Fréttablaðið - 11.09.2006, Side 23

Fréttablaðið - 11.09.2006, Side 23
MÁNUDAGUR 11. september 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Veggjatítla er vel þekkt á höfuð- borgarsvæðinu en hennar hefur líka orðið vart víða um land. Það má segja að sumum húsum sé hættara við ágangi veggjatítlna en öðrum, eins og húsum þar sem einangrun hefur rýrnað og rakastig þar af leiðandi hækkað. Veggjatítla þarf kjörað- stæður til að lifa. Kjöraðstæður eru um 22-23 stiga hiti og 30% raki í viðnum. Þær þrífast ekki í yfir 28 stiga hita. Kjörlendi veggjatítlunn- ar eru m.a. rök og heit háaloft í timburhúsum, burðarvirki húsþaka og bitar og sperrur úr tré. Veggjatítlan er útbreidd í Evr- ópu, austanverðri Norður Ameríku, Grænlandi og trúlega er útbreiðsla hennar mun meiri. Veggjatítla þrífst illa úti í náttúrunni á norð- urslóðum og finnur sér fyrst og fremst bústað í tréverki, húsum og húsgögnum. Bjöllurnar klekjast út á sumrin og skríða úr púpunni inni í viðnum. Þetta gerist í mestum mæli í lok júní og fyrri hluta júlí. Þær éta sig út á yfirborðið en við það myndast göt, sem eru um 1-2 mm í þvermál. Hér á landi hafa greinst nokkrar tegundir af þessari ætt (anobiid- ae). Ein bjallan er nefnd barkbjalla (Ernobius mollis), en hún lifir mestmegnis utanhúss, en hefur þó fundist í grasasöfnum og í trjáviði í húsum. Hægt er að greina mun á veggjatítlum og barkbjöllum á t.d. vængjunum en vængir veggja- títlunnar eru langrákóttir og um 3-4 mm en vængir barkbjöllunar rákalausir og 4-6 mm. Fullorðnar bjöllur eru einlit- ar, brúnar, staflaga og nokkuð breytilegar að stærð eða um 2,8-4,8 mm. Skjaldvængir eru tiltölulega langir, jafnbreiðir fram og aftur, hálsskjöldur er mjórri og kýldur upp í kryppu aftan til. Haus er kýttur inn undir hálsskjöldinn. Áberandi rákir með röð holupytta liggja langs eftir skjaldvængjunum en undir þeim eru samanbrotnir flugvængir sem þær nota stundum þegar þær hafa borað sig út úr viðnum. Þær fljúga smáspöl til þess að að kanna nýjar lendur og sækja þá oft í birtu og safnast fyrir í gluggum. Bjöllurnar eru tiltölulega skammlífar, lifa vart lengur en tvær til þrjár vikur en á þeim tíma ná þær að makast og kvendýrin að verpa 20-60 eggjum í göt eða sprungur. Bjöllurnar verpa þó eingöngu í við sem hefur hátt rakastig. Eggin klekjast út á 3-4 vikum og litlu lirfurnar éta sig inn í viðinn. Lirfurnar eru ljósir, linir, krepptir, fótstuttir ormar með harða, dökka höfuðskel. Veggjatítla leggst á ýmsar viðartegundir, jafnt barrtré sem lauftré en hraðastur verður vöxtur lirfanna í trjátegund- um eins og furu, víði og hesliviði. Heimildum ber ekki saman um hve lengi lirfurnar eru að vaxa upp, sumir segja 2-4 ár en aðrir telja ferlið vera 4-8 ár. Menn greinir á um hvenær þær nákvæmlega verða kynþroska, en talið er að það sé á tímabilinu 3-8 ára. Veggjatítlan gefur frá sér hljóð sem minnir mjög á tif í úri og oft eru 8-10 tif í röð. Þetta gerir hún til að láta hitt kynið vita af sér, sérstaklega á vorin. Dýrin rísa upp á afturlappirnar og slá framboln- um í viðinn. Þegar veggjatítlur eru ónáðaðar eða verða hræddar, draga þær að sér fætur og fálmara og liggja grafkyrrar eins og dauðar væru þangað til þær telja að hætt- an sé liðin hjá en þá taka þær til fótanna og reyna að flýja. Hér áður fyrr hélt fólk að hljóðið frá veggja- títlunni stafaði frá draugum og bæði hérlendis og erlendis var það trú manna að einhver á heimilinu væri feigur þegar í þeim heyrðist. Fræðist meira um veggjatítlur í næstu viku. Veggjatítla - fyrri hluti (Anobium punctatum) Wood Borgin Beetles Laufhreinsun og vetrarsnyrting bíður garðeigenda á komandi vikum. „Aðalhaustverkin sem bíða garð- eigenda eru síðasti sláttur, byrja að hreinsa lauf úr garðinum og svo vetrarklipping, sem fer af stað í september,“ segir Brynjar Kjærnested hjá fyrirtækinu Garðlist sem sérhæfir sig í við- haldi garða. „Fólk er strax farið að biðja okkur um að hreinsa laufið gróf- lega en trén fella lauf alveg fram í nóvember, þó mest í lok sept- ember og byrjun október. Yfir- leitt er bara farin ein umferð á haustin en sumir biðja okkur um að koma tvisvar eða þrisvar sinn- um og fara létt yfir garðinn,“ segir Brynjar og bætir því við að það sé frekar nýlunda en hitt að lauf sé hreinsað að hausti, þó það færist alltaf í aukana. „Lauf á beði hlífir gróðri yfir veturinn og margir vilja láta þau vera af þeim sökum. Persónulega finnst mér snyrtilegra að hreinsa laufið á haustin en það er langmest að gera í því á vorin.“ Rennur og niðurföll geta enn- fremur stíflast af laufblöðunum en Brynjar segir það einkum vandamál þar sem tré eru mjög há og gnæfa jafnvel yfir húsin. „Eina lausnin er að hreinsa renn- ur reglulega. Víðast hvar er þetta samt ekki vandamál.“ Brynjar og félagar eru oft fengnir til að snyrta trjágróður og segir hann að það sé í raun hægt allan veturinn. „Flestallar trjátegundir þola það og það er skemmtilegt að klippa trén á haustin því þá eru þau falleg allan veturinn. Einstaka trjáteg- undir eru þó viðkvæmar fyrir kali og það er oft betra að klippa þær á vorin,“ segir Brynjar. -elí Haustverkin hafin Brynjar segir fleiri og fleiri kjósa að láta hreinsa lauf úr görðum að hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ������������������ ������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 ��������������������������������������������������������������������������������� ����������� Svefnkollurinn er mjög þægilegur og einfaldur í notkun. Microfiber áklæði sem er sérlega slitsterkt, endingargott og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir í mörgum litum. 5 sekúndur úr kolli í rúm.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.