Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 8

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 8
8 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD STRÍÐSÁTÖK Stríð hefur víðtækari áhrif en margan grunar. Samtökin Barnaheill benda nú á að menntun 43 milljóna barna víðs vegar um heim allan sé í lamasessi vegna stríðsátaka í heimalöndum þeirra. „Það er algjörlega óviðunbandi hvernig heimurinn fer með þessi börn,“ segir Jan Egeland, yfirmað- ur neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. „Alþjóðasamfélagið getur ekki skilið eftir börn, sem lifa í skugga átaka, án vonar um mannsæmandi framtíð. Börn geta ekki beðið eftir að átökum ljúki til að eiga möguleika á menntun.“ Alþjóðasamtökin Save the Children, sem Barnaheill er aðild- arfélag að, birtu í dag nýja rann- sóknarskýrslu þar sem fram kemur að stríðsátök hafa gríðar- lega eyðileggjandi áhrif á mennt- un barna í 30 löndum. Ástæðan er sú að skólar eru oft herteknir eða eyðilagðir í átökum og kennarar eru drepnir eða þeir flýja. Eins eru börnin oft neydd í hermennsku eða barnaþrælkun, en árið 2003 voru barnahermenn undir 15 ára aldri notaðir í meira en helmingi þeirra átaka sem þá voru í gangi, að því er kemur fram í skýrslunni. „Áreiðanleg menntun barna er eitt aðalatriðið þegar kemur að uppbyggingu landa,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, en samkvæmt skýrsl- unni hafa alþjóðlegir styrktaraðil- ar verið tregir til að skuldbinda sig til að gefa fé til menntunar í stríðshrjáðum löndum. Í dag hefst alþjóðaverkefni Save the Children sem á að breyta þessu og mun Barnaheill sinna menntun stríðshrjáðra barna í Afganistan, Kambódíu og Úganda. Verkefnið, sem gengur undir nafn- inu „bætum framtíð barna“ er meðal annarra stutt af Egeland og Desmond Tutu erkibiskupi. Því er ætlað að hvetja alþjóðlega styrkt- araðila til að veita aukalega 5,8 milljarða Bandaríkjadala til mennt- unar barna í stríðshrjáðum lönd- um, sem og að stuðla að því að rík- isstjórnir allra landa sæki til saka hermenn og skæruliða sem beita kennara og nemendur ofbeldi. Einnig er vonast til þess að verk- efnið sjái til þess að menntun verði alltaf hluti af neyðaraðstoð. Verkefnið mun ná til um átta milljóna barna í 20 löndum og verða skólar byggðir, kennarar þjálfaðir og skólagögnum og námsefni útvegað. smk@frettabladid.is Stríð truflar nám barna 43 milljónir barna fá ekki viðunandi menntun sök- um stríðsátaka í heimalöndum þeirra. Herferð sem ætlað er að bæta þar úr er hafin. NÁM ER LEIKUR Þessi börn frá Norður-Kambódíu eru meðal þeirra sem Barnaheill – Save the Children aðstoða við að mennta sig, en menntun er eitt sterkasta vopn fátækari landa í baráttunni fyrir jafnvægi og meiri velmegun.MYND/BARNAHEILL BAUGSMÁL Síminn hf. telur fráleitt að starfs- maður fyrirtækisins hafi greint frá því að yfir þrjátíu sinnum hafi verið hringt úr forsætis- ráðuneytinu í embætti Ríkislögreglustjóra, skömmu áður en ráðist var inn í höfuðstöðvar Baugs hinn 28. ágúst 2002. Hallgrímur Helgason greinir frá því í pistli í Fréttablaðinu í gær að þeim skilaboðum hafi verið komið til hans „að starfsmenn Símans hefðu ekki undrast innrásina: Mánuðinn á undan hefðu þeir talið yfir 30 símtöl úr forsæt- isráðuneytinu til ríkislögreglustjóra“, eins og segir orðrétt í pistli Hallgríms. Fréttablaðið hafði áður kannað sannleiks- gildi þessara sögusagna en ekki fengið fyrir því staðfestar heimildir að þær væru á rökum reistar. Síminn sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem segir meðal annars að „allir þeir sem starfa við fjarskipti skulu vera skyldugir til, bæði meðan þeir gegna starfinu og eftir að þeir hafa látið af því, að halda leyndu fyrir óviðkomandi aðilum öllu því sem varðar fjar- skiptin.“ Þá segir jafnframt í tilkynningunni að ásak- anir Hallgríms séu „mjög alvarlegar“ og telur Síminn það fráleitt að þær eigi sér stoð í raun- veruleikanum. Hallgrímur segir viðbrögð Símans skiljan- leg. „Viðbrögð Símans eru skiljanleg og eðli- leg. En fyrirtækið myndi samt þurfa að gefa upp þessar upplýsingar ef málið væri rannsak- að sem sakamál, og ef óskað yrði eftir upplýs- ingunum með dómsúrskurði. Ég tel að það sé orðið tímabært að það verði farið rækilega ofan í saumana á upphafi Baugsmálsins.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislög- reglustjóra eða Bolla Þór Bollason, ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytisins, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - mh Síminn hf. sendir frá sér fréttatilkynningu vegna skrifa Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu: Ásakanir sagðar úr lausu lofti gripnar AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. 1 Hver er Stullameistari 2006? 2 Hvaða íslensku skólar unnu á Norðurlandamótum grunn- og framhaldsskóla í skák sem fram fóru um helgina? 3 Hver mun taka fyrstu skóflu- stunguna að friðarsúlu í Viðey? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 38 VEISTU SVARIÐ? STARFSMENN BUNDNIR TRÚNAÐI Síminn hf. sendi frá sér tilkynningu i kjölfar skrifa Hallgríms Helgasonar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.