Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 4. nóvember 1978
Laugardagur 4. nóvember 1978
11
Jörð óskast
Litil jörð, má vera hlunnindalaus óskast
til kaups eða leigu.
Þarf að vera með ibúðarhæfu húsi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Timans,
Reykjavik merkt: Jörð 839.
Kaupmenn - Kaupfélög
Remington - Remington
eigum til takmarkaðar birgðir af rjúpna-
skotum, riffilskotum, einhleypum og
margskota haglabyssum.
Ó. H. Jónsson h/f
Laugarveg 178
Símar 83555 og 83518
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar og ógangfærar
bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9
þriðjudaginn 7. nóv. kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl.
5.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
og aðra listmuni
HÚSMUNASKÁLINN
Aðalstræti 7 — Simi 10099
Vélstjórar
Landhelgisgæslan vill ráða vélstjóra með
sem mestum réttindum.
Upplýsingar á skrifstofunni Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu.
Mallorka orðið minnir á sól og sjó/ baðstrandir og
sólbrúnt fólk. Á vissan hátt hefur þessi eyja í Mið-
jarðarhafinu orðið tákn fyrir þann þátt í lífsmáta nú-
tímafólks að fara i sólarlandaferðir. Hvaðanæva að
streymir fólk suður á bóginn til að njóta heilbrigðis í
sól og útiveru. Þetta eru þjóðf lutningar nútímans
nema árstíðabundnir/ eins og farfuglarnir.
Svona fer&alög hafa auðvitað
lengi átt sér stað. Það sem ein-
kennir þetta siðustu áratugi er
fyrst og fremst þær gífurlegu
vegalengdir sem lagðar eru að
baki, þökk sé flugtækninni og
hversu almennar þessar feröir
eru orðnar, þökk sé velmegun
fólks og lágum fargjöldum.
Rikir Evrópubilar hafa lengi
átt sínar sumarhallir viö Mið-
jaröarhafið og farið þangað
meðanalþýöani borgunum gat I
besta falli farið út I næsta al-
menningsgarð. t þá daga
heyröist Mallorka ekki nefnd á
nafn, sjórinn tryggði henni ein-
veruna aö miklu leyti. Þetta var
á mektardögum staða eins og
frönsku Rivierunnar og annara
landfastra sumarleyfisdvalar-
staða sem auðvitað hafa ekkert
látið á sjá upp á slðkastið,
aukning ferðamannastraums-
ins hefur orðið svo mikil.
Svo kom flugið til sögunnar.
Fjarlægöir hættu aö 'skipta
máli. Frá örófi alda hafði
mannkynið dáðst að fiiglum
himinsins, nú hafði það sjálft
fengið vængi. Nú munaöi ekkert
um það hvort sólarlandið var á
strönd Miðjaðarhafsinseða eyja
I Miðjarðarhafinu. Hafið sem
Rómverjar svo stoltir köllu&u
„Mare nostrum”, okkar haf,
var nú i eigu allra Evrópubúa og
þess vegna alls mannkyns.
Með timum leiguflugsins
hefst vegur Mallorku fyrir al-
vöru. Full sætanýting tryggöi
lág fargjöld og þegar flugvélin
var komin á loftið á annaö borð
munaði ekkert um vegalengd-
ina frá ströndinni út i eyju.
Hótel spruttu upp og hið lága
verðlag Suður-Evrópu ásamt
hampalitlu llfi I sumarsólinni
kom alþýðu Noröur-Evrópu til
góða. Draumurinn um „pálm-
anna strönd” var orðinn al-
menningseign. Mallorka varð
sumarhöll alþýðumannsins.
Sú hugmynd aö Mallorka sé
ein sólbaösströnd með hótelum
á efri bakkanum er mjög rik
meöalfólks.Sásem aldrei hefur
komiö til þessarar sólbökuöu
eyju á þvi ekki á ööru von, en aö
þar hafi alltaf allt snúist um
sumarfri ogsólböð. En eins og
áður segir er þetta mikill mis-
skilningur. Mallorka er einmitt
vegna eylandsveru sinnar mjög
svo ný af nálinni sem sumar-
dvalarstaöur, þótt hún skáki
þeim flestum núoröið. Þess
vegna eru margar skemmtileg-
ar andstæður á eynni t.d. aö öll
hótel eru svo til ný, byggö á
siðustu tiu-tuttugu árum en
höfuðkirkja eyjarinnar, dóm-
kirkjan I Palma er um sjö
hundruö ára gömul og er hvorki
meira né minna en fimmta
stærsta guðshús veraldar. A
sinn hátt sýnir þetta hversu
menning eyjarinnar er gömul
og i rauninni öflug lika.
Þá má einnig benda á a& á
dögum raforku og oliuhitunar
standa ennþá margar vindmyll-
ur uppi á eyjunni sem notaöar
voru við áveitur. Sérstaklega er
þetta athyglisvert fyrir þá sem
koma með flugvél til Mallorka I
fyrsta skipti. A öllu ööru eiga
þeir von, þegar þeir kikja út um
gluggann á flugvelli þessa
draumalands skemmtiiðnaðar
og glitrandi næturlifs, en huggu-
legum vindmyllum eins og voru
til I gamla daga I sveitinni
heima.
Þetta bendir til þess áö verk-
menning hefur verið með blóma
á eyjunni enda er hún öll eins og
vel ræktaður aldingarður, þegar
grannt er skoðað.
Við erum samt ekki komin til
Mallorka til þess að kynnast
fornri menningu heldur til þess
að njóta sólar. Fyrir ferðalanga
frá íslandi getur þó verið
gaman að skyggnast svolitiö um
milli sólbaðanna enda megum
við heldur ekki brenna I sólinni.
Einhver Spanverji mun hafa
haft orð á þvi að einungis ís-
lendingar og eðlurnar væru á
ferli um hádegið þegar mestur
hitinn er. Auðvitað var þetta
sagt i spaugi, en alvaran á bak
við grinið er sú aö fara sér hægt
I sólböðum a, m.k. fyrst i stað.
AMallorkaersólinnefnilega al-
veg „ósvikin” og fer ekkert I
„burtu”, þótt feröalangurinn
skreppi aðeins frá.
Mallorkabúar eru lika hinir
skemmtilegustu I viðræöu.Þeir
minna í mörgu á landann þegar
þeir benda á einhverja hótel-
þyrpinguna og segja að þarna
hefði nú verið þeirra sveit og af-
drep fyrir nokkrum árum, nú
væri ekkert varið I þetta lengur,
eintóm lúxushótel.
Þeir eru llka greinilega orðnir
vanir þvi að umgangast ís-
lendinga: A matsölustöðum
reka þeir ekki upp stór augu og
spyrja af hverju maður sé ekki
Eskimói þegar minrist er á Is-
land. Heldur brosa þeir breitt
tala um saltfisk og rétta manni
matse&ilinn á islensku.
v**1
■ ■ ...........'
■ ....
Viva Espana. Hatturinn er
spænskur, annað Islenskt.
Þessi „gömlu tengsl” gera
það að verkum, aö sú tilfinning
að vera I útlandinu kemur ekki
svo mjög upp i huga tslendinga
á Mallorka.
Sú staðreynd aö langflestir Is-
lendingar ferðast til Mallorka
með ferðaskrifstofu eykur enn-
þá meira á þá tilfinningu aö þú
sért i rauninni heima hjá þér.
Þegar ferðaskrifstofan er búin
að sjá um þig frá flugvellinum
að hótelinu færð þú venjulega
upp gefinn tima á svokölluöum
kynningarfundi daginn eftir. A
leiðinni til hótelsins var búið að
setja þig inn i það allra
nauðsynlegasta á staðnum.
A þessa kynningarfundi ættu
allir að mæta sem koma I fyrsta
sinn til einhvers staðar og jafn-
vel einnig þótt ferðirnar hafi
veriðfleiri. I ferð undirritaðs til
Mallorka, var þaö a.m.k. alveg
greinilegt að fulltrúi ferðaskrif-
stofunnar Sunnu vissi deili á öll-
um þeim mögulegu og ómögu-
legu vandamálum semupp gátu
komiö. Og ef það væri eitthvað
sem ekki hefði komið fram þá
bara að hringja, siminn væri
opinn allan sólarhringinn á
Spáni. Auðvitað væri æskilegt
að hringt væri á viðtalstimum
og svo væri auðvitað sérstak-
lega ánægjulegt að sjá framan i
alla I daglegum hótelheimsókn-
um. Þar mætti einnig impra á
öllum málum eöa tala um dag-
inn og veginn, eða bara hrósa
veörinu.
Eiginlega bærir sútilfinning á
sér á þessum kynningarfund-
um, að eigi einhver viö vanda-
mál að strlða, þá fari hann i
sólarlandaferð. Þar með sé sá
sami búinn að tryggjasér hóp af
fólki sem sé gengið undir það ok
aöhlusta á vandamálin og leysa
þau. Þar sem ekki er mikið um
svona tilboð á góða gamla Fróni,
" * , , * * ^ "* * *. /X- , _
^ * ‘ _ .'“ajprr r .■*•««► * " - ' *
■*S': *■; . ,
' , 'Síá’ í * >> V ' . - si* ' - '
Leikiö i sandi. Fjaran er einstakur leikvöilur fyrir yngri kynsló&ina.
reyndar forðast flestir þau sem
heitann eldinn, þá má ætla að
ekki sé heiglum hent að vera
fararstjóri i sólarlandaferð.
Þó má benda á það sem áður
segir a& Mallorkubúar þekkja
orðið vel til landans og málin
leysast þvi mörg af sjálfu sér.
Einnig má bæta við að a.m.k. á
þvi hóteli sem undirritaður bjói
Royal Torrenova á Magalúf,þá
kom ekki upp neitt það atvik
sem tók þvi aö minnast á. Frek-
ar væru allir sem einn aö gera
dvölina sem ánægjulegasta.
Kynningarfundirnir enda
venjulega með þvi að boöið er
upp á ýmis ferðalög. Þetta ættu
allir að athuga og reyna að
komast með. A.m.k. finnst
undirrituðum að enginn ætti að
koma til Palma án þess að
skoða dómkirkjuna sem auk
þess að vera mikilfengleg sjálf,
býr yfir mörgum gotneskum og
barokskum listaverkum, undur-
fögrum gluggaskreytingum og
tign hins aldna guðshúss. Marg-
ar aldir tók að reisa kirkjuna en
upprunalega var hún byggð á
gamalli mosku eftir aö Spán-
verjar höfðu endurheimt eyjuna
af Márum 1229.
Þá má benda á Bellver
kastala sem reistur var á
svipuðum tima. Sagt er að
kvenfólk hafi reist hann,ara-
biskar konur sem teknar voru til
fanga i striöinu.
Ekki má heldur gleyma
Valdemosa. Frá þvi þorpi eru
hinir kunnu Valdemosa-bræður
sem hrifiðhafamarganlandann
með söng og hljóðfæraleik.
Frægast er þó þorpið fyrir
klaustrið La Cartnja sem
stendur á mjög fögrum staö og
hýsti m.a. tónskáldiö Chopin og
Margt er um manninn á Magaluf ströndinni. Fjarst er Royal Magaluf hóteliö.
i smábátahöfninni I Puorto Solier eru mörg fögur fley. TaklB eftlr skuttogaranum. Þeir gera lfka
út á Mallorka.
skáldkonuna George Sand einn
vetur.
Vilji einhver kynnast bugöótt-
um vegi á klettóttri strönd, þá
ættihann aöfara frá Valdemosa
tilbæjarins Soller og siðan beint
til Palma I u.þ.b. þrjátiu
u-beygjum upp fjallshlið og
annað eins niður aftur hinum
megin. Þeir sem tala um
hlykkjóttavegiá Islandiættuaö
kynnast þessum.
A Mallorka er margt fleira að
sjá, þar á meðal fræga dropa-
steinshella og falleg byggöar-
lög. Hægt er að fara á nautaat,!
grlsaveislur og á næturklúbba.
Þeir sem eru með yngri kyn-
slóðina meö sér ættu þó ekki að
láta hjá liða aö fara I dýra-
garðinn Marineland. Þarna una
börn og reyndar fúllorönir sér
sérstaklega vel og er hreint
furðulegt að sjá páfagauka, sæ-
ljón og höfrunga leika listir
slnar.
Ferðin er á enda og komiö er
út á flugvöll. Það er alltaf með
töluverðu stolti aö íslendingar
koma út á flugvelli. t öllu þessu
þjóðahafi með allar þessar
milljónir manna, — kemur þá
ekki þin eigin vél frá þlnu eigin
landi, þótt þjóðin sem landið
byggir sé svo fámenn að hún
dettur út af öllum tölfræðilegum
meöaltölum, miðaö við fólks-
fjölda á heimsmælikvarða
o.s.frv.
Fyrir þann sem I „gamla
daga” sat mörgum stundum á
klöppunum I Oskjuhli&inni og
fylgdist með öllum
Piper-cupunum, tviþekjunum,
Skymasterunum og Cloud-
masterunum ramba inn til
lendingar eða til flugtaks, þ.e.
horfði á sögu Islenska flugsins
gerast,þá er ekki ónýtt að stiga
upp I nýtlsku þotu^spenna beltin
og sjá löndin líða hjá. „In
manus tuas domine...” megi sá
er öllu ræöur farsæla þetta
mikilvæga starf.sem tengir Is-
lensku þjóðina viö umheiminn
og starf þeirra sem gera fólkinu
viðysta haf, rikum og fátækum,
kleift að ferðast I hinum stóra
heimi, kynnast honum og þvi
hversu gott þaö er aö koma
heim.
Guölaugur Tryggvi Karlsson
A kynningarfundina er nauðsynlegt að mæta, enda eru ýmsar
upplýsingar veittar þar og holl ráð gefin.
„Komdu nú sellog blessaður höfrungur”. Myndin er tekin I sæ-
dýragarðinum á Mallorka, Marineland.
Þjóöbúningur kvennanna f Valdemosa er sérkennilegur.
Yfirlitsmynd yfir Magalufströndlna af Hotel Royal Torrenova.
Takið eftir fallhlifasvifinu yzt til vinstri. Þetta er núna vinsæl
iþrótt á sólarströndum.