Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 30. desember 1978. lOOOOGOO1 „Er þetta virki- lega landslið íslands...” — sagöi einn Selfyssingurinn, eftir að islenska landsliðið hafði sigrað Bandarikjamenn 28:19 á Selfossi i gærkvöldi — „Er þetta virkilega landslið Islands?", sagði einn vonsvikinn Selfyssingur, eftir að hann hafði séð íslenzka landsliðið í handknattleik vinna auman sigur yf ir Banda- ríkjamönnum — 28:19, í nýja íþróttahúsinu á Selfossi I gærkvöldi. Það var ekki nema von að maðurinn varpaði fram þessari spurningu, því að íslenska landsliðið varð sér að athlægi á Selfossi fyrir frámunalélegan leik. Leikmenn islenska liösins mættu til leiks með þvi hugarfari, að þeir væru stórkallar á sviði handknattleiksins — þeir voru með „skotræpu” og reyndu aö hæðast aö Bandarikjamönnum. Það var greinilegt að þeir höfðu horft á fyrri landsleikinn, sem vannst með 21 marka mun og þeir ætluðu sér betur. Þeim tókst þaö ekki, en aftur á móti niöurlægðu þeir sjálfa sig og áhorfendur, sem fylltu iþróttahúsiö á Selfossi. Leikur Islenska liösins var moö og aftur moð — leikleysa og með- almennska réðu rikjum og ef eitt- hvaö fallegt sást, þá var þaö vegna einstaklingsframtaks. Það sást i leiknum, að islensku leik- mennirnir léku eins og þeir væru „stórkarlar” og allt leikskipulag var eftir þvi — mikilmennsku- brjálæði. Fremstur i flokki i þess- um skripaleik vár ólafur Einars- son, sem skaut aö marki Banda- rikjamanna i nær hvert skipti sem hann fékk knöttinn, enda var árangurinn eftir þvi hjá honum — hann skoraði aöeins 3 mörk i 12 skottilraunum. Ef fljótt er farið yfir þennan lé- lega leik, þá var staðan 15:9 fyrir Island i leikhléi, en eins og fyrr er sagt, þá náði islenska liðið aö sigra 28:19. Mörk íslenska liösins skoruðu eftirtaldir leikmenn: Axel 8 (4), Steindór 4, Jón Pétur 4, Ólafur E. 3, Hörður H. 3, Ólafur „Vikingur” Jónsson 2, Páll 2, Þorbjörn J. 1 og Bjarni Guð- mundsson 1. SSv.— Páll Björgvinsson.... skoraði tvö mörk gegn Bandarikjamönnum á Selfossi i gærkvöidi. (Timamynd Tryggvi) Valsmenn sterkastir — tryggðu sér sigur i hraðkeppnismótinu Tim Dwyer — Bandarikja- velli I fyrstu umferðinni 40:36, maðurinn I herbúðum Vals en annars urðu úrslit þessi I tryggöi Valsmönnum sigur I leikjum mótsins: hraðkeppnismótinu I körfu- knattleik, sem fór fram á 1. umferð: Seltjarnarnesi á fimmtudags- IR—Armann .............. 41:28 kvöidið. Dwyer skoraði sigur- Grindavik—KR ..........40:36 körfuna gegn IR-ingum rétt fyr- Fram — 1S ........... 36:27 ir leikslok — 33:32, en þegar 10 Valur —Njarðvik..... 55:30 sek. voru til leiksloka, höfðu 1R- ingar yfir 32:30. Undanúrslit: Grindvikingar komu á óvart I Valur —Fram .......... 27:24 mótinu — þeir lögðu KR-inga að ÍR — Grindavik ....... 45:25 Eirikur Söderström Eiriksson átti snjallan leik gegn Dagblaðinu og sést hér nota meðvindinn til að feykja knettinum inn fyrir varnarmúr Dagblaðsmanna. Eirikur átti margar slikar sendingar, sem ýmist rötuðu til samherja ellegar þá upp i áhorfendastúku. — Timamynd Tryggvi Enn komu „Tíma- sprengjurnar” óvart! -f,gast6r kostlega Á fimmtudagskvöldið var haldið eitt allra mesta innanhúss- knattspyrnumót, sem sögur fara af, og áttu þar hlut að máli starfs- menn fjölmiðlanna. Til leiks voru mætt Bð frá Mogganum, Dag- blaðinu, Þjóðviijanum, VIsi, Tlm- anum og Ríkisú tvarpin u/Sjón- varpi. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og mátti vart á milli sjá hvaða liö væri sterkast. Svo fór að lokum aö Morgun- blaðið vann naumlega eftir harða keppni við hina fjölmiölana. Mogginn tapaði aðeins einu stigi — til Dagblaðsins. Svo vikið sé aö þætti „Timasprengjanna” fer ekkert á milii mála að þar er framtiöarliö. frammistöðu Heldur byrjuöu „Timasprengj- urnar” illa þvi eftir jafnan fyrri hálfleik (staðan var 3:3i'hálfleik) gegn Mogganum máttu „Sprengjurnar” þola naumt tap, 3:8. Sömu sögu er að segja úr næsta leik, en þá voru mótherj- arnir Þjóöviljamenn. Eftir 2:2 i hálfleik laukleiknum meö naum- um sigri Þjóðviljans 7:3. Siöan vannst sigur á Sjónvarp- inu 6:5, naumt tap gegn VIsi 2:4 ogenn naumaragegnDagblaöinu 5:6. —SSv— Léku við hverja sína tá Það er óhætt að segja að liðsmenn „Timasprengjanna” hafi leikiö við hverja sina tái innanhússmóti fjölmiðlanna. Myndin hér að ofan sýnir Róbert Agústsson I undar- legri stellingu gegn Dagblaðs- mönnum. Á myndinni hér til hliðar sést undirritaður skora eitt marka sinna I leik gegn Dagblaös- mönnum. —SSv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.