Tíminn - 14.11.1978, Blaðsíða 6
6
■ Otgefandi Framsóknarílokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og- auglýsingar Síöumiila 15. Simi
86300. " ,
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Áskriftargjald kr. 2.200 á'
mánuöi.__________ __________Blaöaprent h.f. j
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekkert lært
Lengi munu i minni höfð viðbrögð stjórnarand-
stöðuflokkanna á vorþinginu 1974. Sjálfstæðis-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og meirihluti Sam-
taka vinstri manna og frjálslyndra, voru þá i
stjórnarandstöðu. Ljóst var þá, að mikil verðbólgu-
holskefla var framundan, þar sem viðskiptakjör
fóru versnandi og febrúarsamningarnir höfðu verið
byggðir á of mikilli bjartsýni. Vinstri stjórnin, sem
þá fór með völd, sá að hverju fór og ákvað að beita
sér fyrir viðtækum og raurúiæfum aðgerðum til að
afstýra þeim háska, sem framundan var. Hún lagði
tillögur um þetta fyrir Alþingi. Ef þær hefðu verið
samþykktar, hefði verið hægt að hemja verðbólg-
una að mestu. Efnahagsástandið myndi vera allt
annað i dag, ef farið hefði verið eftir þessum tillög-
um. Það var ekki gert. Ástæðan var sú, að Sjálf-
stæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og meirihluti,
Samtaka vinstri manna og frjálslyndra beittu
stöðvunarvaldi sinu á Alþingi til að koma i veg fyrir
það. Það var ekki aðalatriðið hjá þessum flokkum
að hemja verðbólguna, heldur að gera rikisstjórn-
inni örðugt fyrir og koma henni á kné. Þess vegna
komst verðbólgan upp i 40-50% á árinu 1974 og hefur
aldrei verið fullkomlega hamin siðan.
Það má segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að
vissu leyti sopið seyðið af þátttöku sinni i þessu ó-
happaverki, þegar hann tók við stjórnarforustunni
sumarið 1974 og þurfti að fara að glima við verð-
bólguvandann. Þá fékk hann lika að reyna hvilikur
skaðvaldur óbilgjörn og ábyrgðarlaus stjórnarand-
staða getur verið. Þótt Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn væru þá ósammála um flest, eins og
enn er, voru þessir flokkar innilega sammála um
eitt. Það var að gera allt sem i þeirra valdi stóð, til
þess að láta efnahagsaðgerðir stjórnar Geirs Hall-
grimssonar misheppnast. 1 þeim tilgangi beittu þeir
óspart áhrifum sinum i launþega-hreyfingunni.
Þeir létu það lönd og leið hvað þjóðinni væri fyrir
beztu.
Höfuðmál þeirra var að gera rikisstjórninni allt
til miska og þó alveg sérstaklega að eyðileggja allar
aðgerðir hennar til að ná tökunum á verðbólgunni.
Illu heilli varð þeim allt of mikið ágengt i þeim
efnum og súpa nú sjálfir seyðið af þessum verkum
sinum i glimunni við verðbólguna. Hún væri nú
minni og viðráðanlegri, ef þeir hefðu unnið af meiri
ábyrgð, þegar þeir voru i stjómarandstöðu, og
hefðu metið meira þjóðarhag en að vinna gegn
rikisstjórninni.
Atvikin hafa orðið þau, að Sjálfstæðisflokkurinn
er nú aftur kominn i stjórnarandstöðu. Ætla mæ^ti,
að hann hefði eitthvað lært af óhappaverki sinu
vorið 1974 og að hann léti vinnubrögð Alþýðubanda-
lagsins og Alþýðuflokksins á undanförnum fjórum
ámm verða sér til varnaðar. Þvi miður er ekki sliku
að heilsa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert lært.
Hann er jafnóábyrgur nú og hann var vorið 1974.
Það er augljóst, að óhjákvæmilegt verður að gera
sérstakar viðnámsráðstafanir fyrir næstu mánaða-
mót. Innan verkalýðshreyfingarinnar er vaxandi
skilningur á þvi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri þjóð-
hollur flokkur og ábyrgur, myndi hann styðja slika
viðleitni. Það gerir hann ekki. Þvert á móti reynir
hann og málgögn hans að gera tortryggilega þessa
afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og brigzla henni
um svik og undanhald. Það getur vart hjá þvi farið,
að þessi framkoma Sjálfstæðisflokksins veki at-
hygli þjóðarinnar og fái þann dóm, sem hún verð-
skuldar.
Þ.Þ.
Þriöjudagur 14. nóvember 1978
Erlent yfirlit
Nýja þingið getur
orðið Carter erfitt
Þó er vart taægt að tala um bægri sveiílu
ÚRSLIT kosninganna i
Bandarikjunum, sem fóru fram
siöastliöinn þriöjudag, eru enn
helzta umræöuefni fjölmiöla
vföa um heim. Einkum er rætt
um, hvaöa áhrif þau muni hafa
á stjórnmál Bandarikjanna á
komandi tveggja ára kjörtlma-
bili. Úrslitin breyttu litlu um
styrkleikahlutföll flokkanna i
þinginu, því aö repúblikanar
bættu aöeins viö sig tólf þing-
sætum I fulltrúadeildinni og
þremur i öldungadeildinni.
Demókratar hafa þvi áfram
öruggan meirihluta I báöum
deildum, þeir hafa 276 þing-
menn I fulltrúadeildinni og 57
þingmenn I öldungadeildinni en
repúblikanar hafa 158 I fulltrúa-
deildinni og 41 i öldungadeild-
inni. Eftir þessu aö dæma ætti
Carter ekki aö þurfa aö hafa
áhyggjur af þvi,aö hann muni
skorta stuöning á þinginu.
Þetta segir hins vegar ekki
alla söguna. Meirihluti hinna
nýju þingmanna i báöum flokk-
um er talinn hallast meira til
hægri en fyrirrennarar þeirra.
Þvi þykir liklegt/aö Carter reyn-
ist erfiöar aö koma fram ýms-
um umbótamálum en áöur.
Eins megi hann vænta aukinnar
andstööu gegn samningum viö
Rússa um takmörkun kjarn-
orkuvopna. Þingiö hefur þannig
færzt heldur til hægri.en frétta-
skýrendur telja þessa breytingu
þó ekki þaö mikla aö hægt sé aö
tala um hægri sveiflu. Þaö vakti
llka athygli aö tillögur um
skattalækkanir, sem vlöa voru
bornar undir atkvæöi kjósenda i
sambandi viö kosningarnar,
fengu minna fylgi en búizt var
viöog voru meira aö segja felld-
ar i sumum fylkjanna.
TVENNT festa fréttaskýr-
endur einkum augu viö, þegar
þeir ræöa um kosningarnar.
Annaö er aö algert los viröist nú
komið á flokkaskipunina. Báöir
flokkarnir tefldu bæöi fram
frjálslyndum mönnum og
ihaldssömum. Sumirhinna nýju
þingmanna repúblikana eru
taldir vel frjálslyndir, en meöal
hinna nýju þingmanna demó-
krata er aö finna allmarga sem
eru taldir alllangt til hægri. Af
þessu leiöir þaö aö Carter
veröur I mörgum málum aö
treysta á stuöning frjálslyndra
repúblikana, ef hann á aö koma
málum slnum fram .þvl aö stór
hluti demókrata er ltklegur til
aö veröa andvlgur honum. Þetta
er aö visu ekki nýtt. T.d. heföi
Carter ekki fengiö Panama-
samningana samþykkta I
öldungadeildinni ef nokkrir
þingmenn repúblikana heföu
ekki snúizt á sveif meö honum. 1
hópi þeirra repúblikana sem
greiddu atkvæöi meö samning-
unum var Howard Baker frá
Tennessee, formaöur repúblik-
ana I öldungadeildinni. Hann
Nancy Landon Kassebaum
var endurkosinn meö riflegum
meirihluta og þykir koma mjög
til greina sem forsetaefni repú-
blikana.
Hitt.sem vekur sérstaka at-
hygli.er lltil þátttaka I kosning-
unum. Hún hefur aldrei verið
minni I Bandarikjunum um
langt skeiö,einkum þó meðal
ungs fólks. Ýmsar skýringar
eru gefnar á þessu. Ein er sú aö
munurinn á flokkunum sé
oröinn svo litill aö mörgum þyki
erfitt aö greina á milli þeirra.
Þá hafi ekkert mál vakið sér-
staka athygli kjósenda og ýtt
undir aö þeir neyttu atkvæöis-
réttarins. Ýmsir höföu spáö þvi
aö meiri þátttaka yröi I þeim
fylkjum, þar sem atkvæöi voru
greidd um tillögur til skatta-
lækkana.en sú varö ekki raunin.
ÝMSIR fréttaskýrendur hafa
veriö aö velta vöngum yfir þvi,
hvaöa ályktanir megi draga af
úrslitum kosninganna um fylgi
Carters forseta og möguleika
hans til aö ná endurkosningu
eftirtvö ár. Niöurstaöan er helzt
sú,aö ekki veröi dregnar neinar
ályktanir um þetta af úrslitun-
um. Þó megi búast viö aö repú-
blikanir fái þá betri útkomu en i
þingkosningunum. Þetta er
dregið af þvi, aö repúblikanir
unnu meira á I kosningunum til
fylkisþinga og I rlkisstjóra-
kosningunum. Þeir hafa nú sex
rlkisstjórum fleira en áður. Al-
ger óvissa rlkir enn um þaö hver
frambjóöandi þeirra veröur,en
liklegast þykir ef prófkjör færu
fram hjá þeim nú, aö Ronald
Reagan yrði fyrir valinu, þó
aldraöur sé oröinn. Skoöana-
kannanir benda til.aö hann hafi
meira fylgi en Ford fyrrv. for-
seti. Veröi hvorugur þeirra fyrir
valinu er helzt talaö um Baker,
sem áöur er nefndur, eöa
Thompson rlkisstjóra I Illinois.
sem var endurkjörinn nú meö
miklum meirihluta.
Heltist Carter úr lestinni af
einhverjum ástæöum, þykir
Brown rikisstjóri i Kalifornlu
hafa styrkt stööu slna sem for-
setaefni demókrata, en hann
var endurkjörinn nú meö mikl-
um meirihluta. Hins vegar varö
hann fyrir þvi áfalli,að meö-
frambjóöandi hans sem vara-
rlkisstjóri féll og aö Rose Elisa-
beth Bird,sem hann haföi skipaö
sem forseta hæstaréttar, rétt
skreiö og hlaut minna fylgi en
dæmi er um varöandi fyrirrenn-
ara hennar. Edward Kennedy
þykir þó liklegri til aö hljóta út-
nefningu demókrata en Brown,
ef hann gefur kost á sér.
Sérstaka athygli vakti þab,aö
eini blökkumaöurinn sem átt
hefur sæti I öldungadeildinni
Edward R. Brooke, féll i
kosningunum og réði þar senni-
lega miklu aö hann haföi lent I
vafasamri fjárútvegun I sam-
bandi viö hjónaskilnaðarmál.
Annars var hann I góöu áliti.
Enginn blökkumaöur á nú sæti I
öldungadeildinni. Hins vegar
náöi ein kona, Nancy Landon
Kassebaum, kosningu til
öldungadeildarinnar. Hún er
talin fyrsta konan.sem hefur
náb kosningu þangaö af eigin
ramleik. Þrjár konur hafa veriö
kosnar þangaö áöur,en þær nutu
allar eiginmanna sinna eba rétt-
ara sagt fóru I framboð þegar
þeirféllu frá,og nutu þannig vin-
sælda þeirra. Nancy naut þess
hins vegar aö eiga frægan fööur,
Alf Landon, sem keppti viö
Roosevelt I forsetakosningunum
1936,og tók talsveröan þátt I
kosningabaráttu dóttur sinnar,
þótt hann sé kominn á 10. ára-
tuginn.
Þ.Þ.
Edward R. Brooke