Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. desember 1978. 17 BBM 11 Mánudagssýningar í úlfakreppu !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! KVIKMYNDA HORNIÐ :: ■■ :: Allt til þess tima er Háskóla- bió fitjaði upp á þeirri nýbreytni að sýna á mánudögum kvik- myndir sem taldar voru hafa listrænt gildi, var framboð mynda hérlendis ákaflega einhæft. Meira en 98% komu frá engilsaxneskum menningar- svæðum. Ein og ein kvikmynd kom frá öðrum löndum eins og fyrir einhverja einskæra tilvilj- un. En oftast fylgdi sá böggull skammrifi að stórstjörnur ttala og Frakka höfðu þann undar- lega sið að tala amerisku i þess- um myndum og gjarnan með svipuðum áherslum og Roy Rogers. Þannig voru unnin ákaflega alvarleg skemmdar- verk á mörgum bestu listaverk- um kvikmyndanna vegna þess aö einn af mikilvægustu þáttum kvikmyndar er tal og tónlist, sem verður að vera i eölilegu samræmi viö myndefnið. Gott dæmi um misþyrmingu af þessu tagi er þýska kvikmyndin Glöt- uð æra Katarinu Blum sem Háskólabió sýndi I fyrra. Ein- takið sem boðiö var upp á var með ensku tali sem var stór- skemmd á myndinni. Fyrir utan sýningar Kvik- myndaklúbbs menntaskólanna og seinna Fjalakattarins hafa kvikmyndaunnendur haft tæki- færi til að fullnægja listþörf sinni i Háskólabiói á mánudög- um. Frá upphafi eignuðust mánudagsmyndirnar sina tryggu og þakklátu áhorfendur sem voru frá 1500 til 2000 manns þegar best lét. Það er þessum hópi nokkurt áhyggjuefni aö heyrst hefur aö stjórn Háskóla- bfós ihugi nú að hætta sýningum mánudagsmynda vegna slælegrar aðsóknar, en sam- kvæmt upplýsingum sem Kvik- myndahornið hefur aflað sér er aðsóknin komin niður i nokkur hundruö sýningargesti á mynd. Þessi staðreynd er nokkurt umhugsunarefni og sjálfsagt að velta þvi fyrir sér hvað valdið hafi þessari þróun. Slakar myndir verða ekki góðar þótt þær séu evrópskar. Þegar litið er yfir lista þeirra mynda sem teknar hafa verið til Glötuð æra Katarlnu Blum: Frábær þýsk mynd, sem var stór- skemmd meö ensku tali k sýninga á mánudögum s.l. tvö ár með hliðsjón af upphaflegu markmiði mánudagssýning- anna kemur i ljós að á þeim lista eru of margar myndir sem þar eiga ekki heima. Sannleikurinn er sá að það læöist að manni sá grunur að eina mælistikan sem notuð er við val mánudags- mynda sé uppruni myndanna. Hvort kvikmynd er evrópsk eöa amerisk. Ef þetta er rétt tilgáta skýrir hún margt, þvi þaö liggur i augum uppi að það eru fleiri sem geta gert slakar myndir en Bandarikjamenn og þær verða ekkert meiri listaverk þótt þær séu ættaðar frá öðrum löndum en Bandarikjunum. Einn umboðsmaður i Kaupmannahöfn. Það er mál manna að kvik- myndaval Fjalakattarins hafi yfirleitt verið vel heppnað frá listrænu sjónarmiöi. Nýjar eöa nýlegar myndir hafa verið á sýninarskrá ásamt eldri meistaraverkum. Þetta hlýtur að veita mánudagssýningunum aðhald og jafnvel samkeppni, þvi veriö er að sinna þörfum sama hópsins, sem vissulega gerir lágmajks kröfur um gæöi. Sannlelkurinn er sá að Fjalá- kötturinn hefur einfaldlega get- að boðið upp á betri myndir en Háskólabió enda verið i tengsl- um viö 15-16 dreifingarfyrirtæki á meöan bióið skiptir við einn umboösmann i Kaupmanna- höfn. Fjalakötturinn hefur þann ig úr að moða mun fleiri kvik- myndum en Háskólabió og get- ur þess vegna valið og hafnað. Spurning um vinnu. Ekki er nokkur vafi á þvi að sá hópur fer stækkandi sem vill sjá góðar kvikmyndir og það er nóg af slikum myndum á hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaöi. Vandinn liggur i þvi aö hafa augun hjá sér, fylgjast með þvi sem er að gerast og elta uppi þær myndir sem einhver slægur er i en þetta kostarvinnu. Ef for- ráðamenn Háskólabiós vilja i raun og veru hefja mánudags myndirnar til fyrri vegs og virö ingar þá verða þeir að leggja þessa vinnu á sig. G_K ■■■■■■■■■< ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BBBBnBaaBaaaBHBBB. Vísan — nýtt safn lausavlsna Ot er komin bók, sem heitir Visan úrvalsstökur eftir 120 höf- unda. Kári Tryggvason skáld hefur valið visurnar. Aftan á kápu er prentuð hin fræga visa, Höldum gleöi hátt á loft. ... I for- mála segir Kári Tryggvason m.a.: „Visurnar eru valdar meö það fyrir augum, aö hver þeirra geti staöið ein sér, án heimilda eða skýringa á sama hátt og kvæöi i bókum höfunda.” Og enn fremur: ,,Til eru fjölmargar lausavisur sem enginn veit um höfund aö. Ekkiþóttiástæöa til að sleppa þeim er til mála komu og birtast nokkrar slikar visur i þessari bók. Þaö er lika stað- reynd, aö visan sjálf er mest um verö og skiptir þá ekki öllu máli hver orti.” Bókin er 126 blaösiöur, útgef- andi er Almenna bókafélagiö. Dregiö í Síma- happdrættinu Á Þorláksmessu var dregið i Simah appdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Aöalvinn- ingar, Austin Allegro bilar komu á númer: 91-11895 , 91-54481 og 93-1636 Þrjátiu aukavinningar, 100 þúsund krónur hver, komu á númer: 91-11365, 91-20261, 91-22044, 91-25476, 91-27196, 91-27480, 91-27870 , 91-32067, 91-34785, 91-40257, 91-41361, 91-42744, 91-51989, 91-74134, 91-76826, 91-73806, -93-1462, 93-8397, 94-2218, 94-7187, 95- 4397, 96-21979, 96-51179, 96- 21379, 96-23955, 96-62393, 97- 1111, 97-7418, 98-2236, 99-50198. Drætti frestað í happdrætti Ás-prestakalls Akveöiö hefur veriö aö fresta drætti i happdrætti As-presta- kalls. Drættinum er frestaö til 28. janúar n.k. þar eö enn hefur ekki tekist aö ná til allra velunnara kirkjunnar. 0 íranskeisari og meðal annars rætt við Karim Sanjabi leiðtoga fylkingarinnar. Vestrænir stjórnarerindrekar I íran kváðust mjög efins um að Baktiar tækist aö mynda starf- hæfa stjórn eða ná einhverjum tökum á þvi vandræöaástandi er rikir i landinu og nokkrir iranskir stjórnmálamenn sögðu að keisar- inn væri meö þessari málaleitan að reyna aö stuðla að klofningi i Þjóðarfylkingunni til að auka svigrúm sitt. Leiötogi Þjóöarfylkingarinnar, Sanjabi, hefur fram til þessa ver- iö hallur undir skoðanir útlægra leiötoga Múhameðstrúarmanna I landinu og þá einkum Ayatollah Ruhollah Khomeiny, aö keisaran- um bæri að fara tafarlaust frá völdum og siðan yröi mynduð stjórn er Múhameðstrúarmenn gætu sætt sig við. Hefði ella ekki að halda á sterkum mönn- um. Hann er einn af þeim mönn- um sem alltaf eru sterkari en bú- ist er við. Annars er þetta ákaflega bundiö eftir félögum. En þvi er heldur ekki að neita að allir póli- tisku flokkarnir sækja fast á, þeg- ar þing og kosningar eru og það er held ég ákveðin pólitik I flestum verkalýðsfélögum og hefur veriö um áraraðir. Ég tel samt aö þetta hafi fariö heldur minnkandi, þótt það sé ennþá til staðar. Hins vegar finnst mér veikleiki hreyfingarinnar liggja I þvi — svipað og samvinnuhreyfing- arinnar — hvort félögin sjálf séu ekki orðin of stirð I sinum vinnu- brögðum. Virkni hinna almennu félagsmanna er ákaflega tak- mörkuö, fundarsókn litil nema aö um stórverkefni sé aö ræða og þátttaka i félagsmálum mjög dræm. Vandinn er aö fá meiri breidd I þetta, og þarna held ég að verulega sök sé að finna hjá félögunum sjálfum. Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Samkvæmt reglugerð frá 5. september 1978, um ráðstöfun gengishagnaðar til að greiða fyrir hagræðingu i fiskiðnaði, hefur verið ákveðið að veita lán til fiskvinnslufyrirtækja. Við veitingu lánanna skal við það miðaö, að þau stuðli að betri nýtingu hráefnis m.a. meö endurnýjun á vélum og vinnslurásum.hagkvæmnii rekstri, stjórnunarlegum um- ~ bótum og samræmi milli veiöa og vinnslu, þ.á.m. einnig að greiða fyrir þvi, að fyrirtæki geti lagt niður óhagkvæm- ar rekstrareiningar ~~~~ Umsóknir um lán þessi sendist Fiskveiðasjóði islands ~- fyrir 25. janúar 1979 og fylgi þeim eftirtalin gögn: 1. Rekstrarreikningur fyrir árið 1977 og fyrir 3 fyrstu árs-”^ fjórðunga ársins 1978. 2. Efnahagsreikningur pr. 31. desember 1977 og 30. september 1978. 3. Skýrslur á eyðublöðum þeim, sem send voru til frystihúsa frá Þjóðhagsstofnun inóvember s.l. merkt fskj^^ 1.-6. um framiegðarútreikning, greiðslubyrði vaxta og af- borgana, veltufjárstöðu, framleiðsluskýrslu, tæknibúnað og hráefnisöflun. Þessi eyðubiöð eru einnig fáanleg á : skrifstofu Fiskveiðasjóðs. Við veitingu lánanna veröur metinn rekstrarárangur íyrírtækjanna og þar sem fram kemur, að nýting er léleg og framlegö lág getur sjdðsstjórnin skipt hagræöingarláni I tvo hluta og bundið afgreiöslu seinni hlutans skilyröi um regluleg skil á gögnum, m.a. varöandi nýtingu, framlegð o.fl. Veistu að árgjald flestra styrktarféiaga er sama og verð 1-3ja sigarettupakka? Ævifélagsgjald er almennt tifalt árgjald. Ekki allir hafa timann eða sérþekkinguna til að aðstoða og likna. Við höfum samt öll slikar upphæðir til að létta störf fólks er getur. Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL S'ÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBlLA. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SIMI 30501 ,EHmi GLOÐARKERTI Fjölbreytt úrval Póstsendum ÁRMÚLA 7 — SÍMI 84450 Aðalfundur skipstjóra og stýrimanna ■ ■ félagsins Oldunnar verður haldinn laugardaginn 6. janúar kl. 14, að Borgartúni 18, Reykjavik. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.