Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 12
12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | s: 569 7700 | f: 569 7799 | nyherji@nyherji.is
www.lenovo.is
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
Nýherji stofnaður með
samruna IBM á Íslandi og
Skrifstofuvéla og verður
umboðsaðili IBM.
IBM kynnir fyrstu
fartölvuna sem
vegur minna en 2kg.
IBM hefur selt
100 milljón tölvur
út um allan heim.
Einkatölvuhluti IBM og
tölvuframleiðandinn Lenovo
renna saman í eitt fyrirtæki
undir nafninu Lenovo.
IBM kynnir fyrstu
einkatölvuna til sögunnar.
Hún var með 4,7MHz
örgjörva og 16K í minni.
Fyrsta færanlega tölva IBM
kemur á markað, hún var
aðeins 14 kg.
Fyrsta fartölvan
frá IBM kemur á markaðinn.
Þetta er fyrsta fartölvan á
markaðnum með litaskjá
og pinnamús.
25 árum síðar víkkar
Lenovo út vörulínuna. Auk
Lenovo ThinkPad kemur
Lenovo 3000 fartölvulínan
á markað sem setur nýja
staðla í gæðum og verðum.
Í tilefni 25
ára afmæl
isins
bjóðum við
25.000 kr
óna
afslátt af
Lenovo
ThinkPad
T60 fartöl
vu
Tilboðsve
rð:
239.900 k
r.
Verð áður:
264.900 k
r.
Nýherji fagnar því að í ár eru
25 ár síðan hóf
tölvubyltinguna með því að
setja fyrstu einkatölvuna á
markaðinn.
Kíktu í verslun Nýherja og
skoðaðu afmælistilboðin.
Hamraborg 1 Kópavogi s: 554 4011
15% september
afsláttur til
16. september
FÓLKSFLUTNINGAR Fram á mitt þetta ár fluttu 3.262 til
landsins en allt árið í fyrra fluttu 3.680 manns
hingað til lands. Flestir sem flytjast frá útlöndum
setjast að á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi.
Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjölda-
deildar Hagstofu Íslands, segir það koma á óvart
hversu mikil fjölgunin sé. „Þetta er mesta fjölgun
sem við höfum séð af erlendu vinnuafli fram til
þessa en stór hluti þess mun að öllum líkindum
hverfa af landi brott eftir að virkjanaframkvæmd-
um lýkur fyrir austan.“
Þegar kynjahlutfall aðfluttra er skoðað kemur í
ljós að breytingar hafa orðið á hlutfalli kynjanna í
flutningi erlendra ríkisborgara. Á árunum 2004-2006
fluttust fleiri konur en karlar til landsins en á fyrstu
sex mánuðum þessa árs var hlutfall aðfluttra
erlendra karlmanna hærra en erlendra kvenna í
öllum landsfjórðungum nema á Norðurlandi vestra.
Mestur er kynjamunurinn á Austurlandi en
þangað fluttust 1.274 erlendir karlar en aðeins 103
erlendrar konur á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Á
höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi
voru erlendir karlar sem fluttu til landsins um það
bil helmingi fleiri en konur. - hs
Erlendu vinnuafli fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi:
Fleiri karlar flytja til Íslands
VIRKJANAFRAMKVÆMDIR Flestir sem flytjast frá útlöndum
setjast að á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi.
STJÓRNMÁL Tillögur uppstillingar-
nefndar Vinstri grænna um fyr-
irkomulag til röðunar á fram-
boðslista flokksins á
höfuðborgarsvæðinu fyrir kom-
andi kosningar verða kynntar í
kvöld. Athygli vekur að sam-
kvæmt þeim nær forvalið yfir
bæði Reykjavíkurkjördæmin og
Suðvesturkjördæmi, eða hinn
svokallaða Kraga. Ýmsir flokks-
menn hafa af því áhyggjur að
jafnræði muni ekki ríkja milli
Kragans og Reykjavíkur verði
þessi háttur hafður á.
Þorleifur Gunnleifsson, for-
maður kjördæmisráðs VG í
Reykjavík, segist hafa verið efins
í fyrstu þegar hann heyrði tillög-
urnar en sé þó kominn á þá skoð-
un að þetta sé rétta leiðin. „Ástæð-
an fyrir því að það er verið að
skoða þessa hluti er sú að höfuð-
borgarsvæðið er orðið eitt svæði
bæði atvinnulega séð og íbúalega
séð. Þetta er orðið svæði án sjá-
anlegra landamæra og samvaxið
í alla kanta. Þarna er um að ræða
íbúa á sama svæðinu sem hafa
sömu hagsmuna að gæta.“
Í sama streng tekur Ólafur
Þór Gunnarsson, oddviti VG í
Kópavogi. „Þetta er spennandi
tilraun til að horfast í augu við þá
staðreynd að þetta er orðið eitt
svæði. Það skiptir í sjálfu sér
ekki máli hvar á svæðinu þing-
menn hafa búsetu og því ættu
íbúar alls svæðisins að hafa áhrif
á listann.“ Ólafur segir að hann
hafi vissulega heyrt efasemdir
um tillöguna og segir þær áhyggj-
ur virðast fyrst og fremst stafa
af óróa um að Reykvíkingar muni
hafa áhrif á hverjir séu í fram-
boði í Kraganum. Hann telur þó
að fyrirkomulag forvalsins ætti
að koma í veg fyrir slíkt því upp-
stillingarnefndin mun hafa vald
til að raða mönnum framar á
listana svo lengi sem þeir hafa
fengið til þess kjörgengi. Ólafur
segist sjálfur ekki hafa miklar
áhyggjur af því ef það hittist svo
á að fleiri góðir frambjóðendur
eigi heima í Reykjavík en í Krag-
anum. „Þá er það bara flokknum
til góða og hann kemur fleiri
góðum frambjóðendum fram.“
Sigurður Magnússon, bæjar-
stjóri Vinstri grænna á Álftanesi,
segir að það sé ekki úr háum söðli
að detta varðandi uppstillingar-
mál í Kraganum því samstöðu
hafi almennt skort hjá flokks-
deildunum í kjördæminu. Hann
segist hafa orðið var við áhyggj-
ur í kjördæminu en telur að fyr-
irkomulagið geti ekki orðið annað
en til bóta. thordur@frettabladid.is
Stillt upp á lista VG á
höfuðborgarsvæðinu
Vinstri græn stefna að sameiginlegu forvali fyrir kjördæmin á höfuðborgar-
svæðinu. Tillögurnar verða kynntar flokksmönnum í kvöld. Efasemdir eru uppi
um aðferðina á meðal flokksmanna sem óttast vald Reykvíkinga.
SAMEIGINLEGT FORVAL Ef tillögur uppstillingarnefndar ná fram að ganga munu
reykvískir flokksmenn Vinstri grænna geta haft áhrif á uppstillingu lista Suðvestur-
kjördæmis og öfugt.
SIGURÐUR
MAGNÚSSON
ÞORLEIFUR
GUNNLAUGSSON
ÓLAFUR ÞÓR
GUNNARSSON