Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 13
(131187)
Gorenje kæli -og frystiskápur
Ryðfrítt stál með kámvörn
200cm á hæð
279L kælir, 86L frystir
Tilboðsverð kr. 109.900
(101563)
Gorenje þvottavél
1200 sn/mín
Tekur 6 kg m/íslenskum merkingum
Tilboðsverð kr. 65.900
(705053)
Gorenje þurrkari
Barkalaus m/rakaskynjara tekur 6kg
Tilboðsverð kr. 64.900
(665938)
Gorenje blástursofn
Klukka, hreinsibúnaður, 9 kerfi
Tilboðsverð kr. 49.900
(695112)
Gorenje keramik helluborð
4 hellur, snertitakkar, barnalæsing
Tilboðsverð kr. 55.900
(662749)
Gorenje háfur
60cm, veggháfur úr burstuðu stáli
Tilboðsverð kr. 14.500
SEPTEMBERTILBOÐ
Reykjavík: Borgartún 24 • Sími 562 4011
Akureyri: Óseyri 2 • Sími 460 0800
Reykjanesbær: Hafnargata 52 • Sími 420 7200
Reyðarfjörður: Nesbraut 9 • Sími 470 2020
PODGORICA, AP Samsteypustjórn Milos Djukan-
ovic lýsti í gærmorgun yfir sigri í þingkosn-
ingunum í Svartfjallalandi, sem haldnar voru
á sunnudaginn. Þetta voru fyrstu þingkosn-
ingarnar í Svartfjallalandi frá því landið lýsti
yfir sjálfstæði snemma í sumar.
„Við fengum algjört vald í Svartfjalla-
landi,“ sagði Milo Djukanovic forsætisráð-
herra sigri hrósandi. „Þetta er sigur fyrir
evrópskt Svartfjallaland og sönnun þess að
landið er á góðri leið inn í samstæða Evr-
ópu.“
Áður en endanleg úrslit höfðu verið stað-
fest hafði óháð stofnun sent frá sér bráða-
birgðatölur þar sem stjórnarflokkarnir fengu
41 þingsæti af 81, en tveir stjórnarandstöðu-
flokkar, sem vilja ganga aftur í ríkjasamband
með Serbíu, fá 23 þingsæti. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir tveir, sem létu gera eigin talningu,
sögðu þessi úrslit geta staðist.
„Þetta eru slæm úrslit og vonbrigði fyrir
okkur,“ sagði Milorad Vojnovic, talsmaður
Sósíalíska þjóðarflokksins.
Fjórði flokkurinn, Hreyfing í þágu breyt-
inga, sem stofnaður var til þess að berjast
gegn spillingu og gera efnahagsumbætur, fær
11 þingsæti en síðan skipta smærri flokkar
sex þingsætum á milli sín.
Nebosja Medojevic, leiðtogi Hreyfingar í
þágu breytinga, segist hæstánægður með það
mikla fylgi sem þessi nýstofnaði flokkur
hlaut. En jafnframt sagði hann úrslitin sýna
að Svartfellingar væru ekki tilbúnir að „losa
sig við“ hina „spilltu og vanhæfu“ stjórn
Djukanovic, sem í raun hefur stjórnað land-
inu í sautján ár. - gb
SIGRI FAGNAÐ Stuðningsmenn sjálfstæðs ríkis í Svart-
fjallalandi fagna sigri í fyrstu kosningunum frá því að
landið fékk sjálfstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Úrslit fyrstu þingkosninga í Svartfjallalandi frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði liggja ljós fyrir:
Ríkisstjórn Djukanovic hrósar sigri
LÖGREGLUMÁL Brotist hefur verið
inn í sælgætissjálfsalann sem
stendur við þjóðveginn á leið til
Borgarfjarðar eystri
í þrígang í sumar.
Í innbrotunum
var öllu sælgæti úr
sjálfsalanum stolið
og var heildarverð-
mæti þess á annað
hundrað þúsund
krónur.
Eftir fyrsta innbrotið var
myndavél komið fyrir á staðnum.
Myndirnar sýndu að sami maður
var að verki þegar sjálfsalinn var
brotinn upp í annað og þriðja sinn
og telst málið upplýst. - hs
Fingralangur nammigrís:
Stal sælgæti úr
sjálfsala
STJÓRNMÁL Hexia.net hefur opnað
nýja pólitíska fréttagátt. Gáttin,
sem nálgast má á vefslóðinni
politik.hexia.net, safnar sjálf-
krafa efni af vefjum stjórnmála-
manna og annarra sem fjalla um
stjórnmál. Hún flokkar þær
saman og birtir heildaryfirlit á
einum stað.
Þórarinn Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Hex, sem á og
rekur gáttina, líkir henni við
fréttaþjónustu Google. „Við
höfum ekkert ritstjórnarvald yfir
því sem birtist. Uppfærslur á
vefjum stjórnmálamannanna
stýra því hvenær nýtt efni
birtist.“ - sþs
Hexia.net opnar stjórnmálavef:
Safnar saman
pólitísku efni
LYFJAMÁL Lyfjastofnun varar fólk
við því að kaupa lyf í netverslun-
um.
Stöðugt færist í vöxt að fölsuð
lyf finnist í umferð í Evrópulönd-
um, að því er fram kemur á
vefsíðu stofnunarinnar. Einnig
eykst framboð á allskyns
náttúrulyfjum sem oft geta haft
skaðleg áhrif á heilsu manna.
Oftast má rekja þessi lyf til
netverslunar og vill Lyfjastofnun
því ítreka að netverslun með lyf
er óheimil hér á landi enda er slík
verslun í flestum tilvikum án
eftirlits heilbrigðisyfirvalda. - jss
Lyfjastofnun:
Varar við lyfj-
um í netverslun
LONDON, AP David Cameron,
leiðtogi breska Íhaldsflokksins,
segir að Bretar eigi að vera
„traustir en ekki þýlyndir“ í
vináttu sinni við Bandaríkin.
Í ræðu sem hann flutti í
London í gær, þegar fimm ár voru
liðin frá hryðjuverkunum í New
York og Washington, hafnaði
Cameron þeirri utanríkisstefnu
sem bæði George W. Bush
Bandaríkjaforseti og nánasti
bandamaður hans, Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, hafa
fylgt.
„Við höfum aldrei, fyrr en
núna nýlega, verið gagnrýnislaus-
ir bandamenn Bandaríkjanna,“
sagði Cameron. - gb
David Cameron:
Enga þrælslund
gagnvart Bush
LEIÐTOGI BRESKA ÍHALDSFLOKKSINS
Segist vera „frjálslyndur íhaldsmaður, en
ekki nýíhald“. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Assorted jelly beans, in a child‘s hands nammi, barn, barnahendur, jellybeans, sælgæti,