Fréttablaðið - 11.09.2006, Page 78
11. september 2006 MÁNUDAGUR38
HRÓSIÐ FÆR …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ofurtala
6 29 31 33 34
6 22 23 33 35 37
3 41 8
2 8 7 8 5
0 4 4 4 1
6.9.2006
Einfaldur
1. vinningur næsta
laugardag
1. vinningur gekk ekki út
25
9.9.2006
Einfaldur
1. vinningur
næsta laugardag
1. vinningur gekk ekki út
LÁRÉTT:
2 hljóðfæri 6 í röð 8 bók 9 mánuður
11 guð 12 slagsmál 14 andlitslitur 16
skóli 17 sigti 18 fiskur 20 tveir eins 21
stígur.
LÓÐRÉTT:
1 þurrka út 3 klukka 4 forði 5 óhreinka
7 heykvísl 10 vætla 13 maðk 15 inn-
yfla 16 blástur 19 kusk.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 Túba, 6 Fg, 8 Rit, 9 Maí, 11
Ra, 12 Áflog, 14 Farði, 16 Ma, 17 Mið,
18 Áll, 20 Rr, 21 Slóð.
LÓÐRÉTT: 1 Afmá, 3 Úr, 4 Birgðir, 5
Ata, 7 Gaffall, 10 Íla, 13 Orm, 15 Iðra,
16 Más, 19 Ló.
Fegurðardrottningin Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir er stödd í Póllandi
þar sem hún lýkur starfs-
skyldum sínum sem feg-
ursta kona heims. Unnur
Birna greinir samvisku-
lega frá ævintýrum
sínum og uppák-
omum á bloggsíðu
sinni, unnurbirna.
blog.is. Um helgina
kom þar fram að hún
hefði hitt sjálfan Lech
Walesa, merkan mann
að hennar sögn sem
gaman var að hitta. „Fyrir þá sem
ekki þekkja til þá er hr. Walesa
nokkurskonar „Nelson Mandela“
Evrópu og hefur í gegnum tíðina
margoft skráð nafn sitt á spjöld
sögunnar,“ skrifar fegurðardrottn-
ingin um fund sinn og Walesa.
Grímur Hákonarson kvikmynda-
gerðarmaður undirbýr nú næstu
mynd sína. Hermt er að umfjöllun-
arefni hennar verði íslensk glíma,
nánar tiltekið íslenskir glímumenn
á ferðalagi. Fangbrögð íslenskra
glímumanna og tignarlegur dans
með forboðnum undirtónum
ættu að verða forvitnilegt
umfjöllunarefni, ekki síst
eftir vinsældir kvik-
myndarinnar Brokeback
Mountain. Grímur
neitar því þó að
mynd sín eigi eitt-
hvað skylt við þá
kvikmynd, segist
hið minnsta hafa fengið hugmynd
sína fyrir margt löngu.
Aðdáendur Björgvins Halldórs-
sonar hafa fengið sitt fram og
þriðju stórtónleikum kappans hefur
nú verið bætt við í lok mánaðarins.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá seldist fljótt upp
á fyrri tvo
tónleikana
og gríðar-
legur áhugi
hefur verið
fyrir þriðju tón-
leikunum. Þeir
verða daginn
eftir áður fyrir-
hugaða tónleika,
sunnudaginn 24.
september klukk-
an 20. Miðasala hefst á föstudag
og Bó býður aðdáendum sínum
sem fyrr aðeins upp á það besta,
númeruð sæti og besta mögulega
hljóðkerfi landsins. -hdm
Kvikmyndin Börn eftir Ragnar
Bragason og leikhópinn Vesturport
var forsýnd fyrir fullum sal í
Háskólabíói á laugardag, Valinn
maður er í hverju rúmi en að
öðrum ólöstuðum stendur hinn
fjórtán ári gamli Andri Snær
Helgason upp úr með frábærri
frammistöðu í erfiðu hlutverki.
„Systir mín reddaði mér hlutverk-
inu,“ segir Andri um það hvernig
það kom til að hann lék í myndinni,
en systir hans er Nína Dögg Fil-
ipusdóttir og leikur móður hans í
myndinni. Spurður hvernig það
hafi verið að leika son systur sinn-
ar skellir Andri upp úr og segir að
það hafi verið gaman. „Við nátt-
úrulega þekkjumst vel svo þetta
var bara létt.“
Í myndinni leikur Andri elsta
son einstæðrar fjögurra barna
móður sem þarf að takast á við
byrði þess að vera elstur auk þess
sem hann er lagður í einelti í skól-
anum. Skemmst er frá því að segja
að hann skilar rullunni af mikilli
sannfæringu og öryggi. „Ragnar
og hinir leikararnir leiðbeindu
mér mikið, töluðu við mig og
útskýrðu alveg hvernig ég átti að
vera. Ég reyndi svo bara að gera
eins og þau sögðu.“
Áður hefur Andri leikið í nokkr-
um auglýsingum og eftir að tökum
á myndinni lauk lék hann í nokkr-
um atriðum í Stelpunum. Hann
kveðst hins vegar ekki vera búinn
að ákveða hvort hann ætli að leggja
leiklistina fyrir sig, enda hefur
hann nægan tíma til að hugsa um
hvað hann ætlar að verða. Aðal-
áhugamál hans er hins vegar knatt-
spyrna og hann spilar fótbolta með
3. flokki Fjölnis í Grafarvogi.
Andri fær nasasjón af lífi fræga
fólksins því eftir hálfan mánuð
flýgur hann út til Spánar ásamt
aðstandendum myndarinnar, til
þess að vera viðstaddur kvik-
myndahátíð þar sem myndin verð-
ur sýnd. „Þetta er næstum því eins
og að vera orðinn kvikmynda-
stjarna,“ segir hann og hlær. „Mér
fannst bara skemmtilegt að sjá
sjálfan mig á hvíta tjaldinu,“ bætir
hann við og tekur velgengninni
augljóslega af fyllstu hógværð.
Andri gengur í Foldaskóla og
segir að krakkarnir í skólanum séu
áhugasamir um myndina. „Það eru
margir búnir að spyrja mig út í
hana og það væri gaman að geta
farið með þeim að sjá hana við
tækifæri,“ segir leikarinn ungi að
lokum.
Kvikmyndin Börn verður frum-
sýnd í Háskólabíói föstudaginn 15.
september. bergsteinn@frettabladid.is
ANDRI SNÆR HELGASON: FJÓRTÁN ÁRA Í BURÐARHLUTVERKI
Skemmtilegt að sjá
sjálfan sig á hvíta tjaldinu
ANDRI SNÆR Hefur ekki hugmynd um hvort hann langi til að verða leikari en fótbolti er aðaláhugamálið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 15 sentímetrum.
2 Völundur Snær Völundarson
3 Slaufur sem Jones hannar sjálfur
„Þetta er auðvitað heilmikil keppni
og ég neita því ekki að það hefði
verið skemmtilegra að vinna. En
ég er ekkert með böggum hildar
yfir þessu,“ segir fréttamaður-
inn Logi Bergmann Eiðsson. Logi
varð að gera sér annað sætið að
góðu í árlegu móti golfklúbbs-
ins Stulla, tapaði fyrir stór-
söngvaranum Stefáni
Hilmarssyni.
„Ég gaf aðeins
eftir í lokin og var
til dæmis ekki með
í síðasta mótinu.
En Stebbi er vel að sigrinum kom-
inn, hann er búinn að vera á mik-
illi siglingu í sumar,“ sagði
Logi í gær, en ekki náðist í
Stefán.
Alls eru 20 manns í golf-
klúbbnum Stullum. Auk
Loga og Stefáns eru fleiri
nafntogaðir menn félagar
í klúbbnum, svo sem
Kristinn Geirsson,
framkvæmda-
stjóri Ingvars
Helgasonar,
Bjarni Bene-
diktsson
alþingis-
maður og
Skúli Gunn-
steinsson,
forstjóri IMG og fyrrverandi
handboltamaður. Logi segir að
grunnur hópsins séu gamlir vinir
úr Réttarholtsskóla en síðan hafi
bæst við félagar úr ýmsum áttum.
„Það er mikill félags-
skapur í kringum þetta.
Bæði eru fleiri mót eins
og bikarkeppnin og svo
er auðvitað árshátíð,“
segir Logi Bergmann,
silfurverðlauna-
hafi í Stullamót-
inu 2006. - hdm
Stebbi Hilmars Stullameistari 2006
LOGI BERGMANN Hafnaði í öðru sæti í
Stullamótinu.
STEFÁN HILMARSSON
Stullameistarinn árið
2006. Vel að sigrinum
kominn, að sögn Loga.
BJARNI
BENEDIKTSSON
Hafnaði í 7.-10.
sæti.
Listneminn Símon Birgisson lenti
í miður skemmtilegri uppákomu
fyrir helgina þegar fartölvu hans
var stolið. Símon stundar nám við
Listaháskóla Íslands og brá sér
frá í stuttu stund. Þegar hann
sneri til baka hafði óprúttinn aðili
látið greipar sópa og var horfinn
á brott með vélina. Símon er síður
en svo sáttur.
„Þetta er alveg ömurlegt, sér-
staklega þar sem við nemar erum
nú ekki vel stæðir. Svo hafði tölv-
an auðvitað tilfinningalegt gildi,
enda er ævistarf manns þarna
inni,“ segir Símon. Hann segir að í
tölvu sinni hafi verið handrit og
uppköst að smásögum sem hann
er búinn að vinna að síðustu tvö
eða þrjú árin auk þúsunda ljós-
mynda, meðal annars þeirra sem
hann tók fyrir Skákfélagið Hrók-
inn á Grænlandi.
Símon segir að hann hafi feng-
ið þær upplýsingar hjá lögregl-
unni að litlar líkur séu á því að
hann endurheimti tölvuna sína.
Hjá tryggingafélaginu er engar
bætur að fá. „Það er ekkert hægt
að gera nema tölvan finnist í ein-
hverju dópbæli. Mér er sagt að
þetta sé að verða ein algengasta
tegund þjófnaðar, þessir gaurar
ganga bara inn í skólana, ná sér í
tölvu og rjúka út aftur. Á endan-
um getur maður þó bara kennt
sjálfum sér um og þetta verður
dýr lexía,“ segir Símon sem
varar alla nema við fartölvuþjóf-
unum. Fólk eigi að passa upp á
eigur sínar: „Maður má ekki
skilja tölvuna neins staðar eftir
og þarf helst að taka hana með
sér á klósettið.“
Símon segir að viðbrögð Lista-
háskólans hafi þó verið til mik-
illar fyrirmyndar. Umræða hafi
farið fram um málið innan
veggja skólans og eftirlit hafi
verið aukið. Til að mynda hafi
verið settur hengilás á matsal
skólans til að varna þjófum
aðgang. Símon biður alla þá sem
geta veitt sér einhverjar upplýs-
ingar um málið að hafa samband
við sig. Netfang hans er sim-
on06@lhi.is. -hdm
Fartölvu stolið af fátækum listnema
FORVIÐA LISTNEMI Símon Birgisson er
ekki sáttur við að fartölvu hans var stolið
í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
... frændsystkinin Margrét
Jónasdóttir förðunarfræðingur
og Nonni í Quest hárgreiðslu-
maður en þau vöktu mikla
lukku á förðunarsýningu í
Svíþjóð á dögunum.