Tíminn - 24.10.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1978, Blaðsíða 6
 6 Þriðjudagur 24. oktdber 1978 'Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og* auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö ilausasölu kr. 110.00. Áskriftargjald kr. 2.200 á' mánuöi. Blaöaprent h.f. V_____________________________________________________________) Erlent yfirlit Stjórn Ullstens mun lækka tekjuskattinn Misheppnuö leiksýning Það mátti glöggt heyra á ýmsum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins fyrst eftir myndun núverandi rikisstjórnar, að þeir ætluðu ekki að haga sér á lik- an hátt og stjórnarandstæðingar væru vanir að gera. Þeir ætluðu að vera prúðu leikararnir. Þjóð- in skyldi fá að sjá, hvernig ábyrg stjórnarandstaða rækti hlutverk sitt. Nú hafa þessir nýju prúðu leikarar haft fyrstu sýningu sina. Það gerðist við útvarpsumræður frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Aðal- kempum flokksins, Geir Hallgrimssyni og Gunn- ari Thoroddsen, var teflt fram til að leika hlutverk prúðu leikaranna. Betri fulltrúum hafði Sjálfstæð- isflokkurinn ekki heldur á að skipa. Þvi miður mistókst þeim báðum. Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen fóru báðir i hina hefðbundnu slóð stjórnarandstæðinga. Þeir komu ekki auga á neitt, sem rikisstjórnin hafði gert sæmilegt. Allt hafði snúizt á verri veg siðan þeir fóru úr rikisstjóminni. Alveg sérstak- lega væru fordæmanlegar þær ráðstafanir rikis- stjórnarinnar, sem voru raunar ekki annað en endurtekning á þvi, sem fyrrverandi rikisstjórn hafði iðulega gripið til, eins og t.d. auknar niður- borganir og hækkun skatta. í sannleika sagt voru það engir prúðu leikarar, sem túlkuðu afstöðu Sjálfstæðisflokksins i þessum umræðum, heldur útþvældir stjórnmálamenn, sem fylgdu þeirri hefðbundnu venju að fordæma ráðstafanir, sem fyrri reynsla bendir til að þeir hefðu fúslega léð fylgi sitt, ef hér hefði verið nýsköpunarstjórn i stað vinstri stjórnar. Einna átakanlegast varð þetta sjónarspil, þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins fóru að lofa sam- drætti i rikisútgjöldum og skattalækkunum. Ráð- herra úr Sjálfstæðisflokknum hefur farið með stjórn rikisbúsins undanfarin fjögur ár. Hvað gerðist á þeim tima? útgjöldin hækkuðu stöðugt, þótt heldur drægi úr verklegum framkvæmdum, vegna þess að báknið þandist út á alla vegu. í framhaldi af þvi hækkuðu skattarnir, t.d. bæði söluskattur og launaskattur. Sjálfstæðismenn geta ekki kennt samstarfsmönnum sínum i rikisstjórn- inni um þesa öfugþróun, þvi að útgjaldaaukningin varð hvað mest hjá þeim ráðuneytum, sem Sjálf- stæðismenn veittu forstöðu. Þeim Geir Hallgrimssyni og Gunnari Thoroddsen ætti að vera það manna bezt ljóst, að það er ekkert auðvelt verkefni að glíma við verð- bólguna. Þrátt fyrir góðan vilja þeirra og annarra ráðherra i siðustu rikisstjórn, mistókst henni að ráða við það verkefni, þótt hún gerði margt vel á öðrum sviðum. Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen ættu þvi, ef þeir vilja I reynd vera prúðir leikarar, að stuðla að þvi frekar en hið gagnstæða, að núverandi rikisstjóm fengi nokkurn vinnufrið til að reyna að ná árangri i baráttunni við verðbólguna, enda er það ekki mál stjórnar- innar einnar, heldur allrar þjóðarinnar. En hér tókst þeim báðum hrapallega sem prúðum leikur- um. Mestallt mál þeirra hné mjög að þvi að reyna að ýta undir óánægju og andspymu gegn öllum að- haldsaðgerðum. Þjóðin mun ekki lita á þá né aðra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sem prúðu leikarana, ef slikum vinnubrögðum verður haldið uppi af Sjálfstæðisflokknum. Þjóðin krefst ekki siður ábyrgðar af stjórnarandstöðunni en rikisstjórn- inni, þegar efnahagsástandið er slikt, að það getur varðað fjárhagslegt sjálfstæði hennar, hvernig til Þannig hyggst hann örva viðskipti og atvinnu Þannig kemur Ullsten skopteiknara Dagens Nyheter fýrir sjónir. Forustugreiii Dagens Nyheter siöastl. fimmtudag heföi senniiega oröiö á talsvert annan veg, ef Ola Ullsten heföi fjallaö um efni hennar, likt og hann geröi meöan hann var einn af höfundum forustugreina blaösins. 1 greininni er komizt aö þeirri niöurstööu, aö ráö- herralisti hans, sem var birtur daginn áöur, heföi valdiö von- brigöum. 1 raun og veru væri hér um B-liö en ekki A-liö aö ræöa. Innan Þjóöarflokksins væri aö finna menn, sem heföu a.m.k. fylit sum ráöherrasætin betur. Alls eru 19 ráöherrar i hinni nýju stjórn Ullstens, sem er minnihlutastjórn Þjóðarflokks- ins eins. Af þeim eru sex konur, en búizt haföi veriö viö því, aö þær yröu fleiri. Flestir eru ráö- herrarnir litiö þekktir. Sumir fréttaskýrendur telja þetta stafa af klókindum Ullstens. Væntanlegum stuöningsflokk- um hans, Miðflokknum og flokki sóslaldemókrata, komi betur að stjórnin sé ekki sérlega litrik. Eftir aö Ullsten flutti stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar i sænska þinginu siöastl. miövikudag, lýsti Falldin yfir þvi, að Miö- flokkurinn liti ekki á sig sem stjórnarandstööuflokk og myndi hann styðja stjórnina til allra góöra verka. Palme komst ekki ólikt aö orði og lýsti yfir þvi, aö hann væri einkum ánægöur yfir þeirriyfirlýsingu stjórnarinnar, aö hún ætlaði aö leita sem viö- tækasts samkomulagsum máll- in. Hér mun Palme hafa átt viö þaö aö samflot borgaralegu flokkanna þriggja væri raun- verulega úr sögunni, og rikis- stjórn Ullstens myndi engu siöur leita samkomulags viö ' sósialdemókrata en Miöflokks- menn og ihaldsmenn. 1 RÆÐU Gösta Bohmans, formanns íhaldsflokksins, kom lika fram dulin óánægja. Þaö var vilji hans og raunar Fálldins lika, aö Frjálslyndi flokkurinn og Ihaldsflokkurinn mynduöu minnihlutast jórn, saman eftir aö Miöflokkurinn fór úr stjórn þessara þriggja flokka vegna ágreinings um kjarnorkuverin. Þannig hugðust þeir útiloka áhrif sósialdemó- krata. Ullsten hafnaöi hins veg- ar aö íhaldsflokkurinn yröi meö i stjórninni og hiaut aö launum óbeinan stuöning sósialdemó- krata viö stjórn sina. Forustu- menn Miöflokksins og Ihalds- flokksins óttast aö þetta geti þýtt þaö, aö Ullsten geti ekki siöur hugsaö sér aö vinna meö sósialdemókrötum en borgara- legu flokkunum eftir næstu kosningar, ef sósialdemókratar fá þá ekki meirihluta á þingi. Ýmsir fréttaskýrendur telja þaö einnig merki um þetta, aö fyrsta stjórnarráöstöfun Ullstens var aö snúa sér til laun- þegasamtakanna og óska eftir samráöi viö þau um tekju- skattalækkun, sem rikisstjórnin fyrirhugaöi, en henni er m.a. ætlað aö auka einkaneyzluna um 2,5% á næsta ári. Tvennt vakir fyrir stjórninni með þessu. Annaö er aö koma i veg fyrir kauphækkanir, sem út- flutningsatvinnuvegirnir myndu ekki þola, en hitt er að aukaeftirspurn, sem gæti örvaö atvinnulifiðog dregiö Ur hættu á atvinnuleysi. Stjórnin hyggst einnig hafa atvinnurekendur meö I ráöum, en megináherzlu leggur hún á samráö viö laun- þegasamtökin. STEFNUYFIRLÝSINGIN, sem Ullsten flutti i þinginu á miövikudaginn, er stutt og mjög almennt oröuö. Þar segir I upp- hafi, aö gott sé fyrir flesta aö búa i Sviþjóö og óviöa eöa hvergi I heiminum hafi einstakl- ingurinn meiri möguleika til aö njóta hæfileika sinna en þar. Hitt veröi samt aö viöurkenna, aö sænskt atvinnulif glimi viö ýmsa erfiðleika og eigi i haröri samkeppni viö erlenda keppi- nauta. Vissir þjóöfélagshópar seu enn útundan, einsog börn og gamalmenni, og sérstaka áherslu beri aö leggja á aö rétta hlutþeirra. Konurnjóti ekki enn fulls jafnréttis og Ur þvi veröi aö bæta. Þing og rikisstjóm geti ekki bætt úr þessu öllu, en geti lagt grundvöll aö þvl, aö þaö veröi gert. Þá þurfi aö hugsa um hag innflytjenda, en þeir gegni mikilvægu hlutverki i Sviþjóö, sem skylt sé aö viöurkenna. 1 yfirlýsingunni segir, aö ut- anrficisstefnan veröi óbreytt. Hlutleysisstefnan og baráttan fyrir frelsi og réttlæti, veröi aö haldast i hendur. Aðstoðin viö þróunarlöndin veröi aukin. Orkumálum er aö sjálfsögöu . helgaöur allitarlegur kafli i stefnuyfirlýsingunni, en stjórn borgaralegu fiokkanna rofiiaði vegna andstööu Miðflokksins gegnbyggingu fleiri kjarnorku- vera. Sósialdemókratar, Þjóö- arflokkurinn og Ihaldsftokkur- inn telja nauösynlegt aö fjölga þeim til þess, aðSviar veröi sem Öiáöastir öörum á þessusviöi. I yfirlýsingunni segir, aö Sviar veröi aö stefna aö þvi að full- nægja sem bezt orkuþörf sinni eftir öllum tiltækum ráöum, en höfuöáherzlu beri aö leggja á siauknar öryggisráöstafanir t.d. i sambandi viö kjarnorkuverin. Stjórnin muni stefna aö þvi aö ná sem viötækastri samstööu I þinginu um þessi mál. Niöurlag yfirlýsingarinnar fjallar um nauösyn þess aö styrkja atvinnulifiö meö öllum ráöum og tryggja samkeppnis- stööu sænskra atvinnuvega. Mikil áherzla er lögö á þaö, aö samkomulag náist um ábyrga afgreiðslu næstu fjárlaga. Yfir- lýsingunni lýkur meö þeim orö- um, aö rikisstjórnin vilji stuöla aö sem viötækustu samstarfi um allt þaö, sem landi og þjóö megi aö gagni verða. Þ.Þ. tekst. Þ.Þ. Ullsten i hópi ráöherra sinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.