Fréttablaðið - 11.09.2006, Side 20

Fréttablaðið - 11.09.2006, Side 20
 11. september 2006 MÁNUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ARVO PÄRT FÆDDIST ÞENNAN DAG Mannsröddin er allra fallegasta hljóðfærið. Arvo Pärt er þekktasta tónskáld Eistlands. MERKISATBURÐIR 1755 Jarðskjálfti verður norðanlands. Flest hús á Húsavík hrynja. 1962 Ringo Starr spilar í fyrsta sinn í upptökum sem meðlimur í Bítlunum. 1976 Farþegaþota frá TWA, sem rænt var í innanlandsflugi í Bandaríkjunum, hefur tveggja stunda viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á leið til Parísar. Þar gáfust ræningjarnir, sem voru króatískir, upp. 2001 Þúsundir láta lífið þegar hryðjuverkamenn fljúga tveimur flugvélum á tvíburaturnana í New York. Þriðju vélinni er flogið á Pentagon í Washington og sú fjórða hrapar til jarðar nálægt Pittsburgh. Á þessum degi árið 1971 lést Nikita Krúsjoff, fyrrver- andi formaður sovéska kommúnistaflokksins. Krúsjoff fæddist í Rússlandi árið 1894. Snemma varð hann heillaður af boðskap komm- únismans en það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum sem hann tók að klífa upp metorðastigann í flokknum. Þá kom hollusta hans við Stalín sér vel í hreinsununum miklu. Þótt hann forframaðist enn frekar á stríðsárunum þótti ólíklegt að hann kæmist til æðstu metorða eftir að húsbóndi hans féll frá 1953, en mörgum að óvörum hafði hann tryggt sér völdin í flokknum innnan tveggja ára. Krúsjoff boðaði mildari afstöðu gagnvart Bandaríkja- mönnum og breytingar frá stefnu Stalíns. Frægastur er hann sjálfsagt fyrir „leyniræðuna“ árið 1956, þar sem hann fordæmdi Stalín og voðaverk hans. Hann var mikið í sviðsljósinu á sjötta áratugnum og var fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna til að heimsækja Bandaríkin árið 1960. Sama ár vakti hann líka athygli og kátínu margra þegar hann klæddi sig úr skónum og barði með honum í púltið í fundarsal SÞ eftir að hafa brotið fundarhamarinn. Þá lék Krúsjoff lykilhlutverk í Kúbudeilunni árið 1962 og þótt kjarnorkustríði hafi verið afstýrt missti hann stuðning heima fyrir og árið 1964 var hann settur af. Krúsjoff lifði afskiptur og gleymdur það sem eftir var þar til hann lést af völdum hjartaáfalls 77 ára að aldri. ÞETTA GERÐIST: 11. SEPTEMBER 1971 Kommúnistaleiðtogi deyr AFMÆLI Kristinn R. Ólafsson í Madríd er 54 ára. ÚTFARIR 13.00 Þórunn Elísabet Björnsdóttir kaupkona, Blönduhlíð 29, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 María Rósa Jakobsdóttir, Eyrarvegi 9, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. FÆDDUST ÞENNAN DAG D.H. Lawrence rithöfundur 1885. Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseti Filippseyja, 1917. Brian DePalma kvikmynda- leikstjóri 1940. Moby, tón- listarmaður, 1965. Harry Connick Jr. kvikmynda- leikari með meiru, 1967. Ludacris rappari 1977. Ó. Johnson & Kaaber fagnar hundrað ára afmæli sínu í ár en fyrirtækið er elsta heildsala landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Helga Guðrún Johnson er stjórnarfor- maður fyrirtækisins í dag en hún er afkomandi Ólafs Þ. Johnson sem stofnaði fyrirtækið árið 1906 ásamt Ludvig Kaaber. „Möguleikinn á að hafa beint samband við aðrar þjóðir opnaðist árið 1906, þegar ritsíminn var tengdur og þá hófust Ólafur Þ. Johnson og Ludvig Kaaber handa við að kaupa inn matvörur og aðrar nauðsynjavörur fyrir landsmenn,“ segir Helga um upphaf og stofnun fyrirtækisins. „Ludvig Kaaber gerðist Landsbankastjóri árið 1918 og þurfti þá að selja sig út úr fyrirtækinu en það má segja að hann hafi tryggt það að fólk myndi eftir honum þar sem nafnið hans er enn í dag í nafni fyrirtækisins og á Kaaber-kaffinu líka.“ Fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber stofnaði kaffibrennslu árið 1924 en fyrirtækið hefur stað- ið í ýmiss konar framleiðslu um árin þrátt fyrir að grunnurinn sé alltaf heildsala. Á tímabili var meðal annars framleiddur kaffibætir, sem var notaður til að drýgja kaffið en þótti ekki sérlega bragðgóður. Fjölskyldufyrirtæki Sonur Ólafs Þ. Johnson, Friðþjófur tók við fyr- irtækinu af föður sínum en Friðþjófur lést ungur að aldri og þá tók sonur hans við fyrirtækinu, Ólafur Ó. Johnson. Eftir hans dag hefur rekstur fyrirtækisins verið í höndum barna Ólafs; Frið- þjófs, Ólafs og Helgu og hafa þau öll verið stjórn- arformenn þess um einhvern tíma. „Það eru ekki mörg fyrirtæki á þessum vettvangi sem ná svo háum aldri. Í stað þess að líta á fyrirtækið sem einhvern öldung, þá höfum við kosið að tileinka okkur orð Emily Dickinson: „Við verðum ekki eldri með árunum, heldur nýrri með hverjum deginum“.“ Frá skóreimum upp í bíla Ó. Johnson & Kaaber hefur komið víða við á þessum hundrað árum og flutt inn allt frá skóreimum upp í bíla. „Hin síðari ár höfum við fært okkur meira til baka í dagvöruna, sem er matvara og hreinlætisvörur sem við bæði flytj- um inn og framleiðum og seljum um allt land,“ segir Helga og bætir við: „Það má segja að við séum að færa út kvíarnar um þessar mundir af því að fyrirtækið Sælkeradreifing var sameinað Ó. Johnson og Kaaber á dögunum og það er mjög stór samningur. Annars er nú alltaf eitthvað að gerast.“ Helga segir viðskiptaumhverfið hafa breyst mikið á hundrað árum og heildsölur ekki með sama sniði og þá. „Við höfum gert áherslubreyt- ingar í gegnum tíðina og reynt að aðlagast breyttu umhverfi, enda ætlum við að vera við lýði í að minnsta kosti í hundrað ár enn,“ segir Helga Guð- rún Johnson, stjórnarformaður Ó. Johnson & Kaaber. HELGA GUÐRÚN JOHNSON: HEILDSALAN Ó. JOHNSON & KAABER HUNDRAÐ ÁRA Ætlum að vera að í að minnsta kosti hundrað ár í viðbót FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í HUNDRAÐ ÁR Heildsalan Ó. Johnson & Kaaber fagnaði hundrað ára afmæli fyrir helgina. Helga Guðrún Johnson, stjórnarformaður fyrirtækisins, er hér með bræðrum sínum Friðþjófi og Ólafi. Þeir hafa líka gegnt stjórnarformennsku í fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Bára Magnúsdóttir, eigandi og fram- kvæmdastjóri Dansræktar JSB, fagnar um þessar mundir fjörutíu ára starfsafmæli sínu. Bára hefur rekið djassballettskóla og líkams- ræktarstöð í fjóra áratugi og er ekki á leiðinni að hætta. Bára stundaði nám í Bretlandi. Hún hóf að kenna líkamsrækt jafn- hliða djassballettkennslu eftir að hún kom heim frá námi. Starfsemi Báru hefur svo vaxið jafnt og þétt allar götur síðan. Í gær var haldið veglegt opnunarteiti hjá Dansrækt JSB í Lágmúla þar sem því var fagn- að að húsnæðið hefur verið stækkað um ríflega helming og glæsileg lík- amsræktaraðstaða fyrir konur á öllum aldri hefur verið innréttuð. „Við vorum fyrir löngu búnar að sprengja gamla húsnæðið utan af okkur og það er mikið tilhlökkunar- efni að geta boðið viðskiptavinum okkar þá þjónustu sem þeir eiga svo sannarlega skilið,” segir Bára sem er svo sannarlega ánægð með breyt- ingarnar. Hún slær meira að segja á létta strengi: „Þótt okkar vinna snú- ist að miklu leyti um að halda vext- inum í skefjum, þá var komin mikil þörf fyrir að bæta við aðstöðuna og því má segja að stundum sé líka bráðnauðsynlegt að stækka á réttu stöðunum.” 40 ára starfsafmæli hjá Báru BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Hefur rekið djassballettskóla og líkamsræktarstöð í fjóra áratugi. Hún fagnar starfsafmælinu með því að breyta og bæta húsnæðið í Lágmúla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.