Tíminn - 17.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.10.1978, Blaðsíða 5
Þribjudagur 17. október 1978 5 Skuldir Ferðamiðstöðv- arínnar verða greiddar — óskað eftir heimild til áframbaldandi reksturs ATA — Stjórn Ferðamiöstöðvar- innar h.f. gerði á fundi sinum i gær ráðstafanir til greiðslu á skuld til Gjaldheimtunnar, kr. 1.700.000, sem gjaldþrotamál Ferðamiðstöðvarinnar snýst um og samtimis hefur gjaldþrotaúr- skurðinum verið áfrýjað til Hæstaréttar, en með öðru móti verður hann ekki formlega felld- ur úr gildi. Þetta segir i frétt frá stjórn Ferðamiðstöðvarinnar h.f., en eins og Timinn skýrði frá var bú fyrirtækisins tekið til gjaldþrota- skiptameðferðar að kröfu Gjaldheimtunnar. I frétt frá Ferðamiðstöðinni segir jafn- framb;' ______________________ Jafnframt ákvað stjórnin að sýna samgönguráðuneytinu og skiptaráðanda fram á, að félagið á fyrir skuldum, og óskar eftir heimild til áframhaldandi rekst- urs undir eftirliti skiptaréttar meðan úrskuröurinn stendur formlega óhaggaður. Grskurðurinn um gjaldþrota- skiptameðferð á búi Feröamiö- stöðvarinnar byggðist, að sögn stjórnar Ferðamiðstöðvarinnar, á lögtaksgerð frá 10. nóvember ’77. Sú lögtaksgerð var árangurs- laus. Af vangá var ekki mætt i skiptarétti 15. september af hálfu Ferðamiðstöðvarinnar, þar sem mál var tekið tilúrskurðar og þvi reið gjaldþrotaúrskurðurinn yfir. Daginn eftir að innköllunar- frestur var auglýstur i Lögbirt- ingarblaðinu, eða 29. september, gerði Gjaldheimtan aftur lögtak fyrir þessari sömu skuld og þá meðárangri i húseign félagsins i Aðalstræti 9. _____________________________J — í sauðfjársjúkdómanefnd i gær ESE — Sauðfjársjúkdómanefnd kom saman til fundari gær og var á fundinum fjallaðum aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu riðuveiki i sauðfé, en eins og fram hefur komið hefur veikin breiðst út að undanförnu með ótrúlegum hraða. Fyrir fundinum i gær lágu tillögur um niðurskurð á sauðfé á nokkrum stöðum á landinu, þar sem riðuveiki hefur orðið vart og mesthætta eráaðhún breiðist út. Hafa i þvi' sambandi verið nefnd Fjárborgir Reykjavikur, svæðið i nágrenni Hveragerðis og nokkrir staðir á Austurlandi og á Aust- fjörðum. Timinn hafði i gær samband við Sigurð Sigurðsson dýralækni á Keldum sem sæti á i suðfjársjúkdómanefnd, og var hann spurður að þvi hvort einhverjar ákvaðanir hefðu verið teknar á fundinum. Sigurður kvað nei við þvi. Eng- ar endanlegar ákvaröanir hefðu verið teknar og trúlega yrði það ekki gert fyrr en i dag þegar nefndin kæmi saman að nýju. Sigurður sagði að á fundinum hefði verið fyrst og fremst fjallað um aðgerðir til viðnáms um land allt gegn útbreiðslu riðuveiki, þó að ekki hefði verið rætt um niðurskuröá fleiristööum en áður hafa verið nefndir. Þá var Sigurður að þvi spurður i gær hvernig staðið yrði að niðurskurðinum ef ákveðið yrði að beita þvi úrræði. Sigurður sagði að visu væru engar ákveðnar reglur til um það hvað mikið fé þyrfti að skera i tilvikum sem þessum, né af hve stóru svæði. Höfuðreglan væri þó sú að leitað væri samráðs við fjáreigendur, enda nauðsynlegt þegarfariðværiúti aðgerðirsem væru óvissar, langdregnar og viðkvæmar. Sluppu með „skrekkinn” — Tvö vélhjól óku aftan á bifreið á Húsavlk ATA —Um þrjúleytið á laugar- daginn lentu saman i árekstri bif- reið og tvö létt vélhjól á aðalgöt- unni á Húsavik. Meiðsli urðu ekki alvarleg. Bill ók eftir aðalgötunni á Húsavik og tvö vélhjól á eftir bilnum. ökumaður bilsins dró úr hraðanum, hugðist beygja. Fremra vélhjólið dró einnig úr hraðanum en ekki það seinna sem ók á það fremra. Við það kastaðist fremra vélhjólið á bil- inn. ökumenn vélhjólanna sluppu með skrekkinnjmörðust eitthvað litils háttar. Þar fór betur en á horfðist. Kosið í fasta- nefndir á Albingi t gær var á Alþingi kosið i fastanefndir Sameinaðs þings og deildanna beggja. Að beiðni rikis- stjórnarinnar var kosningu i fjárveitinganefnd frestað, þar sem fyrirhugað er að fækka nefndarmönnum i 9, en þeim var fjölgað i 10 1974 til þess að Sam- tökin gætu fengið sæti i henni. Sameinað Alþingi Utanrikismálanef nd: Einar Agústsson (B), Gils Guðmunds- son (G), Arni Gunnarsson (A), Jónas Arnason (G) Vilmundur Gylfason (A), Ragnhiidur Helga- dóttir (D) og Friðjón Þórðarson (D) At vinnum álanefnd : Björn Jónsson (A), Þórarinn Sigurjóns- son (B), Kjartan ölafsson (G), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Stefán Valgeirsson (B), Jón G. Sóines (D) og Friðrik Sophusson (D). Ailsherjarnefnd: Páll Pétursson (B), Jónas Árnason (G), Vilmundur Gylfason (A), Ólafur R. Grimsson (G), Gunnlaugur Stefánsson (A), Lárus Jónsson (D) og Ellert B. Schram (D). Þingfararkaupsnefnd: Garðar Sigurðsson (G), Arni Gunnarsson (A), Ingvar Gislason (B), Stefán Jónsson (G), Eiður Guðnason (A), Sverrir Hermannsson (D) og Friðjón Þórðarson (D). Neðri deild Fjárhags- og viðskiptanefnd: Lúðvik Jósepsson (G), Finnur Torfi Stefánsson (A), Halldór E. Sigurðsson (B), Kjartan Ólafsson (G), Vilmundur Gylfason (A), Matthias A. Mathiesen (D) og Ólafur G, Einarsson (D). Samgöngumálanefnd: Halldór E. Sigurðsson (B), Garðar Sigurðs- son (G), Arni Gunnarsson (A), Kjartan ólafsson (G), Finnur T. Stefánsson (A), Friðjón Þórðar- son (D) og Sverrir Hermannsson (D). Landbúnaðarnefnd: Stefán Val- geirsson (B), Eðvarð Sigurðsson (G) Finnur T. Stefánsson (A), Þórarinn Sigurjónsson (B), Lúð- vik Jósepsson (G),Pálmi Jónsson (D) og Eggert Haukdal (D). Sjávarútvegsnefnd: Sighvatur Björgvinsson (A), Garðar Sigurðsson (G), Páll Pétursson (B), Eiður Guðnason (A), Lúðvik Jósepsson (G), Matthias Bjarna- son (D) og Sverrir Hermannsson (D). Iðnaðarnefnd: Kjartan . Ólafsson (G), Arni Gunnarsson (A), Ingvar Gislason (B), Gunnlaugur Stefánsson (A), Eðvarð Sigurðs- son (G), Gunnar Thoroddsen (D), Jósep H. Þorgeirsson (D). Félagsmálnefnd: Jóhanna Sigurðardóttir (A), Stefán Valgeirsson (B), Eðvarð Sigurðs- son (G), Gunnlaugur Stefánsson (A), Páll Pétursson (B), Gunnar Thoroddsen (D) og Eggert Haukdal (D). Heilbrigðis- og trygginganefnd: Einar Agústsson (B), Jónas Arnason (G), Jóhanna Sigurðar- dóttir (A), Vilmundur Gylfason (A), Garðar Sigurðsson (G), Matthias Bjarnason (D) og Jósep H. Þorgeirsson (D). Menntamálanefnd: Svava Jakobsdóttir (G), Eiður Guðna- son (A), Ingvar Gislason (B), Jónas Arnason (G), Sighvatur Björgvinsson (A), Ellert B. Schram (D) og Ólafur G. Einars- son. Snyrtispeglanir komnir aftur AUsherjarnefnd: Vilmundur Gylfason (A), Svava Jakobsdóttir (G), Einar Agústsson (B), Arni Gunnarsson (A), Gils Guðmunds- son (G), Matthias A. Mathiesen (D) og Friðrik Sophusson (D). Efri deild Fjárhags-og viðskiptanefnd: Jón Helgason (B), Karl St. Guðnason (A), Ólafur R. Grimsson (G), Björn Jónsson (A), Geir Gunnarsson (G), Jón G. Sólnes (D) og Eyjólfur K. Jónsson (D). Samgöngumálanefnd: Karl St. Guðnason (A), Stefán Jónsson (G), Jón Helgason (B), Bragi Nielsson (A), Helgi F. Seljan (G), Jón G. Sólnes (D) ogGuðmundur Karlsson (D). Landbúnaðarnefnd: Helgi F. Framhald á bls. 8 garai r SIMAR 69 1 75 & 85 80 1 Fjallaö um aðgerðir gegn riðuveiki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.