Tíminn - 24.10.1978, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 24. október 1978
á víðavangi
Fyrsta skipti á íslandi
Þessar brautir eru likari alvöru kappakstursbrautum en nokkrar
aðrar brautir. Þú getur tekið framúr næsta bil hvenær sem þú vilt.
Hraði bilanna er-miklu meiri.en á fyrri brautum og bilarnir
stöðugri vegna 5 HEILDSÖLUBIRGÐIR:
rafmagnsrasa
og grinda.
y2jíj'4
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 84511
Kratar og Alþýöu-
bandalagsmenn
sálgreindir
t nýútkomnu hefti Timarits
Máls og menningar sálgreinir
róttækur Alþýðubandalags-
maður, Gestur Guðmundsson,
félaga sina I Alþýðubanda-
laginu og samstarfsmennina
kratana. Fyrir þá sem utan
standa er þetta einstaklega
skemmtileg lexfa I innra sáiar-
lifi áðurnefndra flokka og skal
hér litillega I grein þessa vitna.
Alþýðublaðið fær þá einkunn
hjá Gesti að þvf sé „best likt við
mann sem stendur með fæturna
hvorn á sinum bakka gliðnandi
sprungu”. Eða nánar: „Tals-
menn Ab segja oft flokkinn feta
milliveg milli kratisma og
kommifnisma. Með þessu er
annars vegar átt við andstæður
umbótahyggju og byltinga-
afstöðu, og er Ab þá best lfkt viö
mann sem stendur með fæturna
hvorn á sfnum bakka gliðnandi
sprungu.”
Kratisk óskhyggja
1 grein Gests fá kratar þann
vitnisburö að að þeir séu leiguþý
auðvaldsins en nánar tiigreind
hljóöar sálgreiningin þannig:
„A sama hátt og kratahjal og
glistrupskt lýöskrum blandast
saman á kostulegan hátt i mál-
flutningi krata, er „jafnaðar-
mennska” þeirra mótsagna-
kennd. Á annan bóginn taia þeir
alvörugefnir um „tf mabundnar
fórnir”, en á hinn bóginn smiða
þeir hina fegurstu loftkastala
um félagslegar umbætur sem
þeir vilja knýja fram. 1 raun og
veru gerist hér hið sama og hjá
krötum i rfkisstjórnum
nágrannalandanna: Um leiö og
óhrjálegur veruleiki auðvalds-
skipulagsins knýr þá til skipu-
legra kjaraskerðingaraðgerða
gegn verkalýð, mála þeir ósk-
hyggju sfna um félagslegan
jöfnuð og fagurt mannlff stöðugt
skærari litum i áróðri.”
Hvor skyldi hafa reynst þeim
gamla ótrúrri?
Kratar og Alþýðubanda-
lagsmenn bornir saman
Næst kemur samanburöur
Gests á krötum og Alþýöu-
bandalagsmönnum:
„Umbóitahyggja kommún-
iskra flokka (átt við Ab/KEJ)
er um margt með öðru sniði en
gerist hjá krötum. Megin-
^ munurinn er þó fólginn i þvf að
kommúnistar telja mun meira
svigrúm til samfélagsbreytinga
en kratar. Þetta kemur m.a.
fram i þvi, að kratar taka
jafnan meira mark á álits-
gerðum opinberra hagsýslu-
stofnana og haida sér innan
þeirra marka sem þar eru
dregin. Kommúnistar sjá hins
vegar rýmri möguleika á
umbótum I þágu verkalýðs:
klipa megi af „aukagróða”
einokunarhringja, bættur kaup-
máttur launa og aukin opinber
umsvif örvi eftirspurn og heröi
þannig á hjólum efnahagslifsins
o.s.frv. Dægurstefna þeirra
verður þvi „yfirborðsstefna”
miðað við stefnu krata.”
Efnahagstillögur Alþýðu-
bandalagsins lýðskrum
og léttúð
Þetta hefur verið æði fróö-
legur lestur og er þó besti hluti
hanseftir: Gestursegir: „Allan
málflutning Alþýðubanda-
lagsins um þessar mundir má
taka saman i setninguna:
„Hægt er að reka islenska
auðvaldssamfélagið betur en
gert er”. t blaðaviðtali nýlega
var það helsti boðskapur eins
framámanns flokksins, hag-
fræðing ASl, að endurreisn
efnahagslifsins þyldi bættan
kaupmátt. Efnahagstillögur Al-
þýðubandalagsins bæði fyrir og
eftir kosningar einkenndust af
lýðskrumi og léttúð. Það Iftur
fallega út á blaði að taka skuli
nokkra milljarða úr vösum at-
vinnurekenda með skatt-
lagningu og lækkun áiagningar.
Það breytir þó ekki þeirri stað-
reynd, að gróöinn er vaxtargjafi
auðskipulagsins og skerðing
hans hefur I för meö sér keðju-
verkun — að öllum Hkindum
samdrátt, atvinnuleysi og
skerðingu kaupmáttar.”
COV77Mt Æ4ÆWCT/
Amerískar bílabrautir
nordíTIende
myndsegxLlbandi ÍWlS
Einka sjónvarpið þitt — gerir þig nú
óháðan útsendingartíma sjónvarpsins
Mikil litgæði
Spólukostnaður lítill
Tækið tekur lítið rúm
Stillið það sem þér viljiö sjá.
Sjáið þegar yður hentar.
Skipholti 19, simi 29800
27 ár i fararbroddi.
Spólur Verð
C- 60 mín. 13.575
C-120 mín. 19.980
C-180 mín. 24.980
Berið saman verð
og gæði
707.920
Fyrstir til sjónvörp, transistora, in-line myndlampa, systemkalt 2 og nú VHS Nordmende
íslands með: myndsegulbandstæki á viðráðanlegu verði. Umboðsmenn um allt land
Geðklofningur flokkanna
Og enn heldur Gestur áfram:
„Þaö er póiitiskur geð-
klofningur aö lýsa sig andsnúinn
auðskipuiagi, en leggja jafn-
framt ofurkapp á að fá að
stjórna þvi, en Islenskir sósial-
istar hafa verið haldnir þessari
sálsýki a.m.k. frá lýðveldis-
stofnun. Reyndar eru fylgj-
endur kapitaíisma betur fallnir
til að stjórna honum en and-
stæðingar hans, en mergurinn
málsins er sá, að slik iðja bæði
byggir og elur á skaðlegum tál-
sýnum um möguleika umbóta-
stefnu”.
Atökin um verkalýðinn
Og þá er það kjarni málsins,
eða eins og Gestur segir:
„Alþýðuflokksmenn boða nú
harðvitug átök við Alþýðu-
bandalagsmenn um verkalýðs-
hreyfinguna. A vissan hátt njóta
þeir fyrrnefndu góðrar vlg-
stöðu. Báðir aðilar eru sam-
mála um að reka „ábyrga”
verkalýðsbaráttu, þ.e. taka fullt
tillit til „getu atvinnuveganna”.
Einungis er deilt um það, hver
sú geta er, og þar geta Alþýöu-
flokksmenn kvatt sér margfalt
öflugri liðsauka frá opinberri
hagsýslu. Hér skiptir þó megin-
máli, að verkalýðshreyfingin er
félagslega steindauð: á meðan -
er tómt mál að tala um sterk
Itök sóslalista, heldur eru
alþýðusamtökin nú upplagður
leikvöllur fyrir þingræðislegan
loddaraleik i prófkjörastll, þar
sem hin ýmsu borgaralegu öfl
eru á heimavelli”.
Og alltsnýst þetta um fólk
Kannski einhver sé nær um
eðli og markmið þeirra stjórn-
málaflokka sem hér hefur veriö
rætt um. Hér snýst allt um strið,
lýð og vigstööu, þó maður hefði
haldiö að innst inni væri þetta
fólk sem um er rætt.
Samfara þvl að Alþýðu-
bandalagið hefur stækkað
aukast óneitanlega and-
stæöurnar innan þess, pólarnir
eru menntamenn, verkamenn
og stjórnmálamenn. — Og svo
allt þetta fólk. t augum Gests er
það greinilega mesta hörmung,
að ekki skuli fyrir löngu vera
búið að nota þetta fólk I bylt-
ingarfóður. En áður en sá tlmi
kemur má kannski gera sér von
um að fólkiö sjái að sér og átti
sig á staðreynd eins og þeirri, að
enn hefur ekki verið sýnt fram á
að kommúnismi geti bætt úr
nokkrum sköpuðum hlut hvað
þá að hann fái staðist. Jafnvel
gósenlandið, Kina, er þessa
dagana á hraðri leið til vest-
rænna stjórnarhátta.
Þvi skal ekki á móti mælt, að
lýðræðið er ekki gallalaust eins
og það er I dag. Það má þó eiga
það, sem við ekki viljum sjá af,
að innan þess er hægt aö starfa
tiltölulega óttalaus um llf sitt og
þrátt fyrir allt hefur það leitt af
sér betra atlæti fyrir flesta en
nokkurt annað stjórnarfyrir-
komulag sem sögur fara af.
KEJ
Selfoss-
lögregl-
an lýsir
eftir
vitnum
Föstudaginn 13. þessa
mánaðar um klukkan 22 valt
fólksbifreið á Suðurlandsvegi,
skammt fyrir vestan Selfoss.
ökumaður, sem var kona, var
ein I bifreiðinni. Bifreið, sem
þarna kom að, flutti konuna að
Selfossi, en hdn hafði eitthvaö
slasast.
Vegna rannsóknar á þessu
slysi óskar lögreglan á Sel-
fossi að hafa tal af fólki þvi,
sem ók með konuna að Sel-
fossi.