siö- ustuheigi. Niu lið höföu tryggt sér rétt til aö leika i úrsiitakeppninni og uröu þvi tvö fvrirtæki aö kljást I einskonar forkeppni fyrir úr- slitakeppnina. Þaö kom f hlut As- fells (sem var skipuð 7 FH-ingum , 8 leikmenn alls) og Endurskoð- unarskrifstofu Björns E. Arna- sonár aö bítast um 8. sætiö i úr- slitunum. Ásfell sigraði eftir haröa keppni. íáttaliða úrslitunum sigraði lið Kristjáns Ó Skagfjörð Trésmiðju Reykjavikurborgar 5:0, Flugleið- ir gengu örugglega frá Sements- verksmiöju Rikisins 4:0, Shell vann Málun naumlega 1:0 og Asfell vann Sláturfélag Suðurlands 4:3 i hörkuleik. Voru þá aðeins 4 lið eftir. Asfell vannliðKristjáns Ó Skagfjörð 3:2 i spennandi leik og Flugleiðir tryggöu sér hitt úrslitasætið með öruggum 3:0 sigri yfir Shell. Var þá komið að úrslitaleiknum ámilli Flugleiðaog Asfells. Asfell með alia sina FH-inga hafði aldrei roð við bráðsnöggu og skemmtilegu liði Flugleiða, sem hafði Þorberg Atlason i markinu oglokatölururðu3:0Flugleiðum i hag. Flugleiðamenn höfðu eins og best sést á tölunum algera yfir- burði i mótinu og fengu ekki eitt einasta mark á sig i keppninni, sem er glæsilegur árangur, ekki sist þegar tekið er tillit til þess að leikið var á litlum velli. Sigurvegararnir fengu vegleg- an bikar að launum, en það er farandgripur, en auk þess fékk liðið minnibikar tileignar og allir leikmenn fengu fallega verðlaunapeninga. Lið Asfells fékk einnig bikar til eignar og leikmenn þess verðlaunapeninga. I leiknum um þriðja sætið I mót- inu sigraði lið Kristjáns Ó Skag- fjörð lið Shell nokkuð örugglega 4:2 og fengu KÓS-menn einnig eignarbikar. Firmakeppni KR var einn alls- herjar „success” og óhætt er að segja að þetta framtak KR-inga hafi verið vel þegiö af öllum, eins og best kom fram á þátttökunni. KR-ingum er mikill sómi að mótinu og æskilegt er, að mót þetta veröi árlegur viðburður. Ekki spillti það fyrir að allt skipulag var eins og best var á kosið.og verðlaunin voru vegleg og ekki af lakari endanum. Til hamingju, KR-ingar, með frábærlega vel heppnaö mót. —SSv—

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.