Tíminn - 14.11.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.11.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. nóvember 1978 9 WMm Ólafur Jóhannesson: Upplýsingastreymi frá stjóravöldum til fjölmiðla og almennings er krafa timans — samráöherrar gerðu tillögur um menn i embætti blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs utan dagskrár I Sameinuðu Alþingi í gær vegna umræðna s.l. þriðjudag um skipan Magnúsar T. Ólafssonar i embætti blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þeg- ar umræðurnar fóru fram i s.l. viku var ólaf- ur staddur erlendis i opinberum embættis- gjörðum. Löghelgað embætti 1 ræðu sinni sagði Ólafur að at- hugasemdir þeirra þingmanna er gagnrýndu stöðuveitinguna byggðust á þeim misskilningi að hér væri um aö ræöa nýja stöðu. Svo væri ekki þvi embættiö hefði veriðstofnað 13. mal 1944, þá sem starf blaðafulltnia við utanrikis- ráðuneytið. Siðan 1959 hefur em- bættiö verið iöghelgað og sam- kvæm reglug. um stjórnarráð ls- lands sem öðlaðist gildi 1. jan. 1970 hefur embættið heyrt undir forsætisráöuneytið. Sagði ólafur að það skipti engu máli þó ekki hefði veriö skipaö eða sett i stöðuna um nokkurn tima þar sem um væri að ræða lögskipaöa stöðu. Þá sagði forsætisráöherra: „Þegar um er að ræða setningu eða skipun i embætti sem fyrir er og er I lögum, fer þaö mál aldrei, ég þekki þess engin dæmi,fyrir ráðninganefnd rikisins. Ég þekki þess heldur engin dæmi aö það sé gengið til fjárveitingarnefndar og spurt um það hvort þaö megi setja menn eða skipa i lögboðnar stöður. Það er sá ráðherra sem málið heyrir undir# sem tekur ákvörðun um það og eftir atvik- um með samþykki fjármálaráöh. að sjálfsögðu. Sú regla sem mönnum var tiörætt um s.l. þriðjudag aö þaö hafi veriö geng- ið framhjá fjárveitinganefndi þessu efni og framhjá ráðningar- nefnd rikisins á þvi aöeins viö ný störf. Ég þekki engin dæmi hins. Og það má kallast furðulegt að hv. fjárveitinganefndarmenn þekkja ekki þær venjur þekkja ekki þá algildu starfshætti.” Fjárlög breyta ekki lög- um „Það þarf nú varla að taka það fram þvi aö áreiðanlega held ég nú að allir hv. alþm. hljóti aö þekkja þá reglu að fjárlög geta ekki breytt lögum.” Sagði ráöherrann að fjvn. gæti aftur á móti haft frumkvæði aö þvl að berafram lagabreytingar til þess að skera niöur lögboðin störf eða stöður, ef hún teldi ofsetiö á jötu rikisins. Þá sagði ráðherra: „Til þess að skipa I stöður eða embætti sem fyrir eru, þarf auð- vitað enga formlega samþykkt i rlkisstj. Þær athugasemdir sem fram komu um það efni voru þess vegna algerlega Ut i hött, það er ekki siður hefur aldrei tlðkast og ég veit þessekki dæmi þau ár sem ég hef setið I rikisstj. að ráðherra komimeðþað inn á rikisstjórnar- fund og leiti eftir formlegri sam- þykkt á þvi að það skuli sett eða skipað I eitthvert embætti sem undir hann heyrir þó óumdeilan- lega. Ég þekki þess ekki dæmi. Það er einmitt allt annaö mál að ef hefði átt aö leggja niður þessa stöðu sem um er að ræða þá hefði þurft að koma með það inn á rlkisstjórnarfund og ganga frá formlegri samþykkt þar um það sem hefði þá getaö oröiö upphaf að reglugerðarbreytingu I þá átt, að leggja starf blaöafulltrúa rikisstjórnarinnarniður að leggja niður starf upplýsingamiðils rikisstj. En sem betur fer hefur nú enginn rábherra lagt það tð að leggja sllkt starf niöur.” Engin launung ,,Ég tel þess vegna augljóst af þvi sem ég hef sagt að það er ekki nokkur minnsta fjöður til að hanga á fyrir hv. fjvn. til þess að móðgast út af þvi aö setning þessa manns I starf blaöafulltrúa hafi ekki veriö borin undir hana né heidur er nokkur ástæða til þess fyrir hæstv. ágæta samráð- herramlna að hneykslast á þvi að ég skuli hafa framkvæmt þessa embættisathöfn án þess ab hafa kynnt þeim þaö fyrirfram form- lega á rikisstjórnarfundi ekki nokkur. Hitt er jaf n rétt og satt aö ég hef ekki lagt neina launung á það að égætlaði að skipa blaðafulltrúa rikisstj. Ég teldi það nauðsynlegt aðfá mann i það starf, enda mun það nú hafa komiö fram hér i þessum umræðum að hæstv. ráðherrar könnuðust við að ég mundi hafa hreyft þvi máli og látiö þá skoðun I ljós. Og ég hygg að ég vil segja a.m.k. flestum ég veit ekki hvort einhver vill undanskilja sig þvi af mlnum ágætu hæstv. samráðherraum hafi verib fullkunnugt um þessa ætlan mi'na. A.m.k. get ég sagt það að ýmsir samráðherrar bentu mér af góðum hug á hugsanlega ágæta menn til þessa starfa.” Setning en ekki skipun „Þá kom þaö fram hér I um- ræðum af blaöafregnum að dæma aö hér væri um nokkuö viöur- hlutamikið mál að tefla, þar sem blaðafulltrúi þessi væri skipaður til lifstiðar aö þvi er virtist og ætti aö sitja af sér allar stjórnir en ég vil nú leiörétta Þa nn mis- skilning.” Las nú forsætis- ráöherra upp bréf það sem Magnúsi T. ólafssyni var sent, þar sem fram kemur aö hann er settur I starfiö. Siðan sagði ráöherrann: ,,Hér er þvi aðeins um setningu aö ræöa sem hægt er fýrir ein- hvern mann mér vitrari þegar hann tekur við af mér ab leiö- rétta. En éghef litib svo á að það væriæskilegt varðandiþetta starf fyrir báða aðila, bæði blaðafull- trúannog rikisstj., að þab fengist nokkur reynslutimi til þess að það væri hægt að gera það upp hvort blaðafulltrúinn teldi starfiö heppilegt fyrir sig og hvort rikis- stj. teldi hann heppilegan I þessu starfi. Hitt er svo auðvitaö mál að áður en skipun á sér stað verður starf þetta auglýst enda er þaö forseti sem skipar I embætti blaðafulltrúa rlkisstj.” Alda mót ars jóna rm ið „Yfirleitt létu þessir hv. þing- menn sem hreyföu þó athuga- semdum við þetta af þeim mis- skilningi sem ég hef nú sýnt fram á,þau orb falla að sá maöur sem settur hefur veriö i þetta starf, Magnús Torfiólafsson væri vel til þess fallinn. Þó lét einn hv.þing- maöur þá skoðun i ljós að þetta væri nú nokkuö hæðin ráöstöfun, þvi að þessi blaöafulltrúi væri formaöur I stjórnmálasamtökum, sem ættu ekki aöild að rikisstj. Þetta eru nú vægast sagt, ja hvað á ég að segja aldamóta- sjónarmið, svo ég hafi nú ekki stærra orð yfir þaö. Sjónarmiö sem heföu vel getað átt sér staö um siðustu aldamót. Þau eiga ekki við i dag. Það á ekki að spyrja um þaö hver er pólitisk skoðun manns sem skipaður er i embætti heldur hitt hvort hann er hæfur til þess. Og þaö hélt ég satt að segja að væriað veröa rikjandi sjónarmiö núna á þessum timum sem við lif um á og það verð ég að segja þeim ungu ágætu mönnum til hróssað þeir áttu sinnþátt i aö skapa það viöhorf, fordæma hitt, enda er þvi kastað fyrir róða. En allt um það þá er sann- leikurinn sá aðþó að þessi tiltekni maður sé nú formaöur I stjórn- málasamtökum, þá hafa þau stjórnmálasamtök lýst þvl yfir, að þau muni styðja núverandi rikisstj. til allra góðra verka og það er nú samskonar stuðnings- yfirlýsing eins og viö megum una við frá nokkrum hv. þingmönnum stjórnarliðsins.” Krafa timans Nú vék forsætisráðherra aö efnisatriðum málsins hvort rikis- stj. væri þörf á slikum starfs- manni og hvort til þess værival- inn hæfur maöur. Um lagahliöina gæti ekki leikið nokkur vafi. „Spurningin er þessi: Er rikis- stj. þörf á fréttamiðlun og upp- lýsingastreymi tilfjölmibla og al- mennings. Ég svara þeirri spurningu hiklaust játandi. Égtel að ég sé ekki aðfinnsluverður fyrir það að setja i þetta starf. Það gæti frekar verib að það mætti finna að þvi, ab fyrrv. rikisstj. skyldi ekki setja mann i starf blaðafulltrúa rikisstj. Ég tel ákaflega þýöingarmikið að það sé sem greiðastur gangur á milli rikisstj. og þessara abila sem ég nefndi fjölmiðla og al- mennings. Og við skulum segja bara lika að það sé krafa tlmans og ég hef að vissu marki lika beitt mér fyrir þvi aö ýta undir það sjónarmiö með þvi að láta undir- búa og semja og leggja fram reyndar í fyrra frumvarp um rétt manna til þess að eiga aögang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Það frumvarp hefur nú veriö endurflutt. Þess vegna varð ég svo óskap- lega hissa að það má nú segja eins og málshátturinn segir að mér duttu allar dauöar lýs úr höfði þegar þeir sem af mestum áhuga hafa talað um opna stjórn- sýslu og vel sé þeim fyrir það og að almenningur þurfi að eiga sem greiðastan abgang ab upplýsing- um, standa hér upp og fara ab fetta fingur út i þaö aö settur hafi veriö blaðafulltrúi að visu flestir Framhald á bls. 21 LADA i6oo Allar tegundir af LADA fyrirliggjandi Lada 1200 ca. kr. 2.130 þús. Lada 1200 station ca. kr. 2.140 þús. Lada 1500 station ca. kr. 2.230 þús. Lada 1500 Topas ca. kr. 2.540 þús. Lada 1600 ca. kr. 2.710 þús. Lada Sport ca. kr. 3.570 þús. Tryggiö ykkur LADA á lága veröinu. Hagstæðir greiösluskilmálar. Biireiðar & Landbúnaðarvélar hí. TíbJjfN Sudurlandsbraul-14 - Heykjavík - Simt 48600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.