Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 16

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 16
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég held að áhrifin séu miklu djúp- stæðari og meiri en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Unnur Jökulsdóttir rithöfundur um áhrifin af hryðjuverk- unum 11. september 2001. „Maður finnur áhrifin beinast í því að ferðalög hafa breyst mikið og eru orðin torveldari. Nú er líka alltaf þessi ógn undirliggjandi að eitthvað hræðilegt sé við það að gerast og fólk tortryggir allt og alla. Óvinurinn er þessi ósýnilegi hryðjuverkamaður sem hvenær sem er getur látið til skarar skríða og paranojan er slík að t.d. þriðjungur Bandaríkjamanna telur að þarlend stjórnvöld hafi staðið að baki atburðunum til að auka hervæðingu og fá hjólin til að snúast. Ég held að því miður eigi áhifin af 11. september eftir að vara lengi enn.“ SJÓNARHÓLL ÁHRIFIN AF 11. SEPTEMBER 2001 Tortryggni aukist mikið UNNUR JÖKULSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Aðeins sjálfsmörk „Mér finnst því helst hægt að líkja þessu stríði gegn hryðjuverkum við fótboltalið sem gerir mjög mikið af mörkum en nær eingöngu sjálfsmörk.“ JÓN ORMUR HALLDÓRSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR SEGIR STRÍÐIÐ GEGN HRYÐJUVERKUM HAFA MISTEKIST. FRÉTTABLAÐIÐ, 11. SEPTEMBER. Ljós hörmung „Það er ljóst að afleiðingar slyss þar sem risaolíuskip á í hlut yrðu hörmulegar.“ GÍSLI VIGGÓSSON, FORSTÖÐU- MAÐUR HJÁ SIGLINGASTOFNUN, SEGIR ÍSLAND EKKERT SÉRLEGA VEL BÚIÐ UNDIR MENGUNARSLYS. FRÉTTABLAÐIÐ, 11. SEPTEMBER. Í gegnum tíðina hafa margir makað krókinn á veru Varnarliðsins á Mið- nesheiði. Nú fer hver að verða síðastur því stutt er í að Kaninn fari með sitt hafurtask til mikilvægari hernaðarsvæða. Valtýr Björn Thors er einn af þeim síðustu til að komast í feitt. Valtýr hefur verið að vinna í brotajárnsmóttöku Hringrásar í Helguvík en þangað keyra nú varnarliðsmenn ruslið sitt í stríðum straumum. „Þetta er ótrúlegt magn sem kemur hingað,“ segir Valtýr. „Það sem er smíðað fyrir herinn virðist vera úr skriðdrekastáli og vegur skrilljón tonn. Það er því ekki lógískt að fljúga með þetta úr landi. Við erum að taka á móti allskyns dóti, innrétting- um, húsgögnum og tölvubúnaði; allt saman gæða stöff og öllu hent.“ Valtýr segist hafa sett sér mörk þegar hann byrjaði að vinna hjá Hringrás um hvað hann ætlaði að hirða. „Ég bý í 45 fermetra íbúð með konu sem hefur annan skítastöðul en ég svo ég ákvað að hirða bara það sem gæti nýst mér við tónlistar- sköpun. Ég hef m.a. hirt mixer, baritónhorn og risastórt hátal- arabox sem hefur eflaust hangið neðan úr þyrlu einhvern tímann og blastað klassískri tónlist yfir hrísgjónaakra. Ég hef líka hirt allskyns framandi gosdrykki og endalaust af ógeðsnammi, svona stöff sem Kaninn er sólginn í. Einn daginn var komið með sjálfssala sem ég reif í sundur. Þar voru allskyns niðursuðudós- ir með tilbúnum réttum, en mér leist ekkert á þetta og gaf vinum mínum. Ég sá fyrir mér „silent treatment“ hjá konunni ef ég hefði dregið þetta heim.“ Valtýr segir mikinn áhuga á ruslinu. „Við erum rekandi fólk í burtu allan daginn og það eru sko engir fátæklingar á horrim- inni heldur menn á nýlegum Land Cruiser jeppum. Þegar við lokum kl. 18 koma jakkafata- mennirnir og klifra yfir girðing- arnar til að róta í ruslinu. Þetta er eiginlega stórt vandamál því við erum ábyrgir fyrir svæðinu. Þarna eru bílastæður sem menn eru að klifra í og hver veit hvaða ógeð leynist þarna. Við settum meira að segja upp skilti og báðum fólk vinsamlegast að hætta að sniglast þarna, en það gekk nú ekki betur en svo að daginn eftir var búið að kúka í kaffibollana okkar.“ gunnarh@frettabladid.is Valtýr einn af þeim síðustu til að græða á veru Varnarliðsins VALTÝR MEÐ HLUTA GÓSSINS Hefur ekki undan að reka í burtu jakkafatamenn sem vilja komast í draslið. FRETTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Nýr íslenskur bjór er væntanleg- ur í búðir ÁTVR í byrjun október. Hann heitir Kaldi og er lagaður í nýju brugghúsi Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi. Agnes Sigurðar- dóttir og eiginmaður hennar, Ólaf- ur Ólafsson, eru eigendur Brugg- smiðjunnar og hún segir að hugmyndin hafi kveiknað fyrir þrem árum þegar hún sá frétt um smábrugghús, svokölluð Micro- Brewery, í sjónvarpinu. „Maðurinn minn hafði slasast í hné á sjónum og við vorum að leita að einhverju sem við gætum gert í staðinn. Við erum mikið dreifbýl- isfólk í okkur og við vildum helst ekki flytja. Mér fannst þetta upp- lögð hugmynd og viku síðar vorum við komin til Danmerkur til að kynna okkur málið. Tveim mánuð- um síðar vorum við svo í Tékk- landi og gerðum tilboð í tæki.“ Frá Tékklandi fengu þau ekki bara tæki heldur bruggmeistarann líka. Hann heitir David Masa og þykir með þeim efni- legustu í bruggbransan- um. Kaldi er með 5% alkóhólmagn, gerður úr tékknesku hráefni en vatnið er úr lind í Sólar- fjalli í Eyjafirði. Bjórinn er án allra aukaefna og sykurs og er ekki gerilsneyddur, sem Agnes segir að geri gæfu- muninn. „Manneldisráð Evr- ópu hefur gefið út að það geti beinlínis verið hollt að drekka einn lítra af ógerilsneyddum bjór á dag. Kaldi er ferskvara með fjögurra mánaða líf- tíma í stað eins árs sem aðrar íslenskar tegundir eru með. Svo verður þetta eini íslenski bjórinn í brúnum glerflöskum, sem Tékkarnir segja að fari mun betur með bjórinn en grænar flöskur.“ Agnes vonar að Kaldi festi sig í sessi og miklar vonir eru bundnar við bjórinn því þeim hefur verið boðið á heimssýningu framleið- anda í Þýskalandi í nóvember. „Við erum ekki fólk sem hefur tekið svona skyndiákvarðanir áður og hvorki verið með laxeldi né refa- rækt. Við tókum bara sénsinn og lögðum allt í sölurnar. Þetta hefur verið erfitt og við höfum oft rekist á hindranir. En nú þegar hillir undir að fyrsta lögunin verði til- búin getum við ekki annað en verið bjartsýn.“ - gh Hollur íslenskur bjór á leiðinni KALDI LAGER BJÓR Svona lítur flösku- miðinn út. FRÁ BRUGGSMIÐJUNNI Á ÁRSKÓGSSTRÖND David Masa og Agnes Sigurðardóttir bíða spennt eftir fyrstu löguninni. „Það er sáralítið að frétta af gömlu fólki, en maður hefur nóg að gera,“ segir Jón R. Hjálmarsson, rithöfundur og fv. fræðslustjóri. Þrátt fyrir meint tíð- indaleysi fór Jón, sem varð 84. ára síðastliðið vor, í tvær ferðir sem leið- sögumaður í sumar. „Ég fór norður Kjöl með Ferðaklúbbi eldri borgara. Gist var fyrstu nóttina í Skagafirði en síðan haldið upp í Laugafell, sem er merkilegur staður við Hofsjökul. Þarna er jarðhiti og þjóðsagan segir að þegar svarti dauði gekk yfir landið hafi Þórunn ríka hafst þarna við með sitt fólk. Hún var mikil hreinlætismanneskja, lét höggva til þró í móbergsklöpp og tók sér þar bað daglega. Þróin stendur enn en það er bannað að baða sig í henni.“ Áfram hélt ferðin m.a. til Grímseyjar og á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í næstu ferð fór Jón fyrir hópi Félagi kennara á eftirlaunum upp að Kárahnjúkum. „Það var geysilega áhrifamikið og stíflufram- kvæmdirnar eru svo risavaxnar að maður áttar sig varla á umfanginu.“ Jón er fróðleiksbrunnur um land og sögu og hefur skrifað fimm Þjóðvega- bækur, svokallaðar. „Næst í röðinni er bókin „Þjóð- kunnir menn við þjóðveg- inn,“ sem ég á von á að komi út hjá Skjaldborg fyrir jólin,“ segir hann að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓN R. HJÁLMARSSON RITHÖFUNDUR Fór fyrir eldri borgurum um landið �������������������������������������������������� ��������� �������������� �������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������� ��� ���������������� ����������������������������������������������������� ������������������������������ ������������ ����������������������������� �������������������������������������������������������������� �� ������� ����������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������� ������������������������������������ ������������������������������ ������������������������������������ Búdapest � � � � � � �� �� �� �� �� � �� � �� ������������������� ������������������ ���������������� ����������������������������� �������������������� ��������������������������� �������������������� ��������������������������� �������������������� AÐ LOKNUM HÁTÍÐARHÖLDUM Þessu risavaxna líkneski fílaguðsins Ganesha var kastað í hafið við Mumbai á Ind- landi, Ganesha til dýrðar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.