Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 10
10 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR FÍLAPÓLÓ Í TAÍLANDI Bandarískur leikmaður reynir að verja boltann ásókn ítalska keppinautarins í Kon- unglegu fílapólókeppninni sem haldin var í fjöllunum við yfirráðasvæði Gullna þríhyrningsins. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL „Er þetta bókmennta- þjóðin, hér geta blind börn ekki einu sinni fengið að læra að lesa,“ þessa setningu segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafé- lagsins, hafa hrokkið upp úr stjórn- anda sænsku þekkingarmiðstöðv- arinnar í málefnum blindra þegar honum varð ljóst hvernig mennta- málum blindra er háttað á Íslandi. Starfshópurinn Novir, eða Nord- ic Visually Impaired Research, var stofnaður fyrir ellefu árum og hefur síðan þá verið í samstarfi við þekkingarhópa um málefni blindra á Norðurlöndum. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur slíka þekkingarmiðstöð. Engu að síður voru átján fulltrúar frá átta slíkum miðstöðvum staddir hér á dögunum til að kynna það sem er að gerast í sínum löndum og sjá hvernig staðan er annars staðar. Halldór segir að erlendu gest- irnir séu furðu lostnir á því hvern- ig málum er háttað hér á landi. „Ísland stendur langt að baki þeim og reyndar flestum þjóðum Evr- ópu. Hér er ekki boðið upp á neina kennsluþjónustu fyrir blind börn,“ segir hann og nefnir sem dæmi að hérlendis njóti aðeins einn nem- andi blindrakennslu í grunnskóla. Blind og alvarlega sjónskert börn fái því ekki tækifæri til að læra að lesa þó að sá réttur sé lögbundinn. Hér sé ekki boðið upp á námskeið fyrir foreldra, börn eða kennara, námsefnið sem ætlað er blindum sé ekki yfirfarið af blindrakennur- um til að ganga úr skugga um að það nýtist, auk þess sem engar kennsluleiðbeiningar fylgi til kenn- ara. „Foreldrar og kennarar sem mættu á fundinn hjá okkur voru slegnir þegar þau heyrðu af þjón- ustunni sem talið er sjálfsagt að börn njóti annars staðar en á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór segir fyrst hafa verið fjallað um þessi mál fyrir um tíu árum en síðan hafi ekkert gerst nema hvað nefnd hafi verið skipuð ofan á aðra nefnd og allar skýrslur orðið að því sem hann kallar skúffuskýrslur. Einn blindrakenn- ari hafi sinnt ráðgjöf fyrir blinda í Reykjavík en til þess fékk hann fimm tíma á viku. Hann sé nú hætt- ur störfum og enn sem komið er hafi enginn verið ráðinn í hans stað. Óopinbert vilyrði liggi þó fyrir um að ráðið verði í stöðuna og Hall- dór vonast því til þess að eitthvað sé að þokast í þessum málum á næstunni. Hann bendir á að Blindrafélagið eigi von á tveimur breskum sérfræðingum sem ætli að fara yfir málin og gera tillögur til úrbóta. „Ég er bjartsýnn en ég hef lært að brýnustu verkefni geta þvælst ótrúlega lengi í kerfinu. Engu að síður er ekki annað hægt en að vona og hvetja fólk til að prófa að setja sig í spor þeirra sem þurfa að sætta sig við að börnin þeirra fái ekki að læra að lesa heldur sagt að þeim nægi að hlusta á hljóðbækur,“ segir hann að lokum. karen@frettabladid.is Bág aðstaða blindra hneykslar sérfræðinga Eini ráðgjafi um málefni blindra hjá Reykjavíkurborg er hættur störfum. Önn- ur sveitarfélög gátu keypt þjónustu af honum. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað. Sérfræðingar á Norðurlöndum eru slegnir yfir stöðunni hér. EITT BLINT BARN FÆR KENNSLU. Aðstaða blindra barna á Íslandi vekur furðu erlendra sérfræðinga en ekki er boðið upp á kennsluþjónustu fyrir blind börn hér á landi. FLÓÐ Stórstreymt var í Hafnar- fjarðarhöfn á föstudaginn var. Ekki mátti miklu muna að sjórinn flæddi yfir bryggjuna. Flóðhæðin var rúmir fjórir metr- ar þegar mest var. „Þetta er ekkert óalgengt. Það kemur fyrir að sjórinn flæði upp á bryggjuna,“ segir Viggó Þorsteinsson, hafnsögumaður í Hafnarfjarðarhöfn. Hann segir enga hættu skapast þegar sjórinn flæðir svona hátt. „Þetta varir ekki lengi, það getur verið í einn, tvo daga sem sjórinn fer upp að bryggjunni eða yfir hana á stöku stað.“ - sþs Stórstreymt í Hafnarfirði: Flóðhæð rúmir fjórir metrar MÜNCHEN, AP Benedikt XVI páfi sagði Vesturlandabúum til syndanna í útimessu í Þýskalandi á sunnudaginn. Hann er þar í sex daga heimsókn á heimaslóðum sínum í Bæjaralandi og hefur hlotið feiknagóðar móttökur. Í útimessunni á sunnudaginn, sem um 250 þúsund manns sóttu, sagði páfi að fólk á Vesturlöndum þjáðist af heyrnarleysi þegar guð væri annars vegar. „Við erum ekki lengur fær um að heyra í guði,“ sagði hann. „Það sem sagt er um Guð finnst okkur vera frá því áður en vísindin komu og henta ekki lengur okkar tímum.“ - gb Benedikt páfi í Bæjaralandi: Í heimsókn á heimaslóðum BENEDIKT SEXTÁNDI Hann er þessa dag- ana í heimsókn á heimaslóðum sínum í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÍSTUNDAHEIMILI Enn bíða 587 börn eftir að komast að á frí- stundaheimilum í Reykjavík. Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍTR, segir búið að útvega 1.850 börnum pláss en umsóknir á frístundaheimilin eru 300 fleiri í ár en í fyrra. „Enn vantar 68 starfsmenn til starfa á frístundaheimilin, flesta í Árbæinn en þar bíða einnig flest börn eftir að komast að.“ Steingerður segir stöðuna hjá mörgum foreldrum mjög erfiða vegna þess að börn þeirra komast ekki að. - hs 587 börn bíða vistunar: 68 starfsmenn vantar til starfa FRÍSTUNDAHEIMILI Enn bíða hátt á sjötta hundrað barna eftir plássi á frístundaheimili. Umferðaróhapp varð á Vestfjarða- vegi neðan við Skógskot í Miðdölum snemma í gær. Talið er að ökumaður hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að hann ók jeppabifreið sinni ofan í skurð. Manninn sakaði ekki en samkvæmt lögreglunni í Búð- ardal er bíllinn töluvert skemmdur. LÖGREGLUFRÉTT Sofnaði undir stýri VIÐSKIPTI Endurskoðað yfirtökutil- boð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals, sem lagt var fram í allt hlutafé í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva síð- asta föstudag, hljóðar upp á 820 kúnur á hlut. Miðað við þetta síðasta útspil Barr nemur kaupverð Pliva tæpum 180 milljörðum íslenskra króna. Tilboðið var birt á vef HANFA, króatíska fjármálaeftirlitsins í gær, en birting þess var háð sam- þykki eftirlitsins. Tilboð Barr er 25 kúnum hærra en nýtt yfirtökutilboð Actavis, sem síðast bauð 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna fyrir fyrirtækið. Þremur prósentum munar á tilboðunum. Actavis brást ekki samdægurs við ákvörðun Barr, en ekki er ólík- legt að fyrirtækið kynni í dag ákvörðun sína um næstu skref. Fyrirfram var búist við að Barr myndi hækka boð sitt. Actavis á rétt rúman fimmtung bréfa í Pliva með beinum eða óbeinum hætti. Verði af samein- ingu Actavis og Pliva er gert ráð fyrir því að til verði þriðji stærsti framleiðandi á samheitalyfja- markaði í heimi. Það sama á svo einnig við, sam- einist Barr og Pliva. Áætlað er að tilboðsferlinu í Pliva ljúki 11. næsta mánaðar. - jab/óká RANNSÓKNASTOFUR PLIVA Gengi bréfa Pliva lækkaði í gær, en sérfræðingar á mörkuðum telja fjárfesta horfa til þess að lokaverð bréfa fyrirtækisins verði 850 kúnur á hlut. MYND/PLIVA Barr býður 25 kúnum betur en Actavis fyrir hvern hlut í slagnum um Pliva: Actavis hugsar málið um sinn ATVINNUMÁL Yfir helmingur stjórnenda á Íslandi vinnur meira en 50 klukkustundir á viku en meðalvinnuvika launafólks er um 42 klukkustundir. Mun fleiri karlkyns stjórnendur vinna svo langa vinnuviku en konur í sambærilegum stöðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun VR meðal stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Í könnuninni kemur fram að þriðjungur stjórnenda vinni yfir 60 klukkustundir að meðaltali í hverri viku. 22 prósent karla vinna yfir 60 klukkustundir á viku á móti 7 prósentum kvenna. - hs Fleiri karlar vinna lengur: Stjórnendur vinna lengur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.