Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 6
6 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
HARMLEIKURINN 11. SEPTEMBER
KJÖRKASSINN
Manst þú hvar þú varst 11.
september 2001?
Já 95%
Nei 5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Horfðir þú á bikarúrslitaleik
Vals og Breiðabliks í knatt-
spyrnu kvenna?
Segðu skoðun þína á visir.is
BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamenn
minntust þess í gær að fimm ár
voru liðin frá hryðjuverkárásun-
um sem urðu 2.749 manns að
bana.
Minningarathafnir voru haldn-
ar víða og voru einnar mínútu
þagnir haldnar fjórum sinnum í
New York þar sem Tvíburaturn-
arnir áður stóðu, til að minnast
þess þegar flugvélarnar rákust á
þá og þegar þeir hrundu. Fjöl-
margir ættingjar hinna látnu voru
samankomnir í New York og héldu
á myndum af ástvinum sínum,
báðust fyrir og grétu hljóðlega á
meðan nöfn allra hinna látnu voru
lesin upp.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti og eiginkona hans, Laura,
mættu á staðina þrjá þar sem flug-
vélunum var eytt, í New York, í
varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna í Washington og á túnið í
Pennsylvaníu, þar sem fjórða
vélin hrapaði eftir að talið er að
farþegum hafi tekist að yfirbuga
hryðjuverkamennina.
Atburðanna var jafnframt
minnst víða um heim, enda hafa
þeir og eftirleikur þeirra markað
spor í nútímasöguna. Sagði for-
sætisráðherra Nýja-Sjálands,
Helen Clark, að heimurinn hefði
síður en svo orðið öruggari síðan í
september árið 2001 og Angela
Merkel, kanslari Þýskalands,
sagði að „umburðarlyndi og virð-
ing gagnvart öðrum menningar-
hópum“ yrði að marka veginn í
alþjóðlegri baráttu gegn hryðju-
verkum. - smk
Fórnarlambanna minnst
Minningarathafnir voru haldnar í Bandaríkjunum í gær í tilefni þess að fimm ár voru liðin frá hryðjuverk-
unum sem urðu nær 3.000 manns að bana.
FÓTSPOR TURNSINS Minningarathöfnin var haldin þar sem Tvíburaturnarnir stóðu
áður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FORSETAHJÓNIN George W. Bush
Bandaríkjaforseti og kona hans, Laura,
tóku þátt í athöfninni í New York í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RÆÐUR HALDNAR Dick Cheney varafor-
seti hélt ræðu í Pentagon í gær. Við hlið
hans er Donald Rumsfeld varnarmála-
ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MINNINGARATHÖFN Patricia Smith
missti móður sína í hryðjuverkaárásun-
um. Patricia tók þátt í minningarathöfn-
inni í New York . FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓRNARLAMBA MINNST Slökkviliðs-
menn tóku þátt í minningarathöfnum
víða um Bandaríkin í gær. Þessi mynd er
tekin í Fíladelfíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ENN FLEIRI FÓRNARLÖMB Lítið reyndist eftir af
fjórðu farþegavélinni sem talið er að hryðjuverka-
menn hafi rænt, en vélin hrapaði á túni í Pennsylv-
aníu. Allir um borð, 45 manns, fórust.
NORDICPHOTOS/AFP
PENTAGON Hryðjuverkamenn-
irnir eru sagðir hafa rænt annarri
vél og flogið henni á Pentagon
skömmu eftir að árásirnar voru
gerðar á Tvíburaturnana.
NORDICPHOTOS/AFP
FLOGIÐ Á TURNANA
Hryðjuverkamenn rændu
tveimur farþegaflugvélum
og flugu þeim á turnana
tvo með þeim afleiðingum
að þeir hrundu.
NORDICPHOTOS/AFP
Þetta eru vinnubrögð
sem ekki er hægt að
sætta sig við.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
ÞINGMAÐUR VG
Í blaðinu í gær var ekki rétt sagt
frá stóðréttum í Víðidalstungurétt
í Húnaþingi vestra. Stóðið verður
réttað laugardaginn 7. október, en
daginn áður verður því smalað til
byggða af Víðidalstunguheiði.
LEIÐRÉTTING
Afmæli, ekki ártíð
Í frétt um Yoko Ono í gær var 9. októ-
ber næstkomandi misnefndur sem
66. ártíð Johns Lennon heitins. Hið
rétta er að 9. október er 66. afmæli
Johns Lennon.
LEIÐRÉTTING
KÓLOMBÓ, AP Minnst fimmtíu
tamílskra barna og ungmenna er
saknað eftir átökin á Jaffna-skaga
í ágústmánuði, segir yfirmaður
mannréttindanefndar Srí Lanka á
Jaffna. Óttast er að mörgum þeirra
hafi verið rænt. Ættingjar margra
barnanna segja að öryggissveitir
stjórnarhersins hafi komið heim til
þeirra og handtekið börnin.
Alls 67 ungmenni týndust í
mánuðinum og er vitað um afdrif
sautján þeirra. Þau féllu ýmist
fyrir hendi óþekktra vígamanna
eða létust í gæslu stjórnarhersins
og í flóttamannabúðum.
Fátítt er að þeir sem ræna
börnum á Jaffna-skaga séu
ákærðir, því almenningur óttast
hefndaraðgerðir brotamanna, að
sögn mannréttindanefndarinnar.
- kóþ
Mannréttindasamtök á Jaffna:
Tamílskum
börnum rænt
BÖRN Á SRÍ LANKA FYLGJAST MEÐ
Foreldrarnir óttast hefndaraðgerðir
barnaræningjanna og kæra þá því ekki.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest farbann yfir manni sem
grunaður er um brot á höfundar-
lögum og lögum um eftirlit með
óréttmætum viðskiptaháttum og
gagnsæi markaðarins. Hann var
handtekinn þann 10. ágúst
síðastliðinn og 250 gígabæta
harður diskur gerður upptækur.
Við yfirheyrslur viðurkenndi
maðurinn að hafa afritað gögn af
netþjóni yfir á harða diskinn.
Rannsókn á disknum stendur nú
yfir og verður maðurinn yfir-
heyrður aftur í tengslum við
hana. Því var hann dæmdur í
farbann til fimmtudagsins 21.
september. - sþs
Grunur um höfundarlagabrot:
Farbann staðfest
í Hæstarétti
STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs, vék af fundi iðn-
aðarnefndar Alþingis í gær eftir að forsvarsmenn
Landsvirkjunar sögðust tilbúnir að ræða um endur-
skoðað arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar á
fundinum gegn því að nefndarmenn færu með upp-
lýsingarnar sem lagðar voru fram sem trúnaðarmál.
Þessu var Ögmundur ekki til-
búinn að fara eftir. „Að undan-
förnu hafa komið fram sjónarmið
frá ýmsum sérfræðingum sem gefa tilefni til þess að
skoða vandlega arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar.
Landsvirkjun fór fram á það að farið væri með upp-
lýsingarnar sem lagðar voru fram sem trúnaðar-
gögn. Þetta eru vinnubrögð sem ekki er hægt að
sætta sig við. Það eru stöðugt að koma fram upplýs-
ingar sem gefa tilefni til þess að allar upplýsingarn-
ar verði lagðar á borðið og bornar undir óháða sér-
fræðinga,“ sagði Ögmundur og lagði áherslu á að það
væru forkastanleg vinnubrögð hjá Landsvirkjun að
krefjast trúnaðar. „Þetta er eins ólýðræðislegt og
hugsast getur.“
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar, sagði það alveg ljóst að raforkuverð vegna
Kárahnjúkavirkjunar væri trúnaðarmál. „Það var
farið yfir endurskoðað arðsemismat, og þar með raf-
orkuverð. Það liggur fyrir að þær upplýsingar eru
trúnaðarmál,“ sagði Þorsteinn. - mh
Ögmundur Jónasson vék af fundi iðnaðarnefndar Alþingis í gær:
Blöskraði slæm vinnubrögð