Tíminn - 14.11.1978, Side 11

Tíminn - 14.11.1978, Side 11
Þriöjudagur 14. nóvember 1978 Einar Agústsson Matthias Bjarnason Gunnar Thoroddsen Umræður um málefni öryrkja: Öryrkjar njóti jafnréttis SS — Fyrir skömmu fór fram á Alþingi 1. umræfta um laga- frumvarp Jóhönnu Siguröar dóttur (A) um Framkvæmda- sjóö öryrkja. Jóhanna sagöi aö markmiö sjóösins „væri aö tryggja nauö- synlegt, sameiginlegt átak þjóö- arinnar til þess aö bæta úr aö- búnaöi og aöstööu likamlega og andlega fatlaöra I þjóöfélaginu. Sjóöi þessum er ætlaö aö greiöa fyrir fjármögnun þeirra fram- kvæmda, sem gert er ráö fyrir i lögum, reglugeröum og áætlun- um um sérkennslu og endurhæf- ingu.” „Ég held aö öllum sé ljóst, sem hafa leitt eitthvaö hugann aö málefnum öryrkja, aö enn vantar mikiö á, aö þeim sé tryggt jafnrétti á viö aöra þjóö- félagsþegna. I mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuöu þjóö- anna segir, aö hver maöur sé jafnborinn til viröinga og rétt- inda, er eigi veröi af honum tek- in. Þar stendur einnig, aö hver maöur eigi sama rétt til mennt- unar, en viö skulum hafa þaö hugfast, aö t.d. þroskaheftir hafa litla möguleika til aö standa vörö um þau réttindi.” Þá sagöiþingmaöurinnaö þaö væri þýöingarmikiö atriöi, sem oft á tiöum gæti ráöiö úrslitum um framtlö þroskaheftra, aö þeim sé tryggö rétt uppeldis- og kennslufræöileg meöferö strax frá fæöingu og væri þaö brýn undirstaöa einhvers árangurs i námi þeirra siöar meir. Minntist hann á mörg málefni öryrkja, sem biöu úrlausnar og taka þyrfti fyrir. Þá minnti Jóhanna á þau atr- iöi í mannréttindayfirlýsingu S.Þ. aö verknám skuli standa öllum jafnopiö og vera öllum jafnfrjálst og einnig, aö hver maöur eigi rétt á atvinnu aö frjálsu vali ogréttlátum og hag- kvæmum vinnuskilyröum. Siö- ansagöihún: „Nauösynlegt er, aö öryrkjum veröi búin fullkom- in aöstaöa til aö kanna og undir- búa möguleika þeirra til aö fara út á hinn almenna vinnu- markaö, þar sem þeim væri gef- inn kostur á fjölbreyttu vali I verkmenntun og starfsþjálfun.” Viö mættum ekki gleyma þvi, aö likamlega og andlega fatl- aöir hafa engu minni þörf og löngun til aö fá tækifæri til aö efla þroska sinn en heilbrigöir, til þess aö þeir geti reynst nýtir þjÆfélagsþegnar. Jóhanna sagöi aö þótt skiln- ingur á vandamálum þroska- heftra værihverginægur ennþá, heföi samt oröiö umtalsverö hugarfarsbreyting varöandi málefni þeirra: „Þaö er ekki ýkja langt siöan þroskaheftum var taliö best fyrir komiö á einhverjum einangruöum, lok- uöum stofnunum.” „Grundvallaratriöiö er, aö þroskaheftum sé gert kleift aö búa viö lifsskilyröi, sem séu eins lik lifsskilyröum annarra þjóöfélagsþegna eins og frekast er unnt. Staösetning nauösyn- legra sérskóla, fjölskyldu- og vistheimila þurfi aö vera i eöli- legu umhverfi. Þroskaheftir þurfa þvi aö blandast heilbrigö- um á þroskabrautinni eins og frekast er kostur, bæöi I hinum almenna grunnskóla og í dag- vistunarstofnunum, svo aö eitthvaö sé nefnt.” alþingi — á við aðraþegna þjóðfélags ins Um tekjur sjóösins sagöi Jóhanna Siguröardóttir m.a.: „Eins og fram kemur f grg. meö frv. er ekki óvarlegt aö áætla, aö þeir tekjustofnar, sem þar er gert ráö fyrir.gefi 900-1000 millj. á ári. Hvaö varöar tekjur af áfengi og tóbaki, þá er byggt á þeirri forsendu, aö magnsala áfengis og tóbaks sé svipuö frá ári til árs og sala á árinu 1977 lögö til grundvallar. Tekjustofn- ar þess eru samt ekki valdir af neinu handahófi, sem gleggst má sjá af þvi, aö örorku má i mörgum tilfellum rekja til neyslu áfengis og tóbaks. Þau eru t.d. ekki fá, bllslysin, sem örorku hafa valdiö vegna þess aö áfengi var haft um hönd og einnig hafa læknar bent á, aö sjúkdómar tengdir reykingum, eru oft orsök örorku. Sjóönum er lika ætlaö aö hafa tekjur af öllum seldum aögöngumiöum hvers konar félags- og skemmtanastarfsemi i land- inu.” Einar Agústsson(F) sagöi aö eins og oft vildi veröa, þá vant- aöi fjármagniö til aö vinna aö góöum málum. Taldi hann naumast nauösynlegt aö hafa stjórn yfir þessum sjóöi, þar sem um væri aö ræöa lögboönar framkvæmdir samkv. frum- varpinu. Varöandi tekjustofna sjóös- ins, sagöist Einar vera andvíg- ur mörkuöum tekjustofnum. Taldi hann heppilegra aö þau verkefni sem frumvarpiö geröi ráö fyrir yröu fjármögnuö á fjárlögum rikisins. Varaöi hann viö þeirri fjáröflunarleiö sem frumvarpiö geröi ráö fvrir. Frh. á bls. 8 Þing Sambands byggingamanna: Greiðslubyrði húsbyggjenda aldrei meiri en 20% af ársmeðaltali dagvinnutaxta Kás — A þingi Sambands bygg- ingamanna sem haldiö var um sföustu helgi var m.a. gerö áiykt- un um húsnæöismái. Er i henni lögö áhersla á nauösyn þess, aö kannaö veröi á hvern hátt megi betur tengja lánastarfsemi lif- eyrissjóöanna viö byggingu ibúöa á félagslegum grundveili. Er i þvi sambandi sérstaklega bent á þann möguleika aö beina iána- starfsemi sjóöanna tD ibúöa - bygginga á vegum Byggingasjóös verkamanna. Þingiö lýsir yfir ánægju sinni meö samníngu frumvarps tii laga um húsnæöismál, en þaö er i veigamestu atriöum byggt á grundvelli húsnæöismálayfirlýs- ingar ASl frá þvi I febrúar 1977. 1 frumvarpinu er m.a. lagt til aö lánveitingar byggingasjóös verkamanna nemi 90% af kostn- aöarveröi ibúöa, og greiöslubyröi lántakenda veröi aldrei meiri en sem nemi 20% af ársmeöaltali dagvinnutaxta viömiöunarstétta. Skorar þing Sambands bygg- ingamanna á Alþingi og rikis- stjórnaöbregöastnúskjó'.t viö og afgreiöa þetta frumvarpsem lög, svo sem fyrst veröi hægt aö hefja undirbúning framkvæmda og standa aö eignaraöild og lánveit- ingum á þann hátt, sem verka- lýöshreyfinging hefur f mörg ár krafist. n Jóhanna Siguröardóttir Þingmenn Alþýðuflokksins: Virðisaukaskattur í stað söluskatts — tekjuskattur verði afnuminn SS — Þingmenn Aiþýöuflokks- ins aö ráöherrunum 3 undan- skildum hafa iagt fram á Al- þingi tiilögu til þingsályktunar ,,um viröisaukaskatt f staösölu- skatts og um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum”. Tillagan felur þaö i sér, aö rlkisstjórnin láti „endurskoöa gildandi skattalög meö kerfis- breytingu fyrir augum, sem af- næmi úrelta og óréttláta skatt- stofna, einfaldaöi skattkerfiö og tryggöi bætt framtöl, betri skattskil og raunhæfara skatta- eftirlit”. Þá ergert ráö fyrir aö tillögur um breytingar veröi m.a. miö- aöar viö eftirfarandi grund- vallaratriöi: 1. Aö í ársbyrjun 1980 leysi viröisaukaskattur söluskatt af hólmi og skal upphæö hans viö þaö miöuö, aö tekjur af honum veröi jafnmiklar og af núgildandi söluskatti og tekjuskatti aö frádregnum þeim tekjuskatti, sem áfram ' yröi greiddur af atvinnu- rekstri og hæstu tekjum sam- kvæmt siöari ákvæöum þingsályktunar þessarar. Sem undanfari þeirrar breyt- ingar færi fram allsherjar- endurskoöun á útgjadlakerfi rikisins i því skyni aö minnka tekjuþörf rikissjóös og auka stjórnunarsvigrúm viö fjár- lagagerö meö þvi m.a. aö draga úr sjálfvirkni útgjalda. 2. Aö frá sama tima veröi felld- ur niöur tekjuskattur af launatekjum nema þeim, sem náhærrifjárhæöum en nemur tvöföldum meöaltekjum verkamanna, sjómanna og iönaöarmanna á siöasta ári eftir aö þær hafa veriö leiö- réttar samkvæmt kaup- gjaldsvisitölu. Viö ákvöröun á skattskyldum tekjum ein- staklings af eigin atvinnu- rekstriskulu laun hans áætluö eins og telja má eölilegt miö- aö viö vinnuframlag hans i þágu fyrirtækis sins, svo og stööu hans, og vera hliöstæö tekjum fyrir sams konar störf I atvinnurekstri einsográöer fyrir gertí lögum, en sérstöku eftirliti veröi auk þess beitt til þess aö koma i veg fyrir aö fólk sé tekiö á launaskrá án þess aö þaö starfi I þágu fyrir- tækisins, enda liggi þung viöurlög viö sliku. 3. Hvort hjóna um sig veröi sjálfstæöur skattgreiöandi án tillits til þess, hvort vinna fer fram utan eöa innan heimilis eöa hluta eöa einvöröungu. Vinni annaraöilinn einungis á heimili skal hann eiga rétt til ráCstöfunar á hluta af tekjum hinsog greiöa útsvar af þeirri f járhæö, en þó aldrei til hærri hluta en svarar til helmings af tekjum heimilisins. Ef þaö hjóna, sem annast heimilis- störf, sýnirfram á aö þaö hafi ekki fengiö til ráöstöfunar þannhluta teknanna.sem hún eöahanner talinneiga rétt á, ber þeim, sem tekna heimilis- ins aflaöi, aö greiöa allt út- svar af þeim. 4. Af atvinnurekstri, hvort sem hann er stundaöur af ein- staklingum, sameignarfélög- um, hlutafélögum eöa opin- berum aöilum, skal greiddur stighækkandi tekjuskattur. 5. Reglur um afskriftir eigna skulu annars vegar viö þaö miöaöar, aö afskriftirnar svari til eölilegrar verö- mætisrýrnunar miöaö viö verömæti eignar þegar af- skrift fer fram og hins vegar aö jafnan sé miöaö viö mat á upphaflegum endingartima eignarinnar, þ.e. aö kaupandi eignar afskrifi hana meö sama hætti og seljanda henn- ar heföi boriö aö gera, þannig aö sama eign veröi aídrei af- skrifuö oftar en einu sinni. 6. Reglur um heimild til þess aö draga vexti af skuldum frá tekjum skulu viö þaö miöaö- ar, aö um hafi veriö aö ræöa nauösynlega lánsfjáröflun I þágu atvinnurekstrarins. 7. Hagnaöur af sölu eigna veröi skattlagöur aö svo miklu leyti sem hann á ekki rót sina aö rekja til rýrnunar á verögildi peninga. 8. Hert veröi eftirlit meö fram- tölum og skattskilum og skattsvik meöhöndluö meö sama hætti og önnur fjár- svikamál. 9. Jafnframt fari fram endur- skoðun á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga meö þaö fyrir augum aö auka frjáls- ræöi þeirra til þess aö ákveöa á hvern hátt þau afla sér tekna sinna. Þó skulu þáu ekkifá heimild til þess aö inn- heimta söluskatt né virbis- aukaskatt. 1 sambandi viö þessa endurskoöumveröi m .a. sérstaklega athugaö, hvort rétt sé ab sameina i einn skatt tekjuskatt til rikisins og tekjuútsvar til sveitarfélaga þannig aö hinn nýi skattur yröi lágur, en stighækkandi brúttóskattur, sem staö- greiddur yröi og skipt yröi á ákveönu hlutfalli milli rikis og sveitarfélaga. Þar meö féUi tekjuskattur einstaklinga i’núverandi mynd alfariö niö- ur og sömuleiöis tekjuútsvar 1 núverandi inynd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.