Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 2

Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 2
2 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������������������� ���������������������������������������������������������������� ������ ������� ����� ���� ������ � ������ ��� DÓMSMÁL Mál ákæruvaldsins gegn Lofti Jens Magnússyni, sem ákærð- ur er fyrir að hafa veitt Ragnari Björnssyni banahögg á veitinga- húsinu Ásláki í Mosfellsbæ í desem- ber 2004, verður tekið til aðalmeð- ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Loftur er ákærður fyrir að hafa veitt Ragnari hnefahögg efst í háls- inn vinstra megin með þeim afleið- ingum að brot kom í hálshryggjar- lið og slagæð við hálshrygg rofnaði. Í ákæru segir að höggið hafi valdið mikilli blæðingu inn í höfuðkúpu sem leiddi til þess að maðurinn lést vegna blæðingar á milli heila og innri heilahimna. Aðfaranótt 12. desember veitti Loftur Ragnari hnefahöggið og hefur meðferð málsins því tekið næstum tvö ár áður en það er tekið til aðalmeðferðar í dómssal. Lofti var sleppt úr haldi lögreglu átta dögum eftir líkamsárásina. Í fyrstu fór lögreglan fram á að honum yrði haldið í gæsluvarðhaldi í sex vikur en Hæstiréttur féllst ekki á það, þar sem lögreglu tókst ekki að færa viðhlítandi rök fyrir því að nauð- synlegt væri að halda honum í varð- haldi vegna almannahagsmuna, að mati dómara Hæstaréttar. Verjandi Lofts, Björn Ólafur Hallgrímsson hæstaréttarlögmað- ur, fór fram á að kvaddir yrðu til matsmenn til þess að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Björn Ólafur sagði álit Þóru hafa verið litað af skýrslu lögreglu um málið og van- rækt hefði verið að skoða til hlítar þætti sem gætu verið skjólstæðingi hans til málsbóta. Hæstiréttur féllst á að kalla til matsmenn sem fóru vandlega yfir álit Þóru. Með niðurstöðu sinni sneri Hæstiréttur úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem ekki var tilbúinn til þess að verða við beiðni ákærða og lögmanns hans. Mats- mennirnir verða kallaðir fyrir dóm- ara við aðalmeðferð málsins og gera þeir grein fyrir niðurstöðum sínum í vikunni. Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari fór fram á það fyrir hönd ákæruvaldsins að kröfu Lofts og verjanda hans yrði hafnað og sagði máli sínu til stuðnings að ekki væri óeðlilegt þó réttarmeinafræð- ingur hefði lögregluskýrslu undir höndum til þess að styðjast við. Benti Ragnheiður á að nauðsynlegt væri að hafa til grundvallar allar grunnupplýsingar um málsatvik þegar unnið væri að krufningar- skýrslu. magnush@frettabladid.is Banaði manni með þungu hnefahöggi Mál ákæruvaldsins gegn 27 ára gömlum manni, Lofti Jens Magnússyni, verður tekið til aðalmeðferðar í dag. Loftur er ákærður fyrir að hafa banað hálfsextug- um manni með þungu hnefahöggi á veitingahúsinu Ásláki í desember 2004. PALESTÍNA, AP Forseti og forsætis- ráðherra Palestínumanna lýstu yfir í gær að samkomulag hefði náðst um nýja samsteypustjórn Hamas-samtakanna og Fatah- hreyfingarinnar. Fatah-hreyfingin þykir hófsöm en Hamas-samtökin herská og er vonast til að með nýrri stjórn verði hægt að draga úr ein- angrun Palestínumanna á alþjóða- grundvelli. Flest vestræn ríki hafa snið- gengið heimastjórn Hamas-sam- takanna, svo að hún hefur ekki getað borgað um þriðjungi Palest- ínumanna laun í sex mánuði. Mót- mæli þessara launþega gegn Hamas munu hafa knúið samtökin til að ganga að samningaborðinu og milda afstöðu sína til Ísraelsríkis. Ekki hefur verið greint nákvæmlega frá stjórnarsáttmála hinnar nýju þjóðstjórnar og ekki er vitað hversu langt verður gengið til sátta við Ísraelsmenn, en samn- ingurinn mun byggjast á „fangap- lagginu“, tillögu palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Í þeirri til- lögu var ýjað að því að tilverurétt- ur Ísraelsríkis yrði viðurkenndur. Eitt atriði samningsins er þó þekkt; að krafist verði sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, með Jerús- alem sem höfuðborg. - kóþ Tilkynnt um nýja stjórn Palestínumanna: Fatah og Hamas í eina sæng LEIÐTOGAR PALESTÍNUMANNA Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og leiðtogi Hamas-samtakanna (vinstra megin), spjallar við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Átta af tíu flugfarþegum í innanlands- flugi segjast munu fljúga minna ef flugið verði flutt úr Vatnsmýri til Keflavíkur. Níutíu prósent telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðarlag sitt. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar meðal 570 farþega í innanlandsflugi á leið til Reykjavíkur sem gerð var fyrir samgönguyfirvöld. Einnig kemur fram í niðurstöð- um könnunarinnar að flugfarþeg- ar fari að meðaltali um tólf til fimmtán ferðir til höfuðborgar- innar á ári, þar af um sjö til níu ferðir með flugi. Flestir farþega eru 35-50 ára karlar á leið til Reykjavíkur vegna vinnu. „Það hefur ekki út af fyrir sig verið á dagskrá hjá Samfylking- unni að flytja innanlandsflug til Keflavíkur, nema til verulegra samgöngubóta komi þar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, um niðurstöðurnar. „Kannanir sýna líka að lágt hlutfall þeirra sem nota millilandsflug nýtir innanlandsflug til að koma frá landsbyggðinni og í sitt tengiflug. Þessi könnun nær ekki til þeirra.“ Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóra vegna málsins. - sþs Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal flugfarþega á flugsamgöngum innanlands: Fæstir vilja flugið til Keflavíkur DAGUR B. EGGERTSSON VATNSMÝRIN Flugfarþegar fara að meðaltali um tólf til fimmt- án ferðir til höfuðborgarinnar á ári. Þar af eru sjö til níu farnar með flugi. Benedikt, ertu titlaður sem jólasveinn í símaskránni? „Nei, en ég er nú orðinn hálfgerður jólasveinn eftir allan þennan tíma.“ Benedikt Grétarsson er eigandi Jólagarðs- ins í Eyjafjarðarsveit, sem heldur upp á tíu ára afmæli sitt í ár. LÍKAMSÁRÁS Mennirnir tveir sem lögregla leitaði að vegna hnífs- stungumáls í Select í Breiðholti aðfaranótt sunnudags gáfu sig fram síðdegis í gær. Þeir eru grunaðir um aðild að líkamsárás- inni þar sem öryggisvörður var stunginn í bakið og afgreiðslumað- ur hlaut skurð á andliti. Mennirnir, sem eru á tvítugs- aldri, gáfu sig fram nokkrum klukkustundum eftir að lögregla sendi fjölmiðlum myndir sem náðust af þeim í öryggismyndavél. Yfirheyrslur hófust í gærkvöld. Þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort gæsluvarðhalds yrði krafist. - sþs Hnífsstungumennirnir fundnir: Gáfu sig fram við lögreglu RAGNHEIÐUR HARÐARDÓTTIR Sækir málið fyrir hönd ákæru- valdsins. ÁSLÁKUR Í MOSFELLSBÆ Líkamsárásin átti sér stað á veitingahúsinu Ásláki í desember 2004 og hefur málið því verið til meðferðar í næstum tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. DÓMSMÁL Erlendur maður, með lögheimili í Barcelona á Spáni, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að ganga í skrokk á sambýl- iskonu sinni og hóta henni lífláti. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hélt hnífi við háls konunnar og hótaði að drepa hana, að því er konan bar við skýrslutöku. Hann tók hana tvívegis kverkataki, sló hana margsinnis í andlitið og mis- þyrmdi henni með þeim afleiðing- um að hún marðist og bólgnaði víðs vegar um líkamann. Maðurinn neitaði sakargiftum að mestu við yfirheyrslur og bar við minnisleysi. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sök. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Hann hafði aldrei gerst sekur um refsiverða háttsemi áður og hafði það áhrif á ákvörðun refsingar. - jss Hlaut fjögurra mánaða skilorð: Hótaði sambýl- iskonu dauða LÖGREGLUFRÉTT Ökumaður keyrði út af í Kömbum hjá Selfossi rétt fyrir átta í gærkvöldi. Betur fór en á horfðist því engin slys urðu á fólki svo vitað sé. Ekki er vitað nákvæmlega hvað varð til þess að bíllinn ók út af veginum en nokkru áður var lögreglu tilkynnt um ruddaakstur bíls á sama svæði. Bifreiðin hafi tekið glannalega fram úr öðrum og keyrt óspart yfir tvær hvítar línur sem skilja akreinar að. Samkvæmt fulltrúa lögregl- unnar á Selfossi var orsök slyssins því líklegast að maðurinn hafi einfaldlega „keyrt eins og fífl“. - sþs Ökumaður við Selfoss: Keyrði eins og fífl af veginum Innbrot í Sandgerði Brotist var inn í þrjú fyrirtæki í Sand- gerði í gær. Lögreglan á Selfossi gat ekki gefið upp hvort einhverju var stolið og þá hverju. Ekki er vitað hver var að verki, en í öllum innbrotunum var farið inn með því að brjóta rúðu. LÖGREGLUFRÉTT TEXAS, AP Lóð menntaskóla eins í Texas var lokað í gær og lögreglan kölluð út, eftir að vegfarandi hringdi og tilkynnti um hryðju- verkaárás á skólann. Nokkrir nemendur voru að vinna verkefni fyrir sögutíma, sem fólst í því að endurgera árás úr Víetnamstríðinu og taka af því myndir. Þeir voru því vígalegir; í grænum felubúningum og með gerviriffla. Almannatengill skólanefndar héraðsins sagði að enginn bæri sérstaka ábyrgð á uppákomunni en að vissulega mætti setja spurning- armerki við tímasetningu verkefn- isins, þann 11. september. - kóþ Skólaverkefni 11. september: Endaði með út- kalli lögreglu BJÖRGUN Skipstjóri á fiskitogaran- um Baldvin var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærmorg- un. Hann hafði dottið og slasast kvöldið áður og var sú ákvörðun tekin að senda þyrlu að sækja hann, enda lítið um læknisaðstöðu um borð. Skipið var að veiðum um tvö hundruð mílur norðaustur af Raufarhöfn. Ákveðið var að bíða með að senda þyrluna þangað til togarinn væri kominn nær landi. Hún fór á loft um sjöleytið í gærmorgun og var komin til baka með manninn um hádegisbil. Ekki þótti ástæða til að fara með hann á sjúkrahús en gert að sárum hans í skýli Landhelgisgæslunnar. - sþs Skipstjóri á fiskitogara: Sóttur með þyrlu Landhelgisgæslu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.