Fréttablaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 74
34 11. september 2006 MÁNUDAGUR
Hásteinsvöllur, áhorf.: 533
ÍBV FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 19–14 (6–7)
Varin skot Guðjón 6 – Daði 3
Horn 9–5
Aukaspyrnur fengnar 15–19
Rangstöður 1–0
FH 4–4–2
Daði 7
Guðmundur 6
Siim 6
Nielsen 7
Hjörtur 6
(78. Matzen -)
Atli 7
(89. Ólafur Páll -)
Tryggvi 7
Ásgeir 7
Baldur 6
Dyring 6
Matthías 6
*Maður leiksins
ÍBV 4–4–2
Guðjón 7
Garner 6
Schulte 7
Mwesigwa 6
(82. Pétur -)
Bjarni Hólm 7
Long 7
Bjarni Geir 6
(70. Drost 5)
Ingi Rafn 6
Bjarni Rúnar 6
(67. Sævar 5
Atli 6
Andri* 8
0-1 Atli Guðnason (56.)
1-1 Andri Ólafsson (92.)
1-1
Egill Már Markússon (7)
FÓTBOLTI „Þetta er ótrúlega svekkj-
andi. Nú töpum við í fjórða skiptið í
blálokin, annað sinn á móti KR. Við
áttum að vera fimm mörkum yfir í
hálfleik, þetta er auðvitað algjör
brandari. Ég er bara fúll og hef
ekki meira að segja um leikinn,“
sagði svekktur þjálfari Víkinga,
Magnús Gylfason, eftir að vara-
maðurinn Skúli Jón Friðgeirsson
hafði tryggt KR sigur gegn Víkingu
með marki á 89. mínútu leiksins.
Víkingar eru fyrir vikið enn í tals-
verðri fallhættu en KR-ingar hafa
um stundarsakir skotið sér í annað
sæti deildarinnar.
Víkingar hófu leikinn af miklum
krafti og strax á annarri mínútu
fengu Víkingar vítapyrnu. Sigþór
Júlíusson handlék knöttinn eftir að
Höskuldur Eiríksson gaf inn á teig
KR-inga og var Húsvíkingurinn
dæmdur brotlegur. Viktor Bjarki
Arnarsson tók vítið og skaut í utan-
verða stöngina.
Heimamenn stjórnuðu leiknum
algjörlega í upphafi hans og komu
tólf skotum að marki á fyrstu 30
mínútum leiksins. Örskömmu síðar
áttu KR-ingar loksins sitt fyrsta
skot að marki og fóru upp frá því að
vinna sig inn í leikinn.
Það var þó Sigþór Júlíusson sem
var næst því að skora mark í fyrri
hálfleik er hann var næstum búinn
að senda boltann í eigið mark. Bolt-
inn fór af Sigþóri, yfir Kristján en
Vigfús Arnar Jósepsson náði að
hreinsa boltann af marklínunni á
síðustu stundu.
Úrhellisrigning og hvassvirði
tók á móti leikmönnum í upphafi
síðari hálfleiks. En það skipti
engum togum, leikmenn héldu
áfram að sækja á báða bóga.
Teitur Þórðarson þjálfari KR
ákvað að reyna að ná undirtökum á
miðjunni með því að skipta Skúla
Jóni Friðgeirssyni inn fyrir
Björgólf Takefusa. Skúli fór á
hægri kantinn og Cyzmek færði sig
framarlega á miðjuna. Á þessum
kafla átti Grétar þrjú góð skot að
marki en alltaf varði Ingvar.
Um miðbik síðari hálfleiks hafði
KR náð að vinna sig það vel í leik-
inn að þeim tókst að byggja upp
ágætar sóknir en Víkingar höfðu
ekki náð skoti að marki fyrr en á
30. mínútu leiksins. Það tókst þeim
ekki fyrr en á 85. mínútu er Davíð
skaut að marki úr þröngu færi en
Kristján varði. Var þetta ein af
fáum sókn Víkings í síðari hálfleik.
Eina mark leiksins kom svo í
blálokin er Bjarnólfur Lárusson
átti góða sendingu inn á Skúla Jón
sem hljóp af sér vörn Víkings og
skoraði með laglegu skoti í fjær-
hornið. Skipting Teits Þórðarsonar
hafði borið árangur og fært KR-
ingum þrjú dýrmæt stig í barátt-
unni um Evrópusæti. Grétar Sig-
finnur fékk svo gullið tækifæri til
að jafna metin skömmu síðar en
skaut yfir af stuttu færi.
Leikurinn var vel leikinn þrátt
fyrir slæmar aðstæður og voru
heimamenn klaufar að færa sér
ekki eitt af þeim fjöldamörgum
færum í fyrri hálfleik í nyt. Það
varð þeim af falli þar sem að KR-
ingar uppskáru eftir skynsamlegan
leik í síðari hálfleik.
„Þetta var mjög ljúft. Við stjórn-
uðum leiknum undir lokin eftir
mikla baráttu og það var frábært
að ná þessum þremur stigum,“
sagði hetja KR-inga, Skúli Jón, eftir
leik. - esá
SÆTT SIGURMARK Leikmenn KR fagna marki Skúla Jóns Friðgeirssonar vel og inni-
lega enda þrjú dýrmæt stig í húfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Magnús Gylfason hundsvekktur er Víkingar fóru illa að ráði sínu gegn KR á heimavelli:
Áttum að vera fimm mörkum yfir í hálfleik
Víkingsvöllur, áhorf.: 1420
Víkingur KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–12 (6–7)
Varin skot Ingvar 6 – Kristján 5
Horn 5–7
Aukaspyrnur fengnar 6–6
Rangstöður 2–0
KR 4–4–2
Kristján 7
Sigþór 7
Tryggvi 7
Gunnlaugur* 8
Vigfús 6
Cizmek 7
(80. Ágúst -)
Kristinn 6
Bjarnólfur 6
Sigmundur 7
Grétar 7
Björgólfur 5
(65. Skúli Jón 7)
VÍKINGUR 4–5–1
Ingvar 8
Höskuldur 7
Grétar 7
Glogovac 7
Andri Tómas 6
Stefán Kári 6
(80. Perry -)
Jón G. 4
Daníel 5
Viktor Bjarki 7
Arnar Jón 7
Davíð Þór 6
*Maður leiksins
0-1 Skúli Jón Friðgeirsson
0-1
Ólafur Ragnarsson (7)
LANDSBANKADEILDIN
STAÐAN
FH 16 9 5 2 26-13 32
KR 16 8 2 6 18-25 26
VALUR 15 6 6 3 22-14 24
KEFLAVÍK 16 6 5 5 28-17 23
VÍKINGUR 16 5 5 6 20-13 20
FYLKIR 16 5 5 6 21-22 20
BREIÐABLIK 16 5 4 7 24-31 19
GRINDAVÍK 15 4 6 5 22-20 18
ÍA 16 5 3 8 22-27 18
ÍBV 16 4 3 9 14-35 15
ÚRSLIT LEIKJA
Enska úrvalsdeildin
WEST HAM-ASTON VILLA 1-1
0-1 Liam Ridgewell (4.), 1-1 Bobby Zamora (52.).
Championship - England
LEEDS-WOLVES 0-1
Gylfi Einarsson á við meiðsli að stríða og var því
ekki með Leeds.
Belgíska úrvalsdeildin
GENK-GENT 3-1
LOKEREN-BEVEREN 2-0
Rúnar Kristinsson kom inn á sem varamaður á 64.
mínútu í liði Lokeren.
Danska úrvalsdeildin
SILKEBORG-MIDTJYLLAND 0-2
NORDSJÆLLAND-AC HORSENS 0-0
RANDERS-VEJLE 2-1
ODENSE-VIBORG 2-0
Þýska bikarkeppnin
LÜBECK-1860 MÜNCHEN 1-0
CARL ZEISS JENA-KÖLN 1-2
ROSSBACH/WIED-GLADBACH 1-4
PFULLENDORF-ARMINIA BIELEFELD 2-1
Helgi Kolviðsson lék allan leikinn fyrir Pfullendorf.
SAARBRÜCKEN-MAINZ 1-0
DARMSTADT-HERTHA BERLÍN 0-1
Ítalska úrvalsdeildin
ATALANTA-ASCOLI 3-1
1-0 Zampagna (32.), 2-0 Ventola (38.), 3-0 Ven-
tola (44.), 3-1 Bjelanovic (59).
SAMPDORIA-EMPOLI 1-2
1-0 Bonazzoli (9.), 1-1 Busce (26.), 1-2 Saudati (51.)
AC MILAN-LAZIO 2-1
1-0 Inzaghi (27.), 2-0 Oliviera (69.), 2-1 Makinwa
(72.).
CAGLIARI-CATANIA 0-1
0-1 Corona (55.).
CHIEVO-SIENA 1-2
1-0 Pellissier (31.), 1-1 Brevi (74.), 1-2 Chiesa (89.)
MESSINA-UDINESE 1-0
1-0 Zanchi (73.).
PALERMO-REGGINA 4-3
1-0 Bresciano (11.), 2-0 Biava (17.), 3-0 Corini
(27.), 3-1 Bianchi (42.), 3-2 Bianchi (55.), 4-2
Amauri (67.), 4-3 Bianchi (79.).
TÓRÍNÓ-PARMA 1-1
0-1 Budan (55.), 1-1 Stellone (90.).
Spænska úrvalsdeildin
REAL BETIS-ATHLETIC BILBAO 3-0
1-0 Juanito (19.), 2-0 Edu (39.), 3-0 Capi (83.)
REAL SOCIEDAD-SEVILLA 1-3
0-1 Renato (8.), 0-2 Kanoute (75.), 0-3 Sjálfsmark
(89.), 1-3 Diaz de Cerio (90.).
REAL MALLORCA-DEPORTIVO 0-0
VILLARREAL-RECREATIVO HUELVA 0-1
0-1 Santi Cazoria (81.).
GETAFE-RACING SANTANDER 1-0
1-0 Guiza (59.).
LEVANTE-REAL MADRID 1-4
0-1 Van Nistelrooy (16.), 0-2 Cassano (26.), 1-
2 Ettien (35.), 1-3 Van Nistelrooy (57.), 1-4 Van
Nistelrooy (90.).
GIMNASTIC-CELTA VIGO 1-2
0-1 Baiano (48.), 1-1 Portillo (67.), 1-2 Nene (74.)
Hollenska úrvalsdeildin
AJAX-VITESSE ARNHEM 3-0
UTRECHT-WALLWIJK 5-0
NEC NIJMEGEN-AZ ALKMAAR 0-2
Grétar Rafn Steinsson kom inn á í hálfleik fyrir AZ
en var skipt út af á 70. mínútu. Jóhannes Karl Guð-
jónsson var ekki leikmannahópi AZ.
SPARTA ROTTERDAM-FEYENOORD 1-4
GRONINGEN-HERACLES 2-1
Norska úrvalsdeildin
TROMSÖ-LYN 1-2
Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Lyn.
MOLDE-VIKING 3-1
Marel Baldvinsson var í byrjunarliði Molde en var
skipt af velli á 56. mínútu.
VÅLERENGA-FREDRIKSTAD 5-1
Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Vålerenga
og varði víti í leiknum.
HAM-KAM-ODD GRENLAND 3-0
SANDEFJORD-ROSENBORG 0-2
START-LILLESTRÖM 1-0
Jóhannes Harðarson var ekki í hópnum hjá Start.
STAÐAN
ROSENBORG 19 10 6 3 30-18 36
BRANN 18 10 4 4 27-18 34
LILLESTRÖM 19 9 6 4 33-25 33
STABÆK 18 7 7 4 30-21 28
VÅLERENGA 19 8 4 7 30-24 28
ODD GRENL. 19 7 7 5 27-24 28
LYN 19 8 4 7 26-27 28
START 19 7 6 6 20-23 27
HAM-KAM 19 6 4 9 24-33 22
SANDEFJORD 19 6 4 9 24-33 22
FREDRIKSTAD 19 5 6 8 27-35 21
MOLDE 19 6 2 11 21-31 20
TROMSÖ 19 4 5 10 22-30 17
VIKING 19 4 5 10 17-27 17
Sænska 1. deildin
FALKENBERG-NORRKÖPING 2-0
Garðar Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson léku
báðir allan leikinn fyrir Norrköping.
FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson,
þjálfari ÍBV, var sáttur við sína
menn í leikslok og fannst þeir
hafa átt meira skilið. „Mér var
farið að finnast undir lokin að við
gætum spilað hérna í fjóra tíma í
viðbót án þess að skora. Það var
alla vega gleðilegt að fá þetta
mark undir lokin en ég er á því að
við hefðum svo sannarlega átt að
vinna þennan leik,“ sagði Heimir
„Það er ekki hægt að bíða
endalaust eftir að framherjarnir
skori og mér fannst kominn tími
til að reyna eitthvað nýtt. Andri
skoraði og mér fannst hann spila
mjög vel í framlínunni og er mjög
ánægður með hans vinnuframlag
í leiknum.“
En hvernig metur Heimir
stöðuna núna þegar eingöngu
tvær umferðir eru eftir. „Eftir
önnur úrslit í þessari umferð er
ljóst að við þurfum að vinna báða
leikina sem við eigum eftir ef við
ætlum að eiga möguleika. Það er
enn líflína sem við getum hangið
í en við erum í langerfiðustu stöð-
unni, það er alveg ljóst,“ sagði
Heimir. - jiá
Heimi Hallgrímssyni fannst sínir menn eiga meira skilið úr leiknum:
Getum enn hangið í líflínunni
FÓTBOLTI FH-ingar voru tveimur
mínútum frá því að tryggja sér
Íslandsmeistaratitilinn á Hásteins-
velli í Vestmannaeyjum í 16.
umferð Landsbankadeildarinnar.
Andri Ólafsson, sem að þessu sinni
lék í fremstu víglínu hjá ÍBV, kom
hins vegar í veg fyrir það með frá-
bæru skallamarki utan úr teig,
þegar vallarklukkan sýndi 92 mín-
útur. Þar jafnaði hann leikinn eftir
að Atli Guðnason hafði komið FH
yfir með skallamarki í upphafi
seinni hálfleiks hinum megin á
vellinum. Lokatölur leiksins urðu
1-1.
Það var greinilegt strax á upp-
hafsmínútunum að bæði liðin ætl-
uðu sér öll þrjú stigin en ÍBV þurfti
svo sannarlega á þeim að halda í
fallbaráttunni á meðan FH-ingar
gátu tryggt sér meistaratitilinn
með sigri. Sóknarbolti var það sem
rúmlega fimm hundruð áhorfend-
um á Hásteinsvelli var boðið upp á
og mátti vart á milli sjá hvort liðið
væri á botni eða toppi deildarinnar
. Á heildina litið var það botnliðið
ÍBV sem var atkvæðameira upp
við markið en Eyjapeyjar áttu alls
nítján skot á markið í leiknum á
meðan Hafnfirðingarnir áttu þrett-
án tilraunir. Það vakti athygli að
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV,
hafði sett framherja liðsins á bekk-
inn og setti miðjumennina Atla
Jóhannsson og Andra Ólafsson
fremst. Það kom ágætlega út og
sérstaklega var Andri hættulegur
upp við mark FH þar sem hann
skaut meðal annars í stöng og skall-
aði svo í netið á lokamínútunum.
FH-ingar léku ágætis fótbolta
oft á tíðum með Tryggva Guð-
mundsson sem sinn besta mann á
miðjunni. Þeim gekk hins vegar
illa að koma knettinum framhjá
Guðjóni Magnússyni, góðum mark-
verði ÍBV. Leikurinn var í heild
góð skemmtun fyrir áhorfendur og
mörkin hefðu vel getað orðið fleiri,
en FH-ingar verða að bíða að
minnsta kosti þar til í næstu umferð
til að tryggja sér titilinn sem
Tryggvi Guðmundsson segir reynd-
ar vera langt í. „Ég met þetta
þannig eftir þennan leik að það
skortir ákveðinn karakter í þetta
lið hjá okkur. Við erum tveimur
mínútum frá því að landa titlinum
hér í Eyjum og við drullumst ekki
til að halda markinu hreinu. Mér
fannst við vera mikið betri í þess-
um leik og áttum að landa sigri
hér,“ sagði Tryggvi Guðmundsson
sem var mjög svekktur að hafa
ekki staðist pressu Eyjamanna á
lokamínútunum. „Þeir tóku mann
úr vörninni og settu Bjarna Hólm
upp á topp undir lokin og fóru að
senda langa bolta. Það skilar sér
oft í mörkum og það gerði það því
miður núna,“ sagði Tryggvi sem er
ósáttur við gengi sinna manna að
undanförnu og er ekki viss um að
FH-ingar muni landa titlinum í
næstu umferð þegar þeir taka á
móti Víkingum í Hafnarfirði.
„Þetta er nú ekkert allt of bjart
núna. Við þurfum að fá þetta sigur-
bragð og tilfinninguna aftur ef við
ætlum að klára þetta, það er langt í
titilinn hjá okkur eins og staðan er
í dag,“ sagði Tryggvi. - jiá
FH tvær mínútur frá titlinum
Andri Ólafsson var hetja ÍBV er hann tryggði liðinu sínu annað stigið gegn FH
í gær og frestaði því um leið hátíðahöldum FH-inga um eina viku að minnsta
kosti. ÍBV er enn á botni deildarinnar þar sem þó allt getur enn gerst.
EINN AÐ STÍGA UPP OG HINN Í GRASINU Matt Garner Eyjamaður ætlar sér boltann
en FH-ingur liggur í grasinu eftir viðskipti þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN INGI
SKALLAEINVÍGI Úr leik ÍBV og FH.