Tíminn - 04.11.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. nóvember 1978
13
RÚMRUSK
Þaraa vantar herslumuninn
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Austurbæjarbló
RUMRUSK
Gamanleikur I tveim þáttum
eftir
Alan Ayckbourn
Þýðing:
Tómas Zoega
Leikstjórn:
Guðrún Asmundsdóttir
Leikmynd:
Steinþór Sigurðsson
Búningar:
Andrea Oddsteinsdóttir
Lýsing:
Gissur Pálsson og
Daniel Williamsson
Siðastliðinn laugardag, og
reyndar langt fram á sunnu-
dagsmorgun, frumsýndi Leikfé-
lag Reyl.javikur gamanleikinn
eða ærsltleikinn — Rúmrusk,
eftirAlan Vyckbourn, en verkið
er á miðr.ætursýningu, byrjar
23.30 og endur klukkan tvö um
nóttina, og tr auk annars kassa-
stykki handc.' borginni, sem er
að byggja leikhús.
Þetta er dálitið undarlegur
sýningatimi, en hann ber þó
eftirvæntinguna inn á sér fyrir
mina kynslóð.
Miðnæturtónleikar, mið-
nætursýningar voru algengar
hér áður i Gamla o£ Nýja biói og
við börnin sáum þetta i æsandi
og dularfullum bjarma.
Listin að skemmta sér
Það er vist engum blöðum um
það aö fletta, að sambúð leik-
húsa og gagnrýnenda er örðug
þegar leikrit eiga aö vera
skemmtileg, eða hlægileg.
Gagnrýnendur taka allt of
hátiðlega og þeim stekkur ekki
bros, þótt almenningur veltist
um að hlátri. Það kann þvi aö
þykja nokkuö sigiö á menning-
arhliðina hjá undirrituðum ef
hann segir aö Rúmruskiö I
Austurbæjarbió sé nú ekki nógu
hlægilegt. Maður getur fellt sig
viö að til séu og sýnd leikrit,
sem aöeins hafa þaö markmið
að fá áhorfendur til þess að
gleyma stund og staö og hlæja
svolitið ærlega á riöuveikitím-
um og verðbólgutimum alvör-
unnar. Maður getur lika fellt sig
viö að leikrit hafi ekki dýpra
inntak, eða flytji mönnum sér-
stakan boöskap, en það verður
þó aö vera hlægilegt — er það
ekki?
Rúmrusk er einmitt þess kon-
ar leikrit, innihaldslaust, en
græskulaust gaman, en mér
finnst það bara ekki nógu
skemmtilegt til aö eyöa tveim
stundum og hálfri betur i að
reyna að hlæja.
Samt er það langt frá þvi að
vera misheppnað, það hefur upp
á að bjóða góða spretti, og á
sumum bekkjum var stuð.
Leikurinn segir frá venjulegu
fólki, eldri hjónum, sem eiga
einkennilegan son, sem er i
ófriði viö konuna. Hjónum, þar
sem konan er fyrrverandi kær-
asta, sonar fyrrnefndu hjón-
anna, en maður kærustunnar
fyrrverandiliggur I þursabiti og
má sig hvergi hræra.
Haldið er partý hjá þriðju
hjónunum, en þau eru að friða
húsið, gera þaö upp, en eru ekki
búin, og maðurinn kaupir ósam-
sett húsgögn og þrælar þeim siö-
an saman með tólum, sem hann
sækir út í bil.
Hjónin sem eru ósátt byrja að
rifast og partýiö leysist upp, og
þá hefst andvökunótt i rúmun-
um þrem, þvi málin kalla á að-
kallandi lausnir, þvi hjóna-
bandsmálin hafa algjöran for-
gang.
Sviðin eru þrjú, og öll eru tvi-
breið rúm.
Þetta er söguþráðurinn í sem
skemmstu máli; og þótt hann sé
ekki burðugur, verður hann þó
meö smá misskilningi ööru
hverju að góðlátlegu gamni.
fólk í listum
—
Helga Stephensen og Jón Hjartarson I hlutverkum Kate og Mal-
colms
Menn koma inn i herbergi á
óhentugum tima, og saklaus
ævintýr, taka á sig dularfullar
myndir og örlagarikar. Tal er
tvirætt á köflum, en þó langt
innan ramma hegningarlag-
anna.
Höfundur, leikarar og
leikstjóri.
Leikfélag Reykjavikur kynnir
höfundinn meö þessum orðum:
„Alan Ayckbourn höfundur
Rúmrusks er meöal þekktustu
núlifandi leikritahöfunda Breta.
Hann er fæddur áriö 1939 og
skrifaði fyrsta leikrit sitt um
tvitugt. Siðan hefur hann verið
óvenjuafkastamikill höfundur
og vinsæll að sama skapi. Þess
eru dæmi að leikrit hans hafi
verið sýnd i þrjú ár i striklotu i
stórleikhúsum Lundúna. Alls
eru þau orðin 11, en Rúmrusk
(Bedroom Farce) er þeirra nýj-
ast. Leikrit Ayckbourns hafa
verið þýdd og leikin viöa um
lönd, en hér er hann kynntur á
islenzku leiksviði I fyrsta sinn. 1
leikritum sinum þykir hann
bregöa upp einkar litrikum
myndum af samborgurum sin-
um bæöi i gleði og sorg, og vera
mikill kunnáttumaöur á sigildar
leikfléttur.
Alan Ayckbourn er leikhús-
stjóri I Scarborough þar sem
hann setur sjálfur fyrst á svið
alla sjónleiki sina. Á siðustu ár-
um hefur hann veriö meðal
Edda Þórarinsdóttir, Kjartan
Ragnarsson og Pétur Einarsson
f hlutverkum Jennýar, Trevors
og Nicks.
„hirðskálda” breska þjóðleik-
hússins. Þar hefur Rúmrusk
verið sýnt undanfarið v.ð mikl-
ar vinsældir”.
Að visu eru leikhúsin nú f kki
vön að klipa utanaf heimfrægð
manna, en eigi að siður virðist
þetta vera einkar áheyrilegur
æviferill, eða skáldskaparferill,
svo ekki sé meira sagt, og sá
grunur læöist að manni, að leik-
urinn kunni að hafa aflagast I
flutningi til Islands. Ærslaieikir
lifa á bláþræði i leikstjórn, texti
slikra leikja oft á orðaleikjum
og smæstu blæbrigðum. Ef rétt
er fariö að I einu og öllu,
skemmta menn sér konunglega,
rifna af hlátri, en annars — tr
ekkert gaman lengur.
An þess að hafa séð enska
textann, viröist þýöing Tómasar
Zoega vera á ágætu máli, og við
drögum enskukunnáttu hans
ekki i efa, en kannske skilst
þetta ekki allt þrátt fyrir allt?
Leikstjórn Guðrúnar
Asmundsdóttur er lifandi og
frjáls, og ekkert sparað til að fá
fram grin og hlátur, sem oft
tekst vel, og hraði er ágætur og
nokkurt öryggi. A frumsýningu
kann að hafa vantað einhvern
herslumun, og þá er að skoöa og
skilgreina aö nýju.
Af leikendum komu þær
Helga Stephensen og Edda Þór-
arinsdóttir mest á óvart. Þær
eru prýðilegir gamanleikarar.
Sama er að segja um Jón Hjart-
arson, sem stendur sig lika
afburða vel. Hinir eru venju-
legri. Þaö er gaman að sjá ný
andlit, en hrókeringar stóru-
leikhúsanna skilur maður ekki
alltaf fremur en annað, sem er
háleitt i þessu lifi. Við sjáum
a.m.k. ekki sérstakt tilefni til
mannalána milli húsa aö þessu
sinni. Ný andlit hefðu komið sér
betur, þótt þau séu ekki „innan
fjölskyldunnar”. Rétt er þó aö
leyfa Pétri Einarssyni að leika,
þvi staða hans krefst stöðugra
verkefni á leiksviði, það er gott
fyrir hann sjálfan og nemendur
hans i Leiklistarskóla Islands.
Nú, hér hefur verið fundið að
einu og ööru. Ærslaleikir eru sér
á parti, en ekki undanþegnir
almennri leiklistargagnrýni.
Alit vort er að þarna vanti
herslumun.
Jónas Guðmundsson
St. Jósefsspítalinn
Landakoti
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsókn-
ar:
Hjúkrunarfræðinga vantar á skurðstofu,
sérmenntun æskileg. Einnig eru laus 2.
námspláss á skurðstofu.
Deildarritara vantar i fullt starf á
hjúkrunardeild, einhver starfsreynsla
æskileg.
Starfskraft með kunnáttu i saumaskap
vantar i fullt starf á saumastofu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá
hjúkrunarforstjóra sem gefur allar nánari
upplýsingar i sima 19600 milli kl. 11 og 14.
Reykjavik 2. nóvember 1978
St. Jósefsspitalinn
Landakoti
Starf
forstöðumanns
við dagheimilið Viðivelli i Hafnarfirði er
laust til umsóknar.
Til greina kemur ein heil staða eða tvær
hálfar stöður.
Fóstrumenntun er æskilegust en önnur
uppeldisfræðileg menntun eða reynsla
kemur einnig til greina.
Upplýsingar um starfið veitir forstöðu-
maður i sima 53599 á dagheimilinu og
félagsmálastjóri i sima 53444 á Félags-
málastofnun Hafnarfjarðar. Umsóknar-
frestur er til 20. nóvember n.k.
Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar.
Útibússtjórastarf
Starf verslunarstjóra við útibú Kaup-
félags Árnesinga, Þorlákshöfn er laust til
umsóknar.
Húsnæði fyrir hendi.
Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k.
Umsóknir sendist til aðstoðarkaupfélags-
stjóra Guðna B. Guðnasonar Selfossi er
einnig veitir upplýsingar i sima 99-1207
Kaupfélag Árnesinga
Prentarar athugið
Viljum ráða vanan pressumann nú þegar.
Mötuneyti á staðnum.
Talið við Gunnar Gissurarson yfirprent-
ara. Fyrirspurnum ekki svarað i sima.
Kassagerð Reykjavikur,
Kleppsvegi 33
Viðskiptaráðuneytið,
3. nóvember 1978
.aus staða
Staða deildarstjóra i viðskiptaráðu-
neytinu er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna rikisins.
Umsóknin ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist ráðu-
neytinu fyrir 1. des. n.k.
m