Tíminn - 31.10.1978, Side 6
6
mmm
Þriðjudagur 31. október 1978
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvœmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjóru og' augiýsingar Si&umúla 15. Simi
86300.
Kvöldsimar blabamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110. Áskriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
J
Erlent yfirlit
Völd Tengs virðast
stöðugt fara vaxandi
Hua virðist ekki eins traustur í sessi
Skattalög Matthíasar
Mathiesen
Sjálfstæðisflokkurinn er nú aftur orðinn skatta-
lækkunarflokkur. Sú var ekki tiðin, hvað snerti
tekjuöflunarmál sveitarfélaga, þegar flokkurinn
hafði meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur. Sú var
heldur ekki tiðin, þegar flokkurinn fór með fjár-
stjórn rikisins i valdatið viðreisnarstjórnarinnar.
Siðustu árin, sem hún fór með völd, var skattvisi-
talan slitin úr sambandi við framfærsluvisitöluna
og hvað eftir annað fölsuð á þann hátt til að hækka
tekjuskattinn.
Þessi var heldur ekki tiðin siðustu fjögur árin,
þegar Matthias Matthiesen var fjármálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins. A siðasta þingi voru sett ný
skattalög að frumkvæði Matthiasar og voru þau
m.a. miðuð við það, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði
áfram i rikisstjórn. Þessi lög eru enn ekki komin til
framkvæmda, en samkvæmt ákvæðum þeirra yrði
bæði eignaskattur og tekjuskattur á fyrirtækjum
hærri en nú, þótt reiknað sé með bráðabirgðalög-
unum. Tómas Árnason fjármálaráðherra rakti
þetta i ræðu, sem hann flutti þegar stefnuræða
forsætisráðherra var til umræðu i þinginu. Fjár-
málaráðherra sagði:
,,Þegar á heildina er litið er núverandi eignar-
skattur að viðbættum eignarskattsaukanum skv.
bráðabirgðalögunum léttbærariá atvinnurekstri en
eignarskattur væri samkvæmt nýju skattalögunum,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að setja
á s.l. vetri.
Nokkru erfiðara er að gera samanburð á skatt-
lagningu atvinnurekstrarins samkvæmt núgildandi
lögum auk bráðabirgðalaganna og nýju skattalög-
unum, sem lagt verður á samkvæmt 1980. Skatt-
hlutfall félaga er 45% af hreinum tekjum skv. nýju
lögunum miðað við staðgreiðslu, en skv. núgildandi
lögum 53% miðað við eftirágreiðslu næsta árs.
Ljóst er, miðað við þá verðbólgu,- sem hér hefur
verið, að þungbærara verður fyrir félög að greiða
skatta skv. skattstiga hinna nýju skattalaga hátt-
virts þingmanns Matthiasar Á. Mathiesen, en
skattstíga núgildandi laga, og það jafnvel þótt 6%
bráðabirgðalaganna verði bætt ofan á.”
Ljóst er af þessari frásögn fjármálaráðherra, að
eignarskattsgreiðendur myndu ekki hagnast, ef
skattalög Matthiasar Mathiesen kæmu til fram-
kvæmda. Sama er að segja um þá, sem greiða
skatta af atvinnurekstri.
Þannig hugsa Sjálfstæðismenn sér skattana aðra
og hærri, þegar þeir reikna með að vera i stjórn, en
þegar þeir eru komnir i stjómarandstöðu. Hver tek-
ur slika stjórnarandstöðu alvarlega?
Hinn Matthíasinn
í greininni hér á undan, er vikið að Matthiasi
Mathiesenog skattalögum hans. En svo er það hinn
Matthiasinn, Matthias Bjarnason, sem einnig átti
sæti i siðustu rikisstjórn. Þar var það verkefni hans
að hlutast sérstaklega til um málefni aldraðs fólks.
Nú flytur Matthias Bjarnason tillögu um að undan-
þiggja aldrað fólk eignarskattshækkuninni. Á sið-
asta þingi, þegar fjallað var um skattalög Matthias-
ar Á. Mathiesen, mundi Matthias Bjarnason ekkert
eftir gamla fólkinu þótt hann ætti þá sérstaklega að
gæta hagsmuna þess. Svona snúast ýmsir
stjórnmálamenn oft eftir þvi hvort þeir eru i stjórn
eða stjórnarandstöðu. Þ.Þ.
svo fyrsta tækifæri til aö snú-
ast gegn þeim eftir fráfall
Maos. Þaö voru þessir menn,
sem raunverulega múnu hafa
ráöiö úrslitum, þegar i odda
skarst milli „þorparanna
fjögurra” og hinna eldri og
Ihaldssamari leiötoga
kommúnista, en i þeim hópi
munu flestir forustumenn
hersins hafa veriö. Tækifæris-
sinnarnir svonefndu fylktu sér
þá um Hua, enda mátti raunar
telja hann einn af þeim og
tryggöu honum sigurinn. Þeir
eru taídir hafa haft illan bifur
á Teng og átt þátt i hinu siö-
ara falli hans. Gömlu leiötog-
arnir fylgdu hins vegar Teng
og knúöu þaö fram, aö Hua
varö aö endurreisa hann. SIÖ-
an hafa völd Tengs alltaf virzt
fara vaxandi.
SÍÐUSTU mánuöina viröist
auösýnilega hafa veriö unniö
markvist aö þvl, aö vikja tæki-
færissinnum úr embættum og
skipa skoöanabræöur Tengs i
staöinn. Þekktasta dæmiö um
þetta er brottvíkning Wu Teh
úr embætti borgarstjóra i
Peking. Wu Teh mun á sinum
tima hafa stutt „þorparana
fjóra” en snerist á sveif meö
Hua, þegar á reyndi, og átti
vafalitiö drjúgan þátt I þvi, aö
hann var valinn eftirmaöur
Maos sem formaöur flokksins.
Hann mun hins vegar ailtaf
hafa veriö andstæöingur Ten-
gs. Algerlega hefur honum þó
ekki veriö steypt af stóli, þvi
aö hann heldur enn sæti sinu i
framkvæmdanefnd flokksins
og þykir liklegt, aö Hua hafi
tryggt honum þaö, hvaö lengi
sem þaö veröur.
Fréttaskýrendur gizka á, aö
Teng njóti yfirleitt stuönings
hinna gömlu flokksleiötoga,
sem voru i hjarta sinu andvíg-
ir menningarbyltingunni, en
dönsuöu nauöugir meö. i þess-
um hópi er sennilega aö finna
flesta foringja hersins. Þeir
studdu Hua á sinum tima, en
vildu þó fá Teng aftur og virö-
ast hafa fylkt sér um hann aö
nýju. Margt bendir nú til, aö
Teng ráöi oröiö mestu, en
vafasamt er þó, aö hann taki
formlega völdin. Hann er orö-
inn 74 ára. Framtiö Hua sem
flokksleiötoga getur oltiö á
þvi, hvort Teng treystir hon-
um til aö framfylgja þeirri
stefnu aö gera Kina aö mesta
iönaöarveldi heims á sem
stytztum tima og setja hana
ofar kenningum Maos. Þ.Þ.
Hua Kuo-feng
MARGT þykir nú benda til
þess, aö bak viö tjöldin I Kina
fari fram valdabarátta milli
þeirra Hua Kuo-feng, for-
manns kommúnistaflokks
Kina, annars vegar og Teng
Hsiao-ping, fyrsta varafor-
sætisráöherra. Deila þessi
snúist ekki eingöngu um
persónuleg völd, heldur lika
um þá stefnu, sem fylgja skal.
Þessi skoöun er allvel rök-
studd i grein eftir þekktan
bandariskan prófessor,
Kenneth Lieberthal, sem hef-
ur sérstaklega kynnt sér mál-
efni Kina og ritaö bækur og
greinar um þau. Hann hefur
siöustu árin fariö árlega til
Kina. Grein þessi birtist i mai-
júni-hefti bandariska mán-
aöarritsins Problems of
Communism, en ýmislegt af
þvi, sem hefur skeö siöan virö-
iststyrkja skoöun Lieberthals.
i stuttu máli er þaö skoöun
Lieberthals, sem hann byggir
á tilvitnunum I ræöur þeirra
Hua og Tengs, aö þeir séu báö-
ir sammála um aö hraöa beri
efnahagslegri uppbyggingu i
Kina og hafa um þaö sam-
vinnu viö vestræn riki. Hins
vegar séu þeir ósammála um,
hversu hratt skuli fara. Teng
leggi alla áherzlu á aö ná þvi
marki á sem stytztum tima aö
Kina veröi eitt mesta eöa
mesta iönaöarveldi heims, en
þvi myndi aö sjálfsögöu
fylgja, aö þaö gæti oröiö eitt
mesta eöa mesta herveldiö.
Hua vilji hins vegar ekki fara
eins hratt, þvi aö þaö geti orö-
iö til þess aö raska hinum
kommúnistlska grundvelli. Til
þess aö ná marki þvi, sem
Teng stefnir aö, sé hann
reiöubúinn til aö vikja frá öll-
um kenningum Maos, sem
geta staöiö i veginum, og
stimpla þær úreltar. Hua vill
hins vegar ekki ganga svo
langt og ekki vikja frá höfuö-
þáttunum i kenningum Maos.
Frá sjónarmiöi Tengs viröist
þaö skipta höfuömáli aö gera
Kina aö voldugu riki, en án
þess aö þaö gerist á kostnaö
kommúnismans.
EINS og áöur segir, hefur sitt-
hvaö gerzt i Kina, sem viröist
styrkja þessa skoöun eöa
kenningu Lieberthals.
Augsjáanlega er hafinn
áróöur fyrir þvi, aö draga úr
• áhrifum Maos og gera litiö úr
ýmsum kenningum hans, þvi
aö þær samrýmist ekki nýjum
tima. Þessi áróöur viröist
alltaf magnast og bera þess
merki, aö hér ráöi Teng meira
en Hua. Siöustu fréttir benda
til þess, aö búiö sé aö bann-
færa hiö rauöa kver Maos,
sökum þess aö þaö þykir oröiö
túlka úreltar skoöanir.
Annaö þykir einnig bera
þess vott, aö Teng veiíi öllu
betur en Hua. Þeir Hua og
Teng virðast hafa verið sam-
mála um aö ryöja úr vegi öll-
um þeim, sem stóöu framar-
lega I menningarbyltingunni
svonefndu og fastast fylgdu
fram þeirri kenningu Maos,
sem hún var byggö á, þ.e. aö
kommúnismanum yröi ekki
haldiö hreinum nema meö
stööugum byltingum, þvi aö
annars gæti skapazt
kyrrstaöa, sem myndaöi jarö-
veg fyrir kapitalisma. En
Teng hefur viljaö ganga
lengra en þetta. Hann hefur
lika viljaö ryöja úr vegi
miöjumönnunum svonefndu
eöa tækifærissinnum, sem
hann hefur kallaö þá, en hér er
átt viö þá, sem fylgdu leiötog-
um menningarbyltingarinnar
á sinum tima, þótt þeir væru
þeim ekki sammála, en gripu